Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 SKISSIIISOEÍRI Ungur og eínilegur kylfingur á Skaganum Daníel Magnússon er 13 ára efnilegur kylfingur á Akranesi. Hann hafnaði í þriðja sæti í flokki 13 ára og yngri á Islandsmótinu í holukeppni sem fram fór í júlí. Að sögn Daníels er ekkert skemmti- legra en að spila golf, hann fer á golfvöllinn á hverjum degi og þar er hann oft megnið af deginum. Hann æfði fótbolta áður en hætti því fyrir um tveimur árum til þess að geta verið meira í golfinu, sem hann hefur nú stundað í að verða sex ár. Daníel hefur alltaf leikið golf hjá Golfklúbbnum Leyni og sagðist hann kunna vel við sig þar. I síðustu viku var hann að keppa á Islands- mótinu í högg- keppni sem fram fór á Garðavelli og fór hann hringinn á fyrsta keppnis- degi á 86 höggum sem hann sagði vera á sinni forgjöf en hún er 19,2. Svo fór að lokum að Daníel endaði í 5. sæti í sínum flokki á mótinu sem má teljast góður ár- angur hjá þessum unga og efnilega kylfingi. SO Daníel Magnússon ungur kylfmgur á Skaganum. Unglingalands- mótið ekki á Vesturlandi Við setningu 9. Unglinga- landsmóts LTMFI á Laugum á föstudagskvöld var tilkynnt hvar mótið yrði haldið árið 2008. Eins og ffam hefur komið í fféttum Skessuhorns höfðu tvö bæjarfé- lög á Vesturlandi sýnt mótinu á- huga og bæði Borgarnes og Grundarfjörður sótt um að halda það eftir tvö ár. Bjöm Bjarndal Jónsson, formaður UMFI, til- kynnti það í ræðu sinni að á stjórnarfúndi UMFÍ í júlí hefði verið ákveðið að Þorlákshöfn yrði fyrir vahnu. 10. Unglinga- landsmótið árið 2007 verður hinsvegar á Höfn í Hornarfirði á 100 ára afmæhsári UMFI. MM Listamenn með úðabrúsa að störfiim betur var ab gáö mátti sjá „grafití“ listamenn sem voru aí skreyta húsfélaga síns meö góðjuslegu leyfi hans. Uðuðu þeir úr brúsum í takt við tónlistina og varð verkið fullbúið á nokkrum klukkustundum. Nokkuð snoturt verk sem gleður augað, effólk hefur á ann- að borð smekk fyrir list sem þessari. SO s Urslit í Opna SPM mótinu Órn Ævar Hjartarson GS vallarmetshafi og sigur- vegari t Opna SPM mótinu. Opna SPM mótið í golfi fór fram á Hamarsvelli sl. sunnudag í ágætu veðri. Vallarmet á gulum teigum féll þegar Örn Ævar Hjart- arson GS, Islandsmeistari í holukeppni karla, lék völl- inn á 66 höggum eða 5 höggum undir pari vallar. Jóhannes Kristján Ármannsson, GL, varð annar í keppni í höggleik án forgjafar á 75 höggum og Aðalsteinn Einar Stefánsson úr GK þriðji á 76 höggum. Jón Kristinn Jakobsson, GB, sigraði í punkta- keppninni en hann fékk 43 punkta, Orn Ævar fékk 41 punkt, Heimir Sigurðsson úr GB fékk 36 punkta líkt og Jón G. Ragnarsson úr GB. Jón K Jakobsson GB sigraði í punktakeppni með forgjöf og Magnús B Sigurðsson GB, Eiríkur Ólafsson GB og ísleifur Leifsson GO fengu nándarverðlaun. MM Kvöldvökur í Landnámssetrí á fimmtudagskvöldum Landnámssetur í Borgarnesi verður ffamvegis með kvöldvökur á fimmtudagskvöldum. Boðið verður upp á létta dagskrá fyrir matargesti og aðra sem líta inn af götunni. Að- gangur er ókeypis. Fyrsta kvöldvakan var haldin fimmtudaginn 3. ágúst og söng þá Rakarastofukvartettinn Elmar við mikinn fögnuð og Gísli Einarsson sjónvarps- og sagnamaður sagði sögur af skemmtilegu fólki. Boðið var upp á sérstakan kvöldvökumat- seðil og var þar