Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
Ný
lögreglu-
samþykkt
Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytdð hefur staðfest nýja lög-
reglusamþykkt fyrir Akranes-
kaupstað og hefur hún verið
auglýst í Stjórnartíðindum lög-
um samkvæmt. Bæjarstjórn
samþykkti fyrr á árinu að fela
starfshópi að skila inn tillögum
um nýjar reglur og var hópur-
inn skipaður fulltrúum frá
Akraneskaupstað þeim Jóni
Pálma Pálssyni, bæjarritara og
Þorvaldi Vestmann, sviðsstjóra
og fulltrúum frá sýslumannin-
um á Akranesi þeim Áslaugu
Rafnsdóttur, sýslufulltrúa og
Jóni S. Olafssyni lögregluvarð-
stjóra. Skilaði starfshópurinn
tillögum sínum til bæjarstjórn-
ar sem hefur samþykkt lög-
reglusamþykktina og ráðuneyt-
ið nú staðfest eins og fyrr
greinir. Hægt er að nálgast
lögreglulsamþykktina í heild
sinni á vef Akraneskaupstaðar.
MM
Ttl mtnnis
Skessuhorn minnir alia þá er
leggja land undir fót um helg-
ina að fara varlega í umferð-
inni, spenna bflbeltin, aka á
löglegum hraða og að sjálf-
sögðu að hafa góða skapið
með í för. Góða Verslunar-
mannahelgi!
Vechvrhorfijr
Spáð er fremur vætusömu en
hlýju veðri vestan- og sunnan-
lands um helgina en annars-
staðar á landinu verður úr-
koma minni eða engin. Eftir
helgi er spáð vestlægri átt
með skúrum víðast hvar.
Spivrniruj vihijnnar
í síðustu viku var spurt á
skessuhorn.is; „Ætlar þú á
útihátíð um Verslunar-
mannahelgina?" Tæplega
83% svarenda ætla ekki á úti-
hátíð um helgina, rúmlega
11 % ætla sér að halda á útihá-
tíð en rúmlega 6% svarenda
vita ekki hvort þeir fara eða
ekki.
í næstjj viku spyrjum við:
„Á að hœkka
viðurlög við
hraðaksturs-
brotum?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
VestlendiníjiAr
vikijnnar
Skessuhorn útnefnir að þessu
sinni Einar Örn Thorlacius, frá-
farandi sveitarstjóra Reykhóla-
hrepps sem Vestlending
vikunnar. Hann hefur nú verið
ráðinn sveitarstjóri Hvalfjarð-
arsveitar og valinn úr hópi
fjörutíu umsækjenda.
Mannaráðningar framundan
hjá Borgarbyggð
Ríflega 30 umsóknir bárust um
alls fimm störf sem Borgarbyggð
auglýsti fyrir nokkru. Um er að
ræða nýtt stöðugildi markaðs- og
menningarfulltrúa, umhverfisfull-
trúa og starf á tæknideild auk af-
greiðslufulltrúa á bæjarskrifstofur
og stöðu skólastjóra grunnskólans
á Varmalandi. Að sögn Páls S
Brynjarssonar bæjarstjóra bárust
ríflega 30 umsóknir um þessi störf.
Unnið hefur verið úr umsóknum á
undanförnum dögum og á byggða-
ráðsfundi í dag, miðvikudag mun
skýrast nánar hvenær ráðið verður
í þau.
I aðdraganda sameiningar sveit-
arfélaganna sem sameinuð voru í
Borgarbyggð var ákveðið að
nokkrar starfsstöðvar verða til
húsa í Reykholti. Öllum starfs-
mönnum sem hjá sveitarfélaginu
unnu fyrir kosningarnar í vor voru
boðin störf hjá sveitarfélaginu. Að
sögn Páls liggur fyrir að í Reyk-
holti verður starf skrifstofumanns
við innheimtu og reikningagerð,
starf umhverfisfulltrúa, þjónustu-
fulltrúi dreifbýlis og einnig kemur
til greina að nýtt starf markaðs- og
menningarfulltrúi verði þar stað-
sett.
MM
Nýr Saxhamar kominn til Rifs
Feðgamir Savar Friðþjófsson útgeríarmaður og Friðþjófur Savarsson skipstjóri í brúnni
á nýja Saxhamri.
