Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, setti inn færslu á samfélags- miðilinn Twitter í gær sem þykir innihalda játningu Trumps á því að Rússar hafi hjálpað honum að kom- ast í Hvíta húsið. „Rússland, Rússland, Rússland! Það var allt sem heyrðist við upphaf þessara nornaveiða … og nú er Rússland horfið af því að ég átti engan þátt í því að Rússland hjálp- aði mér að ná kjöri,“ segir í færslu hans. Er Trump var spurður út í færsl- una neitaði hann því staðfastlega að Rússar hefðu aðstoðað hann við að ná kjöri, eins og hann hefur annars gert hingað til. Yfirlýsingar Trumps koma í kjöl- far þess að Robert Mueller, sér- stakur saksóknari, tjáði sig um rannsókn sem gerð var um aðkomu Rússlands að kosningunum og leiddi í ljós að rússneskir embætt- ismenn hefðu haft áhrif á forseta- kosningarnar árið 2016. Trump sagði í gær að starfsfólk rannsóknarinnar væri „nokkrar af verstu manneskjum í heimi“. ragnhildur@mbl.is Virðist játa og neita aðkomu Rússlands  Misvísandi ummæli Donalds Trumps AFP Trump Hefur lýst rannsókninni sem „risavaxinni áreitni í garð forseta“. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, stóð frammi fyrir stærsta ósigri á sínum pólitíska ferli í gær þegar honum mistókst að mynda stjórnarmeirihluta. Netanyahu kaus af þeim sökum að boða til annarra kosninga, en slíkt er fordæmalaust í Ísrael. Ísraelar munu því ganga að kjör- borðinu á nýjan leik sautjánda september, rétt rúmum fimm mán- uðum eftir að þeir kusu síðast, en síðustu kosning- ar voru í apríl og sigruðu Net- anyahu og hægrisinnaðir bandamenn hans í þeim. Frestur til þess að mynda samsteypu- stjórn rann út á miðnætti mið- vikudags. Þá hafði Netanyahu ekki tekist að fá fyrrverandi varnar- málaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, til að láta af grund- vallarkröfu sinni um að herskylda í Ísrael nái einnig til gyðinga sem aðhyllast orþódox-túlkun á gyðing- dómi. Hrópuðu: „Skömm!“ Netanyahu setti því aðra áætlun í gang og lagði fram tillögu um nýj- ar kosningar fyrir ísraelska þingið. Tillagan var samþykkt snemma í gærmorgun. Þingmenn stjórnar- andstöðunnar voru ósáttir við nið- urstöðuna og hrópuðu: „Skömm!“ í kjölfar samþykktarinnar. Martröð Netanyahu hefði verið að forseti Ísraelsríkis, Reuven Rivl- ing, hefði valið einhvern annan til þess að mynda ríkisstjórn. Aðrar kosningar gætu þó orðið martröð fyrir Ísraela, en líklegt er að kosn- ingarnar verði jafn kostnaðarsamar og hinar fyrri og niðurstöður kosn- inganna jafn klofnar. Stjórnmálafræðingar segja öruggt að Netanyahu, sem er 69 ára gamall, muni berjast ötullega fyrir völdum en að hann sé þó ekki jafn sterkur og hann var á árum áður. Ísraelar kjósa í annað sinn  Netanyahu mistókst að mynda ríkisstjórn  Boðar til nýrra kosninga sem þing- ið samþykkti  Aðrar kosningar verða líklega jafn dýrar og klofnar og þær fyrri Benjamin Netanyahu Til að marka afmæli einhliða sjálfstæðisyfirlýs- ingar Bíafraríkis í Nígeríu flykktist fólk í frelsis- göngu í Suður-Afríku í gær og víðar. Hópurinn Innfæddir íbúar Bíafra skipulagði mótmælin á alþjóðavísu. Sjálfstæðisyfirlýsing Bíafraríkis kom þrjátíu mánaða borgarastyrjöld af stað árið 1967 þar sem um 30.000 innfæddir íbúar Bíafra týndu lífi. Árið 1970 innlimaði Nígería svæðið að nýju. Frelsisganga fyrir Bíafra haldin á alþjóðavísu AFP Að minnsta kosti sjö kóreskir ferða- menn eru látnir og 21 til viðbótar er saknað eftir að skemmtibátnum Haf- meyjunni hvolfdi og hann sökk í Dóná í Búdapest, höfuðborg Ung- verjalands, í gær. Talið er að allir þeir sem saknað er hafi einnig týnt lífinu, að því er fram kemur í frétt norska ríkis- útvarpsins, NRK. Sterkir straumar, hitastig vatns- ins, mistur við vatnsyfirborðið og fatnaður fólksins eru ástæður þess að ólíklegt þykir að nokkur farþeg- anna sé á lífi. Alls voru 35 manns í bátnum þeg- ar honum hvolfdi en sjö voru fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar og áfalls. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem mögulegur glæpur. BÚDAPEST AFP Bátur Lögreglumenn vinna að því að hífa bátinn sem sökk upp úr vatninu. 28 taldir af eftir að Hafmeyju hvolfdi Narendra Modi var í gær svarinn í embætti sem forsætisráðherra annað kjörtíma- bilið í röð. Hann er fyrsti mað- urinn sem hefur vermt sæti for- seta Indlands svo lengi. Þúsundum var boðið á hátíðlega athöfn vegna þess í gær en BBC greinir frá því að eftirtektarvert hafi verið hverjir hefðu ekki látið sjá sig, en forsætis- ráðherra Pakistans og einhverjir leiðtogar stjórnarandstöðunnar mættu ekki á athöfnina. Stór hluti Indverja dásamar Modi en hann hefur verið sakaður um að ýta undir aðgreiningu trúarhópa í Indlandi. INDLAND Við stjórn á ný Narendra Modi forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.