Morgunblaðið - 31.05.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
✝ Sigurborg Sól-veig Andrés-
dóttir fæddist 16.
mars 1967. Hún
andaðist á Land-
spítalanum við
Hringbraut 16. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Rakel
Benjamínsdóttir, f.
26.1. 1947, d. 9.5.
2006, og Andrés
Eyjólfsson, f. 15.1. 1942, d. 26.7.
2018.
Systkini Sigurborgar eru:
Guðrún, f. 5.3. 1969, maki Sig-
urður J. Hallbjörnsson, f.22.7.
1969; Lilja Björk, f. 15.4. 1974,
maki Kristján Ingi Magnússon,
f. 23.5. 1974; Eyjólfur Jóhann, f.
24.11. 1983, d. 24.10. 1985.
Eiginmaður Sigurborgar er
Kristján Nielsen, f. 14.6. 1966,
foreldrar hans eru Eygló Krist-
og hún var kölluð, ólst upp
fyrstu árin á Óðinsgötu í
Reykjavík en sjö ára gömul
flutti hún í Eyjabyggð í Kefla-
vík og því næst í Sandgerði þeg-
ar hún var 12 ára. Hófu þau
Kristján búskap í apríl 1983,
fyrst hjá foreldrum hennar á
Hlíðargötu 1 en fluttu stuttu
síðar í eigið húsnæði á Norð-
urgötu 24 og voru síðast búsett
á Hlíðargötu 37 í Sandgerði.
Störfuðu þau ætíð náið saman,
fyrst hjá körfubílaþjónustu og í
húsaviðgerðum með föður
hennar, hjá Plastverki ehf. í
Sandgerði sem var einnig í eigu
föður hennar, en síðan stofnuðu
þau fyrirtækið Bátasmiðjuna
Sólplast árið 1999.
Bogga annaðist umönnun
Eyglóar Guðrúnar dóttur
þeirra heima í 18 ár vegna veik-
inda og passaði upp á að hún
fengi þjónustu, s.s. skólagöngu,
helgarvistun og fleira. Hún var
virk í kvenfélaginu Hvöt, prjón-
aði mikið og heklaði, föndraði
og málaði fjölmargar myndir.
Útför Sigurborgar fer fram
frá Safnaðarheimilinu í Sand-
gerði í dag, 31. maí, klukkan 13.
jánsdóttir, f. 13.8.
1945, og Preben
Willy Nielsen, f.
27.3. 1942. Systkini
Kristjáns eru:
Baldvin, f. 9.7.
1963; Kristín, f.
24.8. 1964; Elín
María, f. 29.10.
1970; Willy Henry,
f. 23.2. 1973; Eygló
Rós, 15.2. 1979.
Börn Sig-
urborgar og Kristjáns eru: 1)
Andrés Daníel, f. 22.5. 1986.
synir Alexander Freyr, f. 11.5.
2006, og Gabríel Þór, f.
27.4.2008. 2) Eygló Guðrún, f.
25.10. 1988, d. 7.4. 2009. 3) Ást-
rós Sóley, f. 29.10. 1997, unn-
usti Aðalsteinn Pétursson, f.
2.9. 1997. 4) Benjamín Smári, f.
29.4. 2001, unnusta María As-
hley Pollitt, f. 7.2. 2002.
