Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.08.2006, Blaðsíða 15
3SESSg?gggMBH MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 15 Valdís Þóra íslandsmeistari í flokki 16-18 ára lagði hún grunninn að sigri sínum á mótinu með þessari góðu frammistöðu en hún varð íslandsmeistari í fiokki stúlkna 16-18 ára. Valdís Þóra er í af- rekshópi Golfsambands íslands þar sem hún er í æfingahópi og tekur þátt í erlendum verkefn- um fyrir hönd GSÍ. MM Valdís Þóra ásamt þjálfara sínum, Karli Ómari Karlssyni. Islandsmót unglinga í höggleik á Garðavelli Valdís Þóra Jónsdóttir, Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi, sýndi frábær tilþrif á 2. degi íslands- móts unglinga þegar hún lék Garðavöll á 2 höggum undir pari af bláum teigum. Þetta var jafn- framt besti hringur Valdísar Þóru á hennar golfferli til þessa og Arnór tekur við verðlaunum sem besti leikmaður mótsins. Mynd: vmw. sc-heerenveen. nl Arnór Smárason gerir það gottí Hollandi Skagamaðurinn Arnór Smárason gerir það heldur betur gott í Hollandi þessa dagana. Arnór, sem verður 18 ára í næsta mán- uði, hefur verið á mála hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen síðustu tvö ár. Nýver- ið tók U-19 ára lið félagsins þátt í alþjóðlegu móti í Kauþmannahöfn þar sem það sigraði sænska liði Örgryte 2-0 f úrslitaleik. Arnór skoraði annað markið í leiknum og var markahæstur á mótinu með fimm mörk. Hann var síðan valinn besti leikmaður mótsins og er Ijóst að hann á framtíðina fyrir sér í boltanum. -KÓP Axel Kára- son í NM landsliðs- hópnum Axel Kárason, leikmaður Skalla- gríms í körfuknattleik, var valinn í NM landsliðshópinn fyrir NM í Tampere í Finnlandi sem fram fór dagana 1.-5. ágúst, í stað Pavels Ermolinskij. Pavel datt út úr hópn- um á síðustu stundu vegna meiðsla í úlnlið og völdu Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson Axel í hans stað. Eins og áður hefur komið fram voru Vestlendingarnir Sigurður Por- valdsson og Hlynur Bæringsson einnig í hópnum. SO Hestaþing Snæfellings um helgina Félagsmót hestamannafélagsins Snæfellings verður haldið næst- komandi laugardag á Kaldármel- um og hefst mótið klukkan 10. Það er opið félagsmönnum í hesta- mannafélögunum á Vesturlandi. Keppt verður í eftirtöldum greinum ef næg þátttaka fæst: AogB flokki gæðinga, ungmenna-, unglinga- og þarnaflokkum, tölti og 100 m fljúgandi skeiði og í unghrossa- flokki. MM íslandsmót unglinga í höggleik fór fram á Garðavelli á Akranesi í síðustu viku. Þar eignuðust Akur- nesingar íslandsmeistara þegar Valdís Þóra Jónsdóttir sigraði ( sínum flokki. Mótið stóð í þrjá daga og heppnaðist það afar vel, að sögn Brynjars Sæmundsson- ar, framkvæmdastjóra Golf- klúbbsins Leynis. Veðrið lék við keppendur og mótsgesti fyrri tvo dagana en þá var bæði stillt og sólin skein eins og hún ætti lífið að leysa. Þriðja og síðasta keppnisdaginn hafði heldur bætt í vind og fór að rigna seinni part dags og var því sá dagur ekki eins skemmtilegur til golfiðkunar sem hinir fyrri. Mikil aðsókn var á mótið en tæplega tvö hundruð kylfingar skráðu sig til leiks og varð mótsstjórn að grípa til þess ráðs að takmarka fjölda kepp- enda við forgjöf, eins og heimilt er samkvæmt reglugerð um íslandsmót unglinga. Á öðrum degi mótsins var nándarmæling á 3. braut. Næstur holu í upphafshöggi var Elvar Aron Hauksson GHG en hann var 123 sentimetra frá holu. Elvar Aron hlaut GSM síma að launum frá Símanum. Úrslit urðu þessi: Stelpuflokkur 13 ára og yngrí 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, 282 högg. Aganefnd KSÍ úrskurðaði í síð- ustu viku á fundi sínum í máli Hjartar Hjartarsonar og Guð- mundar Viðars Mete. Nefndin tók málið til umfjöllunar á fundi viku fyrr en frestaði því til að gefa máls- aðilum færi á rökstuðningi. í kjölfar hans kvað nefndin upp úrskurð sinn og var Hjörtur úrskurðaður í tveggja leikja bann og Guðmund- ur í eins leiks bann, báðir vegna „framkomu í leik 23.7.