Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Qupperneq 9
Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012
10
Skemmtilegir og skapandi dagar í FÍV
Eins og Emma rekur hér í viðtal-
inu við hliðina, var nóg um að
vera á Skapandi dögum í Fram-
haldsskólanum í Vestmanna-
eyjum í síðustu viku. Þegar
blaðamaður renndi við, bæði á
miðvikudag og fimmtudag, var líf
og fjör í skólanum, tónlistin
ómaði frá tónlistarhópnum og í
loftinu var angandi matarlykt frá
matarhópnum. Skapandi dagar
hétu áður Opnir dagar og þar
áður Opin vika en áherslu-
breytingin nú er af hinu góða.
Nú fá nemendur einingu ef þeir
taka þátt og eins og Emma segir,
þá skapa þau meira nú en áður.
Skapandi dögum lauk svo með
árshátíð skólans, sem var haldin
síðastliðið föstudagskvöld í
Höllinni. Arshátíðin bar þess
greinileg merki að áherslubreyt-
ing hefur orðið á Skapandi
dögum því árshátíðin í ár var
afskaplega glæsileg. Nemendur
mættu allir í sínu fínasta og
starfsfólk skólans fjölmennti
einnig, sem er alltaf ánægjulegt.
Einsi kaldi sá um matinn af sinni
alkunnu snilld og skemmtiatriðin
voru ágæt. Atriði tónlistar-
hópsins stóð þó upp úr en
hópurinn flutti fjögur lög og
gerði það hreint frábærlega og
sýndi að í Framhaldsskólanum er
mjög hæfileikaríkt ungt fólk.
Auk þess voru sýnd myndbönd,
ljósmyndir og svo var óvænt
skemmtiatriði þegar drengja-
bandið Boyschool Drama kom
fram. Hápunkturinn var svo
verðlaunaafhending en ekki voru
reyndar allir sáttir við verðlaunin
sem þeir fengu, sem er að mörgu
leyti skiljanlegt. En allt er þetta
gert í gamni og enginn gekk sár
frá.
Árshátíðinni lauk svo með
fjörugu balli þar sem Gummi
Tóta, DJ Henok og hljómsveitin
Agent Fresco héldu uppi stuðinu
langt fram á nótt.
Herra ogfrúFÍV, knattspyrnumennirnir Kjartan Guðjónsson ogSóley Guðmundsdóttir.
GunnarKarl Haraldsson tók sérfrífrá endurhæfingu ogskaust
á árshátíð FÍV en með honum á myndinni er Grímur Sölvason.
Rósa Sólveig Sigurðardóttir ogRakel Hlynsdóttir voru flottar
í útvarpinu.
Drengjasveitin Boyschool Drama tók sig vel út og strákarnir í bandinu voru flottir, þangað til þeirfóru
að syngja. Skemmtilegt atriði þar sem gert var grín að væmnum drengjasveitum.
Hjörtur Friðriksson verður
fulltrúi FÍV í Söngvakeppni
framhaldsskólanna
Kristín Sólveig Kormáksdóttir ogHaukur Jónsson sáu til þess að
enginn fór svangur út, ekki einu sinni þau sjálf.
Arna Hlín Ástþórsdóttir var
ekki alveg viss með deigið.
Árshátíðarhópi Skapandi daga tókst vel upp. Þau sáu um aðfæra Höllina í árshátíðarbúning en þema
árshátíðarinnar í ár vargamlar bíómyndir.
Aníta Marý málaði þessa
flottu mynd afBob Marley.