Skessuhorn - 02.08.2006, Side 23
^ttUsiinuu >
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
23
IA úr leik
í UEFA
Skagamenn eru úr leik í UEFA-
bikarnum þrátt fyrir sigur á Rand-
ers FC á heimavelli sínum á
fimmtudag. Úrslit ieiksins urðu 2-1
fyrir ÍA og samanlögð úrslit því 2-2,
en þar sem Randers skoraði mark
á útivelli fara þeir áfram. Skaga-
menn komustyfiren Randers náði
að jafna leikinn með markinu mik-
ilvæga sem kom þeim áfram. Það
voru þeir Hjörtur Hjartarson og
Bjarni Guðjónsson sem skoruðu
mörk ÍA. KÓP
Kárí kom-
inn á topp-
inn á ný
Skallagrímur tók á móti liði Snæ-
fells sl. fimmtudag og var leikið á
Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Leik-
urinn fór 9-2 Skallagrfmi í vil.
Lið Kára á Akranesi fékk Hvöt frá
Btönduósi í heimsókn og iéku liðin
á Akranesvelli á laugardag. Kári
og Hvöt hafa verið að berjast á
toppi C riðils þriðju deildar og hafði
Kári betur í viðureign iiðanna, sigr-
aði 3-1.
Eftir leiki helgarinnar er Kári kominn
á toppinn í riðlinum á ný, er í fyrsta
sæti með 28 stig, Skallagrfmur er í
4. sæti með 18 stig og Snæfell er
enn í 6. sæti með 2 stig. SO
Sigurður
og Hlynur í
landsliðs-
hópnum
Sigurður Ingimundarson þjálfri
landsliðs karla í körfuknattleik hef-
ur valið hópinn sem tekur þátt í
NM 2006 sem fram fer f Tampere í
Finnlandi dagana 1.-5. ágúst
næstkomandi. Meðal þeirra tólf
ieikmanna sem Sigurður hefur val-
ið eru þeir Sigurður Þorvaldsson
og Hlynur Bæringsson sem leikið
hafa saman undanfarin misseri
með Snæfelli og Woon Aris f
Hollandi. í hópnum ereinnig Pavel
Ermolinskij en hann lék á sínum
yngri árum m.a. með ÍA. SO
Lagt af stað með kyndil Vináttuhlaupsins á sundi yfir Hvalfjörð sl. laugardag.
Vináttuhlaupið er alþjóðlegt
kyndilboðhlaup og ertilganur þess
að efla vináttu og skilning. Sem
tákn um þessa viðleitni bera
hlaupararnir logandi kyndil, sem
berst manna á milli í þúsundum
byggðarlaga í yfir sjötíu löndum
víðsvegar um heiminn. Gert er ráð
fyrir því að þátttakendur í ár verði
vel á aðra milljón.
Vináttuhlaupið er grasrótarvið-
burður sem snertir líf milljóna
manna. Hlauparar Vináttuhlaups-
ins heimsækja skóla, hlaupahópa,
ungmennafélög og lands- og
sveitarstjórnir á hverjum stað. í öll-
um þessum heimsóknum er tak-
markið um alþjóðlega vináttu í há-
GVG héraðs-
meistarar HSH 2006
Héraðsmót HSH í golfi var
haldið í blíðskaparveðri á Bárar-
velli í Grundarfirði miðvikudaginn
26. júlí sl. og var þátttaka mjög
góð. Vegna fjölda keppenda tafð-
ist mótið nokkuð og var farið að
skyggja verulega þegar síðustu
keppendur komu inn í golfskál-
ann.
í sveitakeppni klúbbanna vann
GVG öruggan sigur og í sigurlið-
inu voru þeir Ásgeir Ragnarsson,
Heimir Þór Ásgeirsson, Bent
Christian Russel, Páll Guðfinnur
Guðmundsson, Jón Björgvin Sig-
urðsson og Dagbjartur Harðar-
son.
SO
Héraðsmeistari karla án forgjafar:
1. Ásgeir Ragnarsson GVG, 73 högg.
2. Rögnvaldur Ólafsson GJÓ, 76
högg.
3. Skarphéðinn Skarphéðinsson
GMS, 79 högg.
Héraðsmeistari karla með forgjöf:
1. Ásgeir Ragnarsson GVG, 67 högg.
2. Heimir Þór Ásgeirsson GVG, 70
högg.