meðal annars að finna kiðlingakjöt fá Jóhönnu á Háafelli í Hvítársíðu en Jóhanna stundar geitabúskap og framleiðir m.a. geitaost og kiðlingakjöt fyrir sælkera. Næsta fimmtudag mun Bjart- mar Hannesson syngja gamanvís- ur og Hjörleifur Stefánsson segja sögur og ævintýri í tali og tónum. Kynnir er Kjartan Ragnarsson. Á kvöldvökumatseðli verður aftur að finna óvenjulega rétti á góðu verði. Kvöldvakan hefst kl. 20:15 en kvöldvökumatur er framreidd- ur frá kl. 18:00. Viturlegt er að panta borð fyrirfram í síma 437 1600. ('fréttatilkynning) Greinarstúfur þessi er hinnjyrsti af fjórum sem birtast munu í blaðinu á næstunni. Lauslega má segja að fjall- að sé um umhverfis- og skipulagsmál sem oft hafa leitað á höfundinn á gónguferðum um bæinn og nágrenni hans, sum stór, en flest smá. í neðsta hluta Borgamess Bærinn í Borgarnesi hefur tekið á sig nýjan svip í minni þess sem þetta skrifar. Margar breytingar eru til bóta og óhætt mun að fullyrða að viðhorf annarra landsmanna til staðarins hafa gjörbreyst. Fyrir 50 árum eða meira létu menn meira að segja hafa eftir sér á prenti að þó Hafiiarfjallið væri að vísu svipmik- ið, hímdu lágreist hús í þorpinu undir berum klapparholtum óvarin fyrir sífelldu vindgnauði og úr- komuslepju. Nú tala flestir að- komumenn xun fegurð og gróður- sæld staðarins og holtin þykja hlý- leg og aðlaðandi. Amóta breytingar hafa einnig orðið á viðhorfi til náttúruverndar. Fyrir rúmum 40 árum munaði litlu að Litla-Brákarey yrði lögð tmdir olíutanka og fyllt væri upp í Eng- lendingavík. Þetta var hluti af al- mennu ffamfaraviðhorfi þess tíma, land sem brotið hafði verið til nýt- ingar af einhverju tagi beinlínis var talið fallegra en eyðileg, einskis nýt náttúran. En þó það tækist, nánast fyrir tilviljun, að vemda eyna og Vesturnestangann að mestu, varð mesta uppfyllingaskeiðið í Borgar- nesi samt eftir þetta. Víkurnar hurfú hver af annarri og heyra sög- tmni til. Finnst mörgum það miður. A mnmt uin Bormmes oe ncm enni -1. hluti Landleysi Algengasta afsökun fyrir uppfyll- ingakastinu er að viðvarandi land- leysi hafi háð eðlilegri byggðaþró- un í Nesinu. Þetta var ömgglega rétt, Borgarnes byggðist upp ffá höfninni. Hún var uppskipunar- miðstöð fyrir Borgarfjörð og ná- grenni og tilvera þorpsins hékk beint eða óbeint á henni í hátt í eina öld. Það er því eðlilegt að höfnin og athafnasvæði sem næst henni hafi átt allan hug sveitarstjórnar og for- ráðamanna fyrirtækja löngu eftir að hætt var að nota hana til uppskip- unar. Framkvæmdir neðst í bænum vom þá oft af meira kappi en forsjá. Menn virðast nú bera svipaðan hug til mikilvægis brúarsvæðisins, gef- um því gaum. En ógnin sem stafaði að Litlu- Brákarey upp úr 1960 vakti undir- ritaðan til efa um að framtíð með góðri útsýn yfir skurði, bílastæði, rétthyrndar skemmur og malar- námur væri eðlileg eða æskileg. Ak- urnesingar urðu þó enn verr úti, það að sementsverksmiðjan skyldi reist sólarmegin í miðjum bænum er e.t.v. mesta umhverfisslys sem hent hefúr nokkurt bæjarfélag á landinu fyrr og síðar. En ég ætla þó ekki að gagnrýna þá ákvörðun sér- staklega, aðstæður og viðhorf vora önnur en er í dag. Smáu slysin skipta líka máli I Borgarnesi eru slysin mun minni um sig, en býsna mörg ef allt er talið. Of margar fjörar