Morgunblaðið - 31.05.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Einstakt sumarboð
Fitueyðing & húðþétting
15% afsláttur
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að finnast þú vera
ofurkona.
ÉG TALA FLEST DÝRAMÁL REYNDAR ER ÉG RYÐGAÐUR Í ÍKORNAMÁLI
HVAÐ
SEGIRÐU?
DIRRINDÍ
DIRRINDÍ
DIRRINDÍ
KÆRASTINN MINN SEGIST MYNDU ELTA
MIG TIL ENDIMARKA JARÐARINNAR!
EN
RÓMAN TÍSKT!
HVÍ ERTU
SVONA LEIÐ?
ÞAÐ ER ÞAR SEM HINN KÆRASTINN MINN BÝR!
„ÞETTA ER SÍÐASTI STARFSDAGURINN
HANS. ÆTTUM VIÐ EKKI AÐ ÞYKJAST KAUPA
HANDA HONUM KÖKU EÐA EITTHVAÐ?”
„HLAUPTU UPP OG ATHUGAÐU HVER ÞETTA
ER!”
Sigurðardóttir, f. 3.12. 1995, Arna
Dröfn Sigurðardóttir, f. 9.7. 1998,
og Katla Dröfn Sigurðardóttir, f.
9.7. 1998; Birna Hrund Jónsdóttir,
f. 19.8. 1992, Ólafur Helgi Jóns-
son, f. 17.5. 1996, Birgitta Jóns-
dóttir, f. 29.4. 1997, Þorbjörg
Brynja Jónsdóttir, f. 9.2. 2001;
Heiðar Rafn Valbjörnsson, f.
19.11. 2008, Brynhildur Klara Val-
björnsdóttir, f. 27.3. 2012; Brynjar
Þór Hanneon, f. 17.6. 2011,
Thelma Rós Hannesdóttir, f.
23.10. 2013, Anton Bói Hannesson,
f. 21.01. 2018; Hannes Már Brynj-
arsson, f. 11.4. 2019, Elvar Rafn
Brynjarsson, f. 1.8. 2017; Sandra
Lind Birgisdóttir, f. 3.5. 2018;
Aþena Sif Birkisdóttir, f. 12.1.
2018.
Alsystkini Helga voru Steinunn
Ágústa Ólafsdóttir, f. 8.11. 1932, d.
8.8. 2000, húsfreyja og ritari í
Reykjavík; og Elmar Þorkell
Ólafsson, f. 29.6. 1943, d. 27.1.
1995, hafnsögumaður og veit-
ingamaður í Reykjavík. Hálfsystir
Helga sammæðra var Bergþóra
Vilhelmsdóttir Jensen, f. 3.2. 1927,
d. 22.11. 2013, húsfreyja í Kópa-
vogi og leikskólastarfsmaður.
Foreldrar Helga voru hjónin
Ólafur Árni Ágústsson, f. 9.6. 1903
á Ósi í Skilmannahreppi í Borg-
arfjarðarsýslu, d. 26.4. 1982, verk-
stjóri, vélstjóri og hafnsögumaður
á Raufarhöfn, og Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 23.11. 1908 á Rauf-
arhöfn, d. 25.3. 1990, húsfreyja og
verslunarkona á Raufarhöfn.
Helgi Ólafsson
Una Kristín Árnadóttir
húsfreyja í Stóru-
Breiðuvíkurhjáleigu
Óli Þorgrímur Finnbogason
bóndi og sjómaður í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu í Reyðarfirði
Steinunn Óladóttir
húsfreyja á Raufarhöfn
Guðmundur Eyleifsson
skipstjóri og skipasmiður á Seltjarnarnesi
Kristjana Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja á Seltjarnarnesi
Eyleifur Guðmundsson
skipasmiður á
Seltjarnarnesi
Kristinn Guðmundsson vélstjóri
á Raufarhöfn og Kópaskeri
Þórhallur Guðmundsson vélstj. á Raufarhöfn
Eiríkur Guðmundsson
síldarskipstjóri og verksmiðjustjóri
Síldarverksmiðjunnar á Raufarhöfn
Ásgeir Guðmundsson sjómaður og sveitar-
stj. á Raufarhöfn og útibússtj. Landsbankans
Sigríður Guðmundsdóttir
húsfreyja og
verslunarmaður á
Raufarhöfn
Jó-
hanna
Gunn-
laugs-
dóttir
pró-
fessor
við HÍ
Bergþóra
Vilhelms-
dóttir
Jensen
húsfr. í
Kópavogi
Sigurlaug Sigurðardóttir
húsfreyja í Bakkakoti
Jón Guðlaugsson
bóndi í Bakkakot á
Kjalarnesi
Elín Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ágúst Árnason
bóndi á Ósi í Skilmannahr,Borg.
Guðrún Magnúsdóttir
húsfreyja í Áskoti
Árni Jónsson
bóndi í Áskoti í Melasveit
Úr frændgarði Helga Ólafssonar
Ólafur Árni Ágústsson
verkstjóri og hafnsögumaður
á Raufarhöfn
Um helgina fletti ég Nýja Helga-felli, sem út kom 1957. Þar
segir Páll Melsted frá því, að einu
sinni hafi hann farið með þrjár vís-
ur fyrir Jónas Hallgrímsson sem
þrír menn höfðu ort við Jökulsá á
Fjöllum, er þeir komu að henni
ófærri. Ein þeirra er þessi:
Veltur móðan vanaslóð,
vellur flóð um grundir,
beljar óð á beggja lóð,
bagar þjóð um stundir.
Síðan gerðu þeir Jónas nokkrar
vísur, svo sem viðbætur eða áfram-
hald, um ýmsar ár í Evrópu, þar
sem Jónas átti mestan part en Páll
nokkuð í. Þessi var t.d. um Rín:
Veltur Rín að vana fín
vekur pín og ekka,
um Fjörgínar forna lín
ferðir dvína rekka.
Jónas og Konráð Gíslason lágu í
mislingum og þegar Konráð batn-
aði skrifaði hann Jónasi ljóðabréf.
Þar í var þetta, – og ort í anda
Finns Magnússonar sagði Konráð:
Svo er fegurð kvenna
þeirra er flátt hyggja,
sem ís einnættur
á illu vatni,
þar sem dauðir menn
drukknað hafa,
þar sem nikurleg
nöldra læti.
Það var vinstristjórn og hafði
þyngt skattana. Pétur Benedikts-
son segir þar að það sé næsta furðu-
legt að íslenskum almenningi, sem
skattana verður að bera, sé ætlaður
sá andlegi sljóleiki að hafa ekki
orðið þess var að byrðarnar hafi
verið auknar.
Nær vissu þér svo heimskan hest,
hann mundi fyrir sverja,
þegar fram keyrður másar mest,
menn séu til, sem berja?
Hér er svo staka eftir Kristján
Ólafsson Húsavík:
Litlir verða að lokum menn.
Lífið mína og þína
tekur eina og eina í senn
aftur ras-gjöf sína.
Gústi Mar yrkir og þarfnast ekki
skýringa:
Listina þá lofa ber
lopann kunna að teygja.
Sæmst þó væri sumum hér
sannarlega að þegja.
Og Pétur Stefánsson:
Þrjóskan nagar marga menn
og margan unglings krakkann.
Þinglið Miðflokks þusar enn
um þriðja orkupakkann.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur úr Nýja Helgafelli