3. Bent Christian Russel GVG, 72
högg.
Héraðsmeistari kvenna
án forgjafar:
1. Dóra Henriksdóttir GVG, 92 högg.
2. Sara Jóhannsdóttir GMS, 95 högg.
3. Karin Herta Hafsteinsdóttir GMS,
99 högg.
Héraðsmeistari kvenna
með forgjöf:
1. Dóra Henriksdóttir GVG, 70 högg.
2. Sara Jóhannsdóttir GMS, 80 högg.
3. íris Huld Sigurbjörnsdóttir GMS,
83 högg.
Héraðsmeistari drengja
án forgjafar:
1. Benedikt Lárus Gunnarsson GVG,
102 högg.
2. Svanur Fannar Valentínusson
GMS, 112 högg.
3. Hákon Gunnarsson GVG, 116
högg.
Héraðsmeistari drengja
með forgjöf:
1. Benedikt Lárus Gunnarsson, GVG.
2. Svanur Fannar Valentínusson,
GMS.
3. Hákon Gunnarsson, GVG.
Héraðsmeistari stúlkna
án forgjafar:
Auður Kjartansdóttir GMS, 95 högg.
ÍA tapaði gegn FH
FH-ingar unnu fyrsta leik sinn í
16 ár á Skipaskaga sl. sunnudag.
Leikurinn var tilþrifalítill og ekki
mikið fyrir augað og Ijóst að þétt
leikjadagskrá síðustu daga og
vikur er farin að taka sinn toll.
Sigurvin Ólafsson skoraði eina
mark leiksins en Hjörtur Hjartar-
son fékk upplagt tækifæri til að
jafna metin en Daði Lárusson
markvörður FH varði vítaspyrnu
hans. Skagamenn eru
næstneðstir í deildinni með 12
stig nú þegar aðeins sex leikir eru
eftir af mótinu. Síðast þegar FH
vann báða leiki sína gegn ÍA féll
liðið niður um deild og Ijóst er að
mikil barátta bíður leikmanna liðs-
ins til að koma í veg fyrir að það
endurtakr sig.
Leikurinn fór þokkalega af stað
og séstaklega voru Skagamenn
sprækir. Þeir náðu ágætis spili
fram á við en tókst ekki að skapa
verulega hættu í vítateig FH-inga.
Um miðjan fyrri hálfleik var eins
og botninn dytti úr leik heima-
manna og á 38. mínútu kom Sig-
urvin FH-ingum yfir eftir klaufa-
gang í vörn ÍA. Fátt markvert
gerðist það sem eftir lifði fyrri
hálfeiks. Seinni háfleikur byrjaði
með sama barningnum og ein-
kenndi þann fyrri og það mark-
verðasta var að Dean Martin
þurfti að fara meiddur af velli um
tíu mínútum eftir að hann kom inn
á sem varamaður. Helsta ógn
Skagamanna kom frá Ellert Jón
Björnssyni sem átti ágætis leik á
hægri kantinum. Þórður Guðjóns-
son átti einnig ágætis spretti.
Þegar um tuttugu mínútur voru
eftir af leiknum átti Þórður góða
sendingu inn fyrir vörn FH og Ellert
Jón kom á sprettinum og skaut á
markið. Um leið og hann skaut var
brotið á honum og dómarinn
dæmdi vítaspyrnu. í fjarveru
Bjarna Guðjónssonar, sem var í
leikbanni, steig Hjörtur Hjartarson
á vítapunktinn en vítabaninn Daði
Lárusson sá við honum. FH-ingar
komu boltanum í netið tveimur
mínútum síðar en markið var
dæmt af vegna rangstöðu. Undir
lok leiksins munaði minnstu að
Tryggvi Guðmundsson bætti einu
marki við fyrir FH, þegar Bjarki
Freyr Guðmundsson markvörður
ÍA brá sér í sóknina í hornspyrnu.
Gestirnir unnu boltann og Tryggvi
átti skot af löngu færi en rétt fram-
hjá auðu markinu.
Ljóst er að Skagamenn verða
að bretta upp ermarnar og berjast
fyrir sæti sínu í deildinni. Liðið
hefur á köflum spilað mjög
skemmtilegan fótbolta en dottið
niður þess á milli. Augljóst var að
liðið saknaði þjálfara sinna, Arn-
ars og Bjarka Gunnlaugssona,
sem báðir voru á meiðslalista,
auk Bjarna sem var í leikbanni.
