Skessuhorn - 02.08.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
gSESSUHOEæi
Fyrsti áfangi hita-
veituffamkvæmda
í Grundarfirði
Framkvæmdir við fyrsta áfanga
lagningar dreifikerfis hitaveitu í
Grundarfirði eru hafiiar. Búið er að
leggja í Olkelduveg og verið er að
þvera Grundargötuna. I þessum
áfanga verður einnig lagt í Fagur-
hólstún og Hlíðarveg. Það er Al-
menna umhverfisþjónustan ehf. í
Grundarfirði sem annast verkið.
Ljósm. af grundarjjordur.is
T''# •• f* •• /
hjoruqor a
Hótel Eldborg
Það verður heilmikið skemmti-
legt um að vera um verslunar-
mannahelgina á Hótel Eldborg á
Mýrum. Eins og menn vita er stutt
þaðan í hinar rómuðu Lönguíjörur
og þangað á einmitt að stefna og
kallast hátíðin því Fjörufjör. Hótel-
ið að Eldborg býður fólki að koma,
annað hvort með sína eigin hesta
eða leigja hesta á staðnum og fara í
stutta hestaferð á Löngufjörur.
Ólafur Flosason, sem er gjörkunn-
ugur öllum staðháttum, verður
leiðsögumaður og fararstjóri.
Margt annað verður til skemmtun-
ar á kvöldvöku sem haldin verður
bæði laugardags- og sunnudags-
kvöld. Ekkert kostar inn á Fjöru-
fjörið annað en að fólk greiðir íyrir
tjaldstæði og leigu á hestum ef það
kýs að fara í ógleymanlega ferð um
Löngufjörur. Fjöruíjörið hefst
strax á föstudagskvöldið með mark-
vissum undirbúningi fyrir reiðtúr á
íjörurnar á laugardag.
MM
Höfðafólk í Suðurlandsferð
Þann 11. júlí sl. var hin árlega
sumarferð íbúa dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi með þátttöku um
50 íbúa og dagvistarfólks ásamt
íbúum Höfðagrundarhúsann og
starfsmönnum. Lagt var af stað
klukkan 13 og ekið austur fyrir fjall.
Á Kambabrún kom Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra í bílinn
og var leiðsögumaður austan fjalls.
Ekið var um Selfoss, Stokkseyri,
Eyrarbakka, Ölfus og Hveragerði
og drukkið kaffi í hinu glæsilega
veitingahúsi „Hafið bláa“ við ósa
Ölfusá. Leiðsögn Guðna var ein-
staklega fróðleg og skemmtileg.
Guðni og Margrét kona hans
buðu síðan öllum hópnum upp á
veitingar á sólpallinum við heimili
þeirra á Selfossi þar sem Margrét
A.Guðmundsdóttir afhenti nöfhu
sinni lítinn þakklætisvott fyrir
höfðinglegar móttökur. Guðjón
Guðmundsson afhenti Guðna
áletraða afsteypu af Grettistaki í
þakklætisskyni fyrir ffamlag hans til
að gera þessa ferð ógleymanlega.
Síðan var ekið heim um hina fögru
Þingvallaleið og Mosfellsdal og
komið að Höfða kl. 19: 20
Veðrið lék við okkur, blæjalogn,
sólarlaust og hlýtt. Almenn ánægja
var með ferðina, sem tókst í alla
staði mjög vel.
Með kveðju,
Ibúar á Höfða.
Ping Open á Hamarsvelli
Ping Open mótið í golfi var hald-
ið á Hamarsvelli við Borgarnes sl.
laugardag. Mótið var punktakeppni
með forgjöf og voru veitt verðlaun
fyrir fimm efstu sætin.
Punktakeppni:
1. sæti: Gumiar H. Hall - 41
punktar.
2. sati: Guðmundur Viktor Gústafs-
son - 40 punktar.
3. sæti: Finnur Jónsson - 40 punktar.
4. sæti: Júlíana Jónsdóttir -38
punktar.
5. sæti: Guðmundur L. Bragason -
31 punktar.
Besta skor karla: Helgi Dan Steins-
son - 14 högg.
Besta skor kvenna: María Málfríð-
ur Guðnadóttir -11 högg.
Nándarverðlaun:
1./13. braut: Helgi Dan Steinsson -
1,18 m.
8. braut: Þórbergur Guðjónsson -
I, 31 m.
II. braut: María Málfríður Guðna-
dóttir -3,12 m.
Það skal getið að með frammi-
stöðu sinni bætti María Málfríður
Guðnadóttir vallarmet Hamarsvall-
ar í kvennaflokki.
