Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Úkra-ínudeilanhefur fengið aukna at- hygli að undan- förnu eftir að grín- istinn Volodymyr Zelenskí náði að steypa sitjandi forseta, Petró Porósjenkó, í úkraínsku forsetakosningunum í síðasta mánuði. Meðal þess sem Ze- lenskí, sem talar rússnesku að móðurmáli, lofaði í aðdraganda kosninganna, var að hann myndi reyna að finna varan- lega lausn á deilunni við Rússa, sem hefur nú þegar kostað um 13.000 manns lífið á síðustu fimm árum. Svo á að heita að vopnahlé sé í gildi, kennt við Minsk, en því virðist lítt fylgt, þó að vissu- lega sé nokkuð rórra meðfram „víglínunni“ í austurhluta Úkraínu nú en þegar mestu átökin geisuðu. Engu að síður er það lykillinn að loforði Ze- lenskís að honum takist að end- urræsa friðarferlið sem hafið var í Minsk með milligöngu Frakka og Þjóðverja. Litlar líkur virðast þó á að það takist. Einn angi deilunnar var í deiglunni um síðustu helgi, en þá úrskurðaði Alþjóðahafrétt- ardómstóllinn í máli sem Úkra- ína höfðaði gegn Rússum í kjöl- far þess að Rússar stöðvuðu för þriggja úkraínskra herskipa og sögðu þau hafa siglt inn fyrir lögsögu Rússlands við Krímskagann. Úkraínustjórn hélt öðru fram og lagði fram sönnunar- gögn þess efnis fyrir dómstólinn, sem fyrir- skipaði í kjölfarið að Rússar skyldu tafarlaust sleppa skip- unum, sem og sjóliðunum 24 sem voru í áhöfn þeirra. Úkraínumenn fögnuðu úr- skurðinum en Rússar sögðust ekki viðurkenna lögsögu dóm- stólsins í málinu og fóru ekki eftir niðurstöðunni. Til þess að bæta gráu ofan á svart var varðhald yfir sjóliðunum 24 framlengt fram í júlí næstkom- andi, en þeir eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Málið er áhugavert, ekki síst fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem eiga mikið undir því að hafréttarsáttmálinn sé virtur, og áhyggjuefni að Rússar virði ekki niðurstöðu hans. Zelenskí sagði í kjölfar úr- skurðarins, að það yrði fyrsta merkið um að leiðtogar Rúss- lands væru tilbúnir til þess að ræða við Úkraínumenn um lausn Úkraínudeilunnar ef sjó- liðunum yrði sleppt. Af því varð ekki og sú ákvörðun að framlengja þess í stað varð- haldið yfir þeim felur í sér skilaboð um að rússnesk stjórnvöld hyggist ekki gefa eftir í þeirri deilu. Rússar hafna lög- sögu Alþjóðahaf- réttardómstólsins} Þokast ekki í friðarátt JapansheimsóknDonalds Trumps Banda- ríkjaforseta þótti vel heppnuð, en henni var ætlað að sýna fram á styrk tengsl Bandaríkjanna og Jap- ans, auk þess sem Trump varð fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til þess að hitta Naruhito, nýj- an keisara Japans. Það sem vakti þó kannski einna mesta athygli úr heim- sókn Trumps voru ummæli sem hann lét falla um Kim Jong-un, einræðisherra Norð- ur-Kóreu. Trump hefur á síð- ustu misserum sóst eftir því að ná samkomulagi við Kim um kjarnorkuafvopnun Norður- Kóreumanna. Trump lét því í veðri vaka, að nýlegar tilraunir Norður-Kóreumanna með eld- flaugar trufluðu sig lítt, en ljóst þykir að þær brjóta í bága við ályktanir öryggisráðsins. Um leið tákna tilraunirnar aft- urför í ástandinu á Kóreuskag- anum. Trump sagði að hann teldi tilraunirnar í raun bara hafa verið ákall Kims um athygli frekar en alvarlegt brot á sam- þykktum alþjóða- samfélagsins. Þá hrósaði Trump Kim í hástert, í trássi við álit sinna helstu ráðgjafa í utanríkis- málum. Ljóst er að ummælum Trumps var að einhverju leyti ætlað að byggja ofan á það trúnaðartraust sem skapast hefur milli leiðtoganna