Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 17
akUSUnu.Jl
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2006
17
Bjartmar með fleiri sögur úr sveitmni
Af sér genginn, en ánægihir söngvari í tónleikalok, ásamt gladlegri fjölskyldu sinni. F.v.
Þóra Geirlaug, Unnar Þorsteinn, Bjartmar og Kolbrún Sveinsdóttir. Ljósm. BHS.
Eins og alþjóð veit, eða í það
minnsta Borgfirðingar, gaf Bjart-
mar Hannesson á Norðurreykjum
út á liðnu hausti fyrri hluta úrvals af
gamanvísum úr Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu. Hljómdiskur þessi
nefndist „Sögur úr sveitinni," og
hafði að geyma 23 bragi um vini og
nágranna Bjartmars fyrr og síðar.
Nú hefur Bjartmar lokið verkinu og
gefið út síðari hluta þessa verkefiiis.
Fyrri diskurinn fékk afbragðs góðar
viðtökur og seldist upp og var end-
urútgefinn í janúar sl. „Þetta gekk
svo ljómandi vel hjá mér að við gát-
um endurnýjað múgavéhna í vor og
gekk heyskapurinn af þeim sökum
aldrei eins vel þrátt fyrir óþurrka-
sumar. Nú sjáum við ffam á að
þurfa að endumýja heytætluna og
sjáum okkur því leik á borði og
freistum þess að geta keypt nýja
tætlu fyrir næsta vor ef nýi diskur-
inn selst eins vel og sá fyrri,“ sagði
Bjartmar í samtali við Skessuhorn
og bætir við. „Þó hljómplötuútgáfa
sé skemmtileg þá má segja að þetta
brölt sé alltof mikið álag fýrir ríf-
lega hálfsextugan hjartasjúkling í
bullandi samkeppni við Steinar
Berg og fleiri. Því hygg ég ekki á
meiri opinbera útgáfu að sinni að
minnsta kosti,“ segir hann.
„Það er mtm meira lagt í nýja
diskinn en þann fyrri. Tónlistin er
fjölbreyttari og fleiri hljóðfæri
koma við sögu. Að stofiii tdl er þetta
country músík með harmonikku-
og hammondorgelsívafi. Upptök-
um stjórnaði Vilhjálmur Guðjóns-
son sem sá um allan hljóðfæraleik
ásamt Vigni Bergmann. Sjálfur
sjmg ég öll lögin en fæ aðstoð
heimasætunnar, Þóru Geirlaugar,
við flutning eins þeirra enda ekki á
allra færi að syngja í orðastað
Möggu á Melteignum. Þóra Geir-
laug sá einnig um hönnun plötu-
umslags,“ segir Bjartmar. A diskn-
um er að finna 18 texta Bjartmars
við ýmis lög, flest frumsamin effir
vini og vandamenn hans.
Til að fylgja effir útfáfu nýja
disksins var boðað til útgáfuteitis í
félagsheimilinu Logalandi sl. föstu-
dagskvöld þar sem húsfyllir af fólk
fylgdist með Bjartmari og félögum
hans flytja valin lög af nýja diskin-
um. Undirleik annaðist „Sinfómu-
hljómsveit Keflavíkur," sem saman
stendur af þeim Einari Gunnars-
syni á harmonikku, Sigurði Björg-
vinssyni á bassa og Vigni Bergmann
á gítar. I tdlefni dagsins hélt Gísli
Einarsson, fréttamaður mergjaða
ræðu um Bjartmar bónda og affek
hans.
Fleiri sögur úr sveitirmi má nálg-
ast á effirtöldum stöðum: Hjá
Bjartmari í síma 435-1219, hjá
Hárskeranum á Akranesi, Borgar-
sporti í Hymutorgi, Baulunni í
Stafholtstungum og Vegbitanum í
Reykholti.
