Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2006, Qupperneq 16

Skessuhorn - 02.08.2006, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 Ferðaþjónusta á Vesturlandi í blússandi gír PP Hl!ií i 1 n .. * V fl 'f' 9 1! ‘Æi Það var mjög gott að fá námið met- ið á milli skóla.“ Lóa segist ánægð með skólann að Hólum. „Eg hefði ekki getað hugsað mér að fara í stóran skóla, sitja kannski með 200 öðrum í Háskólabíói að hlusta á fyrirlestur. Eg vil meiri tengsl á milli nemenda og kennara og einnig nemenda á milli. Þannig er það fyrir norðan og það hentar mér mjög vel. Eg er líka svo hænd að landsbyggðinni að ég gæti ekki hugsað mér að búa í Reykjavík.“ I Ferðaþjónustudeild Hólaskóla er hugað sérstaklega að ferðaþjón- ustu í dreifbýli. Lögð er rík áhersla á menningu, náttúru, útivist og af- þreyingu. Lóa segir það sérstaklega gott við námið hve kennararnir séu tengdir inn í atvinnugreinina. „Þetta er mjög praktískt nám og kennararnir hafa allir verið að vinna í mörg ár í greininni og hafa því sterk tengsl við atvinnulífið.“ Lóa segir margt koma til greina að námi loknu, en hún útskrifast næsta vor. Hana langi að fara í meira nám og það sé hægt bæði við HI og á Bifföst. Einnig séu menn farnir að ræða um að bjóða upp á mastersnám við Hólaskóla þó ekki sé víst að það nýtist henni. Hún segir námið við Bifröst sérstaklega spennandi þar sem hægt sé að taka það með vinnu. Aðspurð um hvert leið hennar muni liggja eftir nám er hún ekki í vafa. „Eg vil fyrst og femst vera á þessu svæði hér, í minni heimabyggð. Hér er fjöl- skylda mín og vinir og auk þess er ferðaþjónustan í blússandi gír á Vesturlandi,“ segir Lóa að lokum. -KÓP Gestirfrá bœnum Quaqortoq í Grcenlandi, vinabœ Akraness, taka hér lagiS í Safraskálamim á Görðumfyrir skömmu. StarfLóu í sumarfelst m.a. ísamskiptum og að greiða götu ýmissa gesta sem sœkja bœjarfélagið heim. OlöfVigdís Guðnadóttir vinnur í leigubíla og önnur farartæki og sumar sem verkefhisstjóri á mark- aðsskrifstofu Akraneskaupstaðar. Ekki er alveg víst að allir kveiki á því um hverja er að ræða, því Ólöf er betur þekkt undir gælunafhinu Lóa. Lóa lætur vel af starfinu hjá bænum, enda tengist það beint námi hennar en hún stundar nám í Ferðamáladeild Hólaskóla. Lóa segir að það sé frábær reynsla að fá að vinna að ferðamál- um á Akranesi. Hún var fyrst og ffemst ráðin til að aðstoða við við- burði sumarsins, Hátíð hafsins, 17. júní og Irska daga svo eitthvað sé nefht, en starfið hefur tmdið upp á sig. Undanfarið hefur hún verið að aðstoða gesti frá bænum Quaqor- toq í Grænlandi, en hann er vina- bær Akraness. ,JVlér finnst stundum eins og ég sé að reka grænlenska ferðaskrif- stofu,“ segir Lóa og hlær. „Þetta er annar hópurinn sem kemur þaðan hingað og ég hef verið að aðstoða við allt sem til fellur, vera kontaktaðili á milli fólks, sjá um m.a.s. að skipta um ljósaperur." Lóa segir að það sé skemmtilegt og fjöl- breytt að sjá um svona hópa, það fari í reynslubankann og hún njóti góðs af því. Lóa er á heimavelli í ferðaþjón- ustunni því hún hefur unnið í þeim geira síðan hún var 15-16 ára. Hún hefur starfað víða um land en þetta er í fyrsta sinn sem hún vinnur að ferðaþjónustumálum í sinni heima- byggð. Lóa segir aðspurð að það sé mjög góð staða í ferðamálum á Vesturlandi og Akranes sé engin undanteknin þar á. Hinsvegar vanti ákveðna grunnþjónustu þar í bæ. „Það vantar meira gistirými númer eitt, tvö og þrjú. Hér er nóg við að vera og ferðamenn sækja í bæinn en því miður er skortur á gistingu. Við höfum séð það eftir að strætó fór að ganga í bæinn að dagstúristum hef- ur fjölgað mjög mikið. Þeir koma þá með strætó að morgni, njóta bæjarins yfir daginn og fara aftur til Reykjavíkur að kvöldi. Ef hér væri meira gistirými væri hægt að gera Söngleikur sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss Út er komin hljómplatan Kylj- ur. Verkið er söngleikur sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss og er sögusviðið því m.a. Snæ- fellsnes. Sagan hefst í íjörunni rétt við Arnarstapa á Snæfellsnesi og endar