Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006
Það var allt skemmtilegt - en mest gaman að dansa
Rætt við kjarnorkukonuna Ollu í Nýjabæ um ævi og störf
Á jörðinni Bæ í Bæjarsveit í
Borgarfirði hefur verið búseta frá
því á landnámsöld. Árið 1929
keypti bræðurnir Guðbrandur og
Júlíus Þórmundssynir jörðina með
föður sínum og var henni þá skipt
í Nýjabæ, Laugabæ og Bæ. Bræður
þeirra Ólafur og Halldór voru
rejmdar þríburar en þriðji bróðir-
inn lést ársgamall. Þórmundur
hafði verið leiguliði í Langholti.
Júlíus hafði unnið víða í héraði við
jarðvinnslu, fyrst með hestum en
síðar dráttarvélum eftir að þær
komu til. Guðbrandur vann við
smíðar vítt um hérað, m.a. við
byggingu Reykholtsskóla um
1930. Þekkt eru mörg hús í Borg-
arfirði þar sem sjá má handbragð
Guðbrandar enn þann dag í dag.
Þeir bræður, Júlíus og Guðbrandur
höfðu því eignast fé sem gerði
þeim kleift að kaupa þessa miklu
jörð ásamt föður sínum. Guð-
brandur kvæntist Kristínu Svein-
bjarnardóttur frá Efstabæ í Skorra-
dal og hófu þau búskap í Nýjabæ
árið 1935. Árið áður fæddist Ólöf
Kolbrún Guðbrandsdóttir heima í
Bæ, 23. nóvember árið 1934 og er
hún eina barn þeirra hjóna.
Einbimi og óhemja
„Ég var einbirni og óhemja.
Þriggja ára var ég farin að fara á
hestbak og fjögurra ára reið ég um
allar sveitir," segir Ólöf Kolbrún
eða Olla í Nýjabæ eins og hún er
nefnd. Það geislar af henni ákaf-
inn, hún er hraðmælt og skarpleit.
„Alla tíð frá því ég man fyrst eftir
mér, kom ég að öllum þeim verk-
um sem þurfti að sinna á heimilinu
um að eiga góða reiðhesta þegar
þeirra var þörf en svo þegar drátt-
arvélar komu til sögunnar og jepp-
inn, beindist áhugi hans að vélun-
um. Hann var bráðlaginn og uppá-
tektasamur og lék allt í höndum
hans hvort sem var tré eða járn.“
Sennilega hefur Guðbrandur í
Nýjabæ verið einna fyrstur bænda
til að nýta jarðhita og þurrka hey í
hlöðu. Taðan í fjóshlöðinni í Nýja-
bæ var alltaf ilmandi og hvann-
græn.
„Þegar pabbi eignaðist fyrst
Massey Ferguson dráttarvél,
sennilega árið 1958, smíðaði hann
ámoksturstæki á vélina, gálgana og
allt saman, alveg frá A - Ö,“ segir
Olla. Á jörðinni var búið með kýr,
fé og hross og þessum búskap
sinnti hún með foreldrum sínum.
Að dansa var það
skemmtilegasta
„Hér var farskóli þegar ég var
krakki og ég man vel eftir Sigurði
Jónssyni frá Brún sem einum af
kennurunum. Ég var tvo vetur í
Reykholti og síðan einn á Laugar-
vatni. Þar kynntist ég íþróttum og
dansi. Veturinn 1954-1955 dvaldi
ég á Húsmæðraskólanum á
Blönduósi og dansaði þegar þess
var kostur, það var það skemmti-
legasta sem ég gerði, að dansa.“
Olla var alltaf heima yfir sumar-
mánuðina en vann ýmis störf í
Reykjavík á veturna. „Eg saumaði
á saumastofum, vann á hótelum og
verslunum og naut þess að dansa á
kvöldin með hópnum mínum. Á
þessum árum var ég í 30 til 40
manna hópi sem dansaði sex daga
Olla í Nýjabœ
hópinn. Ég eignaðist marga góða
vini á þessum árum,“ segir Olla og
nýtur þess að rifja upp gamla tíma
frá unglingsárum sínum og ekki
laust við að hún sé dálítið dreymin
á svip. „Þetta var yndislegur tími,“
bætir hún við.
Hélt áfiram búskap
„Árið 1962 er Nýjabæ skipt í
Nýjabæ I og Nýjabæ II. Þá hefjum
við búskap í Nýjabæ II, ég og
Reynir Guðmundsson maðurinn
minn sem fæddur var á Sauðár-
króki 18. júní árið 1938. Hann
kom hér í hérað til að vinna hjá
Rafmagnsveitum ríkisins og við
kynntumst hér. Við áttum saman
góð ár, sinntum búskapnum og fé-
lagslífinu og áttum það sameigin-
lega áhugamál að dansa saman eins
oft og mögulega var hægt. Við
byggðum alvöru hesthús árið 1980
og rúmaði það 24 hross. Sennilega
eitt fyrsta húsið sem byggt er frá
grunni í þeim tilgangi. Við höfum
í ein 15 til 20 ár haft hér nemend-
ur frá Hólum sem hafa verið þar
við nám á hrossabraut.
