Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Side 22

Skessuhorn - 27.03.2007, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 úuiáaunu^. S Saga úr flæSarmdlinu. Salka Vdlka ogAmaldur, Þórdís og Guóleifur; ífj'órunni viö Vesturgötuna. Wake me up á árshátíð NFGB Nemendafélag Grunn- skólans í Borgarnesi frumsýndi í gærkvöldi rokksöngleikinn „Wake me up,“ eftir Hallgrím Helgason í Oðali. Nemendur úr 8,- 10. bekk hafa undanfarið unnið hörðum höndum við undirbúning og æfmgar ásamt leikstjóranum Arnoddi Magnúsi Danks. Astæða er til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara og klukkan 17.00 og 20.00, fimmtudag sjá skemmtilega sýningu unga klukkan 20.00 og föstudaginn 30. fólksins. Aðrar sýningar verða sem mars 17.00 og 20.00. hér segir: í dag, miðvikudag MM Þátttakendur í syningunni. Salka Valka í fiskvimisluhúsi á Skaganum Leikfélag Akraness frumsýnir Sölku Völku miðvikudaginn 4. apríl. Um viðamikla sýningu er að ræða, en vel á þriðja tug manns kemur að uppsetningunni. Helstu hlutverk eru í höndum Þórdísar Ingibjartsdóttin sem leikur Sölku, Guðleifs Rafns Einarssonar sem leikur Arnald, Sigtryggs Karlssonar sem leikur Steinþór og Guðbjargar Amadóttur sem leikur Sigurlínu. Þá er Ólína Jónsdóttir í hlutverki Tobbu truntu, en Olína er leikhúsgestum á Akranesi að góðu knnn þó nokkuð sé um liðið síðan hún steig síðast á svið með leikfélaginu. Leikstjórn er í höndum Ingu Bjarnason. Bjarni Þór Bjarnason myndlistarmaður hannar leikmynd og Smári Jónsson er smiður ásamt því að leika í sýnigunni. Þá er tónlist í höndum Fanneyjar Karlsdóttur sem verður á sviðinu allan tímann með nikkuna. Skessuhorn hitti þau Þórdísi og Guðleif að máh í gær. Sifjaspell og Sölkugata Aðspurð hvers vegna þetta verk hefði orðið fyrir valinu sögðu þau að Salka Valka væri hluti af íslensku mannlífi og það væri stórbrotið verk. ,Annars kom Inga leikstjóri með hugmyndina því að hún sá að hún hafði hér afbragðs Sölku í Þórdísi," segir Guðleifur. Þórdís dregur úr mikilvægi sínu og minnir á að verkið hafi skíra skírskotun í samtímann. I því sé mikil umræða um félagshyggju sem eigi vel við pólitískt landslag í dag. Þá henti það hópnum vel þar sem hlutverkin séu mjög fjölbreytt, allt frá 10 ára krökkum upp í ríflega sjötugt fólk. „Þá hefur verið mikil umræða síðustu ár um sifjaspell og hræðilegar afleiðingar þess. Verkið snertir einnig á því efni og á því fullt erindi til nútímans,“ segir Þórdís. Þá benda þau á sem dæmi um það hve Salka Valka skipar stóran sess í þjóðinni að í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verði að finna Sölkugötu og fleiri götur sem heiti eftir kvenpersónum Halldórs Laxness. Þórdís hefur lengi leikið með leikfélaginu og verið virk í starfi þess síðustu árin. Guðleifúr hefúr hins vegar ekki leikið í sýningum þess síðan 1994. Hann segir það hafa verið sjálfsagt mál að stíga aftur á svið hjá félaginu. „Dísa hringdi í mig og bað mig um að leika Arnald og það er vandi vel boðnu að neita.“ Þau segja að töluvert sé um að eldri félagar séu að koma aftur til starfa við félagið og nefna Ólínu því til sönnunar. Hæfileg blanda gamalreyndra og nýrri félaga komi að sýningunni. Líf Sölku Völku Inga Bjarnason leikstjóri vann leikgerð verksins, í samvinnu við leikhópinn. Byggði hún hana á leikgerð Hilmars Jónssonar annarsvegar og Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar hinsvegar. Þórdís og Guðleifur segja að í þessari leikgerð sé meira lagt upp úr lífi Sölku Völku en í hinum tveimur. I leikgerð Stefáns og Þorsteins hafi verkalýðsbaráttan verið í forgrunni og í leikgerð Hilmars hafi ástarsagan verið þungamiðjan. Nú sé augum hins vegar beint að lífi Sölku og því sé leikgerðin nú að nokkru frábrugðin hinum tveimur. Tvö leikhús á einu ári Leikfélag Akraness hefur nú inni í gamla Arctic húsinu við Vesturgötu, fyrir ofan HM pípulagnir. Bæjarfélagið leigir húsið fyrir hönd leikfélagsins og gildir leigusamningurinn til 2008 „og vonandi lengur,“ segja Þórdís og Guðleifúr. Það er kannski við hæfi að setja Sölku Völku upp í gömlu fiskvinnsluhúsi, enda á sagan sér stað í litlu sjávarþorpi þar sem lífið er saltfiskur. Leikfélagið hefur hins vegar staðið í ströngu við að gera húsið sýningarhæft, en þetta er í annað sinn á einu ári að félagið þarf að koma upp sýningaraðstöðu. Leikfélagið var áður með aðstöðu við Suðurgötu og hefur nú þurft að standsetja nýtt hús ffá grunni. Þau Guðleifur og Þórdís segja hinsvegar að húsið sé mjög gott og henti vel fyrir sýningar. Þar sé mun meiri nálægð en t.d. í Bíóhöllinni, en húsið tekur um 70 manns í sæti. Leikfélag Akraness mun