Morgunblaðið - 31.05.2019, Side 22

Morgunblaðið - 31.05.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki 60 ára Sigurgeir er frá Hríshóli í Eyjafjarðar- sveit og býr í Hrafna- gilshverfi. Hann var lengi bóndi á Hríshóli, en er núna fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar og stjórnarformaður Norð- lenska. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri. Maki: Bylgja Sveinbjörnsdóttir, f. 1962, klæðskeri og rekur Brúðkjólaleigu Akureyrar og vinnur einnig hjá Isavia. Börn: Elmar, f. 1981, Erna, f. 1983, og Eydís, f. 1996, og barnabörnin eru fimm. Foreldrar: Hreinn Kristjánsson, f. 1928, d. 2016, bóndi á Hríshóli, og Erna Sigur- geirsdóttir, f. 1934, húsfreyja á Hríshóli. Sigurgeir Bjarni Hreinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér hættir til að telja þig vera yfir aðra hafin/n sem er þér til minnkunar. Vinir færa þér spennandi fréttir. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er sama hvað þú ert að glíma við, þú ert örugglega ekki eina mann- eskjan sem reynir það. Bjartar hugsanir hjálpa þér við að halda sól í sinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þér finnist margt á móti þér skaltu varast að bregðast of harkalega við. Ef þú hefur sterkar tilfinningar og skoðanir á einhverju geturðu ekki snúið þér undan. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú nýtur þess að fegra dvalarstað þinn þessa dagana. Leggðu þig fram við að hanna það líf sem þú vilt lifa. Taktu til hendinni þar sem þess þarf. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem þú hefur ekki prófað áður. Vinir koma þér til hjálpar á ögurstundu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki aðra þurfa að velkjast í vafa um meiningu þína. Láttu þína nán- ustu vita hve miklu máli þeir skipta þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu ekki aðra ýta þér út í eitthvað sem þú vilt ekki sjálf/ur. Þú vilt ekki vera eftirbátur annarra og leggur því hart að þér í öllu sem þú tekur fyrir hendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú skalt forðast það sem heitan eldinn að gera áætlanir með vinum og kunningjum í dag. Notaðu kvöldið fyrir sjálfa/n þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einhver þarf sárlega á stuðn- ingi þínum að halda en er of feiminn til að bera sig upp við þig. Taktu það með í reikninginn að þú hefur stundum rangt fyrir þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Eitthvað reynist erfiðara en þú áttir von á. Þú ert góð/ur í því að finna lausnir og veist að sá vægir sem vitið hef- ur meira. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver spennandi skýtur upp kollinum, endurskipuleggur allt og hverfur svo á braut. Ástamálin eru í lægð núna en með haustinu fer allt á fullt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinur þinn gæti komið þér í upp- nám með óvæntum upplýsingum. Rifjaðu upp hvers þú óskaðir þér fyrir tíu árum. Hafa þær óskir ræst? ber 1931 á Siglufirði, fyrrverandi skrifstofumaður og póstmeistari á Raufarhöfn. Foreldrar hennar voru Þorlákur Anton Þorkelsson, f. 14.12. 1897, d. 24.1. 1980, skip- stjóri á Siglufirði, og Ásta Júlíus- dyrnar heima hjá mér, setti upp glugga og pússaði vegginn.“ Fjölskylda Eiginkona Helga er Stella Borg- þóra Þorláksdóttir, f. 12. desem- H elgi Ólafsson fæddist 31. maí 1929 á Rauf- arhöfn og ólst þar upp. Hann var í sveit á Oddsstöðum á Mel- rakkasléttu. Helgi gekk í barnaskóla og ungl- ingaskóla Raufarhafnar og Iðn- skóla Siglufjarðar. Hann öðlaðist meistararéttindi rafvirkja árið 1955. Helgi vann við vélgæslu í frysti- húsinu Jökli á Raufarhöfn og vann síðan við vélgæslu og fleira hjá Rafveitu Raufarhafnar. Hann var slökkviliðsstjóri 1968-1994 og hlaut viðurkenningu fyrir störf sín frá Brunamálastofnun ríkisins. Helgi var í sveitarstjórn Raufar- hafnar í 20 ár og var formaður Sjálfstæðisfélags Raufarhafnar. Hann var fréttaritari Morgun- blaðsins um árabil. Hann var með hafnsögubát meðan faðir hans var hafnsögumaður á Raufarhöfn. Helgi starfaði í Lionsklúbbi Rauf- arhafnar og er formaður Félags eldri borgara á Raufarhöfn. „Ég hef gaman af að leika mér með ljósmyndavél, stunda gæsa- veiðar á haustin og rjúpnaveiðar á vetrum. Ég náði ekki mörgum síð- asta vetur, sex rjúpur voru það. Ég er hættur að fara einsamall á veiðar og fer með syni mínum, Júlíusi.