Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 agESSiffiífMBWl 17 gr. af dópi BORGARFJÖRÐUR: Lögregl- an í Borgarnesi hélt úti töluverðu eftirliti vegna flkniefna í síðustu viku og stöðvaði töluverðan fjölda af bílum sem áttu leið um Borgar- nes í því sambandi. Alls komu upp fjögur flkniefnamál í vikunni og var lagt hald á um 10 gr. af kanna- bisefnum og um 7 gr. af ætluðu amfetamíni í þeim málum. Mest af þessum efhum var á leiðinni norður í land en hluti þeirra var ætlaðru- til neyslu í Borgarnesi enda áttu heimamenn hluta af þessum málum. -so Fær styrk BORGARBYGGÐ: Félagsmála- ráðherra hefur að tillögu Jöfntm- arsjóðs sveitarfélaga samþykkt að veita nýsameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggð, 130 milljona króna styrk vegna sameiningar þeirra fjögurra sveitarfélaga er mynda hið nýja sveitarfélag. Framlagið er ekki eyrnamerkt einstökum verk- efnum heldur er um almenna út- hluttrn til þróunar og endurskipu- lagningar stjórnsýslu og þjónustu hins nýja sveitarfélags að ræða. Samkvæmt reglum kemur ffam- lagið til greiðslu á sameiningarári og fjögur fýrstu árin eftir samein- ingu. -hj Haft í hótunum KVÍABRYGGJA: Lögreglan í Olafsvík stóð í síðustu viku vörð um Kvíabryggju ásamt tveimur mönnum frá sérsveit ríkislög- reglustóra. Fanga sem þar dvelst barst líflátshótun í síma. Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, sagði í fréttum NFS að maðurinn hafi hringt og sagst ætla að koma með skotvopn og ganga ffá tilteknum fanga. Maðurinn hafi kynnt sig og hafi lögreglan metið það sem svo að alvara væri á bak við hótanim- ar og rétt væri að kalla sérsveitina til. Maðurinn hefur ekki gert al- vöm úr hótunum sínum en auka- menn vom hafðir á vakt til örygg- is á Kvíabryggju. -mrn Vinna við Vaxtarsamning SSV: Nú stendur yfir vinna við Vaxtarsamning Vesturlands. Gert er ráð fyrir að ganga ffá samning- um við aðila samningsins í lok ágústmánaðar og skrifa undir samninginn á aðalfundi SSV sem haldinn verður í Grundarfirði 15. september nk. „Það er von SSV að staðið verði myndarlega að þessum samningi hér á Vestur- landi og að fýrirtækin sjái sér hag í því að taka þátt í því starfi sem honum fýlgir,“ segir á vef samtak- anna, ssv.is -mni Frítt í strætó AKRANES: Akraneskaupstaður hefur samþykkt að fella niður far- gjald fýrir 67 ára og eldri og ör- yrkja í strætó á Akranesi ffá og með 1. ágúst sl. Var þetta sam- þykkt á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag og er samþykkdn í samræmi við málefnasamning meirihluta bæjarstjómar. -so Kaup Marels á Scanvægt geta falið í sér tældfæri fyrir Skagann í fýrradag var tilkynnt um kaup Marels hf. á danska félaginu Scan- vægt fýrir um 815 milljónir danskra króna. Scanvægt ffamleiðir tæki til matvælavinnslu og hefur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, sterka markaðsstöðu í vogum, flokkuram, skurðarvélum, upplýs- ingakerfum og heildarvinnslulín- um. Helsti ávinningur Marel og Scanvægt með kaupunum er um- talsverð samlegðaráhrif í gegnum sterkt sameiginlegt sölunet félag- anna, lækkaður kostnaður vegna hagræðingar, sterkari vöruþróun og hærra þjónustustig við núverandi vörur. Fyrr á þessu ári gerðu Scanvægt og Skaginn með sér samstarfssamn- ing sem fól í sér aðgengi fýrirtækj- anna að sölu- og markaðskerfum hvors annars. Því vakna óneitanlega spurningar um stöðu þess samstarfs við þessi tíðindi. Grímur Garðarsson fram- kvæmdastjóri Skagans segir ekki liggja fýrir hvert framhald sam- starfssamningsins verður því kaup- in hafi borið brátt að. Hann telur þó að í þessum viðskiptum felist á- kveðin tækifæri fyrir Skagann. „Skaginn og Scanvægt töldu sam- starf fýrirtækjanna til hagsbóta fýr- ir bæði fýrirtækin og því hef ég enga ástæðu til að ætla að nýir eig- endur fyrirtækisins horfi öðruvísi á hlutina enda á Skaginn í sáralítilli samkeppni við Marel.“ HJ Búnaður til yfirbreiðslu á malarbílum Loftorka Borgar- nesi ehf. hefur nýver- ið fest kaup á tveimur vörubílum til efn- iskeyrslu. Eru bílarn- ir búnir útbúnaði sem gerir bílstjórum auðveldara að breiða yfir farma bílanna. Eins og sést á mynd- inni er yfirbreiðslan áföst á valsi öðrum megin á pallinum. Þegar efnið er komið á bílinn er sveif aftan við stýrishúsið snúið, seglið rúllast yfir pallinn og er bundið niður hinum megin. Þetta einfaldar alla vinnu við ásetningu yfirbreiðslunnar. