Morgunblaðið - 31.05.2019, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.2019, Side 1
SM LAND Er þettaástarfíkn? umfjöllunum sjúka á F Ö S T U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  127. tölublað  107. árgangur  SUMARTÍSKAN, FÖRÐUN OG SÓLVARNIR SMARTLAND 48  Morgunblaðið hefur undir hönd- um gögn sem sýna að fyrirtækið Arctic Sea Farm lagði fram þrjár umsóknir nær samhliða því að at- vinnuveganefnd skilaði áliti vegna breytinga á lögum um fiskeldi. Álitið er dagsett 17. maí og birt 20. maí. Til samanburðar lagði Arc- tic Sea Farm fram eina umsókn 16. maí og tvær aðrar 20. maí. Fram kemur í áliti nefndarinnar að við mat á umsóknum verði horft til þess hversu langt þær séu komn- ar í ferlinu fyrir gildistöku laganna. Mágur Gunnars Atla Gunnars- sonar, aðstoðarmanns Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- ráðherra, er stjórnandi hjá Arctic Sea Farm. Lilja Rafney Magnús- dóttir, formaður atvinnuvega- nefndar, segir að næstu daga verði unnið að því að skýra hvaða um- sóknir teljist vera gildar. »6 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í vexti Áformað er að efla fiskeldið. Sóttu um fiskeldis- leyfi samhliða áliti atvinnuveganefndar  Íslendingar sem hafa stundað nám við Jessenius-læknaskólann í Slóvakíu og útskrifast úr lækna- námi í vor eru 29. Næstum tvöfalt fleiri Íslendingar hafa sótt um inn- tökupróf í skólann heldur en í fyrra. Umboðsmaður skólans hér á landi segir að ástæðan fyrir þessum áhuga Íslendinga á skólanum sé fyrst og fremst sú hve skólinn sé góður. »7 Ásókn í slóvakískt læknanám eykst Útlit er fyrir að á komandi skólaári verði metfjöldi leiðbeinenda við kennslu í grunnskólum á Íslandi. Þetta segir formaður Skólastjóra- félags Íslands, Þorsteinn Sæberg, í samtali við Morgunblaðið, en erf- iðlega gengur að ráða í auglýstar stöður í grunnskólum. 600 undanþáguumsóknir til kennslu fyrir næsta skólaár hafa borist undanþágunefnd grunn- skóla. Staðan er mikið áhyggjuefni og mikilvægt er að bregðast við stöðunni sem fyrst. „Af hverju fer ungt fólk ekki að læra til kennara í dag?“ spyr Þorsteinn og segir hið augljósa vera launamálin, þó að málið snúist um marga þætti. Einskorðast ekki við kennara Vandinn varðandi skort á kenn- urum er ekki séríslenskur. Í Sví- þjóð er horft upp á sömu þróun og hér á landi. Launamál og starfsum- hverfi eru einnig umræðuefnið þarlendis. Vandinn á Íslandi einskorðast ekki við kennarastöður því sífellt færri sækja um æðstu stöður í grunnskólum. „Það er af sem áður var þegar auglýstar voru stjórn- endastöður í grunnskólum, þá höfðu menn úr nógu að velja,“ segir Þorsteinn. Aftur eru það launamál sem eiga stóran þátt í áhugaleysi um skólastjórnendastöður en einnig mikið álag í starfi og aðstæður starfsins. »2 Sífellt færri kennara að fá  Metfjöldi leiðbeinenda við kennslu í grunnskólum í haust Alls voru11.300 bílar af- skráðir í fyrra, sem var metár í förgun bíla. Endurvinnslu- fyrirtækið Hringrás er eitt þeirra fyrirtækja sem sjá um slíka förgun en fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins sýnist ekki að dregið hafi úr förgun á þessu ári. Brota- járnið úr bílunum er selt til N- Evrópu eða Tyrklands. »2 Aldrei fleiri bílum fargað en í fyrra Yfirleitt eru bílarnir ónýtir fyrir förgun. Systkinin Áslaug María og Vilhelm Bjartur Ei- ríksbörn una sér vel í Árbæjarhjáleigu þar sem amma þeirra og afi búa. Þau eru vön að umgang- ast skepnurnar á bænum, hesta, kindur og geit- ur. Huðnan Matthildur hnusaði af hendi Áslaug- ar en Vilhelm hélt á nýbornum hafri. »10-11 Morgunblaðið/RAX Vel fer á með börnunum og geitunum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er rétti tíminn til að snúa við hverri krónu og skoða leiðir til að gera betur,“ sagði Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráðherra, um hvernig ríkið ætlar að bregðast við fyrirsjáanlegum samdrætti í tekjum ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs getur mögulega versnað um allt að 35 milljarða á þessu ári og jafn mikið á því næsta, án allra mótvægisaðgerða. Þetta kemur fram í tillögu til þingsálykt- unar um endurskoðun á fjármála- stefnu fyrir árin 2018-2022 sem Bjarni hefur lagt fram á Alþingi. Gripið verður til fjölbreyttra ráð- stafana og segir Bjarni að umfang þeirra sé um tíu milljarðar á ári. Meðal annars er hugmynd um að seinka lækkun bankaskatts um eitt ár. Verið er að endurmeta ýmis út- gjaldaáform eins og t.d. uppbygg- ingu á Stjórnarráðsreitnum og að hliðra eitthvað til ferli uppbygging- ar Nýsköpunarsjóðs. Útgreiðslur vegna þyrlukaupa munu einnig fær- ast til vegna aðstæðna. Unnið hefur verið að ýmsum um- bótaverkefnum til að tryggja betri ráðstöfun opinbers fjár. Útgjöld eru endurmetin og skoðað hvort hægt sé að gera betur. Bjarni segir kröfu gerða um að það skili ákveðinni hag- ræðingu á næstu árum. Eins á staf- ræn opinber þjónusta að skila hag- ræðingu. „Þetta leggst allt saman í allnokkra milljarða sem gerir okkur kleift að stefna að hallalausum rekstri,“ sagði Bjarni. Staðið verður við áform um skattalækkanir en til stendur að lækka tekjuskattinn. Umbætur sem gerðar hafa verið í almannatryggingum og sjúkra- tryggingum á undanförnum árum taka mjög mikið til sín sem þýðir minna svigrúm fyrir aðrar áherslur í ríkisfjármálunum. Bjarni sagði mik- ilvægt að koma í veg fyrir bótasvik en bótakerfin ættu að ná til þeirra sem eru í mestri þörf. Snúa við hverri krónu  Fyrirsjáanlegur samdráttur í tekjum ríkissjóðs  Afkoman getur versnað um allt að 35 milljarða á ári, án mótvægisaðgerða  Gripið til fjölbreyttra ráðstafana MTryggja hallalausan… »4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.