Sigurborg, eða Bogga eins
Elsku mamma mín, það er svo
sorglegt að hafa misst þig svona
snemma. Lífið var rétt að byrja
og áttum við eftir að bralla svo
margt saman yfir ævina. Ég mun
sakna þín endalaust alla daga,
það munu koma upp minningar í
huga minn í hvert einasta skipti
sem ég geri eitthvað sem minnir
mig á þig. Mínar innstu minn-
ingar eru þær: ein er þegar ég
var lítil og vildi alltaf fara í taka
til leik og að þú værir amma og
ég orðin mamma í leiknum og
síðan byrjuðum við að ganga frá
og þrífa. Ég mun ekki gleyma
öllum ferðalögunum sem við fór-
um í, t.d. þegar ég bauð þér til
útlanda á milli jóla og nýárs á frí-
miðunum sem ég vann fyrir um
sumarið, ferðin var æðisleg með
þér og mjög dýrmæt fyrir mig og
þig. Ekki má gleyma ferðinni í
kringum landið sem var í fyrra-
sumar, þar sem við lentum í fullt
af ævintýrum á leiðinni, lentum í
stormi og þurftum að stoppa á
nokkrum stöðum til að bíða eftir
að það kæmi gott veður svo við
gætum haldið áfram ferð okkar
austur. Þetta var æðisleg og
skemmtileg ferð og hlógum við
mjög mikið. Ég þakka þér fyrir
að hafa dregið mig með þér á
málningarnámskeið sem endaði
með því að ég fór síðan á mynd-
listarbraut og kláraði hana. Þú
varðst stoð mín og stytta í gegn-
um allt sem ég tók mér fyrir
hendur, studdir mig í tónlistar-
skólanum og fleira. Þú varst
mjög dugleg, glaðleg og
skemmtileg, komst vel fram við
alla og vildir allt fyrir alla gera.
Ég þakka þér fyrir allan stuðn-
ing og gleðina sem þú gafst frá
þér. Elska þig endalaust, elsku
mamma mín, ég mun aldrei
gleyma þér. Guð og englar passa
þig um ókomin ár. Þú varst og
ert mér allt, elsku mamma,
minning þín mun lifa í hjarta
mínu að eilífu. Nú ertu komin í
faðm foreldra þinna, Eyjólfs
bróður þíns og Eyglóar okkar.
Þín dóttir
Ástrós Sóley.
Kæra mamma og amma, þín
verður ævilangt saknað og munu
allar góðu minningarnar lifa í
hjörtum okkar feðga, þú varst
alltaf til staðar og alltaf tilbúin
að hjálpa og gleðja.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann og mikill
söknuður, og stórt skarð í hjört-
um okkar sem aldrei verður
hægt að fylla. Þú hvattir okkur
áfram og hjálpaðir okkur alltaf
að ná markmiðum okkar. Án þín
hefði ég aldrei farið aftur í nám
og mun ég ljúka því og útskrifast
um næstu jól, sem ég veit að mun
gera þig stolta. Alexander mun
aldrei gleyma hversu góðan tíma
hann átti með þér og hversu vel
þú studdir við hann, þú varst
alltaf tilbúin að gera allt fyrir
hann. Gabríel elskaði að koma í
heimsókn til Boggu ömmu og
vildi helst ekkert fara aftur
heim, enda alltaf glöð og
skemmtileg og tókst öllum opn-
um örmum. Sama hvernig þér
leið varstu alltaf til í að gleðja
aðra og hafðir alltaf góðan anda í
kringum þig.
Með söknuði og þökk fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur.
Þinn sonur og
barnabörn,
Andrés Daníel, Alexander
Freyr og Gabríel Þór.
Elsku systir, það er óhætt að
segja að þeir deyi ungir sem guð-
irnir elska.
Við áttum oft skemmtilega
tíma saman og töluðum þrisvar
til fjórum sinnum saman í sím-
ann á dag um allt og ekkert, það
var orðinn fastur liður að þú
hringdir alltaf í mig kringum 10
alla daga og fannst mér vanta
eitthvað ef þú hringdir ekki.
Þegar Eygló þín veiktist var ég
mikið í kringum þig. Fór ég þá
oft með þér á ýmsa viðburði
tengda henni, jólaböll, sumar-
vistun og fleira, og þú varst allt-
af dugleg að sinna henni. Við
vorum búnar að plana að ferðast
um landið í sumar, fara á fiski-
daginn og fleiri hátíðir.
