Skessuhorn


Skessuhorn - 02.08.2006, Qupperneq 17

Skessuhorn - 02.08.2006, Qupperneq 17
 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 17 Jón brosti breitt við komuna til Grundarjjarðar. Strandvegagöngugarpur í Grundarfirði Jón E Guðmundsson sem gengur með ströndu Islands til styrktar Krabbameinsfélagi Islands gekk gegnum Grundarfjörð sl. mánudag. Jón hóf göngu sína í Kolgrafarfirði um morguninn en á sunnudag settd hann met í göngunni er hann gékk úr Álftafirði á Skógarströnd inn í Kolgrafarfjörð, um 40 km. leið. Félagar í Grundarfjarðardeild Krabbameinsfélagsins gengu með Jóni gegnum Grundarfjörð áleiðis tdl Ólafsvíkur. Jón sagði fréttaritara að hann gengi að jafiiaði 5 km á klukku- stund, hvíldi sig yfirleitt fyrst eftdr að hann hefði gengið 20 km en síð- an á klukkustundarfresti. Hann sagði það vera sérstakt að kynnast landinu og íbúum þess á þennan hátt. Sérstaklega hefði hann haft gaman af því þegar kona ein komin vel um áttrætt hefði komið til að heilsa upp á hann þegar hann gekk fyrir Skagann milh Sauðárkróks og Blöndóss. „Hún sagðist hafa verið búin að bíða við gluggann í margar vikur og kom svo hlaupandi á eftdr mér með staf í hendi,“ sagði Jón um leið og hann hélt áfram strand- göngu sinni sem hann lýkur í Lækj- argötunni í Reykjavík á Menning- amótt 19. ágúst n.k. GK Femir orgeltónleikar í Reykholtskirldu Femir tónleikar í orgeltónleika- röð Reykholtskirkju og FIO verða haldnir nú í ágúst. Laugardaginn 5. ágúst klukkan 17 leika hjónin Steingrímur Þórhallsson á orgelið og Pamela De Sensi á flaum. Pamela De Sensi er fædd árið 1975 í Róm. Hún útskrifaðist 1998 í Conservatorio di Musica „L Per- osi“ di Campobasso á Italíu. Hún sótti tíma hjá heimskunnum flaumleikumm s.s. C. Klemm, M. Ziegler, F. Reengli, og M. Ancilotti og hefur tekið þátt í mörgum keppnum sem sólisti bæði innan- lands og utan Itahu og unnið til fjölda verðlauna. Pamela hefur tek- ið þátt í tónleikum bæði sem ein- leikari sem og komið fram á íjölda tónlistarhátíða. Frá árinu 1997 hef- ur hún spilað með kvartetmum „Homs Ensemble" og ffá '98 með tríóinu „Shéhérazade". Á íslandi hefur hún starfað sem tónlistar- kennari við tónfistarskóla Ames- inga ffá 2003 ásamt því að koma ffam á tónleikum m.a. í Reykjavík, á Selfossi, Hveragerði, Vestmann- eyjtun og Borganesi. Steingrímur Þórhallsson er fæddur 1974 og uppalinn á Húsavík þar sem hann hóf tónlistarnám. Hann lauk píanókennaraprófi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1998 og kantorsprófi við Tónskóla Þjóð- kirkjunnar. Orgelkennari hans var Marteinn H. Friðriksson, dóm- organisti. Hann nam við Pontdficio Instimto di Musica Sacra í Róm, sem er kirkjutónlistarstofnun Páfa- garðs og lauk mastersprófi í orgel- leik (magistero in organo) sumarið 2001. Steingrímur hefur komið ffam víða sem einleikari og sem meðleikari, m.a í Dómkirkjunni í Reykjavík, Skálholtsdómkirkju, Selfosskirkju, Kristkirkju, Nes- kirkju og Hallgrímskirkju. Sem stendur starfar hann sem organisti við Neskirkju í Reykjavík en er einnig listrænn stjórnandi hátíðar- innar „Tónað inn í aðventu" og tónlistarhópsins „Rinascente". Sunnudaginn 13. ágúst kl. leikur Jón Olafur Sigurðsson á orgelið og og Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona syngur. Laugardaginn 19. ágúst heldur Marteinn H. Friðriksson organistd við Dómkirkjuna í Reykhjavík tón- leika og síðusm orgeltónleikarnir í sumar verða svo haldnir laugardag- inn 26.