Morgunblaðið - 31.05.2019, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
✝ SigurbjörgNjálsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
21. september 1932.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 22. maí
2019.
Foreldrar hennar
voru Njáll Þórð-
arson, skipstjóri frá
Akranesi, f. 24.11.
1908, d. 2.11. 1990,
og Elín Ingveldur
Helga Sigurðardóttir, f. 7.11.
1911, d. 5.2. 1993.
Systkini Sig-
urbjargar eru: Sig-
urður Njáll, f. 4.4.
1939; Sigurður
Gunnar Ellert, f.
4.4. 1939; Steinunn
Edda, f. 2.7. 1944,
d. 5.6. 2015; Elín
Helga, f. 5.11. 1946.
Árið 1952 giftist
Sigurbjörg Gísla
Rögnvaldi Stef-
ánssyni málara-
meistara, f. 29.5. 1932, d. 29.11.
1990, þau skildu. Börn þeirra
eru: 1) Helga, f. 11.6. 1952, maki
Stefán Kristjánsson, þau eiga tvö
börn og tvö barnabörn. 2) Krist-
ín, f. 18.5. 1954, og á hún fjórar
dætur, 14 barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 3) Njáll, f. 9.3.
1957, maki Íris Stefánsdóttir,
þau eiga tvö börn og eitt barna-
barn. 4) Sigurður, f. 28.4. 1962,
maki Guðný Stefánsdóttir, þau
eiga fimm börn og sjö barna-
börn.
Sigurbjörg ólst upp á Akra-
nesi, bjó þar til 1967, þá fluttist
hún til Hafnarfjarðar og bjó þar
fram á síðasta dag. Sigurbjörg
var sjúkraliði, vann lengstan
hluta starfsævinnar á Borgar-
spítalanum.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 31.
maí 2019, klukkan 13.
Nú þegar ástkær systir og mág-
kona hefur kvatt okkur hefur stórt
tómarúm myndast í hjarta okkar.
Bubba eins og hún var kölluð
var mjög hjálpsöm og fengum við
að njóta þess.
Þegar Útsvar byrjaði í sjón-
varpinu var tekinn upp sá siður
hjá okkur systkinunum og mág-
systkinum að mæta hjá Bubbu og
reyna getu okkar í spurningum.
Sagði hún alltaf að Gunna vissi
mest, sem var nú ekki alltaf rétt,
reyndar var það líka veisluborðið
sem var alltaf hjá henni sem heill-
aði.
Ég var í fæði hjá henni 19 ára
þegar ég var að byrja í Kennara-
skólanum sem ég hætti í eftir árið.
Þetta var góður tími og tengdumst
við sterkum böndum.
Bubba var mjög hreinskilin í tali
og framkomu og kunnum við hjón-
in mjög vel að meta það enda var
það eintóm væntumþykja sem sem
lá að baki.
Við fórum í nokkrar utan-
landsferðir saman og var alltaf
jafn ánægjulegt að vera með
henni.
Hún var mikil fjölskyldu-
manneskja og var mjög glöð þeg-
ar systkinin og mágfólk hittust
og hún sá til þess að alltaf væri til
nóg af pepsi max og þeyttum
rjóma handa mér.
Guð blessi fjölskyldu hennar
og styrki.
Sigurður og Guðrún Helga.
Sigurbjörg
Njálsdóttir
✝ Hrönn Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 28. sept-
ember 1936. Hún
lést 17. maí 2019 á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Foss-
heimum.
Foreldrar henn-
ar voru Pétur Mey-
vant Aðal-
steinsson, f. 22.
október 1910, d.
10. júlí 1974, og
Guðrún Þórðardóttir, f. 18.
ágúst 1915, d. 11. janúar 1998.
Systkini samfeðra: Aðal-
steinn Helgi Pétursson, f.
1945, og Petrína Kristín Pét-
Þórðardóttur, f. 1935.
Eftirlifandi eiginmaður
Hrannar er Einar Jörgens
Hansson, f. á Selfossi 23. apríl
1936. Þau gengu í hjónaband
28. september 1958. Börn
þeirra eru: 1) Pétur Aðal-
steinn, f. 1958, giftur Ragn-
heiði Clausen. 2) Hans Jörgen,
f. 1961, giftur Guðbjörgu
Steinsdóttur. 3) Ólafur, f.
