Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir /Fimmtudagur 8. mars 2012 Átta tíma vistun hjá dagforeldri kostar 66.000 til 78.000 kr. á mánuði: - Niðurgreiðslur tíðkast víða Engin almenn niðurgreiðsla hér - Lagt okkur fram um að vera í fremstu röð í þjónustu við barnafjölskyldur, segir fræðslu- og menningarráð íslandsmót skákfélaga: Enginn vildi tefla við Sigurð Áss BÖRN Á LEIKSKÓLANUM Sóla Anna Rós tekur sem dæmi að niðurgreiðslur til foreidra í Reykjavík fyrir 8 tíma gæslu á dag séu 37.000 krónur en 50.680 fyrir einstæða og öryrkja og ef báðir foreldrar eru í námi, 37.512 fyrir annað foreldri í námi. í Hafnarfirði er greitt niður um 29.640 krónur til foreldra í sam- búð en 38.664 fyrir einstæða og foreldra í námi. Anna Rós Hallgrímsdóttir skrifaði bréf sem birtist í Fréttum, um leik- skóla- og dagforeldramál, fyrir hönd forelda sem eiga börn fædd 2011. Þar fjallar hún m.a. um að tími sé kominn til að endurskoða niður- greiðslu til dagforeldra í bænum. I öðrum sambærilegum sveitarfé- lögum niðurgreiði langflest sveitar- félög daggæslu við níu mánaða aldur bams eða við lok fæðingar- orlofs en í Vestmannaeyjum við 18 mánaða aldur. Þá vísar hún til þess að þegar 5 ára deild var kynnt hafi það verið gert með þeim hætti að flest böm ættu að komast inn á leikskóla við 18 mánaða aldur. Sú hafi ekki orðið raunin og í bréfmu kemur fram að miklu geti munað á barni sem verður 18 mánaða í september og barni sem verður 18 mánaða í október en það síðamefnda byrjar jafnvel hálfu ári seinna á leikskóla. Því finnst foreldmm eðlilegt að böm sem em ekki komin á leikskóla um 18 mánaða aldur greiði sama gjald hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla- pláss. Önnur sveitarfélög greiða niður við 9 mánaða aldur Anna Rós segir foreldrana hafa valið sveitarfélög af handahófí til samanburðar, en þessi sveitarfélög hefja niðurgreiðslur við 9 mánaða aldur, fyrir hjón og fólk í sambúð og við 6 mánaða aldur fyrir einstæða foreldra og skólafólk. Sem dæmi tekur hún niðurgreiðslur til foreldra í Reykjavík en fyrir 8 tíma gæslu á dag er greitt niður um 37.000 krónur en 50.680 fyrir ein- stæða og öryrkja og ef báðir for- eldrar em í námi, 37.512 fyrir annað ’foreldri f námi. í Hafnarfirði er greitt niður um 29.640 krónur til foreldra í sambúð en 38.664 fyrir einstæða og foreldra í námi. Anna Rós tekur einnig Árborg sem dæmi en niðurgreiðsla fyrir 8 tíma og meira 27.000 kr. Á Akranesi er niðurgreiðslan 5000 krónur á klst. en verður mest 40.000 krónur. Anna Rós nefnir fleiri dæmi og til samanburðar þá kostar vistun fyrir 8 tíma hjá dagforeldrum hér í Eyjum 66.000 til 78.000 krónur fram að 18 mánaða aldri og aðeins einstæðir foreldrar og þeir sem stunda óláns- hæft nám fái niðurgreiðslu fyrir 6 mánaða bam. Hún bendir líka á að hjá flestum þessum sveitarfélögum sé niðurgreiðslan hærri en hér í Eyjum. „Við höfum heyrt þau svör að Vestmannaeyjabær vilji frekar halda leikskólagjöldum niðri og geti þess vegna ekki líka breytt niðurgreiðslu- reglum sínum. Það er auðvitað mjög jákvætt að halda niðri leikskóla- gjöldum en við viljum samt benda á að í þeim sveitarfélögum sem við skoðuðum em leikskólagjöld mjög sambærileg og hér í Eyjum. Fimm af þeim em með lægri gjöld en hér og hæsta gjaldið er á Fljótsdals- héraði og þá munar 3467 krónum. Það er þess vegna krafa okkar að þetta mál verði tekið upp og kjör barnafjölskyldna í Vestmannaeyjum verði sambærileg og í öðrum sveitarfélögum á landinu." Ekki verið stefna bæjarins hingað til að breyta þessu Fréttir leituðu til Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, og var hann m.a. annars spurður út í samanburðinn sem kemur fram í greininni sem hann sagði standast að megninu til. „Það hefur ekki verið stefna bæjarins hingað til að breyta þessu heldur áherslan verið að taka á gjaldskrám leikskóla með því að lagfæra hana og fjölga leikskóla- plássum. Er það rélt að 18 mánaða börn fá ekki leikskólapláss eins og staðan er í dag? „Markmið bæjarins er að öll böm 18 mánaða og eldri 1. september ár hvert komist inn á leikskólann að hausti. Á þessu skólaári náðum við inn börnum niður í 16 mánaða aldur. Börnin eldast og önnur flytja í bæinn. Inntökur á leikskólann eru aðallega að vori eða hausti og minna um að þau komist inn á leikskóla í millitíðinni í eins miklum mæli og áður.