Þú varst listræn og dáðist ég
að því hvað þú varst dugleg í
höndunum að prjóna, hekla og
mála. Þú gast setið og dundað
þér tímunum saman og hafðir
gaman af því að stoppa í Mið-
húsum og hitta gamla fólkið og
prjóna. Þú komst með gleðina,
þú varst félagslynd og sóttir í að
hafa alltaf fullt af fólki í kringum
þig, bæði heima og líka ef þú
fórst eitthvað. Það er ekki langt
síðan þú plataðir okkur Inga
með þér á Abba-sýningu og að
gista á hóteli heila helgi. Þú
hringdir fjórum sinnum í mig
sama dag þangað til ég fattaði
hvað þú varst að biðja um. Það
hefði verið yndislegt ef þú hefðir
getað klárað helgina með okkur
en þú þurftir að fara á laugar-
deginum á spítalann sem þú
komst aldrei út af aftur. Núna
ertu farin að gera eitthvað
skemmtilegt með Eygló dóttur
þinni og Eyfa litla bróður,
mömmu og pabba og öllum þeim
sem tóku á móti þér, elsku syst-
ir.
Þetta ljóð, Móðurminningu,
samdi langafi okkar Andrés
Eyjólfsson árið 1946. Finnst
mér það passa við þig, þú varst
mikil mamma og amma.
Allt hverfur brott með stríðum tímans
straumi
því stöðugt ei er neitt í heimi hér.
Mannsins ævi líkist liðnum draumi
á leiðarenda þegar komið er.
Að sumri liðnu sífellt kemur vetur,
á skrúðgarð fagran herjar kuldaél.
Sú besta gjöf sem lífið gefið getur
er góðrar móður hjartans ástarþel.
Nú kæra móðir, kominn lífs þíns endi,
þú kvaddir þessa syndum spilltu jörð.
Þú ævistarf þitt inntir vel af hendi
við örbirgð lífs, oft þreyttir fangbrögð
hörð.
Ég lagði ei blóm á lífs þíns grýttar
slóðir,
ég legg ei heldur krans á leiðið þitt.
En minning þín, mín mæta kæra
móðir,
er mótuð djúpt í litla hjarta mitt.
Þú stór varst hetja stríði lífs í þungu
og studdir, varðir barnahópinn þinn.
Þér oft féllu æðruorð af tungu
en oft grét hjartað, glöð þó væri kinn.
Þú auðug varst af alúð hjartans mestu
þó efnin væru stundum harla smá.
Frá munni þínum margoft bitann léstu
að miðla öðrum, sífellt var þín þrá.
Hvíldu í friði hjartans móðir blíða
þú herrans Jesú treystir líknarhönd.
Þitt stríð var hart en hugrökk án alls
kvíða
þú horfðir burt af dauðans skugga-
strönd.
Börnin þín nú best það munu finna
þú blómum kærleiks stráðir þeirra
leið.
Já, minning þín í brjóstum barna þinna
mun blessuð lifa þeirra æviskeið.
Þín litla systir,
Lilja Björk.
Sigurborg Sólveig
Andrésdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sigurborgu Sólveigu
Andrésdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ SæmundurReimar
Gunnarsson fæddist
í Reykjavík 21.
október 1936. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 7.
maí 2019.
Foreldrar hans
voru Þórdís S. Guð-
mundsdóttir, f. 5.
ágúst 1916, d. 30.
janúar 2000, og
Gunnar Friðriksson, f. 29. nóv-
ember 1913, d. 14. janúar 2005.
Sæmundur ólst upp hjá móður
sinni og ömmu, Margréti Jóhann-
esdóttur. Hann átti einn uppeld-
isbróður, Þórð S. Kristjánsson, f.
29. október 1933, d. 1. júlí 1988.
Samfeðra eru Friðrik Gunnars-
son, f. 23. júlí 1941, Rúnar
Gunnarsson, f. 24. apríl 1944, og
Guðrún Gunnarsdóttir, f. 26.
ágúst 1949, d. 6. október 2018.
Sæmundur kvæntist 11. mars
1962 Þórunni Jónsdóttur, f. 10.
ágúst 1934. Sæmundur og Þór-
unn bjuggu fyrst í Reykjavík, síð-
an í Kópavogi en frá árinu 1971 í
Garðabæ. Börn þeirra eru: 1)
Sigrún Sæmundsdóttir, f. 10.
