Morgunblaðið - 31.05.2019, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
✝ Halldór Jón Sig-urðsson fæddist
í Reykjavík 6. nóv-
ember 1947. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
17. maí 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður Auð-
bergsson, f. 8. mars
1910 í Stritlu í Blá-
skógabyggð, d. 17.
apríl 1988, og Guð-
rún Guðjónsdóttir, f. 15. júní 1909,
d. 15. janúar 1993.
Systkini Halldórs: Sigrún Auð-
ur, f. 21. janúar 1934, Haraldur, f.
12. desember 1936, d. 6. sept-
ember 2003, Þórður, f. 18. febrúar
1938, d. 26. febrúar 1989, Ingi-
björg, f. 13. apríl 1939, d. 24. des-
seinni árum iðkaði hann golf af
kappi.
Dóri, eins og hann var einatt
kallaður, kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Eddu Björns-
dóttur, 30. desember 1978. For-
eldrar hennar voru Björn Br.
Björnsson, f. 14. ágúst 1910, d. 27.
janúar 1972, og Þóra Erla Hall-
grímsdóttir, f. 25. október 1930, d.
19. desember 2018. Eldri sonur
þeirra er Daði, f. 1979, sem starfar
sem verkfræðingur. Hans kona er
Telma Kjaran hjúkrunarfræð-
ingur, f. 1978. Þau eiga fjögur
börn; Oliver Emil, f. 2004, Birni
Dag, f. 2011, Sólon Snorra, f. 2013,
og Ingunni Eddu, f. 2016. Yngri
sonur Halldórs og Eddu er Ívar, f.
1986, sem starfar sem lögfræð-
ingur. Hans maki er Linda María
Sveinsdóttir, f. 1991, hársnyrtir.
Halldór og Edda byggðu sér
heimili í Brekkuseli í Breiðholti og
ólu þar upp báða drengi sína.
Útför Halldórs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 31. maí
2019, klukkan 13.
ember 2012, Svavar,
f. 27. janúar 1941, d.
17. mars 1942, Svav-
ar A., f. 18. sept-
ember 1945, d. 27.
september 2005, og
Guðjón, f. 18. apríl
1952, d. 22. nóvember
2009.
Halldór ólst upp í
Kleppsholti. Að loknu
gagnfræðaprófi lá
leið hans í Kenn-
araskóla Íslands sem hann lauk ár-
ið 1971. Halldór hóf kennslu á
Hólmavík 1971 og kenndi þar í
fjögur ár og síðan í Fellaskóla í
fjörutíu ár, árin 1975-2015.
Halldór lék knattspyrnu með
Fram í yngri flokkum en hand-
bolta með Fram og ÍR til 1971. Á
Elsku afi Dóri, núna er tóm-
legt í Árakrinum og söknum við
þín mikið. Dagarnir eru ekki eins
án þinna daglegu heimsókna í
Garðabæinn. Alltaf var líf og fjör
þegar þú birtist en þá var ávallt
hrópað fagnaðaróp – „afi Dóri er
kominn“. Þú hafðir einlægan
áhuga á okkur krökkunum og
vildir alltaf vita hvað við vorum
að bralla og brasa. Við krakkarn-
ir eigum aragrúa af yndislegum
minningum um þig. Ofarlega í
huga eru sumarbústaðarferðirn-
ar sem við fórum með þér og
ömmu Eddu á hverju sumri. Þá
var ýmislegt haft fyrir stafni og
leið okkur eins og við værum
kóngar í ríki okkar því það var
sagt já við öllu því sem við vildum
gera. Það var mjög vinsælt að
fara í heita pottinn með þér og fá
að breyta honum í freyðibað.