tveggja, í þeirri von að léttara verði að fá Kim aftur að samn- ingaborðinu, og á endanum fá hann til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sú viðleitni er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær. Aftur á móti bera eldflaugatil- raunir Norður-Kóreumanna ekki vott um að Kim telji sig þurfa að endurgjalda Trump það traust sem forsetinn hefur sýnt honum. Þá bendir fátt til þess að Norður-Kóreumenn séu ginnkeyptir fyrir þeim skiptum sem Trump býður, um aukinn efnahagslegan stöðug- leika í stað kjarnorkuvopna. Hvorugt lofar góðu um fram- haldið. Traust Trumps til einræðisherrans kann að vera heldur mikið} Hvert stefnir Kim? S íðustu daga hafa hellst yfir lífeyr- isþega árviss skilaboð Trygginga- stofnunar um skerðingar á greiðslum almannatrygginga. Flestir sem fá þessa sendingu átta sig engan veginn á því hvers vegna þau sem ekki eru með nema rúmar 200.000 króna hungurlús í framfærslu á mánuði eiga nú að endurgreiða Tryggingastofnun í sumum til- vikum tugi þúsunda á mánuði vegna of- greiddrar framfærslu stofnunarinnar. Í augum margra sem eru svo lánsamir að þurfa ekki að nýta sér þetta kerfi er þetta ekki merkilegt, en fyrir þann sem lifir við fátækt, munar um hverja krónu sem einfaldlega er ekki til. Í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú á miðvikudags- kvöldið spurði ég þeirrar spurningar hvort ekki sé eitt- hvað að kerfi sem árvisst neyðir þúsundir til að að horf- ast í augu við skerðingarnar og verða um leið fyrir mismiklum áföllum þess vegna? Við í Flokki fólksins viljum svo sannarlega gera um- bætur á kerfinu. Nú þegar kjörtímabilið er næstum hálfnað þá höfum við lagt fram mörg þingmál; frumvörp, þingsályktunartillögur og fyrirspurnir, allt góð mál sem eiga það sammerkt að vilja hjálpa okkar minnstu bræðr- um og systrum. Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt sig fram í baráttunni gegn bágum kjörum þessa þjóðfélags- hóps sem á sér fáa málsvara og á undir högg að sækja í öllum samskiptum sínum við ríkjandi stjórnvöld hverju sinni. Til þess höfum við nýtt okkur aðgang að mikilvæg- asta ræðustóli þjóðarinnar. Við gefumst aldr- ei upp á að segja sannleikann um raunveru- lega stöðu þeirra sem höllustum fæti standa Markmiðið er skýrt og aðeins eitt. Það er að útrýma fátækt. Nú þegar við horfum fram á kólnun hag- kerfisins langar mig að vekja athygli ykkar enn og aftur á frumvarpi Flokks fólksins, sem lýtur að afnámi skerðinga á launatekjum aldraðra. Það er vitað að það kostar ríkið ekki krónu að leyfa þeim eldri borgurum að vinna sem á annað borð vilja og geta. Það er ómetanlegt og algjört lýðheilsumál fyrir þennan þjóðfélagshóp að fá að halda áfram að lifa án þess að vera refsað með skerðingum. Ég skil ekki heldur af hverju við hjálpum ekki öryrkjum til sjálfshjálpar með því að gera þeim kleift að afla sér viðbótartekna án skerðinga ef þeir treysta sér til. Hér er um að ræða fátækasta þjóðfélags- hópuinn sem lifir á smánarlegri framfærslu sem hvergi fylgir lögbundinni launaþróun í landinu. Hvaða þjóð- hagfræði er það sem dæmir þegna sína til aðgerðaleysis með því að skerða þá þannig að þeir hrökklist frá því að reyna að hjálpa sér sjálfir? Ég verð að segja að ég skil ekki þá hugmyndafræði sem varin er af flokki á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Flokki sem kennir sig við framtaksfrelsi einstaklingsins til sjálfsbjargar en um leið er það einmitt hann sem hamlar öllu slíku. Lái mér hver sem vill. Inga Sæland