ágúst 1963, gift Merced Maldo-
nado, f. 24. janúar 1956. Sonur
norsku og sænsku við Háskóla Ís-
lands. Sæmundur byrjaði starfs-
ferilinn á skrifstofu Slippfélags-
ins en hóf störf hjá Pálma í
Hagkaupum árið 1963 og sá þar
um fjármál. Á árinu 1974 réði
hann sig til starfa hjá ferðaskrif-
stofu Guðmundar Jónassonar
sem skrifstofustjóri. Þá vann
hann nokkur sumur sem leið-
sögumaður og fararstjóri á Ís-
landi og í Sviss fyrir þýska og ís-
lenska ferðamenn. Árið 1985 hóf
Sæmundur að starfa aftur fyrir
Pálma og þá fyrst sem inn-
kaupastjóri í Hagkaupum, síðan
sem fjármálastjóri í Ikea og að
lokum sem gjaldkeri fyrir Haga.
Eftir að hann hætti hjá Högum
rak hann um tíma eigið bók-
haldsfyrirtæki.
Sæmundur ferðaðist mikið
innanlands og erlendis og stofn-
aði ásamt eiginkonu og vinafólki
ferðaklúbbinn „Litli Alpaklúbb-
urinn.“ Þá var hann virkur fé-
lagsmaður í ættfræðiklúbbi
bókasafns Garðabæjar.
Árið 2013 þurfti Sæmundur að
gangast undir erfiða hjartaað-
gerð og náði hann sér aldrei eftir
hana. Árið 2015 greindist hann
svo með illkynja sjúkdóm. Í byrj-
un árs 2019 dró úr heilsu Sæ-
mundar og var hann fluttur á
Landspítalann í Fossvogi 16. apr-
íl 2019. Þar dvaldi hann þar til
hann lést.
Útför Sæmundar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 31. maí 2019,
klukkan 11.
þeirra er a) Snorri
Mahileo Maldonado,
f. 12. janúar 2008,
og Sigrún á fóst-
urdóttur b) Christin
E. Franco, f. 9. mars
1987. 2) Jón Sæ-
mundsson, f. 11.
mars 1966, giftur
Laufeyju Ýri Sig-
urðardóttur, f. 9.
júní 1966. Börn
þeirra: a) Tindur
Jónsson, f. 7. júní 1987, í sambúð
með Kolbrúnu Bjargmunds-
dóttur, f. 18. júlí 1988. b) Gunn-
hildur Yrsa Jónsdóttir, f. 28.
september 1988. c) Urður Jóns-
dóttir, f. 21. september 1992, gift
Steinari Unnarssyni, f. 8. nóv-
ember 1991. Börn þeirra eru Ösp
og Valur. d) Ilmur Jónsdóttir, f.
25. maí 1996. e) Þórunn Jóns-
dóttir, f. 7. september 1997. f)
Sigurður Tumi Jónsson, f. 6. júní
2003. g) Sæmundur Tóki Jóns-
son, f. 17. nóvember 2005, og h)
Elfur Fríða Jónsdóttir, f. 18. nóv-
ember 2008. 3) Margrét Sæ-
mundsdóttir, f. 6. apríl 1967.
Sæmundur lauk versl-
unarskólaprófi 1955 og síðar
námi við leiðsögumannaskólann.
Einnig stundaði hann nám í
Sæmundur Gunnarsson,
tengdafaðir minn, er nú fallinn
frá eftir langvinn veikindi. Við
sem þekktum hann náið myndum
öll segja að hann hefði borið veik-
indin afar vel. Hann kvartaði
aldrei, hafði ávallt gaman af sam-
vistum við börn sín, barnabörn og
barnabarnabörn og var svo minn-
ugur að við hin fölnuðum í sam-
anburði við hann. Hann bar veik-
indin svo vel framan af að manni
hætti til gleyma þeim, halda jafn-
vel að þetta væri bara einhver
misskilningur. En nú hefur hann
fengið hvíld.
