Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Page 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012 Anægjulegt stefnumót við Laxness -I boði Sólveigar Unnar, Kittyar Kovács, Astu Steinunnar og Balázs Stankowsky LISTAFÓLKIÐ sem gladdi gesti í Vinaminni á föstudagskvöldið, Ásta Steinunn, Sólveig Unnur, Balázs og Kittý. yj Það er ekki sjálfgefið að ekki stærri bær en Vestmannaeyjar geti teflt fram listafólki í þeim klassa sem tróð upp í Vinaminni þetta kvöld. Sólveig Unnur er frábær söngkona, sama hvar í tónlist hún tyllir niður fæti, Kittý og Balázs eru líka sannkölluð himnasending fyrir okkur og góð viðbót við tónlistarflóru Vestmannaeyja. Halldór Laxness er ekki að þvælast fyrir manni dags daglega, af sem áður var þegar Nóbelsskáldið gnæfði yfir allt og alla í íslensku þjóðfélagi. Var það bæði verðskuld- að og minna verðskuldað enda afköstin ótrúleg sem er ávísun á misjöfn gæði. Það var því gaman að fá tækifæri til þess á föstudags- kvöldið að rifja upp gömul kynni á veitingastaðnum Vinaminni. Ég geri ráð fyrir að íslandsklukk- an sé ennþá kennd í skólum og kannski Sjálfstætt fólk þannig að þráðurinn slitni ekki. Góðs viti er að Heimsljós var jólaleikrit Þjóð- leikhússins og gengur enn. Þetta stefnumót við karlinn í Vina- minni var skemmtilegt uppbrot á hversdagsleikanum. Það var reynd- ar ljóðskáldið Laxness en ekki rit- höfundurinn sem þama var í boði þriggja kvenna og eins karls sem kom inn á lokasprettinum. Viðfangsefnið var lög við ljóð Laxness og þar voru mættar Sól- veig Unnur Ragnarsdóttir, söng- kona, Kitty Kovács, hljómborðs- leikari og Ásta Steinunn Ástþórs- dóttir sem rakti ævi Halldórs og sagði frá tilurð ljóðanna. Það var svo í síðustu lögunum sem Balázs Stankowsky mætti með fiðluna. Ég segi það núna og á vonandi eftir að segja það oft; það er ekki sjálfgefið að ekki stærri bær en Vestmannaeyjar geti teflt fram listafólki í þeim klassa sem tróð upp í Vinaminni þetta kvöld. Og það verður aldrei ofsagt að Sólveig Unnur er frábær söngkona, sama hvar í tónlist hún tyllir niður fæti, Kittý og Balázs em líka sannkölluð himnasending fyrir okkur og góð viðbót við tónlistarflóru Vest- mannaeyja. Skilningurinn var til staðar En það þarf meira til en að syngja og spila á hljóðfæri, tilfinning og skilningur á því sem flutt er þarf að vera til staðar, eigi allt að ganga upp. Og það vantaði ekki hjá lista- fólkinu þetta kvöld. Sólveig Unnur og Kittý náðu líka einstaklega vel saman og leyndi sér ekki að mikil vinna lá að baki. Framlag Ástu Steinunnar var líka frábært og hefur kostað mikla vinnu. Allt þetta hleypti huganum á flug og rifjaði upp stundir með Halldóri sem ná langt aftur enda mamman Laxnessaðdáandi mikill. Og vissulega hafði hann áhrif, kom manni niður á jörðina í við- horfi til persónanna í Islendinga- sögunum með Gerplu. Dró mann í gegnum dekksta kaflann í sögu þjóðarinnar í Islandsklukkunni þar sem Jón Hreggviðsson tók hlut- skipti sínu af æðruleysi með hæfi- legri blöndu af kaldhæðni sem kannski er sá eiginleiki sem varð til að bjarga íslensku þjóðinni í gegn- um það helvíti á jörð sem Island var fyrir ekki svo löngu síðan. Og ekki var hún falleg myndin sem dregin er upp í Sjálfstæðu fólki þar sem Bjartur í Sumarhúsum reið ekki feitum hesti frá samskiptum sínum við íhaldið, kaupfélagsvaldið og óblíða náttúru. Ástandið var skelfilegt hjá almenningi fyrir réttri öld þegar sagan gerist. Þá var málið að drepast