Morgunblaðið - 31.05.2019, Blaðsíða 32
JULBO SPORTGLERAUGU
Opið virka daga frá kl. 10-18 og á laugardögum frá kl. 11-16
NÝTT!
Julbo er franskt gæðamerki sem býður
úrval af útivistar- og íþróttagleraugum.
Eyesland . Grandagarði 13 . sími 510 0110 . www.eyesland.is
SHIELD
Fjallagleraugu fyrir kröfuharða. Henta vel fyrir fjallahjól,
náttúruhlaup og klifur. Högghelt brúnt polariazed gler
sem dökknar úr ljósbrúnu yfir í mjög dökkt gler til að verja
augun fyrir endurkasti frá snjó og vatni.
CHAM
Jöklagleraugu með leðurhlífum. Högghelt grátt gler og spegill,
til að verja augun fyrir endurkasti frá snjó og vatni.
AEROSPEED
Stærst í Aero línunni. Ná hátt upp og henta því vel á racerhjólum.
Glerið dökknar í sól, frá glæru gleri í dökkgrátt. Ekki næm fyrir
hita/kulda og með móðu- og kámuvörn.
AEROLITE
Mjög nett og létt umgjörð. Sérstaklega hönnuð fyrir hlaupara.
Dökknar í sól frá ljósbleiku yfir í brúnt. Skerpir sérstaklega vel á
litum í umhverfinu ásamt því að vernda augun vel.
AERO
Létt og sérstakelga vel hönnuð til að taka á sig vind.
Dökknar í sól úr ljósgulu yfir í brúnt. Hentar sérstaklega vel
í grænu umhverfi, náttúruhlaupi og fjallahjólreiðum.
Reggísveitin Hjálmar leggur nú
land undir fót og heldur í tónleika-
ferð um landið. Mun hún hafa við-
komu á fimmtán stöðum og tilefnið
er útgáfa nýrrar plötu. Ferðalagið
hefst með tónleikum í kvöld í Al-
þýðuhúsinu í Vestmannaeyjum og
lýkur 30. júní með tónleikum í Bæj-
arbíói í Hafnarfirði. Miðasala og
dagskrá má finna á tix.is.
Hjálmar halda í tón-
leikaferð um landið
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Það verður við ramman reip að
draga hjá íslenska landsliðinu í
handknattleik kvenna í umspils-
leikjunum tveimur við spænska
landsliðið þar sem bitist verður um
keppnisréttinn á heimsmeistara-
mótinu sem fram fer í Japan í nóv-
ember og desember á þessu ári.
Fyrri leikur liðanna verður í Malaga
í kvöld. »25
Mikilvægur leikur hjá
íslenska landsliðinu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Íslenski dansflokkurinn (Íd) frum-
sýndi fyrir viku dans- og tónverkið
AIÕN eftir Ernu Ómarsdóttur, list-
dansstjóra flokksins, og Önnu
Þorvaldsdóttur, tónskáld í Gauta-
borg. Gestir tóku verkinu fagn-
andi og erlendir fjölmiðlar hafa
farið fögrum orðum um sýninguna
sem í tilkynningu er sögð
hafa slegið í gegn.
AIÕN verður sýnt á
Íslandi 1. apríl á
næsta ári og verð-
ur það Sinfón-
íuhljómsveit Ís-
lands sem
flytur það
með dans-
flokknum í
Eldborg.
Dans- og tónverki Ernu
og Önnu afar vel tekið
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Góður söngur verður gjarnan enn
betri með undirleik og þegar Mar-
grét Bóasdóttir, söngmálastjóri
þjóðkirkjunnar, var spurð hvort
hún gæti ekki að-
stoðað við að
koma gömlu pí-
anói úr dánarbúi
í góðar hendur
hafði hún sam-
band við fangels-
isyfirvöld á
Hólmsheiði, sem
þáðu gjöfina með
þökkum.
Forsaga máls-
ins er sú að kona
hringdi á Biskupsstofu fyrir
skömmu og sagði að í dánarbúi
móður sinnar, Ástu Magnúsdóttur,
væru orgel og píanó, sem hún hafði
óskað eftir að færu á góðan stað þar
sem einhver kynni að meta þau.
„Erindinu var beint til mín og svo
vildi til að ekki alls fyrir löngu fór
ég með Kvennakór Háskóla Íslands
í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem
við héldum tónleika fyrir fanga,“
segir Margrét. Ekkert hljóðfæri
hafi verið á staðnum og því hafi hún
stungið upp á því að píanóið, sem
danska fyrirtækið Herm. N. Pet-
ersen & Søn framleiddi, færi þang-
að.
Tónlistarfólk velkomið
Halldór Valur Pálsson, forstöðu-
maður fangelsanna á Hólmsheiði og
Litla-Hrauni, segir að gjöfin komi
sér vel. Á hátíðardögum kirkjunnar
sé messa og fangelsispresturinn
hafi oft með sér hljóðfæraleikara og
margir bjóðist til að vera með tón-
listarflutning í fangelsinu. „Það hef-
ur staðið okkur fyrir þrifum að hafa
ekki verið með hljóðfæri á staðn-
um,“ segir hann. Grundvallar-
hljóðfæri eins og píanó skipti sköp-
um.
Að sögn Halldórs er ekki síður
mikilvægt að geta boðið föngum
upp á afþreyingu, sem brýtur upp
rútínuna. „Píanóið hjálpar okkur
mikið,“ segir hann og bendir á að til
dæmis hafi verið fangakór á Litla-
Hrauni og erfitt sé að halda úti slík-
um kór án hljóðfæris. „Víða er vel-
viljað fólk sem hugsar til okkar,“
segir hann og þakkar öllum fyrir
hugulsemina.
„Píanóið verður stillt á næstunni
og ég hef boðist til þess að skipu-
leggja vígslutónleika með fangels-
isyfirvöldum,“ segir Margrét. Hún
bendir á að kórastarf á Íslandi sé
mjög blómlegt og kórar séu dugleg-
ir að fara á heimili aldraðra og
sjúkrahús en ekki sé víst að kór-
félagar átti sig á því að þeir séu vel-
komnir í fangelsin. „Ég vil því láta
það berast til kóra og annarra að
hugsa fyrir því á næsta starfsári að
það gæti mælst vel fyrir ef þeir
bjóðast til þess að heimsækja fang-
elsin og syngja.“
Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, kom
því til leiðar að fangelsið á Kvía-
bryggju eignaðist píanó og sr.
Gunnar Björnsson hafði milligöngu
um að koma píanói á Litla-Hraun.
„Ekki er oft hægt að láta aðra njóta
gjafmildi alls ókunnugs fólks, en
svona „miðilsstarf“ litar hversdag-
inn, sem er að öðru leyti ágætur, og
það er alltaf ánægjulegt að geta
lagt gott til,“ segir Margrét.
Morgunblaðið/Eggert
Á réttum stað Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði, við píanóið í fangelsinu.
Fangelsið besti staðurinn
Fangelsið á Hólmsheiði fékk píanó að gjöf úr dánarbúi
Margrét Bóasdóttir sá um að koma því í góðar hendur
Margrét
Bóasdóttir