Ég kynntist Sæmundi og Þór-
unni árið 1986, þegar Nonni, son-
ur þeirra, og ég felldum hugi
saman. Sæmundur var rólegur
og fróður maður. Hann elskaði
ferðalög og ferðuðust þau hjónin
ásamt nokkrum vinahjónum sín-
um um Evrópu og Bandaríkin,
nánast á hverju ári. Hann las sér
til um hvern áfangastað og mundi
allt, svo nákvæmlega, að maður
gat leitað til hans með ábending-
ar um hvað skyldi gera sér til
skemmtunar í ákveðinni borg
löngu eftir að hann og Þórunn
dvöldu þar. Hann elskaði barna-
börnin sín og gladdist alltaf jafn-
mikið þegar bættist í hópinn hjá
okkur. Hann sótti börn í leik-
skóla, skóla og skutlaði þeim á
endalausar íþróttaæfingar og
kappleiki. Hann vissi oftast betur
en ég hvað var á dagskrá hjá
börnunum mínum. Hann gekk
með barnavagna með syfjuðum
ungbörnum, reimaði skó og
snýtti börnum. Hann var stuðn-
ingsmaður númer eitt!
Börn okkar hjóna, Tindur,
Gunnhildur Yrsa, Urður, Ilmur,
Þórunn, Sigurður Tumi, Sæ-
mundur Tóki og Elfur Fríða,
hafa lært mikið af afa sínum. Þau
eru samheldin, skilningsrík og
hjálpsöm. Þau eru heimsborgar-
ar. Þau eru afabörn.
Ég þakka sæla mínum fyrir þá
gæfu að hafa gifst inn í þvílíka of-
urfjölskyldu. Ég þakka sam-
fylgdina og hjálpina elsku Sæ-
mundur. Ég þakka vinskapinn
og þá gleði sem minningar um
þig vekja hjá mér.
Þín tengdadóttir,
Ýr.
Elsku afi, þessi kveðjustund
er sannarlega erfið en á sama
tíma er okkur efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa átt þig fyrir
afa. Minningarnar um þig eru
ótalmargar, alveg frá því að við
munum fyrst eftir okkur. Það
sem einkennir þær öðru fremur
er gleði þín og nærvera. Þú
naust hverrar stundar með okk-
ur og við með þér. Brosið þitt og
hláturinn voru engu lík og hlýja
manni núna, við endurminning-
arnar.
Þú kenndir okkur svo margt,
enda einstaklega vitur maður.
Fróðleiksfýsn þín var smitandi
og þú vaktir hjá okkur barna-
börnunum áhuga á því að fræð-
ast. Þú hafðir svo gaman af ætt-
fræði, sagðir okkur með stolti af
ættinni okkar eins og við munum
með stolti segja afkomendum
okkar frá þér í framtíðinni. Þú
varst klettur í lífi okkar, alltaf yf-
irvegaður og góður, nærvera þín
gerði alla daga betri. Það var
alltaf hægt að ganga að stuðn-
ingi þínum vísum. Þú varst til
dæmis oft í því hlutverki að
skutla okkur barnabörnunum
hingað og þangað. Sem barn
leiddi maður ekki hugann að því
en núna áttar maður sig á hvað
þetta var sjálfsagt í þínum huga,
þú vildir bara gera allt sem þú
gast fyrir okkur. Manni varð
alltaf svo hlýtt um hjartaræturn-
ar að finna hvað þú varst inni-
lega stoltur af okkur barnabörn-
unum. Það er erfitt að lýsa því
hvernig þú gerðir það ljóst en þú
hafðir einhvern anda yfir þér –
svo einlæglega áhugasamur og
styðjandi. Einn af okkar helstu
stuðningsmönnum. Ekki var
stoltið minna þegar kom að lang-
afabörnunum. Það var svo fal-
legt að sjá hvernig þú bókstaf-
lega ljómaðir þegar þú hittir þau
og hvað þau löðuðust að þér líka.
Þau skynjuðu greinilega ástúðina
frá þér og leituðu til þín þegar við
komum í heimsókn.