MM
Ráð og réttir borgfirskra kvenna
Bókin Ráð og réttir - uppskriffa-
bók, húsráð og heilræði er komin
út. Það er Samband borgfirskra
kvenna sem hefur veg og vanda að
útgáfu bókarinnar, sem kemur út í
1000 eintökum. Bókin er 100 blað-
síður. „Við gefum bókina út til
styrktar líknarmálum á dvalarheim-
ilinum á Akranesi og í Borgarnesi
og vonumst til að selja öll eintök-
in,“ segir Svandís Bára Steingríms-
dóttir, formaður samstarfsnefndar
Sambands borgfirskra kvenna í
samtali við Skessuhorn. Hún segir
að bókin verði nú til sölu hjá öllum
kvenfélögum í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, í Knapanum í Hymu-
torgi og hjá Kristínu Höllu Har-
aldsdóttur í Gröf 4 í Grundarfirði.
„Við viljum koma kæru þakklæti
á framfæri tdl allra sem styrktu út-
gáfuna á einn eða annan hátt. Sér-
stakar þakkir fá þær Asa Erlings-
dóttir á Laufskálum og Ingunn
Jónsdóttir á Hagamel fyrir alla að-
stoðina,“ sagði Svandís Bára.
MM
Bæjarstjóri ísafjarðarbæjar kosinn formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga
Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri á Isafirði var
kosinn nýr formaður
Sambands íslenskra sveit-
arfélaga á landsþingi
þeirra sem lauk á Akur-
eyri á föstudag. Þetta er í
fyrsta skdpti sem kosið er
milli manna um for-
Halldór Halldórsson.
Ljósm. www.bb.is
mennskuna en Halldór
vann nauman sigur á
Austfirðingnum Smára
Geirssyni, með 68 at-
kvæðtun gegn 64.
Kjörtímabil formanns
sambandsins er fjögur
ár og tekur Halldór nú
við af Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni, borgarstjóra Reykjavík-
ur, sem gegnt hefur starfinu xmdan-
farin 16 ár. I viðtölum við fjölmiðla
sagði Halldór fyrir helgi að for-
mennskustarfið sé fyrst og ffernst
stefnumótandi hlutverk, þar sem
formaður kemur fram í ákveðnum
málum fyrir hönd sveitarfélaganna í
landinu. MM
Frábærir tónleikar í Olafsrikurkirkju
Þeir sem mættu í Ólafsvíkur-
kirkju sl. fimmtudagskvöld áttu svo
sannarlega ánægjulega kvöldstund
með þeim Ingibjörgu Aldísi Ólafs-
dóttur, sópransöngkonu, Stefáni
Helga Stefánssyni, tenórsöngvara
og Ólafi Beinteini Ólafssyni undir-
leikara þeirra. Tónleikarnir sem
hófust klukkan 20 voru í einu orði
sagt frábærir. Allt kom saman; laga-
val, söngurinn og undirleikurinn.
Fjölmargir áheyrendur tóku vel á
móti listamönnunum og klöppuðu
þeim lof í lófa á milli laga og að
tónleikunum loknum. Var það mál
manna að þessir tónleikar hafi ver-
ið með þeim allra bestu sem fluttir
hafa verið í bæjarfélaginu. Vonandi
koma listamennirnir fljótt aftur og
hafi þeir kærar þakkir fyrir.
PSJ
Hvalfjarðars veit
auglýsir nýtt símanúmer
hj’á sveitarfélaginu
433-8500
www. h valfíordur. is
Ihvalfjardarsveit@nvalfjardarsveit.is
Innrimelur 3 - Melahverfi
l 301 Akranes
i4ké>*&
WÆS Reykhoitskírkju
rji WM| Laugardaginn 7. október 2006
'4 kl, 17,00
Kórstjóri: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Píanóleikari: Helga Laufey Finnbogadóttir
Aðgangseynr: 1000 kr
'J^'ennaKdr
1 QxRÐAMJÁR
f vvwvy.kvennakor.is
PGV ehf. i Bæjarhrauni 61220 Hafnafjörður i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is
GLUGGI TIL FRAMTIÐAR
ENGIN MÁLNINGAVINNA
HV0RKI FÚI NÉ RVÐ
FRÁBÆR HiTA OG HUÓÐEINANGRUN
FALLEGT ÚTLIT
MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR
ÖRUGG VIND- OG VATNSÞETTING
PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga
hurða, sólstofa og svalalokanna úr
PVC-u
Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir
10 ára ábyrgð
Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á
sambærilegum verðum og gluggar
sem stöðugt þarfnast viðhalds
*
r
v
Flligger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
BÚREKSTRARDEILD
borgarnesi
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga
%