Reynir veiktist í febrúar 1987,
greindist með krabbamein í apríl
og var látinn 22. júní. Við eignuð-
umst saman tvo drengi, Guðbrand
fæddan í apríl 1966 og Kristinn í
febrúar 1972. Hann er nú mín stoð
og stytta við búskapinn," segir
Olla.
Greinilegt er að fráfall eigin-
mannsins olli kaflaskiptum í lífi
búkonunnar. ,Já, þegar Reynir lést
var erfið stund og maður spurði
sig; hvað átti ég að gera? Hætta
búskap og flytja burt, eða reyna að
þrauka? Við ákváðum að búa
áfram. Við erum með þetta 30 til
40 kýr, svona eftir því hvernig
stendur á slátrun en sauðfénu hef-
ur fækkað verulega. I dag sinni ég
búskapnum enn á fullu og hossast
á dráttarvélunum eftir því sem þörf
krefur. Við höfum nú reyndar feng-
ið aðstoð ffá ýmsum góðum vinum
okkar hin síðari ár og þá einnig
þeim sem hafa verið um sumartím-
ann í sveit eins og gengur."
Hrossaræktandinn
Olla í Nýjabæ
En hvenær byrjar Olla í Nýjabæ
afskipti af hrossaræktinni sem hún
er landsfræg fyrir?
„Fjtrsta hrossið sem ég eignaðist
var rauð meri sem pabbi gaf mér
þegar ég var 10 eða 11 ára. Þá var
hún þriggja vetra og tamdi ég hana
sjálf. Þegar Þórmundur afi var orð-
Brúðkaupsmynd. ÓlöfKolbrún og Reynir Guðmundsson í Nýjabie.
Aðallfrá Nýjabœ á landsmóti 2006 (Ljósm. EJ).
þessum árum eru ánægjulegar og
að sýna eigin hross sem maður
tamdi sjálfur og hlotnast viður-
kenning fyrir. Þessar stundir voru
afar ljúfar; eins og þegar ég átti
stóðhestinn Nóa í efsta sæti í fjög-
urra vetra flokki og númer tvö
hann Stakk á Faxaborg áriðl975,
Þokkadís mín var efst í fimm vetra
verið áhugamál, ég hef haft gaman
af þessu öllu saman.“
Óhappalaus
en með asma
Nú varst þú við útreiðar og
tamningu hrossa í næstum hálfa
öld, gekk þetta alltaf stórslysa-
Nýibær
hvort sem það voru þessi svo-
nefndu kvenmanns- eða karlaverk.
Ég hafði mikinn áhuga fyrir hest-
um og fékk að sinna þeim nokk-
urnveginn eins og mig langaði,
þegar ekki hvíldu á mér skyldu-
störf við búskapinn. Pabbi sá alltaf
vikunnar, bæði nýju og gömlu
dansana og svo þjóðdansana með
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Allir
dönsuðu við alla, ekkert lóðarí -
ekkert vín. Þetta var fyrst og
fremst gleðin að njóta dansins og
eiga saman stundir sem sameinaði
inn aldraður og lasburða gaf hann
mér 8 vetra meri, jarptvístjörnótta
sem var ótamin. Hún var kölluð
Draugsa. Hana tamdi ég einnig og
má segja að hún sé formóðir minna
bestu hrossa. Hún var afkomandi
Varmalækjarjarps. Ég tamdi sjálf
öll mín hross þar til fyrir svona 10
árum að fleiri komu þar við sögu.
Pabbi kenndi mér að smíða skeifur
flokknum og Nótt í þriðja sæti
með afkvæmum. Nú í sumar á
Landsmótinu á Vindheimamelum
átti ég í öðru og þriðja sæti harrn
Aðal sem er hæst dæmdi stóðhest-
ur á Vesturlandi fyrr og síðar. Það
var í mörg ár á þessum mótum að
við Sigurborg á Hvanneyri, og nú
á Bárustöðum, vorum bara tvær
konurnar að sýna hross,“ segir
Olla íþjóðbúningi, tvítug hjá tjóðdansafélagi Reykjavíkur.
og þær smíðaði ég sjálf og járnaði
mín hross frá fermingu allt þar til
ég hætti að temja. Ég naut þess að
fara á hestamannamót og taka þátt,
bæði í kynbótasýningum og gæð-
ingakeppni. Minningarnar frá
Olla og bætir við: „Þetta hefur nú
allt breyst til betri vegar. Það má
heldur ekki gleyma því að hér á bæ
eru margar viðurkenningar fyrir
kynbætur fjár og kúa. Það er bara
þannig að öll búfjárræktun hefur