Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Page 11

Skessuhorn - 27.03.2007, Page 11
*á£S»úDíöiaKI MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 11 Hvalljarðarsveit leiðréttir bæjarstjóra Akraness Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur vakið athygli bæjarstjóra Akraness á því að Hvalfjarðarsveit hefur aldrei veitt umsögn um veg- línu yfir Grunnafjörð. Fullyrti Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, í bréfi sem hann sendi ríkisstjórn, þingmönnum Norð- vesturkjördæmis, sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og sveitarstjórn Borgarbyggðar að öll aðliggjandi sveitarfélög hafi margsinnis veitt jákvæða umsögn um veglagning- una. Sveitarstjóm samþykkti að fela sveitarstjóra, Einari Erni Thorlacius, að vekja athygli bréf- ritara á að þetta væri ekki alls kost- ar rétt. Einar Örn sagði í samtali við Skessuhorn að hann skildi ekkert í því að menn hefðu ekki haft samráð tun máhð áður en öllum þessum aðilum var sent bréf. Tvö af þeim fjóram sveitarfélögum sem mynda Hvalfjarðarsveit, Leirár- og Mela- hreppur og Skilmannahreppur gerðu ráð fyrir veglínunni í skipu- lagi sínu. Það skipulag fékkst hins vegar aldrei staðfest, vegna veglín- unnar. Sveitarfélagið Hvalfjarðar- sveit hefur hins vegar aldrei gefið umsögn um vegalagninguna. Einar Örn segir að Hvalfjarðarsveit hafi ekki mótað sér stefnu um málið, það sé í réttum farvegi og í meðferð umhverfis- og náttúruverndar- nefndar. KÓP Fánarönd á framleiðslu íslenskra garðyrkjubænda íslenskir garðyrkjubændur hafa ákveðið að merkja allar vörur sínar með íslensku fánaröndinni. Er þetta gert til þess að neytendur eigi auðveldara með að átta sig á hvaða vörar eru íslenskar og hverjar ekki. Stór hluti íslensks grænmetis, kartaflna og afskoiinna blóma er nú þegar merktur fánaröndinni, og í vor verða íslenskar garðplönmr einnig merktar á þennan hátt. „Við viljum auðvelda neytendum að velja sér vörur með þeim eiginleik- um og gæðum sem íslensk ffam- leiðsla hefur,“ segir Þórhallur Bjarnason garðyrkubóndi á Lauga- landi og formaður Sambands garð- yrkjubænda. „Það sem hér er rækt- að er aðlagað að íslenskum aðstæð- um og íslenskir garðyrkjubændur eru stoltir af þeim gæðum sem þeir geta boðið. En það er fyrst og síð- ast neytandans að velja þá vöru sem hann telur besta og við viljum hjálpa til við það,“ segir Þórhallur. MM Snjólaug Guðmundsdóttir fékk heiðursstyrk Snjólaug Guðmundsdóttir fékk úthlutað heiðursstyrk Menningar- sjóðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag og fór úthlutun fram við hátíðlega athöfn í Landnámssetrinu, á 140 ára afmæli Borgarness. Sigríður Björk Jónasdóttir, formaður merrn- ingamefndar Borgarbyggðar, sagði við það tilefiii að Snjólaug hefði skarað fram úr í sínu starfi og haft mikil og jákvæð áhrif á menningar- líf í sveitarfélaginu. Hún hefði um árabil starfað að listsköpun og handverki og hefði unnið ötullega að framgangi íslensks handverks og hönnunar og stuðlað að vexti og viðgangi þess í héraðinu. Borg- firska lopapeysan væri afrakstur eins slíks verkefnis sem Snjólaug hefði komið að. Snjólaug er menntaður vefnaðar- kennari ffá Mynd- og handíðaskóla Islands og hefur að auki sótt ýmis námskeið, t.d. í tóvinnu, þæfingu ullar, útskurði, bókagerð og vatns- litun. Þá hefur hún haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörg- um samsýningum. Frá 1986 hefur Snjólaug að mestu starfað að hand- verki og listíð og haldið fjölmörg námskeið í flókagerð og vefnaði á vinnustofu sinni sem hún starffækir á Brúarlandi. Menningarsjóður Borgarbyggðar var stofiiaður í Borgamesi 22. mars 1967 í tilefhi af 100 ára verslunaraf- mæli staðarins, en starfar nú á öllu svæði Borgarbyggðar. Stofnfé sjóðsins var ein milljón króna sem greidd var af Borgarneshreppi árin 1968-1977. Tekjur sjóðsins eru ár- legt framlag bæjarsjóðs Borgar- byggðar, vextir, áheit, minningar- gjafir og aðrar gjafir til menningar- mála. KÓP Breytíngar á starfsemi skólaskjóls í Borgamesi Hafinn er undirbúningur að breytingum á starfsemi og húsnæði skólaskjóls í Borgarnesi og jafn- framt skoðun á íþróttaskóla fyrir öll böm í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Bjöm Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar sagði í samtali við Skessuhorn að hópur fólks innan stjórnsýslunnar væri að skoða fram- tíðarhúsnæði fyrir skólaskjólið, breytingar á rekstarfyrirkomulag- inu þannig að í boði yrði heildags- skóli, þar sem óhefðbundin kennsla færi fram að loknum venjubundn- um skóladegi. I hópnum eru auk Bjarka, for- maður fræðslunefndar Finnbogi Rögnvaldsson, Indriði Jósafatsson æskulýðsfulltrúi og Asthildur Magnúsdóttir fræðslufulltrúi. „Það sem við viljum gera er að horfa til framtíðar, hvað varðar stærð og starfsemi. Núverandi húsnæði skólaskjólsins er óhagkvæmt og einhverra breytinga er þörf. Við erum að horfa á þá lóð jafnvel til byggingar eða einhverjar breyting- ar á því húsnæði sem hýsir leikskól- ann við Skallagrímsgötu. Einnig er verið að athuga með íþróttaskóla, sem yrði þá til boða allsstaðar í sveitarfélaginu, ekki bara í Borgar- nesi. Við höfum þá stefhu að leitast við að jafha þjónustuna um allt sveitarfélagið og þetta yrði liður í því,“ sagði Björn Bjarki Þorsteins- son. BGK Góð eign með glæsilegu útsýni Glæsilegt 166 m2 tveggja hæða hús ásamt 40 m2 bílskúr,staðsett innst í botnlanga. Efri hæð, öll með nýju parketi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpshol og vinnukrókur. Góðar svalir með fallegu útsýni, m.a. yfir golfvöllinn. Neðri hæð, stofa, baðherbergi, eldhús, þvottahús og herbergi og geymsla (hægt að nýta sem herbergi) Gengið út á stóra verönd úr stofu. Hús og bílskúr (þak og veggir)málað að utan sumarið 2005. Flestir ofnar í húsinu endurnýjaðir. Búið að tengja Ijósleiðara. Nánari upplýsingar á Fasteignamiðlun Vesturlands. Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Kirkjubraut 40, 300 Akrancs Sími 431 4144 Bréfsimi 431 4244 GSM 8464144 Soffía S. Magmísdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali Ný þjónusta Bókasafiis Akraness Lánþegar hjá Bókasafni Akraness eru vinsamlegast beðnir að athuga að ff á og með 1. apríl næstkomandi fá þeir sem hafa skráð netfangið sitt hjá bókasafninu allar tilkyrmingar um vanskil sendar í tölvupósti. Þeir sem eru ekki með netfang skráð hjá safninu fá áfram sendar tilkynning- ar í venjulegum pósti. Starfsfólk bókasafnsins biður lánþega sína að hafa eftirfarandi í huga: Er netfang þitt rétt ? Lest þú tölvupóstinn þinn reglu- lega? - Ef ekki þá er betra að ekkert netfang sé skráð! Er bamið þitt skráð með net- fang? Er betra að þitt netfang sé skráð í stað netfangs barnsins? Allar frekari upplýsingar veitir starfsfólk bókasaíhsins í síma 433 1200. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið bokasafh@akranes.is ('fréttatilkynning) Jörfagleði Dalamanna í apríl Héraðshátíð Dalamanna, Jörfa- gleði, var endurvakin árið 1977 og eru því 30 ár frá því að þessi menn- ingarhátíð var haldinn á nýjan leik eftir langt hlé. Frá áramótum hefur nefnd unnið að skipulagningu Jörfagleði sem verður haldin dag- ana 18. - 22. apríl nk. Nú verður bryddað upp á nýjung í tengslum við Jörfagleðina og er fyrirhugað að halda markaðsdag í björgunar- sveitarhúsinu í Búðardal á laugar- deginum. Jörfagleði Dalamanna er æði forn hátíð og þótti með áhugaverð- ari samkomum sem fáir vildu missa af. „Kirkjumenn og embættismenn voru ekki sérstaklega hrifnir af hegðun manna á þessum samkom- um og þeirra síst Björn sýslumaður Jónsson sem afstýrði Jörfagleðinni fyrst 1695. Mikið var drukkið á þessum samkomum og Jörfagleðin varð afar fjölmenn þegar Staðar- fellsgleðin í Dalasýslu var úr sög- unni seint á 17. öld. Til Jörfa kom fólk langt að, frá Skógarströnd og Hrútafirði auk Dalasýslu. Sumt vinnufólk fékk meira að segja að hafa það í samningum sínum að það hefði leyfi til að fara þangað. Má segja að þessar samkomur hafi verið svipaðar og nútíma Acid House veislur í Bretlandi,“ segir í samantekt um Jörfagleði á Vísinda- vefnum. Ber að geta þess að Jörfagleðin nú til dags er fjölskylduvæn menn- ingarhátíð og hentar öllum aldur- hópum, enda fjölmargt áhugavert í boði. Undibúningur hefur gengið vel og styttist óðum í að fullmótuð dagskrá líti dagsins ljós, að sögn Herdísar E. Gunnarsdóttur for- manns undirbúningsnefndar. BT

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.