1967, giftur Guðrúnu Jóhanns-
dóttur. 4) Kristín, f. 1974.
Hrönn og Einar eignuðust 11
barnabörn og átta barna-
barnabörn.
Hrönn ólst upp á Þingeyri
en var búsett á Selfossi frá tví-
tugsaldri. Hrönn starfaði
lengst af sem hárgreiðslukona,
en sìðar við afgreiðslustörf í
Kaupfélagi Árnesinga og Nóa-
túni.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 31. maí 2019,
klukkan 14.
ursdóttir, f. 1947,
d. 2014. Systkini
sammæðra: Þórð-
ur Vilhjálmsson, f.
1943, Hólmfríður
Vilhjálmsdóttir, f.
1944, Magnús Vil-
hjálmsson, f. 1946,
Sæmundur Vil-
hjálmsson, f. 1948,
Kristín Margrét
Vilhjálmsdóttir, f.
1949, Helga Kar-
ólína Vilhjálms-
dóttir, f. 1953, Eva Vilhjálms-
dóttir, f. 1955, og Ingólfur
Bjarni Vilhjálmsson, f. 1958.
Hrönn átti eina uppeldissystur
föðurmegin, Hallgerði Ástu
Tárin leka niður kinnarnar.
Tilveran er öll breytt.
Í dag kveð ég móður mína. Við
andlát og útför hennar hellist yfir
mig sár söknuður. Það var mín
gæfa í lífinu að alast upp í faðmi
hennar og pabba. Hún móðir mín
var einstök kona, mín fyrirmynd í
alla staði og allra besta vinkona.
Við áttum einstakt samband og
fyrir það ber að þakka.
Elsku mamma, ég vil þakka
þér fyrir að vera alltaf til staðar
fyrir mig. Ekki ágeng. Ekki
kröfuhörð. Bara til staðar og til-
tæk hvenær sem var til að gefa
ráð. Alltaf.
Það rifjast upp svo ótal marg-
ar góðar minningar sem ég
geymi í hjarta mínu. Öll ferðalög-
in, þú hafðir svo gaman af því að
ferðast. Við og pabbi að spila, þér
fannst það nú ekki leiðinlegt og
yfirleitt stóðst þú uppi sem sig-
urvegarinn. Þú varst snillingur í
eldhúsinu og bakaðir bestu snúð-
ana. Þú varst viðstödd þegar
frumburðurinn minn hún Birta
María fæddist, hversu dýrmætt.
Svo fæddist Hrannar Gauti minn,
það kom ekkert annað til greina
en að skíra í höfuðið á þér. Þú
settir þarfir annarra á undan þín-
um eigin og alltaf skein væntum-
þykjan úr augunum á þér. Allar
góðu stundirnar sem við höfum
átt saman munu aldrei gleymast.
Móðir mín var engri lík í ömmu
hlutverkinu og er missir barna
minna mikill. Hún var stoð þeirra
og stytta á allan hátt og fylgdist
gaumgæfilega með þeim í leik og
starfi. Dýrmætt fyrir þau hafa átt
svona einstaka ömmu og munu
minningar þeirra um þig fylgja
þeim alla ævi.
Fyrir rúmum þremur árum
greindist mamma með MND-
sjúkdóminn. Mikið sem það hefur
verið sárt að horfa á hana missa
smátt og smátt allan mátt í lík-
amanum og fá ekkert að gert.
Mamma sýndi frá upphafi mikið
æðruleysi og man ég aldrei eftir
því að hafa heyrt hana kvarta.
Með þrjóskuna og viljann að
vopni náði hún að halda reisn allt
fram á dánardag og það var ótrú-
legt að fylgjast með henni til-
einka sér nýjustu tölvutækni til
að geta verið í samskiptum við
okkur fjölskylduna. Pabbi hefur
staðið eins og klettur við hlið
hennar og tókust þau á við veik-
indin saman með aðdáunarverð-
um hætti. Þvílíkar fyrirmyndir.
