Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012 15 Skák: íslandsmót skákfélaga B-sveitin í 2. deild - A-sveitin í þriðja sæti og C-sveit áfram í 3. deild PÁLL Magnússon, útvarpsstjóri og Karl Gauti Hjaltason tefldu hlið við hlið fyrir hönd C-sveitar Taflfélags Vestmannaeyja. íþróttir Knattspyrna: Tryggvi frá í 3-6 mánuði íþróttamaður ársins í Vestmanna- eyjum, knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson þarf að taka sér hvfld frá knattspyrnu- iðkun næstu þrjá til sex mánuðina að því að fram kemur á Vísi.is. Þar segir að Tryggvi hafi fengið svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfann og þurfi að taka sér hvfld. Hann muni því ekki spila knatt- spymu fyrr en í júní, jafnvel ekki fyrr en í september. „Ég var búinn að vera slæmur aftan í kálfanum og hef ekkert skánað þrátt fyrir mikla sjúkra- þjálfun. Þá fór ég í ómskoðun þar sem tappinn kom í ljós,“ sagði Tryggvi í samtali við Vísi.is en Tryggvi segist vera kominn á blóðþynningarlyf. Elísa í byrjun- arliði íslands Elísa Viðarsdóttir, leikmaður ÍB V, var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, þegar liðið lék gegn Kína í Algarve Cup í Portúgal. Elísa hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Þýskalandi og Svíþjóð en Elísa stóð sig svo vel í leiknum gegn Kína að hún hélt sæti sínu í byrjunarliðinu í næsta leik, gegn Dönum. Systir hennar, Margrét Lára var einnig í byrjun- arliðinu gegn Kína en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, í leiknum gegn Dönum. Guðmundur til reynslu hjá Hoffenheim Guðmundur Þórarinsson, leik- maður ÍBV er þessa dagana staddur hjá þýska úrvalsdeildar- liðinu Hoffenheim. Guðmundur fór út á mánudaginn og mun dvelja hjá liðinu í um viku þar sem hann reynir að heilla forráða- menn félagsins. Guðmundur hefur verið í ÍBV í rúmt ár og lék yfirleitt sem sóknartengiliður síðasta sumar. f æfingaleikjum í vetur hefur hann hins vegar verið í hlutverki vamartengiliðs og staðið sig vel í því hlutverki. Guðmundur kom til ÍBV frá Selfossi og á að baki 20 landsleiki með U-17, U-19 og U-21 árs landsliðum íslands. Getraunir hjá KFS: 9 milljón króna vinningur Sex aðilar sem tippa hjá Hjalta Kristjánssyni, getraunastjóra og þjálfara KFS, duttu heldur betur í lukkupottinn um helgina. Seðill sem þeir sameinuðust um reyndist vera með 13 rétta en aðeins tveir seðlar á landinu náðu því. Vinn- ingurinn var tæpar 9 milljónir en það var Hjalti sjálfur sem tippaði fyrir hópinn. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem 13 réttir koma upp á seðli hjá KFS. Alls gerðist það tólf sinnum á síðasta ári en vinn- ingurinn nú er sá langstærsti sem hefur komið til félagsins. Þeim sem vilja styrkja KFS er bent á að getraunanúmer félagsins er 904. Um helgina lauk íslandsmóti skákfélaga, en seinni hluti þess var haldinn á Selfossi. Taflfélag Vestmannaeyja sendi þrjár sveitir til leiks og tefldi A-sveitin í efstu deild, en þar hefur félagið verið í toppbaráttu um langt skeið. B- og C- sveitirnar voru í 3. deild sem er næstneðsta deildin. Skemmst er frá því að segja að A- sveitin lenti í þriðja sæti með 34 vinninga af 56 mögulegum af þeim 8 sveitum sem keppa í efstu deild. Lokastaðan í 1. deild 1. Taflfélag Bolungarvíkur 42,5 vinninga, 12 stig. 2. Taflfélagið Hellir 35 vinninga 8, stig. 3. Taflfélag Vestmannaeyja 34 vinn- inga, 10 stig. A-sveit TV í seinni hlutanum var skipað eftirtöldum: Jon Ludvig Hammer (2615), Helgi Ólafsson (2523), Henrik Danielsen (2521), Sebastian Maze (2500), Ingvar Jóhannesson (2333), Kristján