Einnig kenndir þú okkur snilld-
artakta á fótboltavellinum og
golfvellinum enda íþróttamaður
sjálfur frá unga aldri. Þess á milli
voru húsdýragarðar í nágrenninu
þræddir og keyptur ís í hverju
stoppi. Þessar árlegu sumarbú-
staðarferðir ylja okkur um
hjartarætur og minnumst við fal-
legra sumarkvelda þar sem sagð-
ar voru sögur og leikið var á als
oddi. Við vorum einnig svo hepp-
in að þú komst nokkrum sinnum
með okkur til Flórída þar sem
margar hugljúfar minningar
sköpuðust. Okkur krökkunum er
minnisstætt þegar pabbi náði að
draga þig með sér í go-kart og við
stóðum spennt á hliðarlínunni og
fylgdumst með hversu hræddur
afi myndi verða. En þú varðst
ekkert hræddur eða ef svo var
sýndirðu það ekki. Enda lýsir það
einstaklega vel þínum persónu-
leika þar sem þú varst alltaf já-
kvæður og hafðir svo gaman af
lífinu. Lífsgleðina upplifðum við
krakkarnir þegar þú tókst lagið
og dansaðir fyrir okkur í nánast
hvert skipti sem við hittumst en
einnig í gegnum það hversu stríð-
inn þú gast verið. Það var samt
ekki bara glens og gaman í kring-
um þig elsku afi heldur gátum við
krakkarnir alltaf treyst á þig. Þú
varst einstaklega bóngóður og
ósjaldan fórstu með okkur á
íþróttaæfingar, keyrðir okkur á
íþróttamót og varst fljótur að
koma þegar við vildum far heim
úr skólanum á köldum vetrar-
degi. Það var aldrei vesen, þú
bara komst og gerðir hlutina með
glöðu geði enda sagðir þú sjálfur
„það eru ekki nein vandamál, við
bara leysum þetta“. Við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
eiga og kynnast svona yndisleg-
um afa. Lífið er ekki eins án þín
elsku afi Dóri og mun minning
um þig lifa áfram í hjörtum okk-
ar.
Góða ferð, elsku afi Dóri, við
elskum þig.
Oliver Emil, Birnir
Dagur, Sólon Snorri
og Ingunn Edda.
Hann Dóri hennar Eddu, eins
og hann var alltaf kallaður í
saumaklúbbnum, hefur yfirgefið
þessa jarðvist og tekið stefnuna á
sumarlandið eilífa. Mikið tekur
það okkur sárt að horfa á eftir
skemmtilegum og hressum vini.
Dóri var kennari af guðs náð
og sinnti því starfi af stakri snilld,
hætti ekki fyrr en hann var orð-
inn sjötugur og vel það. Alls stað-
ar var hann vel liðinn og hafði
góðan vinahóp að baki sér.
Saumaklúbbur okkar vinkvenna
síðan í Kennó hefur verið stað-
reynd í um fimmtíu ár og við höf-
um hist eins oft og við höfum talið
nauðsynlegt. Alltaf var gaman
þegar klúbburinn var heima hjá
Eddu. Þá kom Dóri og spjallaði,
alltaf svo glaður og hress og svo
ánægður að sjá okkur. Hann
spurði frétta og sagði nýjustu tíð-
indi af gömlum bekkjarfélögum.
Svo var hann horfinn inn í eldhús
til að gæða sér á kræsingum
kvöldsins.
Fyrir hver jól héldum við körl-
unum veislu þar sem boðið var
upp á alls kyns dýrindis mat og
þá nutum við selskapar Dóra og
hinna karlanna. Hann var hrókur
alls fagnaðar og alltaf var gaman
að sjá hann og hitta. Og þegar
Edda og Dóri voru gestgjafar
naut hann sín til botns í því hlut-
verki og sá til þess að engum
leiddist.
Þótt við hittum Dóra ekki oft á
ári var hvert skipti ánægjuleg
stund og notaleg. Nú hefur sorg-
in knúið dyra og erfitt er að sætta
sig við þá heimsókn.
