Skessuhorn


Skessuhorn - 15.11.2006, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.11.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 Þau Alexander Gísli, Ríta Rún og Aníta Jasmín eru bekkjarsystkin ífyrsta bekk Grunn- skóla Borgamess. Oll eiga þau það sameiginlegt að verafiedd sama dag, eða þann 16. nóvember árið 2000 og eru því 6. ára á morgun. Til hamingju með daginn! Sldpulag miðbæjar- svæðis á Akranesi Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt samhljóða tillögu Karenar Jónsdóttur og Gunnars Sigurðs- sonar þess eínis að fela skipulags- og byggingarnefhd bæjarfélagsins undirbúning tillögu að breyttu skipulagi á umhverfi Kirkjubrautar með það að markmiði „að tengslin milb Akratorgs og svæðisins við Stillholt verði styrkt og um leið gerð vistlegri og öruggari fyrir jafnt akandi sem gangandi umferð," eins og segir í tillögunni. Einnig er nefndinni falið að taka deiliskipulag Amardalsreits inn í þessa endurskoðun og taka tillit til þeirrar vinnu sem þegar er í gangi við endurgerð Akratorgs. Þá var nefhdinni jafiiffamt falið að undir- búa og gera tillögu um framkvæmd húsakönmmar á svæðinu milli Still- holts og Bárugötu sem fyrsta skref í endurskoðun deiliskipulags fyrir umrætt svæði. HJ UUamámskeið á Hvanneyri Nýlega fór fram í Ullarselinu á Hvanneyri námskeið í meðferð og vinnslu ullar. Þetta er samvinnu- verkefiú Lbhl og Ullarselsins og hefur verið haldið á hverju hausti síðan 1990. Námskeiðið er í boði sem valfag í námsskrá skólans fyrir nemendur á öðru ári í landbúnaðar- deild, bæði staðar- og íjamema, og telst til tveggja eininga eða eins áfanga. Þegar blaðamann Skessu- homs bar að garði sátu nemendur einbeittir á svip með prjóna í hönd- um og unnu hörðum höndum við að ljúka við lokaverkefuið sitt. Myndir úr safiii Olafs Amasonar Áfram heldur Skessuhorn að birta myndir úr safni Ólafs Árna- sonar ljósmyndara. Að þessu sinni birtast fjórar myndir ffá nokkmm stöðum. Sú fyrsta er ff á Akranesi og sýnir væntanlega lið IA undir stjórn Rík- harðs og fyrir tíð gulu búninganna. Önnur myndin er af stúlku taka við viðurkenningu væntanlega fyrir skátastarf. Þriðja myndin er af kór og er skv. heimildum Ljósmynda- safns Reykjavíkur sögð af kór ffá Borgarnesi. Engar upplýsingar hef- ur safnið um fjórðu myndina, sem augljóslega er þó tekin í réttum. Þeir sem telja sig þekkja ein- hverja á myndunum, eða hafa um þær aðrar upplýsingar, era vinsam- legast beðnir um að hafa samband við Maríu Karen Sigurðardóttur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í síma 563-1790, eða í netfangið ljosmyndasafn@reykjavik.is Þá er minnt á að fleiri myndir Ólafs má skoða á myndavef Ljósmyndasafhs Reykjavíkur á netinu. MM Auður og Guðbjörg vinna hörðum höndum. „Nú orðið skiptum við Ríta Freyja Bach með okkur kennslu námskeiðanna,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir, annar kennari nám- skeiðsins. „Ég sé um bóklega hlut- ann og fræðilega þáttinn en svo skiptum við Ríta á milli okkar verk- lega þættimnn. Nemendumir læra að taka ofanaf, kemba í höndum og í vél, að spinna bæði þelið og togið og læra að meðhöndla ullina rétt t.d. hvað varðar þvott og hreinsiefni. Þá velja þau sér lokaverkefni sem skilað er inn til mats. Lokaverkefnið má vera nokkumveginn hvað sem er en þar leggjum við mikla áherslu á gæði frekar en magn. Við höfum haft þarm háttinn á að fyrstu helgina mæta staðamemar, aðra helgina fjar- nemar og svo era þau saman síðustu helgina. Það er unnið hart þessar 2 helgar sem hver hópur fær, þetta er góð skorpa, langir dagar, og margir sem sofiia með fótinn á iði eftir fyrsm helgina eftir að hafa spunnið sleitulaust," segir Jóhanna í gríni og bætir við; „en þetta er eins og flest önmnr vinna, fyrst og fremst þjálfun og fa nemendurnir að æfa sig vel heima á milli helga. Nú á eftir ætl- um við að horfa á myndband um forna vinnuhætti sem mér þykir mikilvægt til að nemendurnir sjái samhengið í hlutunum," segir hún. Létt er yfir hópnum og mikið skrafað. „Eg lærði hjá Halldóri í Miðhúsum einu sinni og sagði hann að ef nemendur þegja þá era þeir að læra en ef þeir tala þá em þeir búnir að ná tökum á þessu,“ segir Jóhanna og brosir til nemenda sinna sem gefa ekkert eftir í vinnuhraða. BG NYTT Baby Art Fyrsta arið Það nýjasta frá Baby Art er pessi rammi en þú setur inn mynd af barninu á mánaðar fresti allt til eins árs aldurs og átt þannig vel varðveitta minningu ásamt fótspori litla krílisins. Skemmtileg nýjung! Margverðlaunað... NÝTT Baby Art Print Allt í einum pakka. Með Baby Art Kit gerið þið sjálf fullkomna afsteypur af fæti barnsins ykkar, já eða hendi, og festið svo inn i rammann. Skemmtileg minning sem lifir. Ofnæmisprófað. 100% öruggt fyrir barníð. NÝTT Baby Art Magic Box Með Kraftaverkaboxinu frá Baby Art geturðu geymt um ókomna framtíð mót af iitlu höndunym eða fótunum til minninga, sem vilja stækka svolítið ört. Aður en þú veist af ertu farin að kaupa skó númer 35 á litla barnið þitt! 100% öruggt fyrir viðkvæma húð. Enginn subbuskapur. Taktu möt og gefðu ðmmu og afal Skemmtileg jólagjöf... MODEl STSLLH0LT116-18 • AKRANESI • SÍMI431 3333 • model.ak@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.