Morgunblaðið - 31.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Útskriftar- myndatökur *SENDUM UM LAND ALLT Skoðaðu úrvalið okkar á W D8 0N 64 2 Verð 159.900,- W W 90 M 64 3 Verð 119.900,- W W 80 M 64 2 Verð 139.900,- DV 80 M 62 53 2 Verð 139.900,- Settu hana í gang Með síMaNuM ByltiNg í þvottaheiminum! Þvottavél/Þurrkari Þvottavél Þurrkari Þvottavél 31. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.02 124.62 124.32 Sterlingspund 156.84 157.6 157.22 Kanadadalur 91.78 92.32 92.05 Dönsk króna 18.518 18.626 18.572 Norsk króna 14.172 14.256 14.214 Sænsk króna 12.919 12.995 12.957 Svissn. franki 123.22 123.9 123.56 Japanskt jen 1.1335 1.1401 1.1368 SDR 170.89 171.91 171.4 Evra 138.31 139.09 138.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.731 Hrávöruverð Gull 1283.5 ($/únsa) Ál 1772.5 ($/tonn) LME Hráolía 70.1 ($/fatið) Brent ● Yfirlýsing talsmanns viðskiptaráðu- neytis Kína þykir ýja að því að þarlend stjórnvöld kunni að nota fágæta jarð- mála (e. rare earths) sem vopn í tolla- stríðinu við Bandaríkin. Kína er langstærsti framleiðandi fá- gætra jarðmálma og fullnægir um 80% af eftirspurn Bandaríkjamarkaðar eftir þessum málmtegundum. Jarðmálmar eru ómissandi fyrir fram- leiðslu ýmiss konar hátæknivarnings og hergagna, s.s. endurhlaðanlegra raf- hlaða, tölva, vindtúrbína, ljósleiðara, þotuhreyfla, gervihnatta og leysigeisla. Sautján frumefni flokkast sem fágæt- ir jarðmálmar, þar á meðal lanþan (f. nætursjónauka), neódým og dysprósín (f. rafmagnsbifreiðar), evrópín og prómeþín. Þrátt fyrir nafnið finnast þessir málmar víða, en þó í svo tak- mörkuðu magni að erfitt er og kostn- aðarsamt að grafa þá úr jörðu. „Kína er reiðubúið að mæta eðlilegri eftirspurn annarra landa eftir fágætum jarðmálmum, en það væri óásættan- legt að lönd sem nota kínverska jarð- málma við vöruframleiðslu sína myndu á móti reyna að setja Kína skorður,“ hef- ur Reuters eftir talsmanni ráðuneytisins en hann lét þessi orð falla á blaða- mannafundi á þriðjudag. Fréttaskýrendur höfðu veitt því at- hygli í síðustu viku að Xi Jinping, forseti Kína, gerði sér ferð til jarðmálmanámu fyrr í vikunni og skildu margir það sem vísbendingu um að stjórnvöld myndu beita þessari mikilvægu útflutningsvöru fyrir sig. Í dag eru jarðmálmarnir undan- skildir innflutningstollum í Bandaríkj- unum. Meðal bandarískra fyrirtækja sem eru mjög háð fágætum jarðmálmum eru Lockheed Martin, Raytheon, BAE Sys- tems og Apple. ai@mbl.is Kína með fágæta jarðmálma uppi í erminni Klípa Xi Jinping veit að bandarísk stór- fyrirtæki reiða sig á jarðmálma frá Kína. STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að því að skapa fyrir- tækjum rétta ímynd huga stjórnend- ur yfirleitt fyrst af öllu að útliti vöru- merkis, hvaða yfirbragð er á auglýsingum og hvernig verslanir eða skrifstofurými eru hönnuð. Það síðasta sem þeir hugsa um er hvaða hlutverki rétta hljóðið gæti gegnt. „Og það er einmitt gallinn, því tónlist er fljót- legasta og áhrifa- ríkasta liðin til að vekja tilfinningar hjá fólki,“ segir Björn Þorleifs- son. Björn er tónlistar-neytendafræð- ingur hjá þýsku hljóðmarkaðssetn- ingarstofunni AMP. Hann segir fá dæmi um vel heppnaða hljóðmark- aðssetningu á Íslandi og megi helst nefna smellin lög í auglýsingum líkt og þegar Hreyfill fékk Flosa Ólafs- son til að rappa símanúmer leigubíla- stöðvarinnar. „Enn þann dag í dag situr þetta lag fast í huga almennings og það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar hringja þarf á leigubíl.