Við vinkonurnar og Kiddi, Ein-
ar, Palli og Óli vottum elsku
Eddu okkar, Daða, Ívari, tengda-
dætrum og barnabörnum okkar
innilegustu samúð og biðjum al-
mættið að sefa þá djúpu sorg sem
fráfall góðs og trausts manns hef-
ur skapað.
Megi minningin um Halldór
vin okkar lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Brynja, Ólína, Ragnhildur
og Bryndís.
Það var mikið áfall þegar Edda
hringdi í mig til þess að láta mig
vita að Dóri væri kominn á
sjúkrahús. Hann sem aldrei var
veikur og alltaf svo hress.
Kennslufall vegna veikinda
þekktist ekki hjá Dóra en hann
átti afar farsælan feril sem kenn-
ari, lengst af í Fellaskóla. Hann
hafði afar jákvæða nærveru og
smitaði aðra með gleði sinni og
gáska. Hann hafði unun af sínu
starfi og var oft leitað til hans
með kennslu erfiðra hópa. Hann
átti erfitt með að slíta sig frá
starfinu og hélt áfram kennslu á
fullu löngu eftir að hann „hætti“
vegna aldurs.
Við kynntumst haustið 1971
þegar við fórum saman til
kennslu, ásamt skólabróður
Dóra, Beppa (Bergsveini Auð-
unssyni, f. 1949, d. 1998) í barna-
skólann á Hólmavík. Veturinn
1971-1972 var afar snjóþungur og
því var þorpið oft einangrað frá
umheiminum. Það þýddi að sam-
veran við félagana varð meiri og
minnist ég þessa vetrar sem afar
skemmtilegs tíma, jafnvel þótt
vinnan hafi verið mikil og veður
válynd. Þarna bundumst við Dóri
vinaböndum sem aldrei slitnuðu.
Alla tíð síðan hef ég litið á hann
sem einn af mínum bestu vinum
og átt margar mjög gefandi
stundir með honum.
Þegar við fórum að koma yfir
okkur þaki þá hjálpuðum við hvor
öðrum og hittumst oft á hverjum
degi. Ég man t.d. alltaf hve þakk-
látur ég var Dóra fyrir að hjálpa
mér við að hreinsa grunninn hjá
mér fyrir fyrsta uppsláttinn; eitt-
hvað sem mér leiddist afskaplega
og ég hefði aldrei getað klárað
einn.
Margs er að minnast eftir tæp-
lega 50 ára samveru en allar
Halldór Jón
Sigurðsson
✝ Sigurður S.Waage fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1927. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu
í Reykjavík 18. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Kristín Helga
Vilhjálmsdóttir hús-
freyja, f. 1906, d.
1938, og Sigurður
Waage, forstjóri Sanitas, f. 1902,
d. 1976.
Systur Sigurðar eru Ellen, f.
1930, og Hulda, f. 1933.
Sigurður kvæntist Guðrúnu H.
Waage, f. 18.11. 1928, d. 19.11.
2011. Foreldrar hennar voru
Margrét Halldórsdóttir hús-
freyja, f. 1895, d. 1976, og Hjálm-
ar Þorsteinsson húsgagnasmiður,
f. 1886, d. 1972. Dætur þeirra eru:
1) Kristín Helga, f. 27.4. 1951, gift
Knúti Signarssyni, f. 15.4. 1950.
Dætur þeirra eru a) Kristín
Helga, f. 1984, gift Dario Nunez.
Synir þeirra eru Mikael Dario og
Knútur. b) Sigrún Anna, f. 1987.
Fyrir átti Kristín soninn Kristin
Sigurð, f. 1976, með Ásgeiri Bolla
Auðar Guðmundsdóttur. Stefán
Örn var giftur Lauru Sigurðsson
og saman eiga þau Robert, f.
1993, og Jóhönnu Lovísu, f. 1995.
Sigurður ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur en bjó lengst af við
Laugarásveg. Síðustu ár ævinnar
dvaldi Sigurður á Hrafnistu í
Reykjavík.
Sigurður var við nám í Versl-
unarskóla Íslands og fór síðan í
viðskiptanám á vegum Pepsi
Cola-fyrirtækisins í New York.
