Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. JULI2006 ggESSUiiöBí Gömul hús með hlutverk Rætt við Stefán Ólafsson, húsasmíðameistara um varðveislu og endurgerð gamalla húsa Hjónin Stefán Ólafsson og Ragnheiður Jóhannesdóttir. Húsasmíðameistarinn Stefán Olafsson frá Litlu Brekku hefur verið ötull við að byggja upp göm- ul hús á Vesturlandi. Stefán rekur eigið fyrirtæki, S.O. húsbyggingar og hefur sérhæft sig í endurbygg- ingu gamalla húsa auk þess sem fyrirtæki hans hefur jöfnum hönd- um unnið að nýbyggingum í hér- aðinu. Hann hefur m.a. gert upp eldri kirkjur og nú síðari ár hefur hann forðað ýmsum húsum ffá ei- lífri glötun. Auk þess að hafa af þessu atvinnu er varðveisla gamalla húsa hugsjón í huga Stefáns Olafs- sonar. Ensku húsin I Ensku húsinum við Langá er í dag rekið myndarlegt gistiheimili með 12 herbergjum. Stefán og Ragnheiður Jóhannesdóttir, eigin- kona hans, reka Ensku húsin og sjá auk þess um allt viðhald húsakosts. Húsið var byggt á 19. öld sem íbúðarhús og er elsti hluti þess óbreyttur. „Allar endurbætur á húsinu miða að því að ná gamla karakternum fram. Það er ekki á mörgum stöðum þar sem hægt er að gista í húsi sem er svona algjör- lega upprunalegt. Hér uppi er hús- ið óbreytt frá árinu 1884,“ segir Stefán og vísar til herbergjanna í risi hússins sem gist er í. „Svona hús eru mikil menningarverðmæti og það er mikilvægt að halda þeim við og bjarga þeim frá eyðilegg- ingu. Sem betur fer eru æ fleiri að átta sig á því.“ Við sögu Ensku húsanna koma litríkar persónur fyrir. Ibúðarhúsið var byggt af Pétri Péturssyni „snikkara" sem þá bjó á Langár- fossi. Um aldamótin eignaðist það breskur aðalsmaður að nafni Lord Campell. Árið 1923 keypti Mrs. Kennard húsið og rak hún staðinn eins og breskt hefðarsetur með þjónustufólki. I dag eru gestir Ensku húsanna við Langá erlendir viðskiptavinir ferðaskrifstofa og ís- lenskir hópar; fjölskyldur og vinnustaðahópar. „Auk þess að bjóða gistingu erum við með kokk allt sumarið og bjóðum upp á morgun- og kvöldverð yfir sumar- tímann,“ segir Stefán. Lambalækur Eins og fyrr segir hefur Stefán sérhæft sig í endurbyggingum gamalla húsa á Vesturlandi. „Ég og sonur minn Jóhannes vinnum í þessu saman og hjá okkur starfa mjög hæfir menn. Meðal þeirra húsa sem S.O. húsbyggingar hafa endurbyggt eru þrjár kirkjur og má þar nefna gömlu kirkjuna í Reyk- holti og nokkur hús frá 19. öld. Lambalækur er bárujárnshús sem sést frá þjóðveginum á hægri hönd þegar ekið er í vestur frá Borgar- nesi. „Þetta var íbúðarhús í Galtar- holti í Borgarhreppi, byggt árið 1895. Fyrir nokkrum árum síðan var það að hruni komið og sumir sögðu ónýtt, en ég var ekki á því þó að þakið væri fallið og veggir signir. Jón Þórarinsson bóndi, sem átti húsið, gaf okkur hjónunum það gegn því að við flyttum það burt sem við og gerðum og endur- byggðum það svo undir eftirliti Húsafriðunarnefndar ríkisins." Að sögn Stefáns er húsið nú að mestu eins og það var nýbyggt. Til að viðgerðir sem þessar heppnist vel þarf oft að leita uppi gamalt bygg- ingarefhi. „Um þetta leyti stóð til að rífa gamalt sláturhús í Borgar- nesi sem byggt var skömmu eftir aldamótin. Ur því gat ég nýtt ým- islegt svo sem gólfborð, veggpanel og jafnvel glugga. Það gefur end- urbyggingu gamalla húsa mikið gildi að nota sem mest af efni frá þeim tíma sem húsin voru byggð, en því nær maður úr gömlum hús- um sem ákveðið hefur verið að rífa.“ Húsið stendur nú á bakka Lambalækjar og fékk þaðan nafn sitt. Það er nú nýtt sem gistiheim- ili í tengslum við Ensku húsin við Langá. Englendingavík I Englendingavík í Borgarnesi standa tvö pakkhús við fjöruna hjá gömlu bryggjunni og verslunarhús sem gekk undir nafninu Sjávar- borg. A þessum stað hófst verslun í Borgarnesi en Jón Jónsson, eða Akra-Jón varð fyrstur til að hefja þar verslun árið 1877. Unnið hefur verið að endurbótum á pakkhúsun- um sem reist voru 1886. Það verk leiðir áhugahópur sem nefnist Hollvinasamtök Englendingavík- ur. „Byggingamátinn hér í Eng- lendingavík er afar skemmtilegur," segir Stefán sem hefur látið húsin sig miklu varða. „Til dæmis má nefna „krappa“ sem eru mjög ein- kennandi fyrir þessi hús. Þetta eru stuðningsokar, tilhöggnir úr rótar- hnyðjum og eru fremur fáséðir í húsum hér á landi.“ Stefán segir að það hafi orðið húsunum til bjargar að þau voru í notkun alveg fram undir 1960. „Með Akra-Jóni kom Oli norski, trésmiður frá Noregi. Hann byggði fyrstu húsin hér í Borgarnesi og kom hingað með þá verkþekkingu sem þurfti til að reisa hús úr norska viðnum sem Akra Jón flutti inn. Heimildir eru til fyrir því að hann vann meðal annars við byggingu íbúðarhússins að Galtarholti sem fyrr var getið.“ Auk húsanna sjálfra hafa verið endurgerðar fallegar grjóthleðslur við pakkhúsin í Englendingavík. „Góðir grjóthleðslumenn eru ómissandi við endurbyggingu gamalla húsa. Það þarf að endur- gera undirstöður og oft umhverfi húsanna eins og hér má sjá. Það er Unnsteinn Elíasson sem á heiður- inn af þessum hleðslum. Þetta er sérstakt fag, hann lærði hand- brögðin af afa sínum.“ Stefán er sannfærður um það að húsin munu fá að njóta sín á nýjan leik í víkinni góðu. „Það er ekki nóg að endurbyggja húsin, einnig þarf að finna þeim hlutverk. Eg hef trú á því að húsunum hér í Eng- lendingavík verði fundið verðugt hlutverk og þau verði Borgarnes- stað til mikils sóma.“ Húsið sem nú stendur vií Lantbalæk var áður íbúðarhúsið í Galtarholti í Borgarhreppi. Það var nánast hrunið þegar Stefán smiður á Litlu Brekku bjargaði því, flutti það á nýj- an stað og gerði upp. Krappi ípakkhúsinu í Englendingavtk. Unnsteinn Elíasson við grjóthleðslumar í Englendingavík. Hluti húsanna í Englendingavík í Borgamesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.