Skessuhorn - 04.10.2006, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 2006
Réttir haustið 2006
Ljósmyndarar Skessuhorns, þau
Björn A Einarsson í Búðardal og
Þóra Sif Kópsdóttir í Kolbeinsstað-
arhreppi tóku meðfylgjandi myndir
í réttunum á liðnum dögum og vik-
um. Þær eru teknar í Þverárrétt í
Eyja og Miklaholtshreppi, Mýr-
dalsrétt í Kolbeinsstaðarhreppi,
Osrétt á Skógarströnd og í Ljár-
skógarétt, Skerðingsstaðarétt og
Gillastaðarétt í Dölum. Myndirnar
tala sínu máli.
I Gillastaðarétt
I Skeröingsstaðarétt
I Ljárskógarétt
I Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtsbreppi.
I Mýrdalsrétt í Kolbeinsstaðarhreppi.
Skagamenn gera það gott
með U-17 landsliðinu
Fjórir Skagamenn spiluöu með
U-17 landsliðinu sem tryggði sér
áframhaldandi þátttökurétt í und-
ankeppni fyrir Evrópumót U-17
landsliða í knattspyrnu. Leikirnir
fóru fram í Rúmeníu. Skagamenn-
irnir eru: Trausti Sigurbjörnsson
og Ragnar Þór Gunnarsson, báð-
ir fæddir 1990, og Björn Berg-
mann Sigurðarson, fæddur 1991,
en þeir leika allir með ÍA. Þar að
auki var Björn Jónsson, fæddur
1990, einnig í liðinu, en líkt og
Skessuhorn greindi frá skrifaði
hann nýverið við atvinnumanna-
samning við hollenska liðið Heer-
enveen.
Mikil spenna var í riðlinum og
fyrir lokaleikinn voru íslendingar
aðeins með eitt stig og Rúmenía
fjögur, en Frakkar voru öruggir
áfram með sex stig. Litháen var
neðst án stiga og átti ekki mögu-
leika. Til að komast áfram þurfti
ísland að vinna stórt og Rúmenar
að sama skapi að tapa stórt. ís-
lendingar unnu Litháen 4-1 og
Rúmenía þurfti því að tapa með
þriggja marka mun fyrir Frakk-
landi. Frakkar leiddu 2-0 lengi vel
og skoruðu svo þriðja markið átta
mínútum fyrir leikslok og komu ís-
lendingum þannig áfram.
Björn Jónsson skoraði tvö
mörk í riðlinum, eitt í leiknum við
Litháen og jöfnunarmarkið gegn
Rúmeníu í fyrsta leik. Það mark
reyndist Rúmenum dýrkeypt og
íslendingum happadrjúgt að
sama skapi. -KOP
Fjórir í liði
úrvalsdeild-
arinnar
Fjórir leikmenn ÍA voru í síðustu
viku útnefndir í lið 13.-18. umferð-
ar úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu. Þetta eru þeir Bjarki
Gunnlaugsson, Bjarni Guðjóns-
son, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og
Arnar Gunnlaugsson. Besti þjálf-
ari þessara umferða var valinn
Skagamaðurinn gamli Teitur
Þórðarson og meðal annarra leik-
manna sem valdir voru eru Krist-
ján Finnbogason og Gunnlaugur
Jónsson fyrrverandi leikmenn ÍA.
HJ
Skallagrím-
ur áfram
í fyrirtækja-
bikarnum
Skallagrímur sigraði Hauka í átta
liða úrslitum fyrirtækjabikarsins í
körfuknattleik í Borgarnesi á
sunnudaginn. Úrslit leiksins urðu
101-89 fyrir Borgnesinga. Skalla-
grímur var mun betri aðilinn í
leiknum og leiddi strax eftir fyrsta
leikhluta, 21-12. Staðan í hálfleik
var 55-35 fyrir heimamenn og sig-
urinn var aidrei í hættu.
Jovan Zdravevski var stigahæst-
ur í liði Skallagríms með 22 stig,
Dimitar Kardovski skoraði 19 og
Hafþór Gunnarsson 15. Njarðvík,
KR og Keflavík eru einnig komin í
undanúrslit, en þau fara fram
fimmtudaginn 5. október í Laug-
ardalshöllinni. íslandsmótið hefst
síðan fimmtudaginn 19. október.
-KÓP
Bjarni er
leikmaður
ársins
Fréttablaðið valdi Bjarna Guð-
jónsson, ÍA leikmann ársins í
Landsbankadeildinni í sumar. í
viðtali við Bjarna í blaðinu kemur
fram að lið í Katar hafi gert tilboð
í hann sem ÍA hafi tekið. Fyrirvar-
inn hafi hins vegar verið stuttur og
því hafi Bjarni ekki tekið tilboðinu
enda þótt töluverðir peningar hafi
verið í boði. Þá valdi blaðið lið árs-
ins og er Bjarni eini fulltrúi ÍA íþví.
HJ
Snæfell
úr leik
Fyrstu keppnisleikirnir fóru fram í
körfuknattleiknum á fimmtudags-
kvöld, en áður höfðu liðin leikið
einhverja æfingaleiki. Snæfell tók
á móti Tindastóli frá Sauðárkróki
og laut í lægra haldi 83-90. Snæ-
fellingar eru því úr leik í fyrir-
tækjabikarnum. Lið Snæfells byrj-
aði betur og átti Tindastóll erfitt
uppdráttar framan af. Gestirnir
áttu hins vegar góðan kafla í
seinnihluta fyrri hálfleiks og tókst
að minnka muninn. Engu að síður
leiddi Snæfell í hálfleik með tíu
stiga mun; 48-38. Stólarnir komu
vel stemmdir til síðari hálfleiks og
tókst að vinna sig inn í leikinn.
Justin Shouse lenti í villu-
vandærðum hjá Snæfelli og við
það riðlaðist vörnin. Tindastóll
gekk á lagið og náði forskoti í lok
þriðja fjórðungs sem Snæfelli
tókst aldrei að jafna. Leiktíðin fer
ekki vel afstað hjá Snæfelli en lið-
ið tapaði fyrir Skallagrími í æf-
ingaleik í síðustu viku.
KÓP