Guðmundsson (2277), Þorsteinn Þorsteinsson (2237) og Bjöm Ivar Karlsson (2231). Árangur Björns Ivars Karlssonar vakti athygli en hann hlaut 6 vinn- inga úr 7 skákum en Helgi Ólafsson náði einnig góðum árangri, 4,5 vinninga í 6 skákum. í 3. deild var háð mikil barátta og var B-sveit Taflfélags Vestmanna- eyja í toppbaráttunni, en C-sveitin sem var nýkomin upp í deildina háði baráttu um að halda sæti sínu þar. Alls keppa sextán sveitir í deildinni og var hart barist um öll sæti. Að lokum fór þannig að B-sveitin sigraði í deildinni og teflir því í 2. Á morgun, föstudag, tekur kvennalið ÍBV á móti efsta liði N1 deildarinnar, Fram, í Eyjum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 en ÍBV er í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar. Sigur gegn efsta liðinu myndi hjálpa Iiðinu gífurlega í þeirri baráttu. ÍBV lagði FH að velli í síðustu viku 19:20 en þrátt fyrir að FH sé neðst í deildinni, var leikurinn Jafn og spennandi allan tímann. IBV varð þó fyrir áfalli þegar leik var lokið því annar dómari leiksins ákvað þá að gefa Ivana Mladenovic, línu- manni ÍBV, rautt spjald fyrir litlar sakir. Samkvæmt heimildum Frétta var dómgæslan í leiknum afar léleg og sagði Mladenovicic: „Good ref- eree“ og klappaði fyrir dómaranum eftir að lokaflautið gall. Það sem verra er, leikmaðurinn fær leikbann þar sem um var að ræða svokallað rautt spjald með skýrslu, sem þýðir umsvifalausteinnleikíbann. Sömu heimildir herma að forsvarsmenn ÍBV hafi mótmælt dómnum harð- lega en leikbannið var staðfest á þriðjudag. Mörk IBV: Ester Óskarsdóttir 8, Drífa Þorvaldsdóttir 3, Grigore Ggorgata 3, Marian Tbojovic 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1, Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Ivana Mladenovic 1, Aníta Elíasdóttir 1. Stuðningurinn skiptir máli En leikurinn gegn Fram verður vafalaust erfiður, ekki síst þar sem í liðið vantar línumanninn sterka sem hefur spilað vel í undanförnum deild að ári. C-sveitinni tókst svo með naumindum að forða sér frá falli. Það er því ljóst að á næsta ári verður Taflfélagið með sveitir í öllum deildum íslandsmótsins, en þeim árangri hefur félagið aldrei náð fyrr. Lokastaðan í 3. deild 1. Taflfélag Vestmannaeyja B-sveit 30, 5 vinninga, 12 stig. 2. Taflfélag Garðabæjar A-sveit 30,5 vinninga, 11 stig. 3. Selfoss A-sveit 24,5 vinningar, 10 stig. Taflfélag Vestmannaeyja C-sveit 20 vinningar, 5 stig. Með B sveitinni tefldu þeir Björn Freyr Björnsson (2164), Bjami leikjum. „Jú þetta verður erfitt, sérstaklega þar sem við höfum ekki línumanninn okkar. En við getum alveg unnið þær, ég trúi því,“ sagði Ester Óskarsdóttir í samtali við Fréttir. „HK er búið að hjálpa okkur aðeins í þessari baráttu um 3. sætið með því að tapa en við verðum samt að halda okkar striki og vinna alla þá leiki sem við getum. Við getum alveg unnið Fram en þá þurfum við góðan stuðning áhorfenda, sem hafa verið frábærir í allan vetur.“ Ætlar sér í lokahópinn Ester var í vikunni valin í 19 manna æfingahóp íslenska A-landsliðsins í handbolta en íslenska liðið leikur Hjartarson (2093), Ægir Páll Frið- bertsson (2194), Nökkvi Sverrisson (1933), Tómas Veigar Sigurðarson (1938), Sverrir Unnarsson (1928), Kjartan Guðmundsson (1993), Andri Valur Hrólfsson og Mikael Starosta. Sverrir Unnarsson gerði sér lítið fyrir og vann allar sjö skákir sínar en sonur hans, Nökkvi fékk 5 vinninga af 7. Þá fékk Tómas Veigar 6 af 7 mögulegum vinningum. í C-sveitinni tefldu þeir Óli Á. Vilhjálmsson, Lúðvík Bergvinsson, Páll Ammendrup, Daði