Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 2006 SBISSUHÖBE! Lifir í heimi tónlistar og túrista Rætt við Þorkel Símonarson ferðaþjónustubónda á Görðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi Keli og Þyri í afgreiðslunni í Gistihúsin Langaholti á GörSum. Þorkell Símonarson, eða Keli í Gorðum hefur tekið sér ýmislegt íyrir hendur. Hvort sem það eru fiskar eða vinnuvélar, þá kann Keli á þeim lagið. Nú hefúr Keh tekið við rekstri gistiheimilisins Langaholts á Görðum í Staðarsveit af foreldrum sínum og því í nógu af snúast nú yfir sumarmánuðina. En ásamt því að sjá um rekstur ferðaþjónustunnar og sinna þeim verkum sem að henni snúa þá eru áhugamálin aldrei langt undan. Blaðamaður Skessuhoms leit við á Görðum einn hlýjan og rign- ingalausan dag nú í lok júlímánaðar og náði Kela á spjall um ferðaþjón- ustuna og áhugamálin. Vil sitja á minni þúfu „Ég hef sjálfur rekið ferðaþjónust- una hér að Langaholti síðan á ára- mótum þegar ég keypti hana af for- eldrum mínum. Það var fyrst 1978 sem þau hófu hér ferðaþjónustu, fyrst með eitt herbergi í íbúðarhús- inu á leigu. Eftir það byggðu þau fyrsta hluta gistiheimilisins. Þá hættu þau búskap og tóku áhættuna á að þetta myndini ganga. Síðan þá hefur verið byggt við það hús fimm sinnum og reksturinn hefur vaxið með hverju ári,“ segir Keli. „For- eldrar mínir voru orðin alvön og komin yfir alla erfiðleika tengda rekstri en með nýjum eiganda, með nýjar áherslur og ný lán þá taka nýir erfiðleikar við,“ bætir hann við og glottir. „Ég hef fengið boð um vinnu héðan og þaðan en hér vill ég vera og sitja á minni þúfu, horfa yfir haf- ið og jökulinn og verða gamall í þessum bransa.“ Það leynir sér ekki að á Görðum vill Keli vera og búa ásamt unnustu sinni Þyri. Þá búa foreldrar Kela, þau Svava og Símon einnig á Görð- um sem og Símon Kristdnn sonur Kela. Allir taka virkan þátt í verkefn- um dagsins svo því má með sanni segja að þar búi og vinni samheldin fjölskylda. Islendingar ferðast efitír veðri Keli segir bókanir í gistingu það sem af er sumri hafi nær eingöngu verið erlendir ferðamenn. „I þessum gistibransa er reynt að hafa sem mest fyrirfram pantað. Það gefur visst ör- yggi, þá veit maður nokkum veginn hvað kemur þann daginn því er- lendu ferðamennirnir mæta yfirleitt sama hvernig veðrar. Islendingar ferðast meira efrir veðri og eru þar af leiðandi dálítið erfiðari markhópur. Þeir skipta oftar um skoðun og af- panta sig gjarnar ef Siggi Stormur spáir betra veðri annnarsstaðar. Það er eins og gengur, en þá kemur á móti að ef veðrið er gott hér, eins og í gær, þá fyllast öll laus herbergi af Islendingum. Þannig eru góð ár góð veðurár. Afþreyingarhlutinn í ferða- þjónustu er þar af leiðandi líka háð- ur veðrinu því það fer enginn í golf eða á kayak í leiðinlegu veðri,“ segir Keli um reksturinn það sem af er sumri. „Svo er það líka eins með alla ferðamenn að þeir hafa allir þarfir og það mjög misjafriar þarfir, allt eft- ir þjóðemi og áhugamálum. En við reynum að aðstoða hvern og einn eftír fremsta megni svo þeim líði vel hér hjá okkur,“ bætir hann við. Völlurinn hans stolt og yndi „Ég var 16 ára þegar ég fór að vinna í fiski. Þá tóku við vinnuvélar og svo vann ég í hinu og þessu efrir það,“ segir Keli um tímann áður en hann kom heim að Görðum aftur. „Það var svo 1994 sem ég kom heim og var þá líka kominn heim til að vera. Ég hafði verið meira og minna í burtu frá því 1985 og fannst mér þetta vera komið gott. Þá fór ég strax að spá í hvort að hægt væri að fá vinnu hér á svæðinu sem hægt væri að lifa af, en það var hreinlega ekki hægt. Þegar svo er í pottinn búið verður maður að láta sér leggj- ast eitthvað til,“ segir Keh og bætir við: „Golfvöllinn byggði ég 1997, fékk Hannes Þorsteinsson golfvalla- hönnuð tíl að hanna hann og hófst svo handa. Völlurinn er aðallega mitt stolt og yndi, það er ekki mikill hagnaður af honum en ég er svo stoltur af því að eiga hann að ég læt mig hafa það, það eru ekki margir yfir andlit Kela þegar hann nefriir golfvöllinn svo ekki verður um villst að hann er stoltur yfir því verki sínu. „I framhaldi af því fór ég að reyna eitt og annað. Vann við ferðaþjón- ustuna hér hjá foreldrum mínum á sumrin og var á sjó á vetuma eða keyrði vörabíl til að láta enda ná saman.