Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2006, Side 1

Skessuhorn - 02.08.2006, Side 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 31. tbl. 9. árg. 2. ágúst 2006 - Kr. 400 í lausasölu BSRB stefiiir bæjarstjóm Snæfells- bæjar Stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefur ákveðið að stefna bæjarstjórn Snæfellsbæjar vegna ákvörðtm- ar hennar fyrr í sumar að segja upp sex starfsmönnum við íþróttahús og sundlaugar bæj- arins. Frá uppsögnunum var greint í Skessuhorni fyrr í sum- ar. A vef BSRB í gær kemur fram að samkvæmt bæjaryfir- völdum séu uppsagnirnar í tengslum við skipulagsbreyt- ingar. Samkvæmt kjarasamn- ingum eru skýr ákvæði um að slíkar breytingar geti átt sér stað án þess að starfsfólki sé sagt upp störfúm. BSRB hefúr ítrekað bent bæjaryfirvöldum á að uppsagnirnar stæðust ekki lög og krafist þess að þær yrðu dregnar til baka. Þegar því var hafnað og starfsfólkinu sagt upp störfum var lögmönnum falið að undirbúa stefnu. Bæjar- stjórn var greint frá þessu í bréfi 27. júlí og gefinn fyrirvari til andsvara en engin viðbrögð bárust við því bréfi, að því er fram kemur á vef BSRB. MM ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Arlegt víðavangshlaup Ungmennafélags Grundarjyarðar var haldið á hcejarhátíðinni A góðri stund í Grundarfirði. Haupið hófst á íþróttavellinum og stðan var hlaupið jyrir ofan hieinn eftir reiðveginum og út í hesthúsahverfi og til baka að Kajfi 59. Alls tóku 17 manns þátt í hlaupinu íþetta skipti. Grundarfiarðarbcer bauðþátttakendum ísund og Kaffi 59 bauð upp á svala og vatn. I Skessuhomi í dag má m.a. finna viðtal við verðandi bœjarstjóra í Grundarfirði, framkvtemdastjóra bcejarhátíðarinnar, Ijósmyndir frá henni, frásögn af Tankatrylli, heimsókn biskups á Snæfellsnes og m.fl. Ljósm: KH Ofsaakstur bifhjóla við Olver sprengir alla sektarskala Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í lok síðustu viku fáheyrðan ofsaakst- ur bifhjólamanns á þjóðveginum við Ölver við Hafnarfjall. Að lok- inni eftirför lögreglu á eftir tveimur mótorhjólum á ofsaakstri stöðvaði annar ökumaðurinn hjól sitt skammt frá Ölveri og hafði hraði hjólanna þá verið mældur á um 200 km/klst. Hinn ökumaðurinn hélt hinsvegar áfram för sinni og var eftirför eftir honum hætt. Að sögn Theodórs Þórðarsonar, yfirlög- regluþjóns í Borgarnesi hafði sá sem stöðvaður var enn sl. mánudag neitað að gefa upp nafú félaga síns sem stakk af og er málið því enn í rannsókn. Að sögn Theodórs var ökuþórinn sem náðist innanhéraðs- maður. Theodór vildi í samtali við Skessuhorn árétta að flestir bif- hjólaökmnenn væru löghlíðnir og til fyrirmyndar í umferðinni. Þeir hinir fáu sem brjóti lögin með þess- um hætti séu því hlutfallslega fáir en þess meira áberandi svartir sauð- ir í hjörðinni eins og raunar á við um alla sem brjóta lög og skera sig með þeim hætti úr „normal" hóp- um fólks. „Flestir ökumenn bifhjóla fara eftir lögum og reglum og eru á margan hátt til fyrirmyndar í um- ferðinni en hinir fáu sem skera sig úr eru þeir sem skapa hætturnar; aka alltof hratt, sveigja framhjá bílalestum jafnvel á óbrotnum lín- um og setja sig og aðra í stórhættu þar með,“ segir Theodór. Hann segir að gífúrleg aukning hafi á undanförnum misserum orðið á bifhjólaeign landsmanna. Hann segir það visst áhyggjuefúi þar sem þessi tegund ökutækja sé hættulegri en aðrar af þeim sökum að ef eitt- hvað beri útaf sé ekkert nema bún- ingurinn sem skilji á milli öku- mannsins og þess sem fyrir verður við árekstur eða útafkeyrslu. „Þegar hraði hjólanna er mikill þarf lítið að bregða útaf og í raun þarf ekkert nema eitt grjót að vera á veginum til að ökumenn missi stjórn á hjól- um sínum. Af þeim sökum má segja að akstur bifhjóla sé hættulegri á þeim vegum sem miklir malarflutn- ingar eiga sér stað, eins og t.d. við Hafnarfjall." Það sem af er þessu ári hafa yfir 40 bifhjólaslys orðið á vegum landsins. Þar af þrjú banaslys. Mörg þessara slysa má rekja til ógætilegs aksturs. Þess má geta að sektarskali fyrir umferðarlagabrot af því tagi sem að ffaman greinir var sprengd- ur í þessu tilviki við Ölver þar sem sektarramminn nær „aðeins“ upp í 170 km hraða á þjóðvegum og er sekt fyrir slíkan akstur 70 þúsund krónur. Þannig má segja að löggjaf- arvaldinu hafi til þessa ekki einu sinni komið til hugar að ökumenn gerðust svo fífldjarfir að aka á 200 km hraða eða meira. Greinilega þurfa alþingismenn því að bretta upp ermar á komandi þingi og end- urskoða löggjöfina hvað þetta snertir. Ökumenn sem eru uppvísir af því að fara um þjóðvegi landsins á ökuhraða sem þessum eru í raun ekkert annað en ofbeldismenn því þeir stofna lífi og limum saklausra vegfarenda um þjóðvegina í stór- hættu með háttarlagi sínu. MM Engin tilboðí bæjarfram- kvæmdn* A þessu ári hefur það gerst fjórum sinnum að verk á vegum Akraneskaupstaðar eru boðin út án þess að eitt einasta tilboð berist í þau. I maí voru ffam- kvæmdar við Brekkubæjarskóla boðnar út, klæðning, lóðavinna og vinna við anddyri, en ekkert tilboð barst í þær. Var þá ákveð- ið að skipta framkvæmdunum upp og ffesta vinnu við anddyri. Tilboð voru opnuð nú í júh' og barst eitt tilboð í lóðavinnuna en ekkert í klæðningu skólans. I júní var boðin út endumýjun glugga, opnanlegra faga og hurðar í íþróttahúsinu við Vest- urgötu og Grundaskóla en ekk- ert tilboð barst í verkið. I júlí var verkið „Gangstéttar 2006 - jarðvinna og lagnir" einnig boðið út en ekki barst neitt til- boð í það. I fyrra gerðist það einu sinni að ekkert tilboð barst í verk sem bærinn bauð út. Það verk var gangstéttagerð við Heiðar- braut, Stillholt og Höfðabraut, en það var að hluta til boðið út aftur í ár án árangurs. Það vek- ur óneitanlega nokkra athygli að enginn sjái sér hag í að bjóða í verk á vegum bæjarins og bendir til þess að þenslan á makaðnum sé mikil. Ljóst er að um verk fyrir tugmilljónir króna er að ræða sem verktakar hafa ekki tíma til að sinna vegna anna. KÓP

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.