Saxhamar, nýtt rúmlega 200
rúmlesta fiskiskip kom til Rifs-
hafnar sl. föstudag. Það er útgerð-
arfélagið Utnes ehf sem er að
stækka við sig og endurnýja skip,
sem einnig bar nafnið Saxhamar
og Utnes ehf. eignaðist nýsmíðað
árið 1969. Nýi Saxhamar hét áður
Sjöfn EA frá Grenivík og eigendur
voru Oddgeir ísaksson og fleiri.
Kaupandinn, Sævar Friðþjófsson
útgerðarmaður, er einn af frum-
herjum útgerðar í Rifi og hefur
stundað þaðan útgerð í um hálfa
öld. Hann segist aðspurður vera
mjög ánægður með kaupin, skipið
sé búið að róa á Breiðafirðinum í
áraraðir þannig að hann hafi þekkt
vel til þess. „Þetta hefur verið
happafley það ég best veit. Við
vissum að við vorum að eiga við-
skipti við gott fólk þannig að við
slóum til þó að skipið væri ekki
nýtt,“ segir Sævar. Hann segir að
það sé galli hve lítið er um að
menn kaupi sér nýsmíðar, mun al-
gengara sé að menn endurnýi
skipakost sinn með gömlum skip-
um. „Þessi reynsla sem menn eign-
uðust á sínum tíma að byggja skip
er að hverfa úr landi. Það er líka
áhyggjuefni þegar kemur að við-
haldi skipanna, ekki síst þegar
spennan er jafnmikil á vinnumark-
aðnum og raun ber vitni.“
Utnes er fjölskyldufyrirtæki.
Sonur Sævars, Friðþjófur, verður
skipstjóri og í áhöfninni eru einnig
tengdasonur og dóttursonur hans.
Bókhaldari og fjármálastjóri er svo
Helga Hermannsdóttir, eiginkona
Sævars.
MM/KÓP
Nýr Saxhamar kemur til heimahafnar.
Kvikni í olíuflutningabíl
verður hann látinn brenna
Undanfarið hefur nokkuð borið á
umræðu um eldsneytisflutninga í
Hvalfjarðargöngunum. Þessi um-
ræða er reyndar ekki ný af nálinni
heldur jafhgömul göngunum. Bæj-
arráð Akraness hefur nokkrum
sinnum fjallað um málið og sam-
þykkt áskoranir á dómsmálaráð-
herra um að banna bensín-, olíu-
og gasflutninga um göngin. Þann
10. apríl árið 2003 setti lögreglu-
stjórinn í Reykjavík nýjar reglur um
flutningstakmarkanir í göngunum
og gilda þær enn. Samkvæmt þeim
eru e 1 d n sncyti s fl u tn i n ga r bannaðir
frá kl. 15 til klukkan 22 mánudaga,
þriðjudaga, miðvikudaga og fimtn-
daga, frá klukkan 10 til 1 eftir mið-
nætti og frá klukkan 7 til 1 eftir
miðnætti á laugardögum og sunnu-
dögum. Einnig er kveðið á um sér-
stakar takmarkanir í tengslum við
hátíðir s.s. páska ög hvítasunnu og
verslunarmannarhelgi. Ljóst er að
tugir bensínflumingabfla fara um
göngin á hverri viku.
I því ljósi er fróðlegt að skoða
viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga
sem tók gildi í maí árið 2004. Þar er
m.a. fjallað um vatnsþörf og
slökkvigetu í göngunum. Þar er
miðað við að vatn takmarkist við
vatnsbirgðir Slökkviliðs Akraness,
16.000 lítra. Samkvæmt útreikn-
ingum sem fram koma í viðbragðs-
áætliminni er gert ráð fyrir að með
góðri nýtingu ætti að vera hægt að
slökkva eld í 2-3 fólksbflum, hins-
vegar sé hæpið að vatnið dugi til að
slökkva eldinn í smárútu og hið
sama segir um stóra rútu. Athyglis-
vert er að lesa það sem segir um
bruna í vöruflutningabíl: „Miðað
við vatnsmagn, útbúnað og aðstæð-
ur til slökkvistarfa verður að teljast
nær útilokað fyrir slökkvilið að ráða
niðurlögum slíks elds í göngunum.
Væntanlega er ráðlegast fyrir
slökkvilið að láta þennan eld
brenna þar til mesti krafturinn er
farinn úr honum og ráðast svo til
atlögu þegar afl eldsins hefur
minnkað það mikið að slökkvilið
telji möguleika á að ráða niðurlög-
um hans.“ Itrekað skal að þetta á
við venjulegan vöruflutningabfl.