Elsku mamma mín, núna þjá-
ist þú ekki lengur og er það hugg-
un harmi gegn, eflaust ertu farin
að prjóna lopapeysur og konurn-
ar bíða í röðum eftir að komast að
hjá þér í lagningu. Ekkert hægir
á þér lengur. Því verð ég að trúa.
Mig langar að færa starfsfólk-
inu á Fossheimum á Selfossi sér-
stakar þakkir fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Mig langar að enda á ljóði sem
var okkar og er dýrmætt í minn-
ingunni.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur
Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
Meðan hallar degi skjótt,
Að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson.)
Ég sakna þín og elska þig að
eilífu, þín dóttir,
Kristín.
Á þessari stundu er mér þakk-
læti efst í huga. Ég er þakklát
fyrir allar góðu minningarnar,
þær eru ansi margar frá Stekk-
holtinu, þar var gott að vera. Fá
að gista hjá ömmu og afa var best
og ekki verra ef Hulda Hrönn og
Einar komu líka. Ferðalögin
austur á Eskifjörð, sundferðirn-
ar, berjamór og svo margt fleira.
Mér fannst ég ótrúlega heppin
að eiga ömmu sem vann í kaup-
félaginu og það var mikið sport
að fara þangað í frímínútum og
oftar en ekki laumaðir þú að mér
pening til að kaupa snúð.
Þið afi tókuð mér opnum örm-
um og leyfðuð mér að búa hjá
ykkur þegar ég var 16 ára, fyrir
það verð ég ævinlega þakklát.
Þú bakaðir bestu skúffukök-
una og ekki bara skúffuköku
heldur var allt sem þú gerðir í
eldhúsinu gott og það hefur ekki
verið auðvelt að leika það eftir.
Þú prjónaðir svo fallega og þær
eru óteljandi flíkurnar sem þú
prjónaðir á alla í fjölskyldunni.
Það var svo gott að vera í
kringum þig því þú gafst frá þér
svo hlýja og góða nærveru. Það
var alltaf stutt í húmorinn og
honum tapaðir þú aldrei í gegn-
um veikindin þótt ýmislegt annað
hafi verið tekið frá þér.
Þú og afi voruð eitt og hjóna-
band ykkar einstaklega fallegt.
Við munum passa vel upp á afa
því eins og gefur að skilja er
söknuðurinn sár eftir rúm sextíu
ár í hjónabandi.
Þú varst ekki bara besta amm-
an heldur líka yndisleg
langamma. Að þeirra sögn bak-
aðir þú bestu snúðana og þeim
fannst mjög skemmtilegt að spila
með þér.
Elsku amma, þó að söknuður-
inn sé sár verður gott að ylja sér
við allar góðu minningarnar um
ókomna tíð.
Takk fyrir allt.
Þín
Eygló Hansdóttir.
Minningarnar sem koma upp í
hugann eru óendanlegar þegar
ég minnist ömmu og þeirra
stunda sem við áttum saman. Það
var alltaf svo notalegt að koma í
heimsókn til ömmu og afa þegar
ég var yngri. Að koma í dekur til
ömmu, sofa í hreinum rúmfötum
sem höfðu fengið að þorna úti á
snúru, fá ömmumat, fara í sund
og fá kvöldkaffi á hverju kvöldi
var draumur lítillar stelpu. Kök-
urnar hennar ömmu voru alltaf
bestar og þegar ég seinna meir
fór að búa hringdi ég ófá símtölin
til ömmu til að fá uppskriftir að
kökunum hennar. Samt tókst
mér aldrei að gera þær jafngóðar
og hún gerði. Oft á tíðum var það
vegna þess að amma „gleymdi“
að minnast á þær breytingar sem
hún hafði gert á uppskriftinni.
Hlógum við mikið að þessu þegar
ég hringdi svo í hana aftur eftir
baksturinn. Fyrir um ári gaf
amma mér svo gamla matreiðslu-
bók sem hún hafði skrifað upp-
skriftir í þegar hún byrjaði að
búa. Dýrmætt fyrir mig að eiga
þá bók og mun ég varðveita hana.