á Grænlandi. Söngleikur þessi var upphaflega fluttur á Þjóðhátíð Snæfellinga að Búðum í júlí 1974 og endurfluttur á Hell- issandi í júlí 2004, 30 árum síðar og er nú komin út á hljómplötu. Á plötunni eru 11 lög þar af tvö sem eingöngu eru spiluð. Höf- undar laga eru Ingvi Þór Kor- máksson, Pálmi Almarsson, Al- freð Almarsson, allir frá Hell- issandi og Sigurður Höskuldsson ffá Olafsvík. Textar eru allir eftir Kristinn Kristjánsson frá Bárðar- búð á Hellnum. Einvalalið tórdeikafólks kemur að gerð plötunnar. Söngvarar eru: Regína Osk, Heiða, Beggi í Sól- dögg, Hreimur úr Landi og son- um og Friðrik Ómar. Á trommur og slagverk spilar Gunnlaugur Briem, bassann plokkar Jóhann Ásmundsson, Guðmundur Pét- ursson sér um gítarleik og Þórir Úlfarsson spilar á orgel og píanó. Upptökum stjórnaði Addi800 og fóru þær fram i Danmörku og á íslandi. MM Svæði fyrir mótorkrossbraut Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 21. júlí sl. að úthluta Vélhjólaíþróttafélagi Akraness svæði til afnota fyrir vélhjólaíþróttir. Skipulags- og byggingarnefnd hafði áður fjallað um erindið og mælt með því að gengið yrði til samninga við fé- lagið um ca. 3 ha svæði í landi Ása 3. Gert er ráð fýrir því að lögð verði vélhjólabraut (mótor- krossbraut) á svæðinu. KÓP miklu meira fyrir þessa ferðamenn sem myndi skila tekjum inn í bæjar- félagið." Námið bara snilld Lóa útskrifaðist sem stúdent frá FVA af viðskipta- og hagfræðibraut. Að því námi loknu fór hún í kvöld- skóla í Ferðamálaskólanum í Kópa- vogi og útskrifaðist þaðan með diplóma í ferðamálum. Við tók árs- vinna en síðan innritaði hún sig í nám við Ferðamáladeild Hólaskóla. Hún fékk námið í kvöldskólanum metið og fékk að fara beint inn á annað ár sem hún lauk í vor. „Þetta nám er bara snilld. Það eru mikil tengsl á milli Hólaskóla og skólans í Kópavogi og samvinna þar á milli. Ólöf Vigdís Guðnadóttir, eða Lóa. Ragna Eyjólfsdóttir stóð vaktina þegar blaðamann bar að garði í Galleríi Lunda. Gallerí Lundi í Stykkishólmi Neðarlega við aðalgötuna í Stykkishólmi, nánar tiltekið í Lionshúsinu er Gallerí Lundi til húsa og hefúr svo verið síðastliðin átta sumur. Þegar blaðamaður kom þar við á dögunum vakti það efrir- tekt hvað þar er að finna fjölbreytt úrval af fallegu og vel unnu hand- verki og ákvað því að spjalla aðeins við Rögnu Eyjólfsdóttir, sem stóð vaktina þegar gest bar að garði. Ragna segir að þetta fjölbreytta úrval komi til af því hversu stór hópur það er sem stendur að gall- eríinu, en það eru 13 aðilar sem eru með vörur og vinna í gallerí- inu. Einnig eru 11 eldri borgarar þar með sínar vörur, en þeir þurfa ekki að vinna við að selja fram- leiðslu sína frekar en þeir kjósa. Einnig vinnur hópurinn saman vörur, svo sem sérstakar Stykkis- hólmstöskur og flöskupoka til að hafa um hálsinn. Þá má í gallerí- inu finna handverk frá systrunum í St.Franciskusreglunni. Einnig er selt á staðnum heimabakað bakk- elsi. Gallerí Lundi er opið alla daga vikunnar frá klukkan 12:30 til 18:00. ÞSK Níu holu golfvöllur að Laugum Byggðaráð Dalabyggðar sat ný- verið kynningarfúnd með fúlltrúum Nýsis hf. þar sem þeir lýstu yfir á- huga sínum á að koma upp níu holu golfvelli að Laugum í Sælingsdal. Nýsir hefur gert samkomulag við sveitarfélagið um uppbyggingu stunarbústaða þar og leigir land af sveitarfélaginu í því skyni. Sam- kvæmt samningnum á uppbygging sumarhúsanna að hefjast í ár. Fund- urinn var eingöngu kynningarfund- ur og engar ákvarðanir hafa verið teknar um málið. Það er hins vegar mikill áhugi hjá báðum aðilum um að koma verkefninu á fót og er sveitarfélagið jákvætt í garð þess. Hugmyndirnar ganga út á að Dalabyggð útvegi land undir golf- völlinn en allar framkvæmdir og rekstur verði í höndum Nýsis. Sama fyrirkomulag hefur verið í Þorlákshöfn þar sem Nýsir hefur komið upp gollvelli. Völlurinn yrði öllum opinn þó hann yrði í tengsl- um við sumarhúsabyggðina. Sam- þykki byggðaráð Dalabyggðar hug- myndina gæti völlurinn verið kom- inn í gagnið 2009-2010. -KÓP

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.