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að flutningabílar hafi keyrt um með lausan farm án yfir- breiðslu og síðan hafi sandur eða möl fokið af pallinum og á aðra bíla. Þessi búnaður á nýjustu bíla Loftorku eru því til fýrirmyndar og er rétt að hvetja alla sem standa í slfloim flutningum til þess að muna eftir því að breiða yfir farm- inn og auka þannig á öryggi í um- ferðinni. -KÓP IJ stofitiar sérstakt gæða,- öryggis- og umhverfissvið Stofnað hefur verið sjálfstætt svið hjá Islenska járnblendifélag- inu á Grundartanga sem ætlað er að sinna gæða-, heilsu-, umhverf- is- og öryggismálum. Fram- kvæmdastjóri hins nýja sviðs verð- ur Sigrún Pálsdóttir núverandi gæðastjóri IJ. Starfssemi rann- sóknarstofu og starf öryggisfull- trúa falla m.a. undir nýja sviðið. Á vef ÍJ segir að markmið með stofn- un sérstaks sviðs um þessa mála- flokka sé m.a. að tryggja óháða gæðastjórnun innan fýrirtækisins, gagnvart birgjum og viðskiptavin- um. „Þetta er mjög mikilvægt í ljósi þess að framleiðslan verður sífellt fjölbreyttari, viðskiptavinum fjölgar og kröfur þeirra fara vax- andi. Heilsu-, umhverfis- og ör- yggismál eru síðan málaflokkar sem framkvæmdastjórn fýrirtækis- ins vill leggja enn frekari áherslu á til framtíðar," segir í frétt IJ. Þess má geta að Sigrún er fýrsta konan sem gegnir framkvæmdastjóra- starfi hjá Islenska járnblendifélag- inu í meira en aldarfjórðungstíð verksmiðjunnar. MM Munum úr Pourqoui pas? safiiað Asa S. Harðardóttir og Svanur Steinarsson í Englendingavík þar sem sýningin verður opnuð 15. september í haust. Þarm 15. september nk. verður opnuð sýning í Tjernihúsi í Eng- lendingavík í Borgarnesi í tilefni af því að þá verða 70 ár síðan ffanska rannsóknarskipið Pourqoui Pas? fórst á Mýrum. Ása S. Harðardótt- ir forstöðumaður Safnahúss Borg- arfjarðar hefur haft veg og vanda af sýningunni í náinni samvinnu við á- hugamenn um atburðinn, s.s. Svan Steinarsson. Vegna sýningarinnar er verið að safna saman mtmum úr skipinu sem leynast víða og mun Þjóðminjasafn íslands lána gripi til hennar. Eru allir sem gætu lumað á einhverjum munum, stórum eða smáum, sem eiga rætur sínar að rekja til skipsins hvattir til að lána þá til sýningarinnar svo hægt sé að gefa sem heilsteyptasta mynd af skipinu. Áhugasamir geta haft sam- band við Ásu hjá Safnahúsinu eða Svan í Framköllunarþjónustunni. Skessuhom mun fjalla nánar um sýninguna og slysið þegar nær dregur opnun. -KÓP Vill lagfæra þinghúsið NORÐURARD.: Byggðaráð Borgarbyggðar hefur óskað eft- ir umsögn menningarnefndar sveitarfélagsins á ósk Málfríðar Kristjánsdóttur arkiteks um lagfæringar á gamla skóla- og þinghúsinu í Dalsmynni í Norðurárdal í Borgarfirði. I bréfi Málfríðar, sem er landeig- andi Dalsmynnis, segir að hús- ið sé orðið hrörlegt. Elsti hluti þess, sem var steyptur, er að mati bréfritara í sæmilegu standi en forsköluð viðbygging við suðurenda hússins sé að hruni komin enda hafi sá hluti hússins verðið opinn fýrir veðri og vindum. Það er ósk Málfríð- ar að viðbyggingin verði rifin, gengið verði frá gaflinum og í hann settur útidyrahurð. „Skól- inn er minjar um félagslíf og menntun í dalnum frá 1930 og þess virði að varðveita hann þar sem aðeins örfáar byggingar af þessari gerð er enn til í land- inu,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá lætur bréfritari í ljós þá skoðun sína að ekki eigi að leyfa auglýs- ingar á húsinu. -hj Mikil urnferð í síðustu viku BORGARFJÖRÐUR: Mjög mikil umferð var í gegnum um- dæmi lögreglunnar í Borgar- nesi um Verslunarmannahelg- ina og dagana þar á undan en í það heila tekið þá gekk hún mjög vel fýrir sig. Hafði lög- reglan töluverðan viðbúnað og hélt úti auknum bílakosti og fleiri lögreglumönnum við um- ferðareffirlit en um venjulegar helgar. Þá komu lögreglumenn frá Dalasýslu og Snæfellsnesi einnig til aðstoðar á álagstím- um við vegaeftirlitið sem og tvö lögreglubifhjól frá lögreglunni í Reykjavík. Alls voru teknir rétt um 100 ökumenn í síðustu viku fýrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borg- arnesi. Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstru og einn fýrir akstur undir áhrifum lyfja. Þá voru tveir teknir fýrir að aka án ökuréttinda. -so Einar Oddur gefur kost á sér NV-KJÖRD: Einar Oddur Kristjánsson níundi þingmaður Norðvesturskjördæmis hefur lýst því yfir að hann ætli sér að bjóða sig fram til áframhald- andi setu á Alþingi. Einar Oddur, sem er varaformaður fjárlaganefndar, segir að aldrei hafi annað komið til greina en að skipa áffam sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu. Kjördæmisþing flokksins verður 7. október og þá bíður það verkefni manna að koma saman lista fyrir alþingiskosn- ingar á vori komanda. Frétta- vefur Bæjarins besta á Isafirði greindi ffá. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Biaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.