Önnur minning sem lifir með
mér þegar ég hugsa um ömmu er
samtal sem við áttum þegar ég
var í námi. Að fá að heyra ömmu
segja frá æskuárum sínum og
sögum þegar hún var yngri er
mér ógleymanlegt.
Söknuðurinn er mikill en efst í
huga mér er þakklæti fyrir
hversu heppin ég var að eiga þig
sem ömmu. Takk elsku amma
mín fyrir allt það sem þú hefur
kennt mér um ævina, ég verð þér
ævinlega þáttlát.
Hvíl í friði elsku amma, ég
elska þig.
Þín ömmustelpa,
Hulda Hrönn.
Takk fyrir allt elsku amma.
Það var sorglegt að fá þær fréttir
að amma okkar væri dáin. Það
eru ekki til orð sem geta lýst því
hversu yndisleg amma og mann-
eskja þú varst.
Við systkinin eigum margar
dýrmætar minningar um ykkur
afa þrátt fyrir að við búum alltof
langt í burtu. Þið komuð í allar
fermingar og við höfum notið
þess að vera á Íslandi á sumrin
með þér og afa. Þú varst alltaf
tilbúin með pönnukökur eða
vöfflur þegar við komum í kaffi til
ykkar og þá voru spilin oftast
dregin fram.
Takk fyrir alla vettlingana og
peysurnar sem þú hefur prjónað í
gegnum tíðina. Það var bara
hringt og sagt að mann vantaði
vettlinga og þá byrjaðir þú strax,
uppáhaldsvettlingarnir.
Síðustu árin hef ég, Steinunn,
verið valin í landsliðið og er þakk-
lát fyrir það. Á þeim tíma kom ég
oft til Íslands og fór þá og fékk
mér hádegismat eða kaffi með
ykkur á milli æfinga, dýrmætar
stundir og minningar.
Þegar þú greindist með þenn-
an hræðilega sjúkdóm fékkstu
þér Messenger og Snapchat til
þess að fylgjast með börnum og
barnabörnum. Þér hefur alltaf
fundist gaman að fylgjast með
okkur og þú hefur alltaf tekið
okkar málstað.
Þú gafst aldrei upp á lífinu.
Við systkinin erum þakklát
fyrir að eiga svona góða ömmu og
afa.
Við elskum þig amma okkar.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Guð geymi þig.
Steinunn Hansdóttir,
Einar Jörgen Hansson,
Anna Karen Hansdóttir.
Elsku amma, við trúum því
ekki enn að þú sért farin, þessi
tilfinning er svo óraunveruleg.
Þú varst besta amma í öllum
heiminum.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann og við geym-
um þær vandlega í hjartanu.
Það var alltaf svo gott að koma
til þín og afa í Hólatjörnina. Við
tókum oft strætó og gistum hjá
ykkur. Þá varst þú yfirleitt búin
að baka og sendir okkur svo með
snúða í nesti heim. Við spiluðum
mikið saman en aldrei leyfðir þú
okkur að vinna viljandi, menn
verða að kunna að tapa sagðir þú.
Við fórum í mörg ferðalög í hús-
bílnum, ættarmót á Húsavík og á
Laugarvatni og svo komuð þið afi
með okkur á fótboltamót á Akra-
nesi og Akureyri. Alltaf varst þú
til staðar. Þú hafðir mikinn áhuga
á að fylgjast með okkur í okkar
íþróttum. Hafðir alltaf samband
eftir hvern leik og spurðir hvern-
ig gekk og hvort við hefðum
örugglega ekki unnið leikinn.
Elsku amma okkar, við sökn-
um þín svo mikið en vitum að þú
hefur það gott núna og það er það
sem skiptir máli.
Hvíl í friði elsku amma, takk
fyrir allt sem þú varst og takk
fyrir allt sem þú gafst okkur.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þín ömmubörn,
Birta María og
Hrannar Gauti.