Með góðri baráttu og smáheppni
ættu Skagamenn þó að ráða við
það verkefni að halda sér í deild-
inni. Getan er fyrir hendi í liðinu
og deildin er jöfn, þannig að
möguleikar liðsins eru ágætir.
-KÓP
um Vesturland
Þegar Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar
hafði frætt hlauparana um Egil og aðra fornkappa
borgfirska tók hann kyndilinn í hönd og hljóp áleiðis
suður að brú.
vegum haft en auk
þess votta hlaupararnir
virðingu sína þeim sem
vinna að sátt og sam-
lyndi í sínu eigin samfé-
lagi á sinn eigin hátt.
Markmið Vináttu-
hlaupsins er ekki að
safna fé eða að leitast
eftir stuðningi við póli-
tískan málstað, heldur
einfaldlega að stuðla
að náungakærleik milli
fólks af öllu þjóðerni og
hjálpa til við að styrkja
bönd alþjóðlegrar vin-
áttu og einingar.
Fyrir og um síðustu
helgi barst Vináttuhlaupið um
Vesturland en þá höfðu hlaupa-
garparnir nær lokið hringferð sinni
um landið en hún hófst þann 13.
júlí og lauk sl. sunnudag, 30. júlí í
Reykjavfk. Hlauparar komu suður
Holtavörðuheiði, gistu á Bifröst og
hlupu þaðan í Borgarnes þar sem
Páll S Brynjarsson bæjarstjóri tók
á móti hópnum, sagði frá sögu
staðarins og hljóp síðan með
hópnum áleiðis að Borgarfjarðar-
brú. Þaðan var hlaupið á Akranes
þar sem m.a. Karen Jónsdóttir for-
maður bæjarráðs tók á móti hópn-
um. Félagar úr badmintondeild ÍA
tóku við kyndlinum á Akranesi og
hlupu með hann að Katanesi. Það-
an var synt með kyndilinn yfir
Hvalfjörð en hlaupið úr Kjósinni til
Reykjavíkur þar sem hlaupinu hér
á landi lauk á sunnudag.
MM
íslandsmót unglinga
á Garðavelli
Keppendur við æfingar á æfingapúttflötinni við golfskálann fyrir mótið.
Nú þessa daga, nánar til tekið
1.-3. ágúst, fer íslandsmót ung-
linga í golfi fram á Garðavelli á
Akranesi. Um 200 þátttakendur
skráðu sig til leiks en mótsstjórn
varð að takmarka þátttöku við
rúmlega 170 keppendur svo mót-
ið mætt ganga vel fyrir sig. Und-
anfarna daga hafa keppendur
verið að taka æfingahringi á
Garðavelli og því margt um
manninn á golfvellinum. Veður-
spáin er góð og eiga keppendur í
vændum skemmtilegt golfmót á
Akranesi. Akurnesingum og öðr-
um gestum er velkomið að koma
og fylgjast með mótinu á golfvell-
inum. MM
LEYNIR
GOLFMÓTIÐ UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Garðavelli Akranesi 5., 6. og 7. ágúst
Mótið stendur yfir í þijá daga og geta keppendur vaLið um að leika
binn, tvo eða þijá hringi i mótinu. Besta skor keppenda gildir tiL úrsLita.
18 holu punktakeppni með og ón forgjafar.
Keppnisgjald fyrír fyrsta hríng kr. 2.500 og kr. 2.000 fyrír hvern auka hríng.
GLÆSILEG VERÐLAUN í B0ÐINETTÓ
Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti: Gasgrill að andvirði 30.000 kr. og 5.000 kr. gjafabréf í Nettó
2. sæti: Gjafabréf í Nettó að andvirði 20.000 kr.
3. sæti: Gjafabréf i Nettó að andvirði 15.000 kr.
4. sæti: Gjafabréf í Nettó að andvirði 10.000 kr.
5. sæti: Gjafabréf í Nettó að andviröi 5.000 kr.
Punktakeppni án forgjafar:
1. sæti: Gjafabréf í Nettó að andvirði 20.000 kr.
2. sæti: Gjafabréf í Nettó að andvirði 15.000 kr.
3. sæti: Gjafabréf f Nettó að andvirði 10.000 kr.
Nándarverðlaun
netté
netté