ágúst kl. 17:00: en þá leikur Guðmtmdur Sigurðsson organistd í Bústaðakdrkju á orgelið. MM Halló Island Nú fer í hönd ein mesta ferða- helgi ársins og einnig sú helgi sem foreldrar margra ung- menna kvíða fyrir. Foreldr- um eru í fersku minni fréttir síðustu ára um unglingadrykkju, sfys og atvik sem mörg hver eru óbætanleg. Á mörg- um heimilum fara nú frarn samn- ingaviðræður um hvort og hverjir fá leyfi til fara og þá hvert. Undir samningaviðræðunum óma viðvör- unarorð tdl foreldra um að gæta barna sinna vel þessa helgi. Mikilvægt er að foreldrar tali saman, hafi í huga landslög og muni eftir 18 ára ábyrgð sinni á börnum sínum. Áfengislöggjöfin er líka eitthvað sem gott væri að ræða og sú sameiginlega ábyrgð sem all- ir fullorðnir þegnar þessa lands hafa á börnum. Öll þurfum við að axla ábyrgð og vera meðvituð um það sem að okkur snýr. Á ég þar ekki einungis við foreldra heldur líka skemmtanahaldara, þá sem stunda verslun með áfengi og ekki síst sveitarstjórnir og sýslumenn um allt land. Ymis forvarnarsamtök, umferð- arstofa og lögreglan keppast við að senda foreldrum og öðrum skila- boð fyrir þessa helgi um það sem helst þarf að varast og ekki skal gera lítdð úr þeim sem vilja styrkja for- eldra í uppeldishlutverki sínu. Fjölmiðlar maka krókinn á öllu auglýsingaflóðinu og eftirá spyrja menn sig hvort áróðurinn hafi skil- að einhverjum mælanlegum ár- angri. Sveitarfélög setja ffarn for- varnarstefnu og ríkisstjórnin og ráðuneyti hvetja til heildrænnar forvarnarstefriu. Allt snýst þetta um að vekja fólk til umhugsunar um það sem bemr má fara og breyta viðhorfum okkar til hátternis eða þess sem við líðum eða líðum ekki í samfélagi okkar sem sé samfélags- legrar ábyrgðar. Það er svo annað mál hvernig ffamkvæmdin er. Eru unglingamir okkar settir ofurölvi eða í vímu í gáma og látnir sofa úr sér án efidrmála eða era þeir sendir heim og þar tdl bær barnaverndar- yfirvöld látin vita? Látum við okkur varða um náungann og annarra manna börn eða sér bara hver um sig og sína? Margir aðilar eru í viðbragðstöðu fyrir helgina bæði heima og heiman og öll þurfum við að vera á verði. Líka þeir sem heima sitja í nágrenni yfirgefinna heimila. Sýnum ábyrgð og verum til staðar fyrir böm, ung- linga og hvert annað þessa helgi. Góða skemmtun! Helga Margrét Guðmundsdóttir Verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla landssamtökum foreldra. Starfsfólk óskast til afgreiðslu í Geirabakarí í Borgarnesi. Upplýsingar gefnar á staðnum. 'O’týfdténlcikfi’c í 'fözykhtlfofeíukju5. áýúíé fei. 0:66 Laugardaginn 5. ágústkl. 17:00 verða haldnir 4. tónleikarnir í Orgeltónleikaröö Reykholtskirkju og FÍÓ. Pamela De Sensi, þverflautu og Steingrímur Þórhallsson, orgel flytja verk eftir; A. Scarlatti, Jean Langlais, C. Franck og E. Pasini. Aðgangseyrir 1500 kr. Upplýsingar og miðapantanir í síma: 433 8000. Sjá upplýsingar um tónleika sumarsins á www.reykholt.is (ínlcikó^ í 'fáftyfehtlfofefofeju (6. áýúitfeL 26:36 Strengjakvartettinn Quartetto Constanze "Quartet in Residence" í Glenn Gould Professional School of Music í Royal Conservatory of Music í Toronto heldur tónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 10. ágúst, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Beethoven, Schumann, Jón Leifs, Piazzola og R. Murray Schafer. www.constanze.ca og www.reykholt.is Upplýsingar í sima 433 8008 y i* i/j- i 'J i V > .< DXJ JJIJiTJiJJJJfdf 'O-’-xsSv' 0- MARGAR GERÐIR ryttia Laugavegi 29 • Sími 552 4320 www.brynja.is • brynja@brynja.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.