Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 13
...rVMIM. MIÐVIKUDAGUR 5.JÚLÍ2006 13 Fullorðinsbleiur það furðuleg- asta sem fólk skilur eftir Frá vinstri: Sigurbjörg Viggósdóttir flokksstjóri, Edda Bergsveinsdóttir og Guðrún Selma Steinarsdóttir, meðlimir Rtislahópsins hjá Vegagerðinni. Á vegum Vegagerðarinnar er á hverju ári haldið úti vinnuflokki tíu vikur á sumri sem hefur það eitt hlutverk að fara með þjóðvegum á stórum hluta Vesturlands og tína upp það rusl í vegarköntum sem vegfarendur fleygja út um bílrúður á ferð sinni. Umfang þessa sorps er svo mikið að á hverjum degi tína þessir þrír starfsmenn upp eina og oftast tvær fúllar skúffur á pallbíl sem draslinu er safnað í. í sumar eru þessir starfsmenn þær Sigurbjörg Viggósdóttir, flokksstjóri, Edda Bergsveinsdóttir og Guðrún Selma Steinarsdóttir. Að eigin sögn ganga þær undir því virðulega starfsheiti „Ruslahópurinn,“ hjá Vegagerðinni. Hreinsisvæði þeirra er æði víðfeðmt og nær ffá Haffjarðará í vestri, norð- ur að Króki í Norðurárdal, alla Borgarfjarðardalina og sunnan Skarðsheiðar að Akranesi og Hval- íjörð beggja vegna að gangnamunn- anum að sunnanverðu. Þær stöllur sögðu í samtali við blaðamann að vegfarendur hljóti upp til hópa að vera sóðar. „Það er alveg með ólíkindum það magn rusls sem við þurfum að tína upp og Þetta bar hæst í pallbíkskújjtmni sl. mið- vikudagþegar stöllumar unnu við hreins- un við veginn í nágrenni Grjóteyrar. jyrykkjarv'óruumbúðir voru mest áberandi og lítið um kúkableiur þennan dag. ótrúlegt hverju fólk hendir út úr bíl- um sínum í stað þess að koma við á gámastöðvum eða nota ruslatunnur sem eru t.d. við allar bensínstöðvar. Sumir hafa jafnvel fyrir því að fá sér htla ruslapoka í bílinn, en henda þeim svo út um gluggann þegar þeir eru orðnir fúlflr. Svona fólk hugsar ekki,“ sögðu þær. Aðspurðar um hvað væri algengast að fólk henti segja þær alls konar drykkjarvöru- umbúðir, sígarettustubba og sælgæt- isbréf algengast. Síðan væri mikið um að þær hirtu upp staka skó og fatnað af ýmsu tagi sem og kúka- bleiur. „Við höfum jafúvel verið að taka fullorðinsbleiur upp úr vegar- köntum. Viðkomandi eru nú ekki meiri sjúklingar eða öryrkjar en það að þeir hafa nægan mátt í höndun- um til að henda slíkum sóðaskap út í náttúruna," sögðu þær stöllur og ekki var laust við að þeim hryllti við upprifjunina. Einnig segja þær ótrú- lega algengt að þær finni tæki til neyslu fíkniefna og segja hassreyk- ingar hljóta að vera algengar því hasspípur af ýmsu tagi sé mjög al- gengt að þær hreinsi upp úr náttúr- unni. Aðspurðar um hvort einhverjir tilteknir staðir væru verri í um- gengni en aðrir voru þær ekld í vafa. „Það er næsta nágrenni Akraness sem er verst, það er enginn vafi,“ fullyrtu þær. Vafalaust er skýringin sú að mikið er um að fólk aki rusli í opnum kerrum ffá Akranesi í sorp- móttökustöðina Gámu sem liggur utan við bæinn og á þeirri leið fýkur oft rusl af kerrunum sem þær síðan verða að hreinsa upp. Að endingu vildu þær Sigurbjörg, Edda og Guðrún Selma hvetja veg- farendur til að fá sér ruslapoka í bíla sína og henda þeim síðan á næstu áningarstöðum í þar til gerð ílát. Umgengni sem þessi um náttúru landsins væri óþolandi. „Það er ekki til mikils mælst að fólk hendi rusli annarsstaðar en út í vegarkanta og gamla máltækið sem segir „um- gengni lýsir innri manni“ á enn vel við,“ sögðu þær að lokum. MM ----—'—~ Málverkasýning í Skessubrunni 17 júní -16 júlí Bjarni Þór - "Hesfar í íslensku landslagi" Sumaropnun: Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga opnar kl. 17:00 Þá daga er tilboð: 2 fyrir 1 á smjörsteiktri gæða Klausturs Bleikju. Einnig er hægt að velja af matseðli. Laugardaga og sunnudaga er opið frá kl. 14:00. Frá kl. 14:00 er boðið upp á kaffi, kakó og meðlæti. Einnig er hægt að velja af matseðli. Upplýsingar og pantanir: 861 3976 og 433 8956 - skessubrunnur@simnet.is Verið velkomin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.