Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MOdl áræðni og kraftur í fólkinu í Grundarfirði Guðmundur Ingi Guðlaugsson tekur við starfi bæjarstjóra Grund- aríjarðar þann 1. september næst- komandi. Blaðamaður Skessu- horns hitti Guðmund á hátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði, þar sem hann nýtti tækifærið til að kynnast mannlífinu við skemmti- legar aðstæður. „Það er sérstaklega gaman að koma hingað um þessa helgi,“ segir Guðmundur. „Að hitta fólk við þessar aðstæður er al- veg frábært. Það er gaman að kynnast þessari samkeppni á milli hverfanna, sem er þó í mesta bróð- erni. Hér er samkeppni um bestu skreytinguna og allt mannlífið ein- kennist af gleði og fjöri.“ Guðmundur hefur starfað sem sveitarstjóri í Rangárþingi ytra síð- ustu 16 árin og stendur því á nokkrum tímamótum í lífí sínu. Flumingarnir leggjast mjög vel í hann. „Við hjónin vorum orðin nokkuð rótgrónir Sunnlendingar, höfum búið á Hellu, Selfossi, í Hveragerði auk nokkurs tíma í Reykjavík,“ sagði Guðmundur. „Við ákváðum hinsvegar fyrir nokkru síðan að breyta til eftir þetta kjörtímabil, börnin eru flog- in úr hreiðrinu og við vildum prufa eitthvað nýtt. Þegar ég sá að Björg ætlaði að hætta sem bæjarstjóri hér ákvað ég að láta slag standa og sækja um. Það gekk síðan sem bet- ur fer eftir.“ Guðmundur Ingi seg- ir að hann hafi alls ekki ætlað sér að starfa áfram í sveitarstjórnar- málum. Eftir 16 ára setu sem sveit- arstjóri hafi hann langað að breyta til og verið opinn fyrir öllu. Hins vegar hafi staðan á Grundarfirði heillað hann svo að hann ákvað að sækjast eftir henni og halda sig innan sveitarstjórnargeirans áfram. Gatnagerð og hafnarframkvæmdir Guðmundur segir að hann hafi ekki haft bein tengsl við Grundar- fjörð eða Snæfellsnes áður en hann sótti um. Hinsvegar hafi hann oft ferðast um svæðið og heillast af náttúrufegurð þess. Það sé einnig eftirtektarvert hve mikil áræðni og kraftur sé í fólkinu þar. „Það er spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hér. Það er kraftur í mannlíf- inu í þessu byggðarlagi. Fólkið sækir fram og ég hlakka til að fá að taka þátt í mannlífinu með íbúum hér.“ Guðmundur segir mörg spenn- andi mál vera í farvatninu, en verk- efni bæjarstjórnar liggi nokkuð ljóst fyrir. Nefna megi lögn dreifi- kerfis fyrir hitaveitu í Grundar- firði, en í tengslum við hana sé fyr- irhugað að leggja í malbikunarátak í bænum og vonandi takist að hefja það í ágúst. Þá er ætlunin að mal- bika malargötur og laga slæma kafla víða um bæinn. Það sé hluti af verkefnum tengdum umhverfis- málum, en ætlunin sé að vinna að því að gera bæinn fegurri. Guð- mundir Ingi segir að höfnin sé hjarta bæjarins og undirstaða at- vinnulífsins. Lagt var í landfyll- ingu fyrir nokkru til að bæta að- stæður á hafnarsvæðinu. Það sé grundvöllurinn fyrir því að auka hafnsækna starfsemi sem smiti um leið út frá sér í atvinnulífið allt. Það sé svo aftur undirstaða þess að mannlíf blómstri. Fyrihugað er að gera nýja bryggju á næsta ári aust- an við svokallaða Litlu bryggju sem er orðin ansi slæm. Vinna við verkið er þegar hafin og búið að reka niður stálþil. Eins er verið að leggja nýju götu meðfram höfn- inni, Hafnarbraut, sem á að taka við þungaumferð tengdri hafnar- starfseminni. Fjölgun umfnim landsmeðaltal Af öðrum verkefnum sem framundan eru nefnir Guðmundur skjólbeltaræktun fyrir ofan bæinn. Ætlunin sé að reyna að slá aðeins á sunnanáttina sem kemur oft í æði skæðum streng niður fjallið. Þá sé verið að koma upp útvistarsvæði í Hönnugili og sé notað efni sem til fellur við framkvæmdir í bænum til að móta það. Stærsta einstaka verkefnið sé þó bygging nýs íþróttahúss og sundlaugar. Þá segir Guðmundur að vert sé að nefna almenna uppbyggingu í bæjarfélaginu. „Á síðasta ári var 20 lóðum úthlutað og var mikil ásókn í þær. Hér hefur verið fjölgun íbúa síðustu ár og má nefna að á árabil- inu 1990-2005 fjölgaði íbúum hér um 20%, sem er nokkuð yfir landsmeðaltali. Gott starf hefur verið unnið hér í skipulagsmálum og er ljóst að við munum kapp- kosta að halda því áfram.“ Guð- mundur Ingi nefnir vinabæjar- tengslin við Paimpol sem dæmi um skemmtilegt verkefni sem verið er að vinna að í sveitarfélaginu. „Það er ekki víða sem tengslin sem mynduðust fyrr á öldum á milli er- lendra sjómanna og íbúa við sjáv- arsíðuna eru ræktuð jafn vel og hér. Eg þekkti Paimpol helst sem kex áður en ég kom hingað, en beinakex sem sjómennirnir hafa væntanlega verið með var kallað Pampolakex. Það er mjög gaman að sjá hve vel hefur tekist til að endurnýja tengslin og rækta ný.