SO
Veiddu eina lax árinnar tvisvar!
Það er víða reynt þessa dagana í veiðinni en árangurinn er misjafn. Hér er
veiðimaður sem bíður efiir toku í Grímsá.
Laxveiðin hefur aðeins gengið betur und-
anfarna daga. Það á við um margar laxveiði-
ár en alls ekki allar, sumsstaðar er batinn
mjög lítill eða enginn og spá margir slöku
laxveiðisumri. Laxveiðin er 15-20% minni
en fyrir ári síðan. Væntingar veiðimanna
voru miklar fyrir þetta sumar, veiðin var
góð í fyrra og flestir vildu meira en þá.
Þó eru undantekn-
ingar eins og kom fram
í Skessuhorni í liðinni
viku eins og t.d. í Flóku
sem er með uppundir
jafnmikla veiði og í
fyrra. Þá hefur veiði
verið ágæt í Andakílsá.
Þar voru veiðimenn
fyrir nokkrum dögum
sem náðu 15 löxum og
misstu álíka marga. Ef
litið er á veiðitölur milli
vikna er lítið að gerast
víðast hvar. Veiðin tog-
ast jú lítið eitt upp á við
en ekki mikið meira en
það. Fyrir nokkrum
dögum var stórstreymt og gæti eitthvað
hafa gengið í árnar við það.
Veiðiár eins og Norðurá og Þverá eru að
togast upp um 240-250 laxa á milli vikna,
sem er ekki mikið á þessum fi'na veiðitíma.
Laxá í Dölum fór upp um 80-90 laxa í
síðustu viku og Laxá í Kjós um 100 laxa. I
Langá á Mýrum þar sem hafa veiðst 720
laxar fór veiðin upp um 220 laxa í síðustu
viku.
„I gengnum teljarann í Leirvogsá fóru
250 laxar á fimm dögum og er það bati,“
sagði veiðimaður sem var að veiða í ánni og
var búinn að fá tvo laxa. Leirvogsá er kom-
in yfir 240 laxa.
„Við vorum í Álftá á Mýrum fyrir fáum
dögum og fengum lítið, einn lax, veiðifélagi
minn veiddi hann. Það var ekki mikið af
fiski,“ sagði Snorri Tómasson sem ekki
man eftir því að hafa komið laxlaus úr Álftá
á þessum tíma sumars.
Skessuhorn frétti af tveimur laxveiði-
mönnum sem fóru til veiða í á á Vesturlandi
en þar höfðu aðeins veiðst tveir laxar þegar
þeir mættu á svæðið. Þeir hófu veiðina í
neðri hluta árinnar og sáu lítið en þegar
þeir voru komnir miðsvegar í ána, sáu þeir
lax, þetta 8-9 punda fisk og hann tók fljót-
lega fluguna hjá þeim. Þeir slepptu laxinum
vegna þess hve lítið var að fiski og fóru ofar
í ána en sáu þar engan fisk þrátt fyrir mikla
leit. Svo þeir fóru aftur þangað sem þeir
höfðu sleppt laxinum og köstuðu annarri
Veiðihom Skessuhoms er í boði:
flugu núna og aftur tók fiskurinn hjá þeim.
Þeir ákváðu að sleppa honum ekki aftur svo
þeir þyrftu ekki að veiða hann oftar. Þeir
fóru heim nokkru síðar og vissu ekki af öðr-
um fiski í þessari ágætu veiðiá.
Fáir við veiðar
Það er löngu uppselt í flestar laxveiðiár
landsins og færri komast að er vilja, nema í
einni veiðiá á Vesturlandi; Hvolsá og Stað-
arhólsá í Dölum. En mjög fáar stangir voru
seldar þar nú í júlí. „Það hefur varla sést
maður hérna við veiðar í ánum núna í júlí,
sama hvað maður hefur leitað, en þetta
stendur víst til bóta,“ sagði maður í Saur-
bænum sem Skessuhorn ræddi við. Nýir
leigutakar hafa tekið við ánni og byrjuðu
seint að selja í hana, en besti tíminn er
genginn í garð og veiðimönnum fjölgar víst
dag frá degi upp frá þessu. Eitthvað hefur
þó veiðst af laxi og bleikju í Hvolsá og Stað-
arhólsá.
Vel hefur gengið að selja í næstu ár við
Hvolsá og Staðarhólsá og er löngu uppselt
í Krossá, Búðardalsá og Flekkudalsá.
Baulan í hjarta Borgarfjarðar