Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012 Erfiður vetur en ekki einsdæmi Það sem af er hefur veturinn verið með þeim leiðinlegri ef miðað er við síðustu ár og jafnvel áratugi. Snjór var yfir í Vestmannaeyjum í nóvem- ber og desember og þá tóku við umhleypingar sem ekki sér fyrir endann á. Stöðugar sunnan- og suðvestanáttir með mikilli ölduhæð hafa gert sjómönnum erfitt fyrir. Veðrið hefur líka haft áhrif á sam- göngur á sjó, landi og í lofti. Þegar rætt var við Oskar Sigurðs- son í Stórhöfða á miðvikudags- morguninn sagði hann þunga öldu við Eyjar og suður í hafi spáði 17 metra ölduhæð. „Það er með því mesta,“ sagði Oskar. „Mér finnst að þessi vetur sé ekkert einsdæmi en það eru orðin ár og jafnvel áratugir síðan við höfum fengið annan álíka. Það hlýtur að vera erfitt að sækja sjóinn. Urkoma frá því í desember og fram í mars er með því mesta sem mælst hefur,“ sagði Oskar. Það staðfesta upplýsingar frá Pálma syni hans sem nú stendur veðurvaktina í Stórhöfða. Hann sagði að metúr- koma hefði verið í Vestmannaeyjum í janúar og Trausti Jónsson, veð- urfræðingur, segir að 19 lægðir hafi gengið yfir landið dagana 29 í febrúar. „Útsynningurinn hefur verið mjög þrálátur en það hafa engin met verið slegin í vindhraða. Ég hélt að hann yrði hvassari á þriðjudagskvöldið þegar kröpp lægð nálgaðist landið. Meðalvindur var þá 30 metrar og mesta hviða fór upp í 38.7 m. En ATLI Aðalsteinsson slær á 17. teig með brimskaflinn í bakgrunni. Mynd Óskar Pétur. meðalvindur hefur aldrei farið yfir 40 m í vetur. Pálmi, sem tók við af föður sínum 2088, er fjórði ættliðurinn í Stór- höfða. Áður hafði Óskar staðið vaktina, fyrst með föður sínum en frá 1965 til 2008 var hann ábyrgur fyrir veðurathugnum. Núna tekur hann eina athugun á sólarhring en kíkt er á veðrið átta sinnum á sólarhring. Séra Kristján fylgist með við- ræðum við Evrópusambandið -Skipaður af utanríkisráðherra í samráðshóp - Fá aðgang að öllum gögnum þá umræðu erfiða. Hitt er líka ljóst að spil- að hefur verið glæfralega með fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar með ábyrðgarleysi í banka- og viðskipalífi og útrásarruglið hefur verið okkur dýr skóli og mikill skaði. Deiliskipulag ísfélags við FES Strandvegi: Tankar ekki yfir 25 metra Á fundi framkvæmda- og skipu- lagsráðs fór Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og bygg- ingafulltrúi, yfir innsendar til- lögur að deiliskipulagi á athafna- svæði fiskimjölsverksmiðju Is- félagsins, FES. Líka þær umsagnir sem borist hafa vegna deiliskipulagstillög- unnar sem eru frá Siglinga- stofnun, Fomleifavemd og Heil- brigðiseftirliti Suðurlands. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna en leggur áherslu á að hæð tanka fari ekki yfir 25 m. hæð. Þá tekur ráðið fram að stækkun viðlegukants austan Nausthamarsbryggju, samkvæmt deiliskipulagstillögu, er ekki á framkvæmdaáætlun hafnarinnar. Málefni smábáta til umræðu Fyrir ráðinu lá erindi frá 3H vegna sorphirðugjalda Bravo VE 160. Óskað var eftir því að gjaldið verði endurskoðað. Ráðið kvaðst ekki geta orðið við erindinu en um er að ræða annars vegar grunngjald sem lagt er á öll fyrirtæki í rekstri sem hljóðar upp á 25.798 kr/án VSK á ári, óháð hvaða starfsemi fer fram. Hins vegar er um að ræða sorp- gjald skv. gjaldskrá Vestmanna- eyjahafnar sem hljóðar upp á 1.331 kr/án VSK á mánuði fyrir báta undir 10 BRT. Jafnframt samþykkti ráðið að boða eigendur smábáta sem nýta flotbryggjur til fundar innan skamms þar sem farið verður yfir hagsmunamál sem varða báða aðila þar á meðal sorpmál og flot- bryggjur. Séra Kristján Bjömsson hefur verið skipaður í samráðshóp í tengslum við samningaviðræður um aðild Islands að Evrópusambandinu. Tuttugur og fimm einstaklingar af öllu landinu em í hópnum, skipaðir af utanríkisráðherra. í tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu kemur fram að með hópnum sé lögð áhersla á að styrkja enn frekar þátttöku ólíkra einstaklinga og þjóð- félagshópa í aðildarviðræðunum og tryggja að Islendingar fái hlutlægar