sýna Sölku Völku alls tólf sinnum og því munu Akurnesingar og nærsveitarmenn fá færi á að sjá verkið, sem er hluti af íslenskri klassík. Samhliða sýningunni verður opnuð myndlistarsýning með verkum Magnúsar Tómassonar í húsinu. Magnús er bæjarbúum að góðu kunnur, en hann er m.a. höfnndur verksins Grettistaks sem stendur fyrir ffaman Dvalarheimilið Höfða. KÓP Soðin skinka áfiram í Músfktílraunum Hljómsveitin Soðin skinka frá Hvanneyri keppti í síðustu viku á þriðja undankvöldi Músíktilrauna og fór áffam á flestum greiddum atkvæðum úr sal. Hún mun því Stefiiumót Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stendur fyrir stefnumóti Péturs Ben og Teits föstudaginn 30. mars nk. í Fossatúni. Söngvaskáldin tvö halda tónleika kl. 21. Teitur, sem er ffá Færeyjum hefur átt alþjóðlegri velgengni að fagna undanfarin þrjú ár. Hann er á Islandi í tilefni af Atlantic Music Event sem fram fer á NASA í Reykjavík á laugardaginn. Þar spilar hann með samlöndum sínum. Það er Steinar Berg sem sér um tónleikana í Fossatúni og hefur veg og vanda að skipulagningu stefnumótsins. Frekari upplýsingar eru á www.steinsnar.is (fréttatilkynning) keppa á úrslitakvöldi tilraunanna sem fer fram í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur laugardaginn 31. mars. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan í febrúar 2006. Hana skipa: Orri Sigurjónsson gítar, Gunnar Ingi Friðriksson hljómborð, Hjörvar Agústsson bassi, Einar Orn Guðnason söngur, Jónas Hauksson trommur og Hermann S. Björgvinsson gítar. KÓP í Fossatúni Pétur Ben. Eldri borgarar með opið hús Félag aldraðra í Borgarfjarðar- dölum ætlar að standa fyrir opnu húsi í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit um páskahátíðina, þ.e. á skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska. Þar verður sýning, dagskrá og kaffi. Húsið opnar klukkan 14 alla dagana og vilja aldraðir koma því á ffamfæri að allir eru velkomnir að kíkja í heimsókn. ('fréttatilkynning) Æskan á Vesturlandi Skátastarf endurvakið í Dölunum Fyrir þrjátíu árum var stofnað skátafélagið Stígandi í Búðardal og starfaði þá um nokkurt skeið. Anna Margrét Tómasdóttir hefur verið virk í skátahreyfingunni um langt skeið og hefur meðal annars haldið utan um skátastarf á Akranesi meðan hún starfaði þar og bjó. Hún er forstöðumaður Ungmenna- og tómstundabúðanna á Laugum í Sælingsdal og er því búsett í hjarta Dalabyggðar. „Skátar hafa þann sið að geyma ýmsa hluti tengda starfinu í kistum og fann ég í einni slíkri kistu skinn með áletrun skáta sem stofnuðu félagið Stíganda árið 1977,“ segir Anna Margrét í samtali við Skessuhom. „Eg fékk ábendingu um kistu í heimahúsi og tvær kistur í kjallaranum í Dalabúð og sagt að þar væri eflaust eitthvað sem mér fyndist fróðlegt. Við nánari skoðun kom í ljós að þarna vom skátakistur sem höfðu meðal annars geymt hnútaspjöld, fána og skinn með áletrun, í um þrjátíu ár,“ sagði Anna ennfremur. Það má segja að með opnun skátakismnnar hafi starfsemi Stíganda verið hleypt af stað á nýjan leik. Undanfarið hafa áhugasamir foreldrar og börn unnið ötullega að því að byggja upp skátastarf í Dalabyggð með leiðsögn Onnu. Mikill áhugi er fyrir skátastarfi í Dalabyggð og em nú mtmgu börn í öðmm til fjórða bekk grunnskólans í Búðardal í skátaflokki. Einnig hefúr verið stofnaður flokkur með tíu stúlkum úr fimmta til sjöunda bekk. „Tíu drengir hafa áhuga á að stofha flokk en sem stendur vantar flokksforingja til að halda utan run hópinn," segir Anna. Þrjátíu börn virk í skátastarfi þykir gott, sérstaklega í ljósi þess að alls em um áttatíu börn í samfélaginu í Dölum á „skátaaldri.“ Það styttist því í að um helmingur barna í öðrum til sjöunda bekk sé virkur í skátastarfi í Dalabyggð ef fram fer sem horfir. Dalabyggð er eitt víðfemasta skólaumdæmi landsins og um langan veg að fara fýrir börn til og frá skóla. Því hefur verið reynt að tengja skátastarfið sem mest við starfsemi skólans. „Það er unnið að því í samvinnu við skólayfirvöld á staðnum að fá aðstöðu innan veggja skólans fyrir skátastarfsemina á næsta ári,“ segir Anna. Hún segir að stefnt sé að því með formlegum hættd að endurvekja skátastarf í Dalabyggð í upphafi Jörfahátáðar á sumardaginn fyrsta, sem ber upp á fimmtudaginn 19. apríl. Fyrirhugað er að börn í hinu endurvakta skátafélagi Stíganda, muni rita nafn sitt með viðhöfn á leður sem síðar verður komið á vegg. Það er vel við hæfi þar sem skátahreyfingin leikur stórt hlutverk þann dag og er starfsemi skáta í raun samofin þeim viðburði á landsvísu. BT/ljósm. AMT

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.