“ Hávær tónlist til að fæla eldra fólk frá Hljóðmarkaðssetning snýst samt um meira en vel heppnað einkennis- lag og nefnir Björn þekkt dæmi um úthugsaða notkun hljóðs hjá banda- rísku fataverslanakeðjunni Aber- crombie & Fitch. „Þar var hugsunin sú að upplifunin í verslununum væri ekki ósvipuð því að koma á nætur- klúbb. Vöðvastæltur og léttklæddur ungur maður tók á móti gestum, eins og n.k. dyravörður á skemmtistað, og inni í verslununum var dauf lýsing en ljóskösturum beint að fatnaðinum. Loks var spiluð hávær klúbbatónlist og allt var þetta gert til þess að bein- línis fæla eldra fólk frá því að koma inn í verslunina en höfða þeim mun sterkar til ungra viðskiptavina sem höfðu jafnvel ekki aldur til að vera hleypt inn á skemmtistaði,“ útskýrir Björn. Hann bendir líka á að erlendis séu fyrirtæki farin að færast frá því að reiða sig á að láta smellinn lagbút mynda undirstöðuna í hljóðmarkaðs- setningunni. „Einkennisstef getur orðið takmarkandi þegar kemur að því að gera auglýsingar og þess í stað reyna fyrirtæki frekar að skapa sitt eigið. „hljóð-DNA“. Erum við hjá AMP t.d. að vinna verkefni fyrir bíla- framleiðanda á þessum nótum, þar sem fyrst eru samin fimmtán lög sem öll tengjast með ákveðnum hætti inn- byrðis og endurspegla sérkenni fyrirtækisins. Síðan setjum við þessi lög í ólíkan búning svo að úr verður hljóðbanki með 200 lögum til að nota í hvers kyns markaðsstarfi, og má bæta við eftir þörfum með hjálp hljóð-DNA uppskriftarinnar.“ Björn leggur á það áherslu að ekki sé endilega sniðug lausn fyrir fyrir- tæki að borga fyrir tímabundin afnot af lagi, eða taka alls kyns tónlistar- fólk upp á sína arma. Hann tekur sem dæmi þá stefnu Icelandair að hampa íslenskri tónlist, en vanta samt eigið hljóð-DNA. „Hvernig hljómar Icelandair? Flugfélagið hef- ur í raun enga sterka ímynd þegar kemur að hljóði og tónlist, aðra en þá að þegar gengið er um borð í vél- arnar má heyra íslenska tónlist spil- aða.“ Eigi lögin sjálf Að kaupa lag er líka varasamt að því leyti að notkunarleyfið gildir yfir- leitt bara í takmarkaðan tíma. „Það þýðir að ef framleidd er flott auglýs- ing sem nær miklum vinsældum og hún sett á YouTube, þá er hætt við að myndskeiðið þurfi að vera fjarlægt eftir eitt eða tvö ár þegar samning- urinn um notkunina á laginu rennur út,“ segir Björn. „Þessi vandi er úr sögunni ef fyrirtæki eiga sjálf þá tón- list sem þau nota í markaðsstarfi sínu.“ Fyrirtækið þarf að hafa réttan hljóm AFP Árangur Björn nefnir frægt dæmi af bandarískri tískuverslun sem notaði tónlist á úthugsaðan máta til að fæla frá eldra fólk og laða til sín unglinga.  Íslensk fyrirtæki eru á eftir umheiminum þegar kemur að notkun hljóðs og tónlistar í markaðstilgangi  Að þróa „hljóð-DNA“ er betra en að reiða sig á eitt smellið stef Björn Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.