ekki úr hor og rétt eins og aðrar skepnur hírðist fólkið í torfkofum sem var hinn dæmigerði íslenski sveitabær. Það sem kallað er kreppa í dag verður hálf hjákát- legt í þeim samanburði og þeir sem sjá þennan tíma í ljóma vaða villur vegar. Gaf út sína fyrstu bók 17 ára Allt kemur þetta líka fram í kvæð- um hans sem hafa kveikt neista hjá íslenskum tónskáldum sem hafa samið tónperlur sem sumar eru með því besta í íslenskum tónbók- menntum. „Halldór Kiljan Laxness átti gríðarlega viðburðaríka ævi. Ekki verður hægt að fara í gegnum öll þau ár sem hann lifði eða öll þau verk sem eftir hann liggja hér í kvöld enda yrðum við þá héma til morguns. En reynt verður að stikla á stóru um ævi hans og verk og svo hvetjum við ykkur að sjálfsögðu til þess að lesa hans frábæru bækur og skáldverk," sagði Ásta Steinunn en Halldór Laxness fæddist þann 23. apríl 1902. Hann gaf út fyrstu bók sína, Bam náttúmnnar, 1919 þá aðeins 17 ára gamall. Of langt mál yrði að telja upp það sem flutt var þetta kvöld en allt small þetta saman, Ásta Steinunn náði að segja sögu Laxness þannig að úr varð heildstæð mynd af manninum Halldóri Killjan Lax- ness sem kom ótrúlega víða við. Áður hefur verið minnst á framlag tónlistarfólksins sem heillaði gesti í Vinaminni þetta kvöld. Þekktustu lögin em, Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal sem er úr leikritinu Silfurtúnglið sem var fmmsýnt 1954. Ekki vom allir sáttir við kveðskap Halldórs og þegar Uglingurinn í skóginu birtist voru viðbrögðin þau að, Halldór var sviptur skáldalaun- um. Við það samdi Jórunn Viðar frábært lag. Sagði Halldór að það hefði orðið sitt dýrasta kvæði. Maístjaman er eitt kunnasta ljóð Halldórs og sinn þátt í því á frábært lag Jóns Ásgeirssonar og það var lokalagið þetta kvöld utan upp- klappslagsins. Þar með lauk frábærri kvöldstund þar sem undirritaður naut frábærs félagsskapar tveggja stelpna, Freyju á Nýlendu og Steinunnar Einars myndlistarkonu. Helga Jóns og Amór, sem eiga og reka Vinaminni, eiga heiður skilið fyrir framtakið. Og eftir því sem mér skilst er veislunni ekki lokið því eftir em tónleikar þar sem lög við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Tómasar Guðmunds- sonar verða tekin fyrir. Tilhlökk- unarefni. Omar Garðarsson I omar@ eyjafrettir. is Kröftug æsku- lýðsmessa Það var sleginn óvenjulegur tónn í Landakirkju á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar á sunnudaginn. Þar hljómuðu lög U2 sem með öllum sínum trúarlegu tilvitnun- um eiga yel heima í kirkju. Leikhúsbandið, Gísli Stefáns- son, Birgir Nfisen og Högni Hilmisson ásamt söngvumnm Sísí Ástþórsdóttur, Birki Högna- syni og Sindra Frey Guðjónssyni fluttu lögin sem var raðað upp eins og í venjulegri messu, Éimm fyrir predikun og tvö á eftir. Þama hljómuðu lögin Wake Up Dead Man, Sunday Bloody Sun- day, All I Want Is You, Still Haven’t Found, Pride (In the Name of Love) fyrir predikun og One og With or Without You að henni lokinni. Gísli var þama í tveimur hlut- verkum, sem tónlistarmaður og æskulýðsfulltrúi Landakirkju. Flutti hann bráðskemmtilega predikun þar sem hann lagði áherslu á að kirkjan er vettvangur fyrir ungt fólk. Krakkar úr Æsku- lýðsfélaginu lásu úr ritningunni og séra Guðmundur Öm þjónaði fyrir altari. Gestir vom 126 og kunnu að meta það sem þama var boðið upp á. KRAKKAR úr Æskulýðsfélagi Landakirkju lásu upp úr Ritningunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.