“ Ferðast með stúdíóið Aður fyrr var rallý eitt af áhuga- málum Kela og stundaði hann það nokkuð. „Ég er alveg hættur í rallýi. Nú á ég götuhjól og nýt þess að keyra það. Þyri hugðist fá mig til að falla fyrir hestamennskunni en ég snéri vörn í sókn og nú á hún sitt eigið götuhjól. Símon Kristinn virð- ist líka hafa nokkra hjóladellu og á einnig sitt eigið hjól sem hann hefur mjög gaman af. Svo á ég eitt gamalt torfæruhjól tíl gamans, bara svona til að smala,“ segir Keli. „En mótor- hjólin eru bara svona lífsmáti, áhugamáhð á að vera það sem mað- ur er alveg heltekinn af og eyðir góðum peningum í og það er músík- in hjá mér,“ segir hann og heldur á- ffam: „Ég fjárfesti í stúdíói, farand- stúdíói sem hægt er að pakka niður og setja upp hvar sem er. Arið 1999 tókum við upp fyrstu plötuna og það var með listakonunni Ólínu á Helln- um. Síðan þá hafa verið gefriar út 6 plötur sem teknar voru upp í þessu stúdíói hér og þar um sveitina, með hinum og þessum listamönnum, þó aðallega heimamönnum. Nú eru einar tvær plötur í vinnslu. Hug- myndin á bakvið þetta stúdíó er að- allega sú að sumir eiga ekki auðveld- lega heimangengt og því er stúdíó- inu komið tíl lista- mannsins. Tækni- maðurinn í þessari vinnu er Björgvin Gíslason, gítar- leikari frá gamalli tíð og hefur hann séð um upptökur og hljóðblöndun á flestum þessara platna. A planinu er að taka upp þrjár plötur á næsta vetri, en hver veit hvað verður, aldrei hægt að ákveða neitt í tónlist. Arið 2002 ætlaði ég að gefa út sólóplötu og hún er ekki einu sinni hálfriuð.“ Aldrei orðið firægur „Það sem ég hef gefið út af eigin efni hefur alltaf farið þannig að það hefur ekkert selst,“ segir Keli og hlær við. „Af því tónlistarbröltí sem ég hef komið að þá er ég yfirleitt textahöfundur og stundum söngvari. Það sem kom frá hljómsveitinni Hunds- lappadrífu, sem saman- stóð af fjórum félögum hér í sveitinni innan 10 kílómetra radíuss, var svo mikið eftír okkar sérvisku að það hefur enn ekki fengið mikla sölu eða náð miklum vinsældum, en það er alls ekki málið. Aðalat- riðið er að maður geri þetta sér tíl gamans. Svo þegar plata er gefin út þá er maður svolítið stolt- ur og það er ekki frá manni tekið. Svo er gaman að hafa svona heimild fyrir því hvað maður var að sísla við á hverjum tíma,“ segir hann. Caterpillar konungur Keli segir ekkert betra en að loka sig af inni í herbergi og hlusta á góða tónlist. „Tónlist er mjög gefandi áhugamál. Þegar öllu daglegu amstri við ferðamenn, rekstur og allt hitt er lokið þá er ekki til betri hvíld frá heiminum en að loka sig einhvers- staðar inni og hlusta á tónlist, það er ómetanlegt. Ég hefði heldur ekki viljað falla í þann brurm að tónlistin þyrfti að borga sig eitthvað upp, enda áhugamál. Svo gefur þetta manni svo mikið andlega. Til dæmis þegar Hundslappadrífa hætti fyrir um tveimur árum efrir 10 ára sam- vinnu þá gáfum við út geisladisk sem heitir Tíu vetra. Á þeirri plöm var eitt lag sem náði þónokkurri spilun og almannahylli. Það lag heitir Ca- terpillar konungur, eða Caterpillar lagið, og lýsir nokkumveginn hug- leiðingum viimuvélamannsins. Þetta lag naut mestrar hylli hjá þeim sem keyrðu vörubíla og aðrar vinnuvélar. Platan tók engan sölukipp eða þess háttar en það gefur mér mest að þessir menn, bræður mínir í vöru- bílabransanum hafi fengið þama sitt eigið lag og að ég hafi átt hlut í því að veita þeim það er ómetanlegt. Besm launin eftir 10 ára brölt með hljómsveitinni er þegar völdugir vörubflakallar vinda sér að manni og þakka manni fyrir. Spilar bara frumsamda tónlist Annað dæmi þess á hvaða hátt laun tónlistarmannsins birtast var þegar Keli, ásamt núverandi hljómsveitarfélögum í sveitinni Stormur í aðsigi, léku lag á minn- ingarathöfn í Heiðmörk fyrir stutm. „Fyrir nokkru lést góður vinur minn í vélhjólaslysi. Það var haldin minningarathöfti tun hann í Heiðmörk smttu seinna þar sem við félagarnir í Stormur í aðsigi fluttum lag sem við höfðum samið honum til heiðurs. Þetta var falleg stund, í kringum 800 manns voru þarna samankomnir og eftir flum- inginn á laginu voru allir hálf klökkir og mjög þakklátir. Þetta var ein af þeim smndum sem lýsir því best af hverju maður er að brasa þetta í tónlist," útskýrir Keli með alvörusvip. „Ég er ekki mjög sjóaður í framkomu því ég spila bara frumsamda tónlist og spila því eingöngu á tónleikum. Stundum spilar maður bara fyrir tvo og stundum fyrir fjölda fólks,“ segir Keli og hlær þegar hann er spurð- ur um frægðina. „Þetta er oft mik- ið bras og brölt. Mitt bakland í tónlistinni er fólkið mitt hér í sveitinni um kring og mótorhjóla- fólk. Þegar ég spila í bænum þá birtist alltaf hópur fólks í leðri,“ segir Þorkell Símonarson, eða Keli í Görðum að lokum. Gesmr þakkar fyrir sig og óskar Kela, Þyri og öðru heimilisfólki á hinu rótgróna ferðaþjónustubýli á Görðum alls hins besta. BG Keli við „s?nalahjóliií“. sem eiga golfvöll.“ Stórt bros færist Núverandi og Jyrrverandi eigendur Gistihússins á GörSum, Keli og Svava.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.