Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006
11
Nýr byggingarfulltrúi ráðinn á Akranesi
Runólfur Þór Sigurðsson, tækni-
fræðingur hefur verið ráðinn nýr
bygginafulltrúi á Akranesi. Hann
mun taka til starfa fyrir mánaðamót-
in október/nóvember. Skúli Lýðs-
son, fráfarandi byggingarfulltrúi,
hættir störfum nú um mánaðamótin
en hann hefur eins og kunnugt er
verið ráðinn skipulags- og bygg-
ingafulltrúi Hvalfjarðarsveitar. Því
verður byggingafulltrúalaust á Akra-
nesi í tæpan mánuð. Jón Pálmi
Pálmason bæjarritari taldi það ekki
skapa nein vandamál, tæknimenntað
fólk væri að störfum hjá bænum og
einnig yrði stuðst við aðkeypta þjón-
ustu. Sjö umsóknir bárust um starfið
en tvær voru dregnar til baka á með-
an umsóknarferli stóð yfir. Auk
Runólfs Þórs sóttu þeir Gísli
Tryggvason, Gunnar S. Ragnarsson,
Jón Þór Jónsson ogMagnús Þórðar-
son um starfið.
Runólfur Þór er Skagamaður í
húð og hár og hefur starfað sem
tæknifræðingur á Akranesi undan-
Runólfur Þór Sigurðsson nýr byggingar-
fulltrúi hjá Akraneskaupstað.
farin tíu ár, fyrst hjá Almennu verk-
fræðistofunni en síðan sjálfstætt.
Aður starfaði hann í 18 ár sem smið-
ur, verkstjóri og verktaki. Runólfur
sagði í samtali við Skessuhom að
hann hefði löggildingu í öllu sem
kemur að byggingum, gæti lagt inn
aðaluppdrætti, byggingarnefndar-
teikningar og hefði réttindi í öllum
verkfræðiteikxúngum. „Ég er m.a.s.
með akrítektalöggildingu þó ég
megi ekki kalla mig arkítekt.“
Runólfur segir þetta hafa verið
ágætan tímapunkt til að söðla um.
„Ég verð fimmtugur um áramótin
og það er fínt að breyta til svona á
tíu ára fresti. Ég hef komið að fjöl-
mörgum verkum hér á Akranesi á
mínum ferli, hef hannað um 150
íbúðir, 70-80 sumarbústaði og unn-
ið við skipulagsgerð, t.a.m. inni í
Flatahverfi og víðar.“ Runólfur hef-
ur einnig komið að ýmsum stórhýs-
um utan bæjarins, t.a.m. Hótel Ork
og nú síðast stækkun á Hótel Cabin.
Runólfur segir að hann geri sér
grein fyrir því að hann taki við góðu
búi. „Ég þekki Skúla vel og ber hon-
um vel söguna. Hann er mjög vel
liðinn innan bransans og þeir í
Hvalfjarðarsveit eru heppnir að hafa
nælt í hann.“
Skessuhorn býður Runólf vel-
kominn til starfa hjá Akraneskaup-
stað um leið og Skúla Lýðssyni er
óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
-KOP
Akraneshöllin eða Akranesshöllin?
Uppsetning heitis nýja fjölnota
íþróttahússins á Jaðarsbökkum hefur
kallað ffam sígilda umræðu um fall-
beygingu nafiisins Akraness. Öllum
er ljóst að það beygist Akranes, um
Akranes, frá Akranesi, til Akraness.
Og þá er spurt, hvers vegna heitir
húsið ekki Akranesshöllin frekar en
Akraneshöllin. Hvers vegna heitir
sveitarfélagið ekki Akranesskaup-
staður í stað Akraneskaupstaður.
Samsett orð sem þessi geta bæði
myndast með eignarfalfi, í þessu tdl-
felli Akraness, eða með stofnsam-
setningu, í því tilfelH Akranes. Báðar
samsetningamar eru því réttar að
mati Guðna Kolbeinssonar, ís-
lenskuffæðings sem Skessuhorn
hafði samband við vegna málsins. Is-
lenskt mál gefur mörg dæmi þar sem
sitt hvor leiðin er notuð. Alhr þekkja
Hvolsvöll en einnig var til Hvol-
hreppur. Hvolsvöllur myndast með
eignarfalli af orðinu hvoll en Hvol-
hreppur er stofiisamsetning. Ames-
sýsla er því ekki rituð Amesssýsla,
nær okkur er Snæfellsnessýsla en
ekki Snæfellsnesssýsla og Reykja-
nesskaginn að ekki sé talað um
Reykjaneshöllina. HJ
HRAUNSNEF
sveitahOtel
með íslensku ívafi
24 og 25 nóvember,
1 og 2 desember,
8 og 9 desember og
15 og 16 desember.
Jutefrokost 4200,- á mann.
Allir réttir eru bornir á borð, (ekki hlaðborð).
Tvíreykt lamb með melónu.
Síld 3 tegundir.
Reyktur silungur.
Frikadeller.
Innbökuð lifrakæfa með baconi og sveppum.
Kartöflusalat og meðlæti.
Pörusteik.
Bayonskinka.
Lambalæri, brúnaðar kartöflur og meðlæti.
Ris a la mande.
Serrýfrómas, kaffi og konfekt.
Tílboð
Julefrukost og gisting fyrir tvo með morgunmat á
16.000 krónurfyrir parið.
www.kjolur.is
Sími 525 8383
www.skessuhorn.is
Framsóknarflokkurinn boðar til funda með nýrri forystu
flokksins. Jón Sigurðsson formaður, Guðni Ágústsson
varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir ritari verða á
20 opnum fundum um land allt á næstu vikum.
Þar munu þau ræða stjórnmálin í aðdraganda kosninga
og svara fyrirspurnum. Allir hjartanlega velkomnir.
Jón Sigurðsson Guðni Ágústsson Sæunn Stefánsdóttir
30. sept. kl. 11.00
4. okt. kl. 20.30
5. okt. kl. 20.30
Reykjanesbær Hafnargötu 62
Reykjavík Grand Hótel
Selfoss Hótel Selfossi
10. okt. kl. 20.30 Akranes Framsóknarhúsinu við Sunnubraut
12. okt. kl. 20.30 Borgarnes Landb.hásk. á Hvanneyri - Matsal
17. okt. kl. 20.30 Stykkishólmur Hótel Stykkishólmi
28. okt. kl. 11.00
28. okt. kl. 16.00
28. okt. kl. 21.00
31. okt. kl. 17.00
31. okt. kl. 20.30
2. nóv. kl. 17.30
11. nóv. kl. 11.00
11. nóv. kl. 17.00
14. nóv. kl. 17.30
14. nóv. kl. 21.00
16. nóv. kl. 20.30
18. nóv. kl. 11.00
18. nóv. kl. 14.30
21. nóv. kl. 20.30
Akureyri Hótel KEA
Húsavík Veitingastaðnum Sölku
Vopnafjörður Félagsheimilinu Miklagarði
Egilsstaðir Austra salnum
Reyðarfjörður Safnaðarheimilinu Reyðarfirði
Kópavogur Digranesvegi 12
ísafjörður Hótel (safirði
Patreksfjörður Félagsheimilinu
Blönduós Félagsheimilinu Blönduósi
Sauðárkrókur Kaffi Krók
Húnaþing vestra Félagsh. Hvammstanga
Vestmannaeyjar Akóges salnum
Hella Árhúsum
Höfn í Hornafirði Hótel Höfn
STILLHOLT116-18
AKRANESI - SÍMI 431-3333
model.ak@simnet.is
KVIKA