Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006
^nLSautiUij
Ævintýralegir dagar
í Grundarfirði
Sunnudaginn 23. júlí sl.
hófst ævintýranámskeið fyrir
krakka á aldrinum 7-16 ára í
Grundarfirði og stóð það í sjö
daga. Sextíu krakkar mættu á
námskeiðið sem tókst að sögn
Arnar Inga, fjöllistamanns,
mjög vel. Er þetta annað árið
sem Orn Ingi kemur til
Grundarfjarðar til þess að
halda námskeið sem þetta
ásamt aðstoðarfólki sínu en
hann kemur frá Akureyri.
Orn Ingi taldi krakkana
hafa verið mjög ánægða með
námskeiðið og allir hafi
skemmt sér vel. Þarft sé að
hafa afþreyingu sem þessa
fyrir þá á sumrin þar sem
sumir hverjir hafi lítið við að
vera. Krakkarnir lærðu á
stultur, einhjól, fóru í náttúru-
ferðir, í fyrirsætustörf og fleira en
eins og Öm Ingi sagði í samtali við
Skessuhorn þá var sett á fót nokkurs
konar „Grundarfjörður next top
model“ keppni þar sem krakkamir
sátu fyrir í margbrotinni náttúrunni
við Grundarfjörð. Krakkarnir tóku
svo þátt í hátíðarhöldum á bæjarhá-
tíðinni ,A góðri stundu“ og vora
með sýningar þar og fleira. „Krakk-
arnir fengu að ráða því svolítið sjálf
hvað þau vildu gera. Markmiðið var
að leyfa þeim að njóta sín sem best
og að allir hefðu af þessu gaman.
Foreldarar höfðu orð á því að sjald-
an hafi gengið eins vel að vekja
krakkana á morgnana eins og þessa
viku, þau hafi verið eins og stálfjaðr-
ir ffam úr bólinu og svo þurftum við
Efnilegar fyrirsœttir ífallegri náttúru vií Grund-
arfjörð. Ljósm. Om Ingi
hreinlega að reka þau heim í háttinn
á kvöldin,“ sagði Orn Ingi.
Hann gerði meira en að stjóma
og skemmta sér með krökkunum á
ævintýranámskeiðinu þessa daga
sem hann dvaldi í Grundarfirði.
Hann lauk tökum á heimildarmynd
sinni, sem er um þá hátíð sem hann
telur bestu hátíð Islands, „Á góðri
stundu". Sagðist hann stefha að því
að gefa myndina út á DVD á haust-
mánuðum en hann hefur verið að
mynda hana síðastliðnar þrjár hátíð-
ir í Grundarfirði. Þess má geta að
valdar myndir frá Ævintýranáskeið-
inu era til sýnis á Kaffi 59 í Grand-
arfirði og einnig eru myndir inni á
myndabanka vefs Grundarfjarðar-
bæjar. SO
Hefja viðræður um skipulagsmál
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
og stjórn Faxaflóahafna sf. munu á
næstunni hefja viðræður um skipu-
lagsmál á Grundartanga sem nú til-
heyrir hinu nýja sveitarfélagi Hval-
fjarðarsveit. Að sögn Gísla Gísla-
sonar hafnarstjóra bíða mörg stór
verkefni við höfnina á Grandar-
tanga og því nauðsynlegt að
deiliskipuleggja svæði hafnarinnar.
Að undanförnu hefur verið unnið
að gerð kortagrunna að svæðinu og
er þeirri vinnu nú að ljúka. Því er að
sögn Gísla fátt því til fyrirstöðu að
hefja vinnu við gerð deiliskipulags á
svæðinu í góðri samvinnu við sveit-
arstjórn Hvalfjarðarsveitar.
HJ
Laxarannsóknir við Krossá
á Skarðsströnd
Hugað að laxateljara í Krossá á Skarðsströnd.
