Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 2006
^UÍSSUltU^
Allir koirmir í náttföt og hættir að mála sig á öðrum degi
Að Laugum í Sælingsdal í Dala-
sýslu rekur Ungmennafélag Islands
ungmenna- og tómstundabúðir og
hefur gert síðan í byrjun árs 2005.
Þar dvelja krakkar í munda bekk frá
mánudegi til föstudags, heimsækja
sveitabæi og kynnast heimavistarlífi.
Mikil ánægja hefur verið með starf-
semina og er nú svo komið að næstd
vetur er svo til uppbókaður.
Verkefnið er unnið í samstarfi
margra aðila, m.a. við sveitarfélagið
Dalabyggð. Að sögn Gunnólfs Lár-
ussonar sveitarstjóra er mikil ánægja
með verkefhið hjá sveitarfélaginu og
telur hann það mjög vel heppnað.
Anna Margrét Tómasdóttir for-
stöðumaður tekur einnig í sama
streng. „Þetta hefur gengið gríðar-
lega vel og mikil ánægja er hjá
krökkunum sem hafa verið hér. A
síðasta vetri mældum við 95%
ánægju hjá þeim.“
Að Laugum var rekinn heimavist-
arskóli til ársins 2000 þegar honum
var lokað og bömum sem hann sóttu
vom eftir það ekið í skóla í Búðardal.
Nú starfa sjö manns að Laugum en
verða líklega átta næsta vetur, tveir í
heilsársstarfi en hinir níu mánuði
ársins. UMFI hefur tekið að sér
rekstur Edduhótelsins á staðnum
sem og sundlaugarinnar fyrir Dala-
byggð.
Breyting á fyrsta degi
Markmið með rekstri búðanna er
að vera leiðandi í rekstri ungmenna-
og tómstundabúða á Islandi, að efla
sjálfstraust, tillitssemi og samvinnu,
að hvetja til sjálfstæðra vinnubragða,
að kynna krökkunum heimavistarlíf,
að fræða þau um söguslóðir, að
Anna Margrét Tómasdóttir, forstööumaður Ungmenna- og tómstundabúöanna aö Laugum í Sœlingsdal.
Menntaskóli
Borgarfjarðar ehf
Fundarboð
Hluthafafundur í Menntaskóla Borgarfjarðar verður
haldinn þriðjudaginn 11. júlí í félagsmiðstöðinni
Óðal í Borgarnesi. Funaurinn hefst kl. 20.00
Dagskrá fundarins:
1. Kynning á byggingu skólahúss
Menntaskólans
2. Ráðning skólameistara - kynning
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mal
Allir hluthafar velkomnir á fundinn
kynna þeim landið og nánasta um-
hverfi, að kenna þeim að verða þátt-
takendur í félagsstarfi í anda UMFI,
að fræða þau um mikilvægi forvama,
að kynna þeim ábyrg fjármál, að
vinna markvisst gegn einelti, að
fræða þau um mikilvægi hollra lifn-
aðarhátta og að kynna þeim jaðarí-
þróttir. Anna Margrét segir að dvöl
að Laugum sé mikil tilbreytdng fyrir
krakkana. „Þau em oft fúl fyrsta dag-
inn yfir því að geta ekki notað gsm
síma eða tölvur og yfir því að hér sé
ekkert sjónvarp og ekki selt nammi.
Það rjátlar þó fljótlega af þeim og
strax daginn efidr em alhr ánægðir á
náttfötum, hættir að greiða sér og
mála.“ Anna segir að engin vandræði
hafi komið upp í starfsemi búðanna,
starfsfólk sé enda vel samsett og ráði
vel við verkefnið.
Eykur víðsýni unga
fólksins
Ungmenna- og tómstundabúð-
imar að Laugum standa öllum skól-
um opnar. Raunin hefur hins vegar
verið sú að mest aðsókn kemur úr
skólum á Vesturlandi og úr Hafnar-
firði og Kópavogi. Anna Margrét
kann enga skýringu á því. „Líklega
spyrst þetta bara út á meðal kennara
í sveitarfélögunum. Hinsvegar er að-
sókn alltaf að aukast hjá okkur og allt
að verða upppantað fyrir næsta vet-
ur.“ Anna Margrét segir að þetta sé
kjörin leið til að nýta þá heimavistar-
skóla sem standa auðir víða um land.
Þannig sé hægt að hleypa lífi í gaml-
ar byggingar og halda tengslum við
sveitalífið. „Við höfum verið í sam-
vinnu við Bændasamtökin, fömm
með krakkana í heimsóknir á sveita-
bæi og kynnumst hfinu þar. Þannig
kynnast bömin hfinu í dreifbýlinu,
sem þau annars ekki gerðu, og um
leið kynnast kennarar börnimum á
alveg nýjan máta.“
Verkefhin að Laugum era fjöl-
breytileg. Krakkamir era mikið útd
við, kynnast óhefðbundnum íþrótt-
um og era þjálfuð í ræðumennsku
svo fátt eitt sé tínt til. Lögð er rík
áhersla á tómstundir sem lífsstíl og
sem mikilvægan þátt í forvarnar-
starfi. Dvölin að Laugum kostar 10
þúsund krónur fýrir hvert ungmenni
en að öllum líkindum er það afar
góð fjárfesting því lærdómurinn sem
börnin draga af þessari dvöl og
tengsfin sem myndast milh bam-
anna og sveitarinnar era ómetanleg.
KOP
í Stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.
Sjá upplýsingar um skólann á www.borgarbyggd.is
undir starfsemi
.
Glöggar systur í samstarfi við Púls 68 kynna:
Samsýninguna „Nær og fjær"
7. - 23. júlí 2006 að Bakkatúní 20, Akranesí
Opið: kl 13:00-18:00
Á frskum dögum á Akranesi verður haldin samsýning,
á myndlist, leiriist, Ijósmyndum, skúlptúrum og hönnun,
í stofunni að Bakkatúni 20 á Akranesi.
Við sem sýnum erum Ólöf Björk Oddsdóttir,
Lára Stefánsdóttir, María Jónsdóttir,
Jóhanna og Margrét Leópoldsdætur.
Verið hjartanlega velkomin og heitt á könnunni!
Sjá nánar á: www.leopold.is/gloggarsystur
Upplýsingar gsm. 695 6266
V________________________________________________J
Trésmiðjan Akur byggirtvö parhús við Sóltún 14-14a
og 16-16a á Hvanneyri. Húsin afhendast fullbúin að
utan með grófjafnaðri lóð og óeinangruð að innan.
Allar nánari upplýsingar og sölubækling er hægt að fá
á skrifstofu Akurs.
\ Smiðjuvöllum 9 • 300 Akranes • Sími: 430 6600 • Fax: 430 6601
Netfang: akur@akur.is • Veffang: www.akur.is
RUMM