Að námi loknu starfaði Sigurður
við hlið föður síns sem fram-
kvæmdastjóri Sanitas hf. uns
fyrirtækið var selt. Eftir það
ráku þau hjónin verslunina Silki-
blóm.
Sigurður gekk til liðs við Flug-
björgunarsveitina skömmu eftir
stofnun hennar 1950. Hann var
varaformaður sveitarinnar til
fjölda ára. Sigurður var einnig
mjög virkur í Jöklarannsóknar-
félagi Íslands. Hann var einn af
frumkvöðlum Íslendinga í fjalla-
klifri. Ásamt Finni Eyjólfssyni og
Nicholas Clinch kleif hann fyrst-
ur manna Hraundranga í Öxna-
dal 5. ágúst 1956 og þótti það ein-
stakt þrekvirki.
Útför Sigurðar S. Waage fer
fram í Dómkirkjunni í dag, 31.
maí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Kristinssyni. Fyrir
átti Knútur börnin
Arnar, f. 1971, og
Önnu Svövu, f. 1977,
með Ásthildi Kjart-
ansdóttur. 2) Mar-
grét Guðbjörg, f.
24.9. 1954. Hún var
gift Kolbeini Krist-
inssyni og eiga þau
saman þrjár dætur:
a) Guðrún Kristín, f.
1976, gift Ásgeiri
Jónssyni. Synir þeirra eru Kol-
beinn Sesar, Kjartan Nonni og
Brynjar Örn. b) Magndís Anna, f.
1978, dóttir hennar er Hendrikka
Hlíf. c) Kristín Kolbrún, f. 1987,
gift Skarphéðni Smárasyni. Son-
ur þeirra er Arnór. 3). Sigrún, f.
5.6. 1961. Hún var gift Birni Jóns-
syni og eiga þau saman a) Sigurð
Björn, f. 1987, dóttir hans er Sig-
rún Ásta, b) Hafdísi Hlíf, f. 7.7.
1990, d. 21.6. 2001, og c) Margréti
Kristínu, f. 1996, hún er í sambúð
með Arnari Inga Halldórssyni. 4)
Hendrikka Guðrún, f. 1966. Hún
var gift Böðvari Eggerti Guðjóns-
syni og eiga þau soninn Guðjón
Kjartan, f. 1993. 5) Stefán Örn, f.
20.2. 1954, sonur Sigurðar og
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ókunnugur.)
Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir
allt.
Kristín, Margrét, Sigrún
og Hendrikka.
Ég er mjög leiður því elsku afi
minn er dáinn. Hann var besti afi í
heimi. Hann var alltaf svo góður
við mig og ég sakna hans mjög
mikið. Hann spilaði oft yatzy við
mig sem ég vann yfirleitt alltaf.
Síðustu orðin sem hann sagði
voru að ég væri stjarnan hans. Ég
hefði viljað að við tveir hefðum
alltaf getað verið saman. Bless,
elsku afi minn. Veit að nú ert þú
kominn til ömmu Guðrúnar og að
hún tekur vel á móti þér. Hvíl í
friði, elsku besti afi minn.
Kristinn Sigurður (Deddi.)
Í dag kveðjum við elsku ynd-
islega afa okkar.
Afi var einstaklega hjartahlýr
og góður maður. Afi var vinnu-
samur dugnaðarforkur, afar
hjálpsamur og vildi gera allt gott
fyrir alla, enda Flugbjörgunar-
sveitarmaður alla tíð.
Þegar við vorum yngri vorum
við heppnar að fá að dvelja mikið
hjá afa og ömmu á Laugarásveg-
inum. Æskuminningar okkar með
þeim eru margar og góðar, meðal
annars úr ferðalögum sem við fór-
um saman bæði innanlands og ut-
an, ásamt öllum þeim gæðastund-
um sem við áttum heima hjá þeim.