Amma var alltaf glöð þegar ég
kom og heimsótti hana. Hún átti
alltaf eitthvað gott að borða
handa mér, hvort sem það var
eitt súkkulaðistykki eða heil
súkkulaðikaka. Ömmu fannst
mjög skemmtilegt að heyra hvað
maður var að gera í lífinu, t.d.
hvernig manni gekk í skólanum
eða á æfingu. Í hvert sinn sem ég
fór til ömmu og afa eftir fótbolta-
eða handboltaæfingu gaf amma
mér ristað brauð með súkkulaði
og ískalda mjólk að drekka áður
en ég borðaði heimabakaða góð-
gætið. Eftir það spiluðum við ól-
sen-ólsen, veiðimann eða Svarta-
Pétur og þegar við vorum búin að
spila fékk ég oftast ís. Ég fór því
aldrei svangur heim frá þeim.
Eftir að amma veiktist þurfti
hún oft á mér að halda við ýmis
tæknileg atriði varðandi símann
sinn eða spjaldtölvuna. Þegar ég
kenndi henni á alla þessa nýju
hluti var hún fljót að tileinka sér
þá og alltaf svo glöð og þakklát.
Þetta voru frábær ár sem ég fékk
að vera með ömmu. Amma á stór-
an þátt í því hvernig persóna ég
er í dag og hún á eftir að lifa í
hjarta mínu allt mitt líf.
Hans Jörgen Ólafsson.
Í dag kveðjum við kæra mág-
konu okkar sem lést eftir erfið
veikindi.
Við vorum um 8 ára þegar Ein-
ar bróðir kom með hana heim til
okkar og kynnti hana sem kær-
ustu sína, stuttu síðar byrjuðu
þau að búa í leiguhúsnæði á Sel-
fossi. Seinna byggðu þau sér hús
á Tryggvagötu 24, bjuggu þar í
nokkur ár, síðan fluttu þau í
Stekkholtið og voru þar í mörg
ár, þá voru börnin orðin fjögur.
Þegar þau voru orðin tvö í heimili
minnkuðu þau við sig og fluttu í
Hólatjörnina. Hrönn starfaði
sem hárgreiðslukona í mörg ár
og hafði alltaf stofu á heimili
þeirra. Seinna fór hún að vinna
hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Hrönn var myndarleg hús-
móðir, allt lék í höndunum á
henni, hún prjónaði mikið og var
mjög vandvirk.Alltaf var gott að
koma til þeirra.
Þau nutu þess að ferðast bæði
innanlands og utan, áttu hjólhýsi
og seinni árin húsbíl. Í ágúst sl.
fluttu þau í íbúð í blokk fyrir aldr-
aða sem er við Austurveginn á
Selfossi, þar gat Hrönn aðeins
verið í nokkra mánuði vegna
veikinda sinna sem voru orðin
veruleg í lok ársins, þá fór hún á
Fossheima á Sjúkrahúsi Suður-
lands, en gat þó farið heim í nokk-
ur skipti í stuttan tíma hverju
sinni þar sem Einar hugsaði um
hana.
Í veikindum sínum sýndi hún
mikinn styrk og aldrei heyrðist
hún kvarta þó að MND-sjúkdóm-
urinn væri smátt og smátt að
leggja hana að velli. Hún missti
málið en gat tjáð sig með hjálp
tölvu, hugsunin var mjög skýr og
mundi hún ýmsa atburði betur en
við hin þegar við vorum að rifja
upp bæði gamalt og nýtt. Ekki
má gleyma hlutverki Einars í
veikindum Hrannar, hann hugs-
aði um hana af alúð og var eins og
besti hjúkrunarfræðingur.
Missir Einars er mikill enda
hafa þau lifað saman vel yfir 60
ár.
Afkomendahópur þeirra hjóna
er orðinn stór og leið þeim best
þegar stórfjölskyldan var saman
komin.
Við sendum Einari, börnum
þeirra og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina.
Ólafía og Guðrún Hansdætur.
Hrönn
Pétursdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu,
LILJU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
Þorfinnsgötu 2.
Steinþór Ingvarsson
Sigurður I. Steinþórsson
Gunnar Steinþórsson Ágústa Valdimarsdóttir
Jónas Sigurðsson Þóranna Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar