Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 7
SSESSIÍHOERI
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
7
UnglingaÍandsmót
UMFÍí
Borgamesi 2008?
Byggðaráð Borgar-
byggðar lýsti á fundi
sínum 19. júlí sl. yfir
áhuga á að vinna með
Ungmennasambandi
Borgarfjarðar (UMSB)
að því að halda ung-
lingalandsmót í Borg-
arbyggð sumarið
2008. Á fundinum var
lagt ffam minnisblað
frá UMSB þar sem
máfið var reifað. Kom
þar fram að búið er að skipa undir-
búningshóp vegna málsins. I hon-
um sitja Jóhanna Erla Jónsdóttir ffá
Borgarbyggð, Þórvör Embla Guð-
mundsdóttir frá Borgarfjarðarsveit
og Torfi Jóhannesson ffá UMSB.
Unglingalandsmót Ungmenna-
félags Islands (UMFI) eru haldin
árlega um versltmarmannahelgi og
hafa gestir verið allt að 10.000. í
minnisblaðinu kemur ffam að öll
nauðsynleg íþróttaaðstaða er til
staðar í Borgarnesi til að halda
mótið sem og góð þjónusta við
ferðamenn, hvort sem litdð er til
verslunar, veitingaaðstöðu, heil-
brigðisþjónustu eða löggæslu. Hins
vegar er tjaldstæðið í Borgarnesi
allt of lítdð og lagt er til að gengið
verði til samninga við landeigendur
á Bjargi eða að Kárastöðum um að-
gang að túnum, enda þurfi um
100.000 ferm svæði. Slík vinna yrði
að vera á höndum sveitarfélagsins.
Undanfarin unglingalandsmót
hafa skilað rekstrarafgangi sem
nýttur hefur verið til tækjakaupa og
uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Bragi R. Axelsson framkvæmda-
stjóri UMSB sagði aðspurður að
sveitarfélagið ætti ekki að þurfa að
bera neinn kostnað sem ekki skilaði
sér í bættri aðstöðu á staðnum.
Einhver hluti þeirrar góðu aðstöðu
sem í dag sé í Borgarnesi sé tilkom-
inn vegna landsmóts UMFI árið
1997. Bragi telur að 12.000 marms
gæm mætt á mótið árið 2008 og er
bjartsýnn á að Borgarbyggð verði
fyrir valinu, þar sé öll stoðþjónusta
fyrir hendi auk góðrar aðstöðu.
UMSB hefur þegar sent inn um-
sókn til UMFI og málið hefur ver-
ið tekið fyrir á fundi. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns er búið að
taka ákvörðun um málið og verður
hún tilkynnt á unglingalandsmóti
UMFI á Laugum í Þingeyjarsýslu
nú um verslunarmannahelgina.
-KÓP
invUJ
M UNAÐARNES!
Framandi réttír í bland
viÖ þá gömlu og góðu,
ásamt eðatkaffi
Falleg gjafavara
á góðu verði
Opnunartímar í sumar:
Mánudaga - miðvikudaga: 12:00-18:00
fimmtudaga og laugardaga: 12:00-20:00
föstudaga og sunnudaga: 14:00-20:00
Um verslunarmannahelgina er opið
laugardag, sunnudag og mánudag frá kl.12:00
/
IjcU'L únulu
Vers/unarmannahelgin:
Trúbadorinn Heimir Jóhannsson treður enn og aftur upp og kemur fólki í
réttu stemninguna. Krakkaball á laugardagskvöldinu frá 20:30 - 22:00
og síðan áframhaldandi spilerí frá 22:00 -01:00
3 rétta kvöldverður á 3.500 - Borðapantanir í síma 525-8441
Rjómalöguð sherry sveppasúpa - Villibráðakryddað Lambafile
m. rósmarínkartöflum, villisveppasósu og fersku salati.
Paradísarvaffla með pecanhnetuís, heitri súkkulaðisósu og þeyttum rjóma.
Barnamatseðill
Heimir trúbador mætir svo aftur á sunnudagskvöldið frá 22:00-01:00
BrúðubíHinn kemur í heimsókn í Munaðarnes
Miðvikudaginn 9. ágúst nk. kl: 15:00
www.skessuhorn.is
<r i - ' c r” '
r_
2006
er komin út!
ÁRBÓK
ÁR3ÖK
Eldrí árbækur á sérstöku tilboðsverði!