Síðustu árin mátti sjá hvernig
þú fórst að líta yfir farinn veg og
dvelja við minningarnar. Í tali
þínu mátti umfram allt merkja
þakklæti – fyrir ömmu, fyrir af-
komendurna, fyrir ferðalögin og
svo margt annað. Þú gafst okkur
ýmis góð ráð en minnisstæðast er
þegar þú sagðir síðasta haust að
lífið liði hraðar en maður heldur
og að maður sæi bara eftir því
sem maður gerði ekki. Þetta, og
svo margt annað sem við höfum
lært af þér, tökum við með okkur
sem veganesti út í lífið og von-
umst til þess að geta haldið áfram
að vera þér til sóma.
Það er erfitt að sjá fyrir sér
framtíðina án þín en þú verður
aldrei langt undan því við munum
geyma minningu þína í hjartanu
um ókomna tíð.
Við söknum þín, elsku afi, þín
barnabörn
Tindur, Gunnhildur Yrsa,
Urður, Ilmur, Þórunn, Sig-
urður Tumi, Sæmundur
Tóki og Elfur Fríða.
Ég á margar góðar minningar
um afa minn. Ég vil þakka honum
fyrir stundirnar sem ég fékk með
honum á sumrin á Íslandi. Ég
hlakkaði alltaf mikið til að koma
til landsins. Ein af mínum bestu
minningum er um ferðirnar í öm-
muland þar sem hann og amma
hjálpuðu mér og frændsystkinum
að gróðursetja tré. Það var mikið
gaman að leika við frændsystkini
mín í sveitinni. Ég sá líka hvernig
landið leit út fyrir utan borgina
því að afi fór með okkur í margar
ferðir. Mér fannst gaman að vera
með afa mínum og ömmu. Ég
kom líka tvenn jól til Íslands. Það
var líka mjög gott að sjá hann og
ömmu þegar þau komu og heim-
sóttu okkur í Arizona tvisvar. Afi
hafði líka mikinn áhuga og var
stoltur af mér og studdi mig í tón-
listarnámi mínu og fimleikum.
Ég mun sakna þess mikið að geta
ekki eytt meiri tíma með honum.
Þinn dóttursonur,
Snorri.
Burtkallaður úr þessu lífi er
vinur vor, Sæmundur Reimar
Gunnarsson.
Hann var miklum mannkost-
um gæddur. Það vita þeir sem
til þekkja.
Þau hjónin stóðu þétt saman
í lífsins ólgusjó og báru virð-
ingu hvort fyrir öðru svo eftir
var tekið.
Sæmundur var m.a. einstak-
lega ættfróður og víðlesinn
maður og fús að miðla þekkingu
sinni og hafði góða frásagnar-
gáfu.
Við hjónin urðum þess að-
njótandi að deila með þeim
mörgum góðum stundum í líf-
inu, t.d. vorum við í sama
gönguhópi um árabil, áttum af-
ar góðar stundir í matarboðum
hvor hjá öðrum og síðast en
ekki síst hálfsmánaðar brúð-
kaupsferð okkar Kalla á Horn-
strandir fyrir 12 árum, sem
byrjaði í Aðalvíkinni, á Látrum,
ættaróðali Sæmundar.
Yndisleg vika, gönguferðir,
silungsveiði o.fl. skemmtilegt.
Þá fengum við mikinn fróð-
leik beint í æð frá Sæmundi.
Þar skildi leiðir í bili, þau fóru
til Reykjavíkur, en við nýgiftu í
svítuna á Hornbjargi, síðan vítt
og breitt um Hornstrandir, allt-
af í sól nema þrjá síðustu dag-
ana en þá skall á þoka.
Það eru ekki allir svo heppn-
ir að njóta nærveru bestu vin-
ahjóna sinna í brúðkaupsferð-
inni. Í sumar höfðum við
ákveðið vikudvöl úti á landi, en
nú hafa örlögin gripið í taum-
ana.
Kæri vinur, komið er að
kveðjustund, hafðu þökk fyrir
ævarandi vináttu.
Elsku Þórunn! Guð styrki
þig og fjölskylduna í sorginni.
Eftir lifa dýrmætar minningar,
þær eru huggun harmi gegn.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Unnur og Karl Reynir.
Sæmundur Reimar
Gunnarsson