“ Er inni í myndinni að nýta þann sparnað sem áætlaður er við útboð á rekstri Sóla til að auka niður- greiðslur til dagforeldra? „Það er ákvörðun pólitískra full- trúa,“ sagði Jón og fræðslu- og menningarráð tók málið fyrir á fundi á þriðjudag. Plássum í leikskólum bæjarins fjölgað um 35 I fundargerð ráðsins segir að mikil- vægt sé að vanda vel til verka þegar reglur á niðurgreiðslum til dagfor- eldra séu endurskoðaðar. „Þó niður- greiðslur sumra sveitarfélaga séu þærri en gerist í Eyjum þá er kostn- aður dagforeldra einnig mishár eftir sveitarfélögum. Vestmannaeyjabær styður einstæða foreldra með því að niðurgreiða frá upphafi vistunar hjá dagforeldri. Eins fá foreldrar bama hjá dagforeldri systkinaafslátt fyrir önnur böm sín á leikskólum bæjar- ins.“ Þá segir í bókun ráðsins að Vest- mannaeyjabær hafi lagt sig fram um að vera meðal fremstu sveitarfélaga hvað varðar þjónustu við barna- fjölskyldur. „Frá árinu 2009 hefur leikskólaplássum í leikskólum bæjarins fjölgað um 35 og rekstar- kostnaður aukist um 60 milljónir. Árið 2010 voru barnafjölskyldur hvað ánægðastar í Vestmannaeyjum samkvæmt könnun Capacent, árið 2011 var létt undir með barn- mörgum fjölskyldum þegar inn- heimtureglum dagvistunargjalda var breytt þannig að 3. barn í vistun og umfram fengi þjónustuna gjald- frjálsa. Árið 2012 var farið af stað með íþróttaakademíu við Grunnskóla Vestmannaeyja, Vestmannaeyjar eru næstódýrasta sveitarfélagið hvað varðar heildarkostnað foreldra fyrir skóladagvistun grunnskólanemenda með hressingu og hér er frítt í sund fyrir öll börn með lögheimili í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri. Á sama tíma hefur hlutfall menntaðra leik- og grunnskólakennara aukist til muna í Vestmannaeyjum og því sífellt faglegra og metnaðarfyllra starf sem fer fram inni á uppeldis- stofnunum sveitarfélagsins. Niðurgreiðslur vegna daggæslu- kostnaðar hafa ekki verið endur- skoðaðar síðan í október 2008. Því leggur ráðið til að umræddar reglur fari í endurskoðun haustið 2012.“ Guðbjörg Sigurgeirsdóttir I gudbjorg @ eyjafrettir. is. Á íslandsmóti skákfélaga um helgina, sem fram fór á Selfossi kom upp sú óvanalega staða þegar C sveit Taflfélags Vest- mannaeyja mætti C sveit Tafl- félagsins Hellis úr Reykjavík, að á þriðja borði sat Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun fyrir Helli. Sigurður hefur mikið verið í fréttum vegna starfa sinna í tengslum við Landeyjahöfn. Nú voru góð ráð dýr, því enginn Eyjamaður fékkst til að tefla við kappann, samkvæmt heimildum Frétta. Settist enginn móti honum og sigraði því Sigurður Áss örugglega í sinni viðureign. Fráveita Vestmannaeyja: Set ehf. með lægsta tilboðið Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs voru opnuð tilboð í efni vegna lagnar fráveitu út frá Eiðinu. Þrjú tilboð bárust og þrjú frávikstilboð. Set ehf. bauð 22.623.026 íslenskar krónur í verkið og frávikstilboð upp á 25.603.384 krónur. Adolf Bjama- son/Hallingplast bauð 772.710 norskar krónur og Adolf Bjarnason frávikstilboð upp á 100.000 evrur. Osn ehf. 30.701.609 krónur og frávikstil- boð upp á 113.870 evmr. Ráðið samþykkti eftir yfirferð tilboða að tilboð Set ehf. sé hagstæðast og felur fram- kvæmdastjóra að ganga til samninga við Set ehf. á Selfossi sem átti hagstæðasta tilboðið í samræmi við útboðsgögn og fól framkvæmdastjóra framgang málsins. Sex Eyjastelpur í Ungfrú Suðurland Sex Eyjastúlkur taka þátt í keppninni Ungfrú Suður- land, sem mun fara fram á Hótel Selfossi föstudaginn 30. mars næstkomandi. Þetta eru þær Sara Rós Einarsdóttir, Guðrún María Guðbjömsdóttir, Þóra Fríða Ólafsdóttir, Þórhildur Ósk Stefánsdóttir, Amey Lind Helgadóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir. Alls taka 15 stúlkur þátt í keppninni víðs vegar af landinu. Aðrar sem taka þátt í keppninni heita Bryndís Hera Gísladóttir, Alexandra Rut Kristinsdóttir, Monika Jónsdóttir, Jóhanna Mjöll Tyrfingsdóttir, Heiðrún Helga Ólafsdóttir, Una Rós Sævarsdóttir, Guðrún Thelma Þorkelsdóttir, Bylgja Sif Jónsdóttir og Sandra Silfá Ragnarsdóttir. STÚLKURNAR sem taka þátt í keppninni í ár. Útgefandi: Eyjasýn elif. 480378-0549 - Vestmannaeyjnm. RitstjórL' Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Gnðbjörg Signrgcirsdóttir og Júlíus Ingason. ÁljyTgðarmcuji: Ómar Garðars- son & Gísli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjnm. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is ERÉ'lTIK koma út alla fimmtndaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lansasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnnm, Vöruval, Hcrjólfi, Flughafnarversluninni, Kiómmni, ísjakanmn, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTlR eru prentaðar i 2000 eintökum. FRÉTTUt eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentim, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.