Allt frá árinu
1998 hefur Vaka
fiskteljari verið
staðsettur
Krossá
Skarðsströnd,
en í ánni er
unnið að rann-
sóknum sem eru
hluti af stærra
verkefni þar
sem leitast er
við að meta
veiðihlutfall í
laxastofnum,
stærð hrygning-
arstofnsins og
tengsl hans við
seiðaframleiðslu
hverju sinni. At-
hyglisverðar
upplýsingar hafa safnast á þessu
tímabili og er þær að finna á vef
Veiðimálastofnunar en einnig eru
þær skilmerkilega ffamsettar á vef
Landssambands veiðifélaga,
angling.is
Árin 1998 til 2005 hafa komið
fram miklar sveiflur í göngum og
veiði í ánni. Að meðaltali hafa 198
laxar gengið í ána en sveiflur í
göngum verið allt frá 70 til 421 lax.
Á sama tíma hefur veiðin verið 104
laxar að meðaltali en sveiflur í veið-
inni verið frá 33 til 208 laxar. Veiði-
hlutfallið er að meðaltali 55,4%.
Hlutfallið hefur lægst mælst 46,2%
en farið upp í 72%. Mjög marktæk
tengsl mælast á milli laxaganga og
laxveiði hverju sinni en veiðihlutfall
úr stofninum hefur tilhneigingu til
að lækka eftir því sem göngur efl-
ast.
Góðar laxagöngur hafa verið í
Krossá það sem af er sumri. I lok
júlí höfðu 321 lax gengið í ána þar
af 316 eins árs laxar úr sjó og 5
tveggja ára laxar. Gangan það sem
af er sumri 2006 er mun betri en
var skráð á sama tímabili árið 2005.
MM
l/íuUnhó’iMð
Aldrei dæmdi aðra strangt - enda breyskur sjálfur
Að aflokinni þessari
mestu ferðahelgi árs-
ins gæti verið við hæfi
að kíkja aðeins í ferða-
vísur og fleira tengt
verslunarmannahelg-
inni eftir því sem mitt
gamla og götótta
minni og tiltækar
heimildir leyfa. Á einhverju ferðalagi orti
Böðvar Guðlaugsson og byrjaði í Hvalfirðin-
um að rifja upp fomsögumar:
Raðað hef ég í vísuna völdum orðum
og vantar nú aðeins blaðsnepil til
þess að letra 'na.
En hérna var það sem Hörður var
drepinn forðum
og Helga Jarlsdóttir synti
tvöhundruðmetrana.
Þegar vestur í Dali kom fæddust þessar,
með tilvísun í Laxdælu:
Um Hvammssveitina létum við
gamminn gösla.
það var góður vegur og fallega
smákrókóttur.
Við garðinn hjá Laugum sá ég tvo
draghalta drösla
úr dánarbúi Guðrúnar Ósvífursdóttur.
í Saurbænum var fólk að hamast í heyinu.
Þeim hörkutilþrifum reyni ég ekki að lýsa.
Við steininn þar sem þeir káluðu
Kjartani greyinu
kom mér íhug þessi Ijómandi fallega vísa.
Fleiri munu þessar vísur hafa verið þó ég
muni ekki meira eða hafi aldrei lært meira og
væri mér þægð í ef einhver sem tök hefúr á því
gæti sent mér kvæðið í heild.
Mörgum þótti Hvalfjörðurinn leiðinlegur á
sínum tíma og vissulega var hann ekki
skemmtilegur í vetrarillviðrum en sumarfeg-
urðin hvarf oft í skuggann af stressinu af um-
ferðinni. Á tmdurfögram vormorgni við sól-
arupprás orti Þórdís Sigurbjörnsdóttir:
í djúpum firði dularró
drauma seiddi að barmi.
Landsins mynd í lygnum sjó
lýsti morgunbjarmi.
Þó ég viti ekki um höfund næstu vísu
bregður hún upp annarri mynd af Hvalfirðin-
um í snörpum útsynningi:
Vindur byltir Ægisöldum,
yfir freyðir röstin grá.
Hvalfjörður með hvítum földum.
Klettinn vangar bylgjan há.
Með tilkomu bílsins breyttist ferðamáti
þjóðarinnar verulega og þeir staðir sem áður
þóttu sjálfsagðir áningarstaðir urðu nafnið eitt
og nú á dögum jafnvel tæplega það. Við
Staupastein í Hvalfirði orti Sigurður Jónsson
firá Brún:
Þó að ráð ei náist nein
nú íbráð á flösku,
fyrr var áð við Staupastein
stundum gáð í tösku.