Afi var allrabesti Hurðaskellir
um jólin, frumkvöðull fjallaklifurs
á Íslandi og algjör ofurafi sem
sippaði mikið langt fram eftir
aldri. Hann var lífsglaður og víð-
sýnn, mikill fjölskyldumaður og
einn sá allra besti við Dedda bróð-
ur okkar.
Við eigum eftir að sakna gæða-
stunda með afa þar sem hann
sagði okkur sögur af bernsku
sinni, sögur af honum og ömmu í
Briddebakaríi sem og öllum æv-
intýrunum sem hann lenti í.
Við eru afar þakklátar fyrir að
hafa haft afa í lífi okkar og á hann
stóran þátt í því að móta okkur.
Við söknum hans mikið. Hvíl í
friði, elsku afi.
Kristín Helga og
Sigrún Anna.
Afi minn og mín helsta hetja
hefur núna kvatt þennan heim.
Endurminningar um afa fljúga nú
í gegnum huga mér. Minningar
frá því að við Deddi litli vorum lítil
að leika okkur í Laugarásnum og
eins er við afi vorum tvö saman að
keyra austur á Kirkjubæjar-
klaustur.
Það er erfitt að finna orð sem
lýsa því hversu mikið mér þykir
vænt um þig og hversu mikil áhrif
þú hafðir á mig, elsku afi minn.
Þegar ég var krakki var ég svo
heppin að þú varst alltaf til staðar
fyrir mig. Þegar ég hef sagt frá
þér þá fyllist hjartað mitt af stolti.
Afi minn var fyrstur til að klífa
Hraundranga. Afi minn vann
mikið með Flugbjörgunarsveit-
inni að hjálpaði fólki í vanda og ég
man svo vel þegar þú sagðir mér
frá björgunaraðgerðum í Vest-
mannaeyjagosinu.
Þegar ég hlusta á strákana
mína segja vinum sínum í Svíþjóð
frá þér fyllist hjartað mitt af
stolti, þeir hafa hlustað á sömu
sögur og ég þegar ég var krakki
og vilja segja öllum frá því hversu
flottan langafa þeir áttu.
Afi minn var í senn trúaður og
mikill siðfræðingur. Hann kenndi
mér mikilvægi þess að vera góð
við aðra og sýna öllum virðingu.
Seinna á lífsleiðinni áttum við
margar skemmtilegar samræður
um lífið, tilveruna, ástina og
trúna. Mín helsta minning er þeg-
ar við keyrðum tvö saman austur
á Kirkjubæjarklaustur, það var
heiðskírt alla leiðina. Þar sátum
við saman í bíl í fjóra tíma og alla
leiðina hlustaði ég á þig segja sög-
ur frá æsku þinni og öllu því sem
þú hafðir afrekað. Þetta eru sögur
sem ég mun segja strákunum
mínum og aldrei gleyma. Nú kveð
ég þig með þessari bæn sem
amma fór svo oft með fyrir mig
Þú ert sem bláa blómið
svo blíð og hrein og skær.
Ég lít á þig og löngun
mér líður hjarta nær.
Mér er sem leggi ég lófann
á litla höfuðið þitt.
Biðjandi guð að geyma
gullfagra barnið mitt.
Guðrún Kristín
Kolbeinsdóttir.
Elsku afi, nú verðum við að kveðja
og fáum ekkert um það að velja.
Guð mun þig geyma
og yfir okkur munt þú sveima.
Með ömmu á himnum
þið hefjið nýtt líf,
við hlið ykkar ljúfust,
Hafdís Hlíf.
Upp Hraundranga þú kleifst
og aldrei til baka leist.
Hvert sem við förum,
hetjudáð þína við höfum.
Nú munt þú okkur vernda
og hlýju okkur senda.
Minningu þína við geymum
og aldrei við gleymum.
Kristín Helga Waage.
Í dag kveð ég í hinsta sinn
tengdaföður minn og einn besta
vin, Sigurð S. Waage, eða Dedda
eins og hann var alltaf kallaður af
sínum nánustu.
