Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2006, Síða 5

Skessuhorn - 02.08.2006, Síða 5
■■.f.v'nn..: ■ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 5 Einar Om ráðinn sveitarstjóri Hvalfj arðarsveitar Einar Órn Thorlacim, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. Hlynur Þór Magnússon. Einar Öm Thorlacius, fráfarandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, hefur verið ráðinn fyrsti sveitarstjóri Hval- fjarðarsveitar. Þrjátíu og níu um- sóknir bámst um stöðrura og ræddi sveitarstjórn við nokkra umsækjend- ur úr þeim hópi áður en endanleg ákvörðun var tekin um ráðningu sl. fimmtudag. Einar Örn gerir ráð fyr- ir að hefja störf tun miðjan ágúst- mánuð. I samtah við Skessuhorn segist Einar vera stoltur og finna til auð- mýktar yfir því að hafa fengið þessa stöðu, ekki síst í ljósi þess að fjórir tugir einstaklinga hafi sótt um. „Það bíða fyrsta sveitarstjóra í nýju og sameinuðu sveitarfélagi mörg verk- efni og stór. Hvalfjarðarsveit er stöndugt sveitarfélag en ffamundan em kostnaðarsöm verkefni, m.a. að taka ákvörðtm um framtíðarskipan skólamála og uppbygging skólahús- næðis. Þá á sveitarfélagið einnig eft- ir að koma sér upp ráðhúsi. Það verður því nóg að gera og ég hef lof- að mönnum því að byrja eins fljótt og ég get og reikna með að vera mættur á svæðið um miðjan ágúst- mánuð,“ segir Einar Öm. Hann segir að um margt megi líkja Reykhólasveit og Hvalfjarðar- sveit saman, einkum hvað gmnngerð at- vinnulífs varðar. „Það sem umfram annað einkennir bæði þessi sveitarfélög er að íbú- ar lifa margir á land- búnaði og hinsvegar hafi þeir eitt iðnaðar- svæði hvort sveitarfé- lag, þó vissulega sé iðnaðarsvæðið á Grundartanga risa- vaxið í samanburði við það á Reykhólum. Þá einkennir þau bæði að enginn sjávarútvegur er í þeim, þéttbýli er mjög lítdð en bæði em þau landstór." Hann segir svæð- ið við Hvalfjörð búa yfir miklum tækifæram, það sé vel í sveit sett; miðsvæðis og samgöngur, bæði höfnin á Grandartanga og vegasam- göngur, séu með besta móti og því verði að gera ráð fyrir vexti sveitar- félagsins á næstu árum. Aðspurður um hvort hann eigi einhver tengsl inn á svæðið svarar Einar því afdráttarlaust játandi. „Afi minn og nafiii, Einar Thorlacius var presmr í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd frá 1900 til 1930. Faðir minn, sem fæddist árið 1905 ólst upp á Saurbæ og föðurbróður minn Guð- brandur var bóndi í Kalastaðakoti. Þá hefur móðurfjölskylda mín átt jörðina Gljúfurá í Borgarfirði allt frá árinu 1939 og á þar sumarhús. Eg tel mig því eiga mikil tengsl við svæðið og þar liggi mínar rætur,“ segir Einar. Aðspurður segir Einar að ekki komi annað til greina en að flytjast í sveitarfélagið. „Eg mun setjast að á svæðinu hið fyrsta og vonast til að ná kærastunni, Hrafhhildi Reynisdótt- ur með mér. En ég mrm hinsvegar fara í viku ffí núna og mæti síðan endumærður til að takast á við ný verkefni um miðjan ágúst,“ segir Einar að lokum. MM Hús Nóta- stöðvarinnar færnýtt hlutverk Um þessar mundir standa yfir breyt- ingar á húsnæði því sem fram til þessa hefur hýst Nótastöðina við höfnina á Akranesi. Búið er að setja milliloft í húsið svo effi hæð er komin í það. Að sögn Magnúsar H. Sólmundssonar, ffamkv.stjóra sér hann fyrir sér þjón- usturekstur af einhverju tagi í húsinu í framtíðinni. Magnús vill ekki að sinni gefa nánari upplýsingar um hvernig þjónusturekstur sé um að ræða. SO Borgarbyggð Ræstingar Stavfsmaður óskast í ræstingar við leikskólann á Skallagrímsgötu. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 844-6677. Akraneskaupstaður GÁMA Opnunartími Gámu verður lengdur á virkum mánudögum til kl. 20.00 í staðinn fyrir kl. 18.30 og verður tilhögun þessi í gildi út ágústmánuð. MARKAÐSDAGUR Markaðsdagur verður haldinn 12. ágúst nk. á Safnasvæðinu. Engin básaleiga er en fólk þarf að koma með borð undir varning sinn. Allt sem þið viljið selja á heima í tjaldinu hjá okkur. Skráning í síma 431 5566 og á netfangið museum@museum.is Safnasvæðið á Akranesi Sími 431 5566 - Fax 431 5567 - Veffang: www.miiscum.is Net lang: muscu nri'ún\11soum.is r~ Borgarbyggö Matráður Matráð vantar á leikskólann Hnoðraból I Reykholtsdal frá og með 15. ágúst næstkomandi. Um er að ræða 50% starf við matreiðslu ogtilheyrandi störf við leikskólann. í leikskólanum eru um 15 börn. Vinnutími erfrá kl 9:00 -13:00. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/ eða mikla reynslu sem nýtist f starfinu. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2006. í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlarsem konur hvötttil að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri I síma 435-1164 eða 862-0064.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.