Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU Skiljanlegt er að ákafir stuðn-ingsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu styðji þriðja orkupakkann af sama ákafa.    Þorsteinn Páls-son, sem yfir- gaf Sjálfstæðis- flokkinn vegna ólíkra viðhorfa til aðildar, áttar sig á þessu samhengi. Hann segir í nýjum pistli að nú séu þær aðstæður „að skapast að góð og gild rök standa til þess að setja spurninguna um fulla aðild að Evrópusambandinu aft- ur á dagskrá. Umræður um þriðja orkupakkann hafa opnað dyrnar fyrir þetta mál upp á gátt.“    Þorsteinn sér mikil sóknarfærií samþykkt þriðja orkupakk- ans og segir „að um leið og menn draga fram rökin fyrir að- ild Íslands að innri markaði Evr- ópusambandsins og innleiðingu orkureglna hans veikjast prinsipprökin gegn fullri aðild verulega. Álitamál varðandi fulla aðild velta þá meir á tækni- legum álitaefnum. Nefna má í því sambandi að á grundvelli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika fá engin erlend fiski- skip veiðirétt á íslensku haf- svæði með fullri aðild þótt öðru sé stundum haldið fram.“    Afstaða Viðreisnar, Samfylk-ingar og fleiri slíkra flokka til orkupakkans er skiljanleg.    Afstaða þeirra sem vilja frjálsviðskipti og segjast ekki vilja aðild að Evrópusambandinu en styðja samt orkupakkann er hins vegar óskiljanleg. Þeir mættu hlusta á ofanritaðar ábendingar. Þorsteinn Pálsson Orð til umhugsunar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkislögreglustjóri segir ánægjuefni hvernig ríkisstjórn Íslands brást við nýútkominni skýrslu greiningar- deildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi og þakk- ar starfsmönnum embættisins sem unnu að gerð skýrslunnar. Þetta kemur fram í bréfi sem Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri sendi starfsmönnum sínum í gær. „Þá er sem fyrr ánægjulegt að lesa hvernig skýrslan hefur verið unnin í samvinnu við lögregluemb- ættin og aðra samstarfsaðila. Baráttan við skipulagða glæpastarfsemi nær yfir landa- mæri og er al- heimsvandi,“ er á meðal þess sem segir í bréfi Har- aldar. Hann segir jafnframt að ánægjulegt sé hvernig fjölmiðlar hafi flestir fjallað um skýrsluna með málefnalegum hætti. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn greiningardeildar, eigi hrós skilið fyrir sinn þátt á þeim vettvangi. Skipaður starfshópur Eins og áður segir þakkar Har- aldur ríkisstjórninni fyrir viðbrögð hennar, en dómsmálaráðherra og forsætisráðherra brugðust nokkuð snarlega við niðurstöðum skýrslunn- ar með því að skipa samráðshóp til að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir, forgangsraða þeim og fjármagna. Sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, að það væri mjög mikilvægt að bregðast við þeirri stöðu sem lýst er í skýrslunni af festu og ábyrgð, í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag. Eins og víða hefur komið fram metur greiningardeild ríkislögreglu- stjóra áhættu vegna helstu brota- flokka skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi í mesta áhættuflokki. Hrósar starfsfólki og ríkisstjórn Haraldur Johannessen Hænsnabúið Landnámsegg í Hrísey fékk á dögunum 4,8 milljónir króna í styrk úr frumkvæðissjóði Brot- hættra byggða. Þetta var afgreitt á fundi verkefnastjórnar byggðaþró- unarverkefnisins Hrísey - perla Eyjafjarðar á mánudaginn í síðustu viku en auk Landnámseggja fengu sex verkefni styrki úr sjóðnum, sem voru þó umtalsvert lægri. Sem dæmi fékk Hríseyjarbúðin 400 þús- und króna styrk fyrir skilvirkari ferðir í þéttbýli og Wave Guest- house fékk hálfrar annarrar millj- ónar króna styrk fyrir uppbyggingu snyrtingar. Línurnar að skýrast Í samtali við Morgunblaðið segir bústjóri Landnámseggja, Kristinn Frímann Árnason, að eftir að fyrir- tækið var stofnað árið 2013 séu helstu línur loksins að skýrast. Ný- lega var í húsnæði Landnámseggja settur upp búnaður fyrir hænur og segir Kristinn að áætlað sé að hæn- ur verði komnar inn í húsið innan árs. „Við ætlum að reyna að fylla þetta svona smátt og smátt.“ Þá hef- ur fyrirtækið undirritað sölusamn- ing um eggin við Fjarðarkaup. Landnámshænan öðruvísi Kristinn segir ennfremur að Landnámsegg hefði aldrei getað orðið að veruleika nema fyrir styrk- ina sem fyrirtækið hefur fengið. „Menn hlaupa ekkert inn í banka til að fá lán í svona,“ segir Kristinn og hlær. „Við erum ekki að gera út á iðn- aðarhænuna svokölluðu, hún verpir og verpir á einu ári en landnáms- hænan er öðruvísi. Hún endist betur en verpir ekki daglega,“ segir Krist- inn, sem segir að planið sé að vera með þúsund hændur á búinu, og þá sé viðbúið að um sjö hundruð egg fá- ist á dag. teitur@mbl.is Landnámsegg fást senn í Hrísey  Búið fékk tæpar fimm milljónir Morgunblaðið/Hallur Már Gagg Kristinn áætlar að vera með um þúsund landnámshænur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.