Og um sama stað kvað Eiríkur Einarsson í
Réttarholti:
Minning tengd við Staupastein
stendur meðal rekka.
Báran stök er aldrei ein,
ekkert til að drekka.
Hér var beisli úr kjafti kippt,
kysst og faðmað stundum,
að vörum glasi var þá lyft
og varpað beini að hundum.
Allt er þetta orðið breytt,
áfram bílar renna,
aldrei stansað, einskis neytt,
en allir staðinn kenna.
Ekki veit ég hvort útihátíðir eins og tíðkast
hér um verslunarmannahelgina eru með öllu
séríslenskt fyrirbrigði. Aðrir norðurlandabúar
halda held ég upp á Jónsmessuna meira en
tíðkað er hér en mig brestur þekkingu til að
gera mér grein fyrir hvort þær hátíðir eru
með öllu sambærilegar. Hef þó grun um að
svo sé ekki.
Skömmu eftir síðustu myntbreytingu var
unglingur að gera afa sínum grein fyrir sam-
komu sem hann eða hún hafði farið á um
verslunarmannahelgina og lét þess getið að
þar hefðu verið tíuþúsund manns. „Tíuþús-
und manns!" sagði afinn; „Það er meiri fjöld-
inn! Ein milljón gömul!“
Margt hefur verið brallað um verslunar-
mannahelgar og stundum hafa þeir sem eldri
eru tahð sig hafa efni á að setja upp hneyksl-
unarsvip yfir hegðxm þeirra sem erfa skulu
landið. Um unga fólkið kvað Aðalheiður
Geirsdóttir:
Ungu fólki legg ég lið,
lítið hef að klaga.
Það er ekki verra en við
vorum í gamla daga.
Bjarni ffá Gröf gæti sem best hafa verið að
lýsa sjálfum sér þegar hann kvað:
Æviskeið er orðið langt,
oft var meira en hálfur,
aldrei dœmdi aðra strangt
enda breyskur sjálfur.
Ekki veit ég hver eða hverjir ortu eftirfar-
andi en það á ekki illa við að rifja þessar vísur
upp núna:
Kátir eru kvennamenn
komnir enn á veiðar,
Fallegir kappar finnast enn
fyrir norðan heiðar.
Það er margur maðurinn
marki slíku brenndur,
að hugsa ekki um sóma sinn
sé hann orðinn kenndur.
Stundum hefur fótaferð orðið mönnum
erfið á svona samkomum, já og getur reyndar
orðið mönnum það hvort sem er. Stefán Kr.
Vigfússon kvað einhvemtíman í svefnrofun-
um:
Ég vaknaði upp af vœrum blundi,
velti mér og þungan stundi
yfir því að þurfa á fœtur.
Því eru ei hafðar lengri nœtur?
Samkomur sem þessar hafa stundum haft
einhver tilfinningaleg eftirköst og vafalaust
eiga nokkur hjónabönd tilvist sína verslunar-
mannahelginni að þakka. Ekki veit ég hver
orti eftirfarandi en vísan er jafhgóð fyrir því:
Þegar rís hin rama þrá
reikar hugur víða.
Sumir kossar seimagná
seint úr minni líða.
Einhver skynsamur maður sagði að hjóna-
bandið væri ferðalag og á meðan á því stæði
væri þessum tveimur þátttakendum ætlað að
kynnast bæði því sem þau vissu ekki um hvort
annað og jafhframt því sem þau vissu ekki um
sig sjálf. Greinilega hafa skókaup eiginkon-
unnar komið Böðvari Guðlaugssyni á óvart
þegar hann orti:
Þú sem varst bœði trukkur minn og trilla
á tröllavegi ílífsins ólgusjó.
Minn dalakofi, kostajörð og villa,
mín kœrleiksbrunasmyrsl, mín refsikló.
Þú eina sanna lífs míns lýsispilla;
mikil lifandis ósköp þarftu dýra skó!
Látum það verða lokaorðin að sinni.
Með þökk fyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715