Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012
11
PÉTUR JÓHANN OG ÞORSTEINN - Við Pétur erum ólíkir en miklir félagar og þetta smellur ágætlega
saman, segir Þorsteinn.
Pétur Jóhann og Þorsteinn í Höllinni á föstudaginn:
Eins og að standa
ofan á snjóskriðu
-Krafturinn er svo mikill, segir Þorsteinn um sal sem
er í hláturskrampa - Spenntur að koma til Eyja
Pétur Jóhann Sigfússon og Þor-
steinn Guðmundsson verða með
uppistand í Höllinni næsta föstu-
dagskvöld, 9. mars. Þeir félagamir
hafa verið með skemmtunina
Steini, Pési og gaur á trommu, í
Gamla bíó undanfarið, auk þess
sem þeir hafa sýnt uppistandið á
Akureyri. Og nú liggur leiðin til
Eyja en þeir félagar skemmtu hér
fyrir um það bil tveimur árum,
fylltu þá Höllina og það má alveg
búast við svipaðri stemningu núna.
„Við erum búnir að vera með
þetta uppistand í Gamla bíó frá því
í haust, erum komnir upp í tuttugu
sýningar og vorum með tvær
sýningar á Akureyri um þar síðustu
helgi,“ sagði Þorsteinn þegar Fréttir
náðu tali af honum á þriðjudag en
þá var hann staddur á Isafirði og
hafði skemmt menntskælingum í
hádeginu.
„Þetta er hreint og tært uppistand.
Við Pétur skiptumst á að koma
fram og milli atriða sér Helgi
Svavar Helgason, tónlistarmaður,
um að hrista upp í liðinu og er með
trommusett sem hann hefur sér-
hannað fyrir bakið á sér og labbar
um með það.
Þið Pétur Jóhann hafið áður
skemmt saman íEyjurn?
„Ég var að skemmta hjá ykkur
fyrir ári og svo vorum við Pétur
Jóhann að skemmta saman fyrir
tveimur eða þremur árum síðan.
Þetta er auðvitað nýtt prógramm og
öðruvísi. Þetta er efni sem við
unnum hvor í sínu lagi og við
höfum safnað í sarpinn, þetta eru
brandarar og pæling um lífið og
tilveruna. Við Pétur erum ólíkir en
miklir félagar og þetta smellur
ágætlega saman. Við breyttum
heilmiklu þegar við skemmtum á
Akureyri og sýningin þróast
svolítið eftir stöðunum sem við
skemmtum á, fólkinu og svo því
sem er að gerast í þjóðfélaginu
hverju sinni þó svo að kjaminn sé
sá sami,“ sagði Þorsteinn og var
því næst spurður hvort það væri
mikill munur á því hvar hann væri
að skemmta.
„Það er alltaf munur og margir
þættir spila þar saman. Það er
munur á því að skemmta klukkan
átta eða ellefu að kvöldi, á fimmtu-
degi eða laugardegi og svo fram-
vegis. Það hefur alltaf verið góð
stemning hjá okkur og við höfum
ekki lent í neinum vandræðum með
salinn. Því fleiri sem eru í salnum
því meira gaman fyrir áhorfendur
og þegar salurinn fer af stað og er í
hláturskrampa þá er það svo auð-
velt fyrir okkur. Það er eins og að
standa ofan á snjóskriðu, krafturinn
er svo mikill og það hefur gerst
nokkrum sinnum í þessari sýn-
ingu,“ sagði Þorsteinn og var
spenntur að koma til Eyja og
skemmta Eyjamönnum í Höllinni
en uppistandið byrjar klukkan átta.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir I
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Þær voru flottar konurnar sem mættu í kaffi í Vinaminni í vikunni, allar rauðklæddar. Þetta eru konur sem
starfað hafa á Sjúkrahúsinu og hittast reglulega og viðhalda þannig tengslum.
s
Björn Asgeir sigurvegari í
Eldvarnagetrauninni
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna efndi til árlegs eld-
vamaátaks í nóvember 2011. Öll átta ára böm hér í Eyjum komu á
slökkvistöðina og voru frædd um eldvamir og öryggismál og þeim síðan
gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2011.
Góð þátttaka var í Eldvamagetrauninni, sem einnig birtist í barnablaði
Morgunblaðsins. Nöfn 33 bama víðs vegar af landinu hafa verið dregin úr
innsendum lausnum. Eitt bamanna var héðan úr Eyjum, Bjöm Asgeir
Kristjánsson. Hann mætti á slökkvistöðina til að taka við viðurkenningu
og verðlaunum 3. mars 2012.
„Við í Slökkviliði Vestmannaeyja viljum þakka öllum 8 ára bömum í
Eyjum fyrir veitta aðstoð í eldvömum á hcimilum," segir í fréttatilkynn-
ingu frá Slökkviliði Vestmannaeyja en því stýrir Ragnar Baldvinsson.
Frekar rólegt hjá lögreglu:
Skemmdarverk við Landakirkju
Rólegt var hjá lögreglunni í síðustu
skemmtistöðum bæjarins enda
mikil vinna til sjós og lands.
Eitthvað þurfti þó lögreglan að
aðstoða fólk vegna ölvunará-
stands. Einn þurfti aðstoða við að
komast undir læknishendur þar
sem sauma varð hann en hann
hafði dottið og skorið sig illa á
augabrún.
Tilkynnt var um að skemmdir á
ljóskösturum á lóð Landakirkju um helgina. Sparkað hafði verið í þá og
gler og pemr brotnar.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um geranda eru beðnir að láta lögregluna
vita.
viku og frekar fámennt á
Matreiðslumaður Norðurlanda 2012:
Gísli Matthías meðal keppenda
Gísli Matthías Auðunsson, sem ætlar að opna veitingastað í Magnahúsinu,
keppir fyrir hönd Islands um titilinn
Matreiðslumaður Norðurlanda 2012.
Keppnin verður í Heming í Danmörku
þriðjudaginn 20. mars.
Fimm matreiðslumenn frá öllum
Norðurlöndunum keppa auk þess sem
hvert land sendir nema eða svein sem
ekki er orðinn 23 ára á keppnisdag.
Gísli Matthías Auðunsson er 22 ára
matreiðslumaður en hann lærði fræði
sín á tímabilinu 2008 og útskrifaðist í
desember 2011 í Turninum í Kópa-
vogi hjá frænda sínum Sigurði Gíslasyni, en Stefán Ingi Svansson er
meistari hans.
Af Eyjar.net.
Vaxtasamningur Suðurlands:
Styrkir til eflingar nýsköpun og
samkeppnishæfni
Vaxtarsamningur Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk til upp-
byggingar klasa og framgangs
rannsóknar og þróunar á sviði
matvæla, ferðaþjónustu og iðnaðar á
Suður-landi.
Óskað er eftir umsóknum um sam-
starfsverkefni í það minnsta þriggja
fyrirtækja sem tengjast nýsköpun með
skýrri verðmætasköpun. Starfsvæði
Vaxtarsamnings Suðurlands markast
af Hellisheiði í vestri og eystri
mörkum Sveitarfélagsins Horna-
fjarðar.
Gerð er krafa til þess að verkefnin styðji atvinnulíf og samfélag
svæðisins.
I boði eru 30 milljónir. Mótframlag verkefnisins þarf að vera að lágmarki
50%. Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir koma saman og vinna að
rannsóknum, þróun og fræðslu njóta alla jafna forgangs. Að auki verður
horft til þess að verkefnið skili ábata og störfum út í samfélagið.
Af Eyjar.net.