í áætluninni er einnig að finna
viðbrögð við þremur mismunandi
stigum bruna í göngunum og þar er
fjallað um bruna olíuflutningabfls
eða bfls með eldfimum efimm. I
áætluninni kemur fram að ekki
skuli setja blásara í gang fyrr en
ljóst er að verulega hafi dregið úr
afli eldsins. Síðan segir: „Vegna að-
stæðna í göngum og vamsöflunar á
staðnum er ómögulegt að slökkva
eld af því afli sem hér um ræðir fyrr
en hann hefur hjaðnað verulega.“
Eitt af því sem varað er við í slíkum
bruna er hrunhætta úr bergi vegna
mikils hita.
Það er því ljóst að áætlanir Al-
mannavarna, Spalar og slökkviliða
gera ráð fyrir því að ekki sé hægt að
ráða við bruna eldsneytisflutninga-
bfls í Hvalfjarðargöngum, heldur
verði að leyfa honum að brenna út
þar til hann verður viðráðanlegur.
Það má því spyrja hve dýru verði sú
ráðstöfun að keyra eldsneyti í gegn-
um Hval fjarðargöngi n gemr verið
greidd ef slys ber að höndum?
-KÓP
Leiðrétting
I síðasta tölublaði Skessuhorns
var sagt að Akraneskaupstaður
hefði verið dæmdur til að
greiða eigendum Skagavers
bæmr. Hið rétta er að niður-
staða dómskvaddra matsmanna
er sú að Akranesbær skuli
greiða bæmr, en enginn dómur
hefur fallið í málinu. Er beðist
velvirðingar á þessari
ónákvæmni í orðalagi. -kóp
Amarhreiðrum
spillt
BREIÐAFJÖRÐUR: Varp í
fjórðungi arnarhreiðra hér á
landi misfórst í vor, samkvæmt
upplýsingum frá Fuglavernd-
unarfélagi íslands. Fyrst og
fremst er um að kenna kaldri
veðrátm í maí en einnig eru
taldar líkur á að varpi nokkurra
arna hafi vísvitandi verið spillt.
Um þrjátíu arnarungar hafa
komist upp árlega undanfarin
ár og hefur arnarstofninn því
styrkst verulega og hefur
þannig ríflega þrefaldast á sl. 40
árum. Þremur arnarhreiðrum í
Breiðafirði var spillt í sumar og
á það sinn þátt í því að arnar-
varp í ár er eitt það lakasta und-
anfarin mtmgu ár að því 'er
talið er. -mm
Lýst eftir rúðu-
brotsvörgum
AKRANES: Mikið hefur verið
um að rúður hafi verið bromar
að undanfömu í byggingum á
Akranesi. Lögregla hefur fengið
6 slík mál inn á sitt borð á undan-
fömum tveimur vikum. Aðallega
hafa rúður verið bromar í vinnu-
skúmm og þá venjulega allar
rúður í skúrunum. Vitað er um
geranda í einu tilfellanna en það
tilfelli virðist ekki tengjast hin-
um. Biður lögreglan á Akranesi
þá sem hafa einhverja vimeskju
eða upplýsingar um málin að
hafa samband. Hér er mn um-
talsvert tjón að ræða og mikils-
vert að upplýsa hver eða hverjir
hafa verið að verki. -so
Fíkniefriapar
áferð
BORGARNES: Par sem var
akandi á leiðinni í gegntun hér-
aðið, og var stöðvað í eftirliti lög-
reglunnar í Borgamesi í vikunni
sem leið, reyndist vera með
kannabisefni og amfetamín í fór-
um sínum. Nokkur töf varð því á
ferðalagi þeirra á meðan máhð
var upplýst og höfðu þau trúlega
ekki gert ráð fyrir því að þurfa að
gista í fangaklefa í Borgamesi á
leiðinni. Týri, fíkniefnahundur
lögreglunnar í Borgamesi kom
að góðum notum við þetta mál
en hann þefaði uppi efhin. -so
Skila jákvæðu
búi
HVALFJARÐARSVEIT: Á
fundi hreppsnefndar Hvalfjarð-
arsveitar sl. mánudag var kynnt
niðurstaða ársreiknings Innri
Akraneshrepps fyrir árið 2005.
Þar kemur fram að rekstramið-
urstaða sveitarfélagsins var já-
kvæð um 1,5 milljónir króna á ár-
inu en skv. fjárhagsáætlun var
gert ráð fyrir 6,7 m.kr tapi. Eigið
fé sveitarfélagsins í árslok var 300
milljónir króna.
-mm