“ eins og segir í úrskurðinum. Hjörtur hefur viðurkennt að hafa kallað Guð- mund „Tyrkjaskít" og sagt honum að „drulla sér heim“ í umræddum leik. Það hafi hins vegar komið í kjölfar ögrana Guðmundar sem hafi kallað móður Hjartar hóru, hótað honum fótbroti og fleira í þeim dúr. Að ummælum Hjartar föllnum hafi Guðmundur síðan hótað honum lífláti eftir leik. 2. Guðbjörg Ylfa Jensdóttir, GS, 292 högg. 3. Anna Sóiveig Smáradóttir, GK, 308 högg. Telpnaflokkur 14-15 ára 1. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GKG, 254 högg. 2. Berglind Björnsdóttir, GR, 261 högg. 3. Jódís Bóasdóttir, GR, 263 högg. Stúlknaflokkur 16-18 ára 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, 233 högg. 2. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK, 242 högg. 3. Elísabet Oddsdóttir, GR, 245 högg. Strákaflokkur 13 ára og yngri 1. Sigurður ingvi Rögnvaldsson, GHD, 229 högg. 2. Alex Freyr Gunnarsson, GKG, 240 högg. 3. Guðni Fannar Carrico, GR, 240 högg. Drengjaflokkur 14-15 ára 1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, 236 högg. 2. Andri Már Óskarsson, GHR, 237 högg. 3. Theodór Sölvi Blöndal, GO, 239 högg. Piltaflokkur 16-18 ára 1. Björn Guðmundsson, GA, 230 högg. 2. Kristján Þór Einarsson, GKJ, 232 högg. 3. Sigurberg Guðbrandsson, GK, 236 högg. SO Ljóst er af úskurði þessum að aganefnd metur framkomu beggja ámælisverða og rennir það stoðum undir lýsingu Hjartar á málinu. Aganefnd metur báða seka en brot Hjartar alvarlegri. Af því má ráða að nefndin meti um- mæli tengd kynþætti alvarlegri en þann dónaskap sem Guðmundur er sakaður um að hafa viðhaft. Aganefnd birtir ekki rökstuðn- ing fyrir ákvörðun sinni og greina- gerðir þær sem knattspyrnu- deildir ÍA og Keflavíkur sendu inn eru trúnaðarmál. Ekki er hægt að áfrýja dómi aganefndar og stend- ur hann því. Hjörtur Hjartarson hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir ÍA í sumar þar sem hann er á förum til Bandaríkjanna í nám og fram að því eru einungis tveir leik- ir á dagskrá. -KÓP Hjörtur og Guðmundur úrskurðaðir í bann FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI - ATVINNA - Næturvörður á heimavist FVA Fjölbrautaskóli Vesturlands auglýsir starf næturvarðar á heimavist skólans skólaárið 2006 - 2007 lausttil umsóknar. Næturvörður sér um eftirlit á heimavistinni aðfaranætur laugardaga og sunnudaga, frá miðnætti til kl. 6. Til greina kemur að skipta starfinu á milli tveggja. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst n.k. Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Hörður Ó. Helgason skólameistari í síma 433 2500. Fimmtudagskvöldvökur í Landnámssetri Söng- og sagnaskemmtun Fímmtudagínn 10. ágúst kl. 20:15 Bjartmar Hannesson flytur gamanvísur Hjörleífur Stefánsson segír sögur af verum og vættum í talí og tónum KVÖLDVÖKU- MATSEÐILL á sértilboði frá kl. 18 Ókeypis aðgangur LANDNÁMSSETUR ISIANDS B0R6ARNESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.