“ Það er bjart yfir Guðmundi þeg- ar hann horfir til framtíðarinnar í Grundarfirði. Mörg verkefni bíða nýs bæjarstjóra og er ljóst að hann mun ekki sitja aðgerðarlaus. Fyrsta verkefnið snýr þó að hans eigin búsetumálum. „Það er verið að reisa hús sem við munum geta flutt inn í upp úr áramótum. Hins veg- ar verðum við einhvern veginn að brúa bilið þangað til og við erum að vinna að því með hjálp góðra manna,“ sagði Guðmundur Ingi að lokum. KÓP ---------------^----------------------- Bæjarhátíðin „A góðri stundu“ tókst vel Bláa höndin í bláa hverfinu. Ljósm. SK Um helgina var hátíðin Á góðri stundu í Grundarfirði haldin í ní- unda sinn. Á milli tvö og þrjú þús- und manns sóttu bæinn heim og er það fjölgun ffá því í fýrra. Fjöl- breytt skemmtiatriði voru á boðstólum, hverfin kepptu í skák, hljómsveitir spiluðu, keppt var í fjallahjólakeppninni Jökulsháls- tryllinum og í dorgveiði auk þess sem kraftajötnar leiddu saman hesta sína. Það sem bar hæst var þó bær- inn sjálfur, en hann skartaði sínu fegursta. Ibúar höfðu lagt sig ffam um að skreyta hús sín og umhverfi og myndaðist skemmtileg keppni á milli hverfa um skreytingar. Bæn- um var skipt niður í fjögur hverfi; gult, rautt, grænt og blátt og reyndu íbúar hvers hverfis að slá öðrum við í litadýrð svo ekki mátti á milli sjá hver hefði vinninginn. Strax þegar inn í bæinn var kom- ið blasti litadýrðin við, gular veifur og borðar út um allt. Einn húsráð- andi hafði gengið svo langt að mála gulan broskall á þakið sitt. Þetta er ekki eina dæmið um að menn gangi langt í skreytingum á hátíðinni. I fyrra hífði einn íbúi rauða hverfisins bíl upp á þak húss síns og fyrir nokkru hlóð íbúi græna hverfisins jeppabiffeið sína með fagurgrænum torffistum. Málaðir trúðar og nornir á stult- um gengu um hafnarsvæðið þar sem mesti mannfjöldinn var. Yfir öllu var afslöppuð stemning, fólk rölti um, spjallaði saman yfir veit- ingum, naut skipulagðrar dagskrár og leyfði krökkunum að fara í leik- tækin. Það var við hæfi að félags- málaráðherra heyrðist syngja sinn fræga smell „Traustur vinur“ úr há- tölurum skemmtitækjanna; vináttan sveif yfir vötnum og gleðin skein af hverju andliti. Veðrið setti nokkurt strik í reikn- inginn hjá skipuleggjendum en töluverð rigning var seinnipart föstudags og á laugardagsmorgun. Ur því rættist þó og þrátt fyrir að einhver atriði þyrfti að færa til fór allt vel fram. Sólin skein eftir há- degi á laugardaginn þegar hápunkt- ur hátíðarinnar rann upp og íbúar hverfanna gengu fylktu liði undir litum síns hvefis niður að haftiar- svæði. Þar sameinuðust hverfa- skrúðgöngurnar í einn litríkan hóp og dansað var á bryggjuballi ffam eftir kvöldi. KÓP Hápunkturinn frá finuntudegi til sunnudags Jónas Víðir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Á góðri stundu í Grundarfirði hafði í mörg horn að líta um helgina. Fjöldi gesta lagði leið sína í bæinn og þurffi að sjá um að allt skipulag gengi eftir. „Þetta hefur verið stórglæsilegt og er búið að takast mjög vel þó ég segi sjálfur frá,“ segir Jónas. „Það hafa verið fleiri en í fyrra þrátt fyrir að veðurguð- irnir hafi aðeins verið að stríða okkur.“ Rigning setti nokkuð strik í reikninginn og þurfti m.a. að færa Jökulshálstryllinn nær bæn- um, flytja tónleika tmgra hljóm- sveita til og hnika ýmsu öðru. „Skráð dagskrá hefur farið nokkuð úr skorðum en það lætur ekki nokkur maður á sig fá.,“ segir Jónas. I tengslum við hátíðina var rekin sérstök útvarpsstöð, Utvarp Grundarfjörður. Utsendingum hennar lauk klukkan 15 á laugar- dag þar sem ekki nokkur maður fékkst til að sitja lokaður inni í herbergi og missa af fjörinu niður í bæ. Spurður um hver hafi verið há- punktur hátíðarinna svarar Jónas því til að það sé einfalt mál. „Há- punkturinn byrjaði á fimmtudags- kvöldið og endaði um leið og dag- skrá lauk á sunnudeginum. Þetta ar allt jafhskemmtilegt og gekk al- veg ótrúlega vel.“ Jónas sagði að það sem menn hefðu helst rætt um að þyrfti að gera fyrir næstu hátíð væri að fá Ijósmyndara til að mynda bæinn úr flugvél til að fanga stemninguna. Það er óhætt að taka undir það að miðað við litadýrðina væru þær myndir áhugaverðar. -KÓP

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.