og víkur hafa verið eyðilagðar og of mörg holt sprengd niður, satt best að segja era hlutar bæjarins varla svip- ur hjá sjón. Skólpmálin hafa þó far- ið batnandi þó ekki séu þau alveg í höfn. Margar fjörurnar sem ég sakna voru nefnilega svo skólp- mengaðar að ábyggilegt er að verk- fræðilegir leikir (stíflugerð og áveit- ur) í þeim hafa átt sök á ýmsum magakveisum sem plöguðu barn- æsku þessa tíma. Við landenda brúarinnar yfir Brákarsund stóð brattuí' klettur, eitthvað mun hann haía þótt skyggja á útsýni umferðarinnar og var jafnaður við jörðu í efrirminni- legri sprengjuárás. Ég tel fullvíst að í dag hefði verið gengið ffam á öllu hógværari hátt en þetta. Eftirsjá er í þessum kletti og ég veit að margir eru mér sammála, en enn eru klettar í hættu og ekki er endilega þörf á að sprengja þá líka. Furðulegt var þegar Borgarhall- inn var fluttur upp í Egilsgötu. Þessi halli var eins og sumir muna, rétt við verslunina Borg, þar sem nú er Dússabar. Þetta var nokkur stall- ur í götunni og e.t.v. spólvaldur þegar komið var upp eftir Brákar- brautinni í hálku. Sumarið 1962 var hallinn tekinn og fluttur upp í Eg- ilsgötu, en hún var áður nær halla- laus í endann og í leiðinni búin til ein klúðurslegustu gatnamót á Vesturlandi öllu. Jafnframt var endi Borgarbrautar ffaman við nýlega byggt Verslunarfélagshúsið (síðar kjötvinnslu) lækkaður og aðkoma öll að húsinu gerð óaðlaðandi, sem hún alls ekki var áður. Úr þessu fór að halla undan fæti hjá félaginu. Ekki man ég hvort Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkur réðu hreppnum um þær mundir, enda skýrir það vart þétta einkennilega klúður. Það er ábyggilega fullkomlega vonlaust að ætlast til þess að þetta verði lag- áð, en ég vil safnt minnast á þétta. Fjaran og jafiivægi hennar Englendingavík (sem kölluð er svo) er að verða mikill sælureimr að nýju eftir langvinna niðurlægingu. Þó hefúr þrengt óþarflega að fjör- imni og af einhverjum ástæðum hefur víkin aldrei alveg jafnað sig eftir að sandfjaran lækkaði um u.þ.b. hálfan meter þegar efni var tekið þaðan haustið 1963 og flutt upp í Kletts- halla. Fjaran hefði þó átt að ná sér á öllum þessum tíma því fjörar leita oftast einhvers jafnvægis sem hefði þá átt að felast í ástandinu eins og það var. En sannleikurinn er sá að lítið hefur verið um jafnvægi í firðinum í mínu minni. Þegar jöklar bráðnuðu sem örast á hlýindaskeiðinu frá 1925 til 1965, var sandburður í fjörðinn miklu meiri en áður. Mér er það mjög minnisstætt hversu fjörarnar hækkuðu ár ffá ári á mín- um uppvaxtaráram. Stríður straum- vu- gegnum Brákarsund hætti þá að mesm og sandrif birtist sunnan brúarinnar þar sem aldrei sá í þurrt land áður. En síðan kólnaði affur og Borgarfjarðarbrúin var byggð, síð- ustu tíu árin hefur síðan hlýnað enn á ný og sandburður í fjörðinn væntalega aukist aftur. Hvoru tveggja veldur því að sennilega eru breytingar á sandi í firðinum og fjöram við hann alls ekki um garð gengnar. Auk þess mun hægt sig vera í gangi við innanverðan Faxa- flóa og ef til vill hækkar eitthvað í sjó næsm öldina vegna hlýnandi veðurfars í heiminum. Því má búast við að landbrot færist í aukana við fjörar fjarðarins. Trausti Jónsson Litla-Brákarey við Borgmes.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.