upplýsingar um Evrópumálin. Við val í hópinn var sérstök áhersla lögð á kynjajafnvægi, jafnvægi milli landshluta, höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis sem og andstæð sjónar- mið í Evrópumálum. „Helstu hagsmuna- og félagasam- tök á íslandi eiga nú þegar beina hlutdeild í samningaviðræðunum við Evrópusambandið í gegnum fulltrúa sína í þeim tíu samninga- hópurn^ sem starfa með samninga- nefnd Islands en í þeim starfa tæp- lega 200 manns,“ segir í tilkynning- unni. Séra Kristján sagði í samtali við Fréttir að fyrsti fundur hafi verið haldinn í síðustu viku. „Ég reyndar komst ekki á fundinn en mér líst vel á að starfa með Salvöru Nordal, for- manni, og þessum breiða hópi. Hlutverk okkar verður að fylgjast með samningaviðræðunum og þegar fram í sækir verðum við til samráðs við samninganefndina. Við fylgj- umst með gangi samninganna í gegnum ráðherra og aðalsamninga- mann íslands, Eyjamanninn Stefán Hauk Jóhannesson, en þau gera okkur grein fyrir gangi viðræðnanna og við munum svo meta það hvernig og hvort samningsmarkmið eru að nást í viðræðunum. Þegar fram í sækir kemur einnig í hlut þessa sam- ráðshóps að vinna að kynningu þessa stóra máls.“ Ertu fylgjandi inngöngu Islands í ESB eða á móti? „Ja, það er nú það,“ svaraði Kristján hlæjandi. „I raun og veru er þetta ekki alveg svo einfalt því mér líst ekki illa á samningsmark- miðin. Hins vegar er það mitt mat núna að það sé mjög hæpið að Island nái öllum sínum markmiðum í viðræðunum. Ef þau nást, eru vissulega margir kostir fyrir Island innan ESB en það er algjörlega fráleitt að semja af sér varðandi t.d. stjóm sjávarútvegs og stöðu íslensks landbúnaðar. Ég hef verið algjörlega á móti aðild að ESB vegna spum- ingarinnar um fullveldi Islands og bjartrar framtíðar okkar sem sjálf- bært land hvað varðar orkumál, landbúnað og sjávarútveg. Það vantar að vísu verulega á að almenningur tengi sig við fisk- veiðarnar, sem gerir þá umræðu erfiða. Hitt er líka ljóst að spilað hefur verið glæfralega með fjárhags- legt sjálfstæði þjóðarinnar með ábyrgðarleysi í banka- og viðskipa- lífi og útrásarruglið hefur verið okkur dýr skóli og mikill skaði.“ Næsti fundur hópsins er um miðjan mars en þeir 25 sem eru í hópnum starfa í sjálfboðavinnu. „Það er gott að vera sjálfboðaliði vegna stöðu okkar gagnvart samninganefndinni, ráðherra og ríkisstjóm, en það er líka gefandi að fá að vinna þegn- skylduvinnu í þessu stóra máli þjóðarinnar," sagði Kristján. Auk formannsins, Salvarar Nordal, eru Guðni Th. Jóhannesson, sagn- fræðingur, og Ágúst Sigurðsson, lektor Landbúnaðarháskóla íslands, varaformenn. Aðrir í hópnum em m.a. Aðalheiður Héðinsdóttir, for- stjóri Kaffitárs, Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, Ari Teitsson, bóndi og fyrrverandi for- maður Bændasamtaka Islands, Ást- hildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar Iðju, Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður og framkvæmdastjóri Stálskipa, Hanna Katrín Friðriksson, forstöðu- maður viðskiptaþróunar Icepharma, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, for- maður Landssambands eldri borg- ara, Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, Knútur Rafn Ármann, ferðaþjónustu- og garð- yrkjubóndi, Friðheimum, Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna, Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og fyrr- verandi formaður stúdentaráðs Háskóla fslands, Margrét Pála Ól- afsdóttir, leikskólakennari og for- stöðumaður Hjallastefnunnar, Marta Miijam Kristinsdóttir, háskólanemi og formaður AUS, alþjóðlegra ung- mennaskipta, Peter Weiss, forstöðu- maður Háskólaseturs Vestfjarða, Ragnar Arnalds, fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heil- brigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, Stefán Þór Helgason, háskólanemi og fyrrverandi varafor- maður stúdentaráðs Háskóla íslands og Stefán Bogi Sveinsson, lög- fræðingur og forseti bæjarstjómar Fljótsdalshéraðs. Júlíus Ingason I Julius @ eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.