Pistill Burt með skerðingarnar Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar og ferðaþjónar í sveit-arfélögum tveimur viðaustanverðan Eyjafjörð teljaað ófullnægjandi merkingar beggja vegna Vaðlaheiðarganga villi um fyrir ferðamönnum sem ekki eru staðkunnugir. Svalbarðs- strandarhreppur vinnur að gerð útsýnisstaðar við gangamunnann og þar verða veittar upplýsingar um þjónustu á svæðinu. Svalbarðsstrandarhreppur og Svalbarðseyri fóru úr þjóðleið við opnun Vaðlaheiðarganga í vetur og lengra varð frá hringveginum til Grýtubakkahrepps og Grenivíkur. Sveitarstjórarnir hafa óskað eftir því við Vegagerðina að merkingar verði lagfærðar. Varaleiðin ekki sýnd Björg Erlingsdóttir, sveitar- stjóri Svalbarðsstrandarhrepps, segir að sú þjónusta og byggð sem er norðan við göngin Eyjafjarðar- megin sé ekki nógu vel merkt fyrir vegfarendur. Fyrir ökumenn sem koma að austan séu engin skilti sem vísi á Svalbarðseyri og Grenivík fyrr en komið er í gegnum göngin og inn í hringtorgið. Þá bendir hún á að skilti sem er við veginn frá Ak- ureyri, áður en komið er í göngin, sýni ekki varaleiðina um Vík- urskarð til Húsavíkur og Mývatns, vísi aðeins til Svalbarðseyrar og Grenivíkur. Það sé eins og varaleið- in sé ekki valkostur við göngin. Þröstur Friðfinnsson, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, segir að merkingarnar séu ekki nógu skýr- ar. Nefnir hann að þegar komið er austan að sé aðeins vísað á Vík- urskarð við vegamótin áður en komið er að göngunum. Ekki sé minnst á að þetta sé leiðin til Greni- víkur, Svalbarðseyrar og varaleiðin til Akureyrar. Ferðamenn í villum Þröstur segir að leiðin um Fnjóskadal og Dalsmynni ætti í raun að vera varaleiðin í stað Víkur- skarðs. Það sé afar falleg leið en gleymd. Þar sé 70 ára gamall mal- arvegur, hættulegur á köflum og ekki með vetrarþjónustu þannig að menn geti ekki beint ferðafólki þá leiðina með góðri samvisku. Þröstur segir að merkingarnar hafi verið ræddar við starfsmenn Vegagerðarinnar og vonast hann til þess að málin smám saman þróist í rétta átt. Töluverð ferðaþjónusta er í þessum tveimur sveitarfélögum og söfn sem margir vilja skoða. Þeir sem grundvalla rekstur sinn á lausaumferð finna sumir hverjir fyrir samdrætti í viðskiptum eftir að göngin komu. Stefán Krist- jánsson sem er með hestaferðir í nafni Pólarhesta segir verst að gestir séu að lenda í villum vegna lélegra merkinga eins og dæmi séu um. Útbúa útsýnisstað Svalbarðsstrandarhreppur er að undirbúa gerð útsýnispalls neðan við göngin. Þar er gott útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð. Fyrir er plan sem verktakar við ganga- gerðina útbjuggu til að koma fyrir skrifstofuaðstöðu en er núna geymslustaður fyrir dót sem eftir er að fjarlægja. Hreppurinn hefur fengið leyfi landeigandans til að setja þar upp útsýnisstað með upp- lýsingaskiltum um þjónustu á svæð- inu og landeigandinn hefur jafn- framt hug á að setja þar upp veitingasölu. Björg segir að útsýn- ispallurinn geti þannig þróast í án- ingarstað. Sveitarfélagið hyggst sækja um stuðning úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til framkvæmdar- innar. Ófullnægjandi merkingar við göngin Ljósmynd/Björg Erlingsdóttir Merkingar Á skilti við veginn frá Akureyri að Vaðlaheiðargöngum er ekki tilgreind varaleiðin um Víkurskarð. Það er eins og öllum sé vísað í göngin. Ef farið er um Víkurskarð er Svalbarðseyri við alfaraleið og stutt til Grenivíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.