Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettó alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 32. tbl. 9. árq. 9. áqúst 2006 - Kr. 400 í lausasölu Rrakkamir á œvintýranámskeiði semframfór í Grundarfirði í síðasta mánuði skemmtu se'r vel undir sljóm Amar Inga fjijllistamanns frá Akureyri. Sjáfrásógn á bls. 8 í Skessuhomi í dag. Ljósm. Om Ingi. HSH háttvísust ungmenna Lið HSH með jyrirmyndarbikar mótsins á Laugum. Ungmenni af Vesturlandi gerðu góða ferð á unglingalandsmót UMFI sem haldið var á Laugum í Reykjadal um og fyrir liðna helgi. Lið frá HSH, UMSB, UDN og Akranesi voru meðal keppenda, alls hátt á aimað hundrað krakkar. Ar- angur Vestlendinga var ágætur og komust margir þeirra á verðlauna- palla. Sérstök háttvísisverðlaun, eða fyrirmyndarbikarinn, hlaut 47 manna lið HSH en viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi um- gengni, háttvísi og prúða fram- göngu. Að sögn Garðars Svansson- ar, annars af fararstjórum HSH ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. fólks, er hann afskaplega stoltur yfir þessari viðurkenningu. Sagði hann jafnframt að heimamenn í Þingeyj- arsýslum geti verið stoltir yfir góðu móti sem gekk í alla staði vel og var hnökralaust í undirbúningi og ffamkvæmd allri. Myndir frá mót- inu er að finna á bls. 6 í blaðinu í dag en í Skessuhorni í næstu viku verða helstu afrek og úrslit Vest- lendinga tíunduð, þar sem saman- tekt þeirra lá ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun. MM Fjórða íkveikjan í sumar - Öll málin enn óupplýst: Kveikt í við Síldar- mjölsverksmiðjuna á Akranesi Eldur varð laus við Síldarmjölsverk- smiðjuna á Akranesi um klukkan fimm síðdegis á föstudag- inn og var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Mikið reykj- arský steig upp en eldurinn kom upp í tönkum er stóðu í porti við verksmiðj- una. Þrátt fyrir mikið eldhaf tókst Slökkvi- liði Akraness á skömmum tíma að ráða niðurlögum eldsins. Mikið tjón varð á veggjum húss- ins en þó fór mtm betur en á horfði um tíma. Við rannsókn lögreglunnar á Akra- nesi kom í ljós að um íkveikju var að ræða. Er þetta því í fjórða sinn sem eldur kem- ur upp utanhúss af mannavöldum á Akranesi á skömm- um tíma. Fyrr í sumar kom eldur upp í bretta- stæðu við Sements- verksmiðjuna, kveikt var í við birgða- geymsluhús Olís og í byrjtm júlí brann á- haldahús vinnuskól- ans til kaldra kola. Er því ljóst að brennu- vargur gengur laus í bænum og hrein tilviljun að ekki hafi orðið mun meira tjón í þessum brunum svo ekki sé talað um slys á fólki. Jón Sigurður Olason, yfirlög- regluþjónn á Akranesi segir íkveikjur þessar í rannsókn og bið- ur alla þá sem upplýsingar geta veitt að hafa samband við lögreglu. I fféttum rnn helgina kom fram að í það minnsta tveir þessara bruna Mikirm reyk lagðiyfir bceinn og sást hann m.a. glóggtjrá hófuðborginni. Ljósm. GH Mikill eldur var við húsin þegar Slökkvitið Akraness vuttti á staðinn. Ljósm: OHH Slökkviliðið er hér búið að ráða niðurlögum eldsins. Ljósm: SO væru upplýstir en Jón Sigurður telur það orðum aukið og segir rannsókn málanna ennþá standa yfir. Lögreglumaður ffá Akranesi sem var við störf á vettvangi þurfti að leggjast inn á sjúkrahús yfir nótt vegna reykeitrunar og er hann enn óvinnufær. . HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.