Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012 Eyjamaður vikunnar: Vil að rokk og popp heyrist meira í kirkjunni Eyjamaður vikunnar er Gísli Stefánsson. Úr bloggheimum: Áhöfnin á Álsey VE bloggar: Isfélagið stækkar á Þórshöfn Við vorum komnir á Þórshöfn um miðnætti mánu- dagskvöld og rétt eftir hádegi þriðju- dag var búið að landa og við lagðir af stað. Norður- leiðin er farin enda færist loðnan hratt og núna vestur með landinu, var flotinn á veiðum í gær út af Garðskaga. Við emm sem stendur (kl 9:00) úti af Isafirði og ættum við að geta verið á miðunum í kvöld (miðvikudag) fer auðvitað eftir hvernig veður við emm að fá í restina af þessu stími, hvort þar muni draga úr ferðahraðanum, en við emm að detta inn í smá brælu. þá er bara að vona að veður og veiði verði í svaka stuði í kvöld. Stefnan er tekin á að landa þessum næsta túr í hrognakreistingu. Þorsteinn reið á vaðið í þeim efnum og er væntanlega á leið til Eyja með fyrsta farminn sem verður kreist úr hjá ísfélaginu í ár. Júpíter landaði í gær í vinnslu í Eyjum um 850 tonnum og þá er Sigurður á miðunum og líklega Guðmundur líka. í þessu stutta stoppi á Þórshöfn rölti ég út í Samkaup í smá kost- leiðangur, tók ég myndavélina með og smellti nokkmm myndum í leiðinni af þeim framkvæmdum sem núna em nýhafnar á vegum ísfélagsins. En þar em jarðvegs- framkvæmdir í fullum gangi fyrir nýjum húsakosti ísfélagsins. Húsa- kosti sem mun svo verða til þess að auka frystigetu félagsins á Þórs- höfn. Það á ekkert að hanga við þetta, en það er áætlun uppi um að hægt verði að byrja að frysta sfld og væntanlega makrfl í þessum nýju húsakynnum í byrjun ágúst á þessu ári, 2012. Svo það er ekki bara I Eyjum sem Isfélagið er að framkvæma á fullu til að bæta landvinnsluna. Þetta verða að telj- ast góðar fréttir á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum sem ber að fagna og auðvitað á landinu öllu því með þessum framkvæmdum fylgja aukin umsvif, atvinna og tekjur í okkar þjóðarbú. Svo það verður gaman að fylgjast með þessu verki og sjá þetta komast upp og ennþá betra þegar afköstin munu svo aukast síðar í sumar. Eg læt fljóta með þessari færslu nokkrar myndir teknar í gær á þessu athafnasvæði og vonandi fleiri myndir síðar á næstu stigum á þessari framkvæmd. Læt þetta þá duga héðan frá Álsey á fullu stími á leið okkar á loðnu- miðin. Bestu kveðjur, Kristó http://alseyve2.123. is/ Gísli Hjartarsvon bloggar um leikaraskap í knattspymu: Góður punktur Víðir Þetta er svo sann- arlega mál sem taka má á. Afar sérstakt að hlusta stundum á t.d. Sky þegar menn fara að tala um að ef að leikmaður hefði látið sig detta þá hefði hann fengið víti og svo framvegis og svo er leikmönnum hrósað fyrir það að standa í lappimar, rétt eins og það sé ekki normið. - það má svo sann- arlega herða róðurinn í baráttunni gegn leikaraskap í boltanum, innan- lands sem utan. Já, og varðandi þetta með lesturinn. Ekki láta þér bregða þó greinar þínar séu lesnar reglulega í Englandi. http.V/fosterinn. blog. is Á sunnudaginn var Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar en deginum var fagnað í Landakirkju með U2- messu á sunnudagskvöldið. Leik- húsbandið sá um tónlistina en þau Birkir Högnason, Sísí Ástþórs, Sindri Freyr Guðjónsson og Gísli Stefánsson sungu lög írsku sveit- arinnar. Gísli er jafnframt æsku- lýðsfulltrúi Landakirkju og er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Gísli Stefánsson. Fæðingardagur: 12. júní 1987. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Eiginkonan yndislega er Kristín Sjöfn Ómarsdóttir, dóttir hinnar dásamlegu Svövu í Stakkó og dætumar era Andrea Inga 8 ára og Guðný Rún 3 ára. Draumabíllinn: HAHAHA... bflar.. .pffff. Uppáhaldsmatur: Flest allt hefur náð að komast í uppáhald á ein- hverjum tímapunkti. Ætli það sé samt ekki lambalæri bemaise svona á tyllidögum. Versti matur: Eg læt þorramatinn vera. Uppáhalds vefsíða: www.there- cordingrevolution.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Þessa dagana em Foreign Monkeys að koma mér í besta skapið. Ný plata í vinnslu. Aðaláhugamál: Tónlist og þá sérstaklega gítarinn og upptökur og svo náttúrulega æskulýðsmál. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesú kallinn væri flott að hitta. Hefði nú líka vilja hitta Hendrix. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Heimaklettur í sumar- blíðu. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Robin van Persie og Arsenal. Ertu hjátrúarfullur: Já mjög. Ég þakka Herði Óskars kœrlega fyrir áskorunina. Hann kom skemmtilega á óvart í síðustu viku með góðri uppskrift og ekki get ég verið minni maður. Ég œtla að bjóða upp á fljótlegar vertíðarboll- ur, svona í tilefni loðnuvertíðar og Snickers-ís í eftirrétt. Fljótlegar vertíðarbollur 1 pakki nautahakk (700-800gr) 1 pk Ritzkex 1 pk púrrulaukssúpa 2egg Ritzkexið mulið niður. Allt hráefnið er sett saman í skál, litlar bollur búnar til og steiktar. Sósa: 1 flaska Hunt’s chillisósa 'á peli rjómi Og rifsberjahlaup eftir smekk Allt hráefnið er sett saman í pott og soðið saman. Bollumar settar út í og látnar malla í 13 til 20 mínútur. Snickers-ís 4 eggjarauður 100 gr púðursykur 1 tsk vanilludropar 5 dl ijómi Og Snickers Stundum eins og versti heiðingi. Stundar þú einhverja hreyfmgu: Jább, hamast í ræktinni á morgnana Uppáhaldssjónvarpsefni: Super- natural eins og staðan er núna Af hverju U2 í Landakirkju: Þetta konsept hefur verið notað víða um landið og mér datt í hug að blanda þessu saman við Æsku- lýðsdaginn. Hann hefur ekki verið nógu vel sóttur undanfarin ár og það hefur vantað ferska vinda í kirkjuna. Ég er fylgismaður þess að rokk og popp heyrist meira í kirkjunni. Er hægt að spila hvaða tónlist sem er í messu: Já, það finnst mér. Eins lengi og hún hefur rétta boðskapinn. Varstu sáttur með kvöldið: Himinlifandi. Hefði ekki getað gengið betur. Þeytið eggjarauðumar og púður- sykurinn mjög vel saman. Bætið vanilludropunum saman við. Þeytið rjómann og bætið honum varlega út í með sleif. Setjið í form og frystið. Verði ykkur að góðu! Verða fleiri poppmessur á næst- unni: Já, emm strax byrjaðir að hugsa næsta skref. Stefnan er að setja í aðra messu í vor. Hvernig gengur æskulýðsstarf Landakirkju: Mjög vel. Fyrst á haustin erum við með um 150-170 þátttakendur yfir vikuna sem er ein- staklega gott. Fjöldinn jafnast svo út og em um 100 krakkar sem koma í kirkjuna vikulega. Einnig emm við með starf fyrir fatlaða sem er nánast einstakt á landsvísu. Eitthvað að lokum: Ég vil þakka öllum sem létu sjá sig á sunnu- dagskvöldið fyrir komuna. Það er okkur mikilvægt að geta gefið til baka fyrir þann frábæra stuðning sem við höfum fengið undanfarin ár frá Eyjamönnum í gegn um okkar árlegu jólatónleika. Ég vil skora á Björn Brimar, verk- smiðjustjóra ísfélagsins, og óska eftir því að hann komi með eins og eina fermingarveislu svona rétt fyrir vertíðarlok. Þannig að allar húsmœður Vestmannaeyja geti séð hvernig alvöru kokkar fara að. Matgozðingcir vikunnar: Fljótlegar vertíðarbollur og Snickers-ís í eftirrétt Matgæðingur vikunnar er Pétur Fannar Hreinsson. Kirkjur bozjarins: Landakirkja Fimmtudagur 8. mars Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Samvera for- eldra með ungum börnum sínum. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta Landakirkju alla virka daga. Sr. Kristján, 856 1592, vaktsími 488 1508. Kl. 20. Æfing, Kór Landakirkju. Kitty Kovács, organisti og kórstjóri. Kl. 20. Opið hús í KFUM&K- heimilinu hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju. Gísli. Föstudagur 9. mars Kl. 13. Æfing hjá Litlum lærisveinum og Stúlknakómum. Nýir félagar velkomnir. Kitty og Gísli. Sunnudagur 11. mars Kl. 11. Bamaguðsþjónusta með miklum söng, sögum og leikþætti. Bamafræðarar, fermingarböm og prestur. Kl. 14. Föstuguðsþjónusta 3. sunnudag í föstu. „Sælir em þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ (Lk. 11) Fermingarböm lesa úr Heilagri Ritningu. Kór Landa- kirkju. Organisti Kitty Kovács. Prestur sr. Kristján Bjömsson. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Mánudagur 12. mars Kl. 11-12. Viðtalstími presta alla virka daga. Vaktsími 488 1508 alla daga. Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferðalag. Vinir í bata. Þriðjudagur 13. mars Kl. 12.45 og 14.40. Fermingar- fræðsla. Kl. 14. ETT, kirkjustarf 11-12 ára. Miðvikudagur 14. mars Kl. 13.30. STÁ, kirkjustarf 6-8 ára. Kl. 14.40. Fermingarfræðsla. Kl. 15. NTT kirkjustarf 9-10 ára. Hvítasunnu- kirkian Fimmtudagur 8. mars Kl. 20:00 Bænastund með brauðs- brotningu. Föstudagur 9. mars Kl. 17:30 Krakkafjör. Sunnudagur 11. mars Kl. 13:00 Samkoma, ræðumaður Vörður Traustason, forstöðumaður Ffladelfíusafnaðarins í Reykjavík, félagar úr mótorhjólaklúbbnum „Trúboðamir“ verða gestir okkar og taka þátt í samkomunni, lifandi lofgjörð. Mánudagur 12. mars Kl. 20:00 Kvennasamvera. Verið hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardaginn 10. mars Kl. 11:00 Samkoman hefst með Biblíufræðslu fyrir böm og full- orðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is Kl. 12:00 Guðsþjónusta. Þóra Sigríður Jónsdóttir prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.