Fréttablaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Á síðustu
árum hefur
þetta þrettán
hundruð
milljón
manna ríki,
fjölmennasta
lýðræðisríki
heims, gengið
í gegnum
gríðarlega
samfélags-
breytingar og
mikinn
hagvöxt.
Við verðum
að fjárfesta í
samgöngu-
bótum fyrir
fjölbreyttar
samgöngur,
annað er
óhagkvæm
og óarðbær
meðferð
almannafjár.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri
50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður
umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerð-
arinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum
– eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa
árlega. Það eru váleg tíðindi.
Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í
minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent
megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og
fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau
auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum.
Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur
vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð
tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast
f leiri góðir samgöngukostir. Gera þarf f leirum kleift
að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja
meiri tafir.
Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í
breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í
samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenju-
könnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra
ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það
er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum.
Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna,
gangandi og hjólandi versnað til muna.
Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka
hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti
hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert
á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki
breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur ann-
arra borga í samgöngumálum.
Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir
fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og
óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður
að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val
mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn
í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leið-
rétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá
fyrst sjáum við árangur.
Níu milljón stundir
Hildur
Björnsdóttir
borgarfulltrúi
fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í
Reykjavík
Barnaskapur …
Ragnar Önundarson er í
fremstu víglínu eldri borgara á
Facebook þar sem hann sér nú
ofsjónum yfir skipan Áslaugar
Örnu Sigurbjörnsdóttur í emb-
ætti dómsmálaráðherra og spyr
hvort hún eigi ekki frekar heima
í barnamálaráðuneytinu. Þarna
lítur hann að vísu fram hjá því
að Áslaug Arna er á svipuðum
aldri og Ragnar var sjálfur þegar
honum var treyst til að stýra
heilum fullorðinsbanka. Orða-
val heldri borgarans virðulega
styður hið fornkveðna um að
tvisvar verði gamall maður barn
þegar hann segir Sjálfstæðis-
f lokkinn hafa verið einstaklega
„óheppinn í kvennamálum“ og
kallar varaformann hans og frá-
farandi ritara „puntudúkkur“.
… eða elliglöp?
Ragnar vill að Áslaug Arna og
Þórdís Kolbrún sýni þolinmæði
á meðan þær af li sér starfs- og
lífsreynslu sem geri þær verð-
ugar til setu á ráðherrastólum.
Reynsla er þó eitt og þroski
annað og ætla má að þessar
tvær konur hafi nýtt árin vel og
spyrja má hvað það nákvæm-
lega er sem Ragnar hefur öðlast
umfram þær á sínum langa ferli?
Meinfýsni, yfirgangur og dóna-
skapur eru ýmist meðfæddir eða
áunnir eiginleikar og vonandi
hafa „puntudúkkurnar“ þroska
til þess að af þakka þessa úttekt
úr reynslubanka Ragnars
Önundarsonar.
thorarinn@frettabladid.is
Ýmsir erlendir ráðamenn hafa heimsótt Ísland á síðustu vikum. Þar má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara, for-sætisráðherra Norðurlanda, Vladímír Títov, varautanríkisráðherra Rússlands, og nú síðast Mike Pence, varaforseta
Bandaríkjanna. Í þessari viku bætist við enn ein heim-
sóknin sem er ekki síður áhugaverð.
Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, kemur í
dag í opinbera heimsókn. Hann mun meðal annars
funda með forseta Íslands og heimsækja íslensk fyrir-
tæki. Með honum er 36 manna viðskiptasendinefnd
skipuð fulltrúum indverskra fyrirtækja úr ýmsum
atvinnugreinum.
Indland er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Þar
er ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Á
síðustu árum hefur þetta þrettán hundruð milljón
manna ríki, fjölmennasta lýðræðisríki heims, gengið í
gegnum gríðarlegar samfélagsbreytingar og hagvöxt.
Indland er ríki samfélagsandstæðna og breytinga.
Það segir sína sögu að Kovind forseti tilheyrir 200
milljón manna stétt Dalíta sem til skamms tíma voru
taldir til neðsta þreps hins forna indverska stétta-
kerfis og nutu minni réttinda en efri stéttir.
Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum horfa nú til Ind-
lands og aukinnar kaupgetu millistéttar landsins,
alls um þrjú til fjögur hundruð milljónir manna
og myndar einn stærsta neytendamarkað heims.
Indverskir milljónamæringar eru um 200.000 og fer
fjölgandi. Á síðustu árum hefur indverskt viðskipta-
umhverfi verið opnað æ meir fyrir alþjóðaviðskiptum.
Í því skyni hafa stjórnvöld einfaldað reglugerðir og
skattakerfi og aukið vernd fyrir fjárfestingar.
Breska tímaritið Economist áætlar að árið 2031
verði Indland þriðja stærsta hagkerfi heims, stutt af
tilfærslu atvinnu milljóna manna frá dreifbýli til þétt-
býlis. Hætt er við að gríðarlegar samfélagsbreytingar
og misskipting auðs leiði til félagslegrar og pólitískrar
spennu. Vaxandi efnahagslegur máttur muni gera
Indland að áhrifamiklu alþjóðlegu afli sem finni sér
samleið með hagsmunum Bandaríkjanna og Japan. Á
næsta áratug er einnig líklegt að samkeppni við Kína
um áhrif í Suður-Asíu muni aukast enn frekar.
Ísland er lítið hagkerfi sem á mikið undir öflugum
alþjóðasamskiptum. Velferð landsins byggir á virkni
í þessum viðskiptum. Samskiptin við Indland hafa
verið takmörkuð en eru vaxandi. Opnun sendiráðs
Íslands í Nýju-Delí árið 2006 og opnun sendiráðs Ind-
verja hér árið 2008 hefur þar mikil áhrif.
Íslendingar geta sótt á indverskan markað vaxandi
millistéttar með tæknivörur og sérfræðiþekkingu
hvað varðar líftækni, matvinnslutækni og heilbrigðis-
þjónustu. Á síðasta ári heimsóttu um 20 þúsund Ind-
verjar Ísland heim. Allar líkur eru á að þeim fjölgi til
muna á næstu árum.
Íslendingar ættu einnig að geta dregið úr kostnaði
við framleiðslu og þjónustu með meiri samvinnu við
indversk fyrirtæki.
Heimsókn forseta Indlands verður vonandi hvatn-
ing til aukinna viðskipta og samskipta þjóðanna.
Indland
9 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
9
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
A
-6
D
F
0
2
3
B
A
-6
C
B
4
2
3
B
A
-6
B
7
8
2
3
B
A
-6
A
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
8
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K