“ Helgi setti upp listaverk sitt, Drekann á hafnargarðinum við smábátahöfnina á Raufarhöfn í fyr- ir fjórum árum og spúði hann á nokkurra sekúndna fresti. „Ég er núna að breyta um eldaðferð á drekanum, geri hana öruggari þannig að maður geti ráðið því hvenær hann spýr eldinum,“ en Helgi tekur enn að sér rafmagns- verkefni fyrir bæjarbúa í neyð- artilvikum, eins og hann orðar það. Eiginkona Helga hefur verið á sjúkrahúsi á Akureyri í mánuð og keyrir Helgi á milli Raufarhafnar og Akureyrar til að heimsækja hana. „Ég stoppa í tvo til þrjá daga á Akureyri en fer svo heim til að gera eitthvað í höndunum svo ég verði ekki vitlaus. Fyrir fjórum dögum hlóð ég upp vegg í bílskúrs- dóttir, f. 16.4. 1900, d. 14.5. 1970, framreiðslukona og húsmóðir á Siglufirði og í Reykjavík. Börn Helga og Stellu eru 1) Sig- ríður Kristín Helgadóttir, f. 30.11. 1948, sundlaugarvörður á Raufar- höfn. Maki: Bjarni Hermannsson, bifreiðarstjóri á Raufarhöfn. 2) Ólafur Helgi Helgason, f. 16.11. 1949, verslunarmaður í Reykjavík. Maki: Sigrún Klara Sigurð- ardóttir, starfsmaður Heimaþjón- ustu Reykjavíkur; 3) Þorlákur Ástmar Helgason, f. 5.3. 1959, matreiðslumaður í Reykjavík. Maki: Klara Sveinsdóttir, framreiðslumaður og yfirþjónn í Reykjavík; 4) Hannes Helgason, f. 8.2. 1966, framleiðslustjóri á Akur- eyri. Maki: Eydís Hrönn Vil- hjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri; 5) Júlíus Helgason, f. 9.8. 1967, verkstæðismaður á járn og tré á Raufarhöfn. Maki: Svava Árnadóttir, bankastarfsmaður á Raufarhöfn; 6) Ásta Helgadóttir, f. 8.2. 1970, húsfreyja á Spáni. Maki: Ragnar Þormar sjómaður. Helgi og Stella ólu einnig upp bróður Stellu, Róbert Þorláksson, frá 11 ára aldri til fullorðinsára. Barnabörn Helga eru Stella Bjarnadóttir, f. 16.7. 1966, Róbert Bjarnason, f. 4.11. 1975; Sigurður Helgi Ólafsson, f. 10.12. 1971, Stella Sigríður Ólafsdóttir, f. 30.11. 1973; Valbjörn Júlíus Þor- láksson, f. 30.1. 1982, Hannes Þór Þorláksson, f. 23.7. 1987, Eiður Fannar Þorláksson, f. 6.12. 1990; Brynjar Ingi Hannesson, f. 22.4. 1989, Valdís Eva Hannesdóttir, f. 8.10. 1991, Hanna Margrét Hannesdóttir, f. 26.6. 1999; Svan- hildur Karen Júlíusdóttir, f. 2.4. 1992, Birkir Rafn Júlíusson, f. 23.4. 1998; Helgi Hlynsson, f. 1.6. 1991, Ragnar Páll Þormar Ragn- arsson, f. 7.12. 2008. Barnabarnabörn Helga eru Örv- ar Sigþórsson, f. 12.4. 1990, Ívar Sigþórsson, f. 16.2. 1993; Kasper Jan S. Róbertsson, f. 17.5. 2002, Júlía Rós Róbertsdóttir, f. 6.8. 2004; Ólafur Örn Sigurðsson, f. 12.12. 1990, Þóra Kristín Sigurð- ardóttir, f. 15.2. 1994, Sigrún Lilja Helgi Ólafsson rafvirki – 90 ára Morgunblaðið/RAX Þúsundþjalasmiður Helgi er enn allt í öllu á Raufarhöfn, mynd frá 2006. Prímus mótor á Raufarhöfn Foreldrar Helga Ólafur Árni Ágústsson og Sigríður Guðmundsdóttir. 50 ára Borghildur er Seltirningur og lög- fræðingur frá HÍ og er með meistaragráðu í lögum á sviði hug- verkaréttinda frá Stanford-háskóla. Hún er forstjóri Einkaleyfa- stofu og varaformaður framkvæmdaráðs Evrópsku einkaleyfastofunnar. Maki: Viðar Lúðvíksson, f. 1972, hrl. og einn eigenda Landslaga. Börn: Arnhildur Anna, f. 1992, Viðar Snær, f. 2000, Hildur Theodóra, f. 2001, og Lúðvík Orri, f. 2008. Foreldrar: Erlingur Viðar Leifsson, f. 1942, tæknifræðingur, og Arndís Jóna Gunnarsdóttir, f. 1946, húsmóðir. Þau eru búsett á Seltjarnarnesi. Borghildur Erlingsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Eyþór Ólafsson fæddist 2. ágúst 2018 kl. 21.48. Hann vó 5.368 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Kjartansdóttir og Ólafur Hlyns- son. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.