Deddi, og yndisleg eiginkona
hans, Guðrún, tóku mér einstak-
lega vel þegar ég var að kynnast
Kristínu dóttur þeirra. Held ég
að það sé leitun að öðru eins. Við
tveir áttum mjög vel skap saman
og gagnkvæmt traust og mikil og
góð vinátta okkar í millum mynd-
aðist strax, vinátta sem aldrei bar
skugga á.
Deddi var einstaklega mynd-
arlegur maður, grannur og
vöðvastæltur. Var víst sagt hér
áður fyrr að glæsilegri hjón fyr-
irfyndust ekki í Reykjavík.
Þegar við Kristín hófum að
byggja húsið okkar á Vesturbrún
vann ég mikið í húsinu og Deddi,
sem vann þá fullan vinnudag,
kom á hverjum degi um fimm-
leytið til mín og vann flesta daga í
húsinu til miðnættis. Hef ég oft
sagt að án hans hjálpar hefði ég
aldrei getað byggt þetta hús.
Deddi var sá bónbesti maður
sem ég hef kynnst. Alltaf boðinn
og búinn að hjálpa – og ekki bara
mér heldur öllum sem honum
fannst hann eiga að hjálpa – að ég
tali nú ekki um þá sem áttu um
sárt að binda. Hafa ansi margir
notið góðs af því. Aldrei heyrði ég
hann heldur tala illa um nokkurn
mann.
Ungur að árum gekk Deddi í
Flugbjörgunarsveitina og þar
starfaði hann í áratugi við björg-
un á fólki. Var um tíma varafor-
maður sveitarinnar og var sæmd-
ur æðsta heiðursmerki hennar.
Var alla tíð fyrstur manna þegar
útköll áttu sér stað og allt fram á
síðustu ár, þrotinn að kröftum,
tókst hann allur á loft þegar útköll
hjá hjálparsveitum áttu sér stað,
staðráðinn í að mæta til leitar.
Deddi vann það einstaka afrek
hinn 5. ágúst 1956 að klífa Hraun-
dranga í Öxnadal fyrstur manna
ásamt Finni Eyjólfssyni og
Bandaríkjamanninum Nicholas
Clinch. Dranginn hafði á þeim
tíma verið talinn algjörlega ókleif-
ur, en þeim tókst ætlunarverkið,
vopnaðir tjaldhælum til þess að
negla inn í bergið, hjálmlausir og
öðrum frumstæðum búnaði.
Hann var líka einstakur fjöl-
skyldufaðir. Alltaf voru allir vel-
komnir á Laugarásveginn, hvort
sem var að nóttu eða degi. Afa-
börnunum var hann einkar góður
afi en þó var samband milli nafna
hans og sonar Kristínar minnar
algjörlega einstakt, en „litli“
Deddi er fjölfatlaður. Deddi „litli“
kom til hans á Hrafnistu tveim
dögum fyrir andlátið og voru síð-
ustu orð Dedda, sem hann sagði
með veikburða röddu er þeir
horfðust í augu: „þú ert stjarnan
mín“ og rétti upp þumalputtann.
Það var hjartnæm stund.
Ungur kvæntist hann yndis-
legri stúlku, Guðrúnu Hjálmars-
dóttur Waage, og áttu þau saman
farsæla ævi í um fimmtíu ár eða
þar til Guðrún fékk alzheim-
ersjúkdóm liðlega sjötug að aldri
en hún lést árið 2011. Deddi ann-
aðist hana af mikilli ástúð í veik-
indum hennar en eftir að hún lést
má segja að honum hafi hrörnað
ört.
Ég kveð þig minn kæri með
innilegu þakklæti og ljúfar minn-
ingar í hjarta. Veit að hún Guðrún
þín tekur vel á móti þér. Blessuð
sé minning Sigurðar S. Waage.
Knútur
Signarsson.
Sigurður S. Waage