Steinn Jónsson, Kristófer Gautason, Stefán Gíslason, Gunnar Salvarsson, Óli Hermannsson, Páll Magnússon og Karl Gauti Hjaltason. heima og heiman gegn Sviss í lok mánaðarins. Ester hefur ekki áður verið valin í landsliðshóp Islands. „Jú, þetta kom skemmtilega á óvart en mér fannst ég auðvitað eiga þetta skilið. En þetta hefur verið draumur lengi, að komast að í landsliðinu en þetta er 19 manna æfingahópur sem verður svo skorinn niður í 16 leik- menn fyrir leikina úti. Ég auðvitað ætla mér að komast í lokahópinn en samkeppnin er hörð. Ætli við séum ekki þrjár eða fjórar sem erum að berjast um skyttuhlutverkið en svo gæti þjálfarinn líka notað mig sem leikstjórnanda. Ég get allavega spilað báðar stöðumar,“ sagði Ester. íþróttir Handbolti: Öruggur sigur á botn- liðinu Karlaliði ÍBV urðu ekki á nein mistök gegn botnliði 1. deildar- innar í handbolta, Fjölni, þegar liðin áttust við í Eyjum um síðustu helgi. Eyjamenn vom sterkari allan tímann og unnu sannfærandi sigur 28:18 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14:8 ÍBV í vil. Magnús Stefánsson var at- kvæðamikill í sóknarleik IBV og þá átti Einar Gauti Ólafsson góða innkomu inn í lið IBV. Einar Gauti hefur verið frá vegna meiðsla í allan vetur en mætti sterkur til leiks og skoraði fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Nú er þremur umferðum af fjómm lokið í 1. deildinni og fimm leikir eftir. Eins og sjá má á stöðunni eiga Eyjamenn enn möguleika á að ná þriðja sætinu en annað sætið er eins og er full langsótt, hvað þá það efsta. Það gæti verið gott að enda í þriðja sæti þar sem liðin í öðru og þriðja sæti mætast í umspilinu um laust sæti úrvalsdeild í vor og hins vegar næstneðsta liðið í úrvals- deild og liðið í fjórða sæti. Heimaleikjaréttur ÍBV í um- spilinu virðist því vera úr sögunni. Næsti leikur ÍBV er gegn ÍR á útivelli á laugardag en strákamir taka svo á móti Selfossi í Eyjum á þriðjudag. Mörk ÍBV: Magnús Stefánsson 7, Pétur Pálsson 5, Einar Gauti Ólafsson 4, Theodór Sigurbjörns- son 4, Grétar Þór Eyþórsson 4, Sigurður Bragason 2, Brynjar Karl Óskarsson 1, Vignir Stefáns- son 1. Varin skot: Kolbeinn Amarson 11, Haukur Jónsson 4. 1. deild karla ÍR 15 10 3 2 446:399 23 Víkingur 15 10 1 4 395:350 21 Stjaman 15 8 2 5 431:399 18 ÍBV 15 8 0 7 415:393 16 Selfoss 15 4 4 7 389:383 12 Fjölnir 15 0 0 15 298:450 0 Framundan Fimmtudagur 8. mars Kl. 21:00 Víkingur R.-ÍBV Lengjubikar karla, fótbolti. Föstudagur 9. mars Kl. 17:50 Haukar 1-ÍBV 4. flokkur karla, AB, handbolti. Kl. 20:00 Fylkir-ÍBV 2. flokkur kvenna, fótbolti. Laugardagur 10. mars Kl. 11:00 Breiðablik-ÍBV Meistaraflokkur kvenna, fótbolti. Kl. 13:00 ÍBV-Fram N1 deild kvenna, handbolti. Kl. 13:00 ÍR-ÍBV 1. deild karla, handbolti. Kl. 12:00 Afturelding-ÍBV 5. flokkur karla, ABCD, fótbolti. Kl. 13:30 Fylkir-ÍBV 4. flokkur kvenna, handbolti. Kl. 14:00 KA 1-ÍBV 3. flokkur karla, handbolti. Kl. 14:00 Stjarnan-ÍBV 2. flokkur karla, fótbolti. Kl. 15:00 HK-ÍBV 4. flokkur karla, AB, handbolti. Kl. 15:30 FH 2-ÍBV 3. flokkur kvenna, fótbolti. Sunnudagur 11. mars Kl. 13:00 ÍBV-Selfoss 4. flokkur kvenna, handbolti. Kl. 13:00 ÍBV-Grótta 5. flokkur kvenna, AB, fótbolti. Kl. 16:00 Fjölnir-ÍBV 2. flokkur kvenna, fótbolti. Þriðjudagur 13. mars Kl. 19:30 ÍBV-Selfoss 1. deild karla, handbolti. I\I1 deild kvenna: FH - ÍBV 19:20 Getum vel unnið Fram - Segir Ester Óskarsdóttir sem var valin í landsliðið í vikunni ESTER Óskarsdóttir á ferðinni í leik gegn HK á dögunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.