Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.05.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Auðvelt að þrífa • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ Í KÖLN Ívar Benediktsson iben@mbl.is Þriðja árið í röð eiga Íslandsmeist- ararnir í handknattleik karla þess kost að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næstu leik- tíð. Íslendingar eru í 17. sæti af 42 þjóðum á styrkleikalista Handknatt- leikssambands Evrópu, EHF, fyrir keppnistímabilið 2019/2020 sem gef- inn hefur verið út og dreift hefur ver- ið til fjölmiðla í tengslum við úr- slitahelgi Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Köln um helgina. Með tilliti til góðs árangurs ís- lenskra karlaliða í Evrópumótum fé- lagsliða á undanförnum árum hefur Ísland hækkað um þrjú sæti frá síð- asta ári, úr tuttugasta í sautjánda. Árangur þriggja síðustu keppnis- tímabila er talinn til stiga. Íslensk fé- lagslið hafa gert það gott á síðustu árum og þess vegna styrkist staða Íslands verulega. Eins og áður segir hefur Ísland styrkt stöðu sína frekar en hitt sem rennir styrkari stoðum undir að Ís- landsmeistarar karla eigi að minnsta kosti þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar en 27 þjóðir eiga rétt á að minnsta kosti einu sæti í forkeppni Meistaradeildar eða beinu sæti í riðlakeppninni þar sem 28 lið taka þátt, reyndar fleiri en eitt lið frá sterkustu handknattleiks- þjóðum Evrópu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ríkir óvissa um hvort Ís- landsmeistarar Selfoss taki slaginn og taki þátt í undankeppni Meist- aradeildarinnar í haust. Gull og grænir skógar og peningar á trján- um í stað laufa fylgja ekki þátttöku í Meistaradeildinni í handknattleik. Þvert á móti. Gríðarlegur kostnaður fylgir henni, ekki síst ef liðum tekst að komast í riðlakeppnina. Talið er að kostnaðurinn geti hlaupið á 10-20 milljónum króna, hið minnsta, ef lið kemst í riðlakeppnina sem stendur yfir frá hausti og fram yfir áramót. Þess utan þarf að reiða fram trygg- ingu fyrir þátttökunni upp á 25.000 evrur, nærri 3,5 milljónir króna. Til viðbótar er hvorugt keppnishúsið á Selfossi löglegt til leikja í Meistara- deildinni. Það þýðir að ef Selfoss kæmist í aðalkeppnina þá yrði liðið að leika alla sína heimaleiki í Laug- ardalshöll, sem þótt ólögleg sé er eina íþróttahöllin á Íslandi sem lafir innan leyfiskerfis EHF, en á undan- þágu eins og margoft hefur komið fram. Hvorki Valur sem varð Íslands- meistari 2017 né ÍBV sem vann tit- ilinn fyrir ári létu slag standa að taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða í forkeppninni. Kostnaður þótti of mikill til þess að hægt væri að rétt- læta þátttöku. Ekki er reyndar loku fyrir það skotið nú að Selfoss geti komist hjá þátttöku í forkeppni Meistaradeildarinnar vegna þess hversu ofarlega Ísland er á styrk- leikalista EHF fyrir komandi tíma- bil. Legið er undir feldi Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst liggja þó forráðamenn Selfoss undir feldi. Þeir verða að ákveða sig fyrir mánudaginn 3. júní hvort þeir taki slaginn í Meistaradeildinni eða ekki. Sennilegt er að Selfoss taki að minnsta kosti þátt í EHF-bikarnum en til þeirrar keppni geta Íslend- ingar hugsanlega sent tvö lið. Heimildir Morgunblaðsins herma ennfremur að FH hafi í sigtinu að senda karlalið lið sitt til keppni í EHF-bikarnum en FH á rétt á því. Valsmenn velta fyrir sér að gera at- lögu að Áskorendakeppninni sem þeir komust í undanúrslit í fyrir tveimur árum. Einnig mun vera áhugi hjá Val að senda kvennaliðið til leiks í EHF-keppni kvenna. Valur varð þrefaldur meistari á nýliðinni leiktíð í kvennahandboltanum. Framarar eru sagðir velta þátttöku fyrir sér í EHF eða í Áskorenda- keppninni í kvennaflokki. Kvennalið ÍBV og Hauka sem einnig eiga rétt á að sækja um þátttöku í Evrópu- keppni félagsliða munu ekki velta þeim kosti fyrir sér eftir því sem næst verður komist. Ólíklegt er að Selfoss geri atlögu að Meistaradeild  Ísland styrkir stöðu sína  Kostnaður fælir frá  Valur hyggst senda tvö lið Ljósmynd/Guðmundur Karl Evrópukeppni? Íslandsmeistararnir á Selfossi eiga þess kost að taka þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Ágúst Elí Björgvinsson, landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, varð í gær sænskur meistari með liði sínu Sävehof. Þrátt fyrir að lenda 1:2 undir í úrslitarimmunni gegn Alingsås tókst Sävehof að hafa betur, 3:2, og vann tvo síðustu leikina. Sigurinn kom vafalaust mörgum á óvart þar sem liðið hafnaði í 7. sæti í deildakeppninni. Ágúst Elí átti stóran þátt í sigrinum í oddaleiknum sem fram fór á heimavelli Alingsås en lokatölurnar urðu 27:20. Hann stóð sig virkilega vel í síðari hálfleik, ein- mitt þegar Sävehof tókst að slíta sig frá andstæðing- unum eftir jafnan fyrri hálfleik. Ágúst fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína hjá dagblaðinu Aftonbladet. Frammistaða Ágústs var athyglisverð, meðal annars fyrir þær sakir að hann varð fyrir meiðslum í fjórða leiknum en þau reyndust ekki nógu al- varleg til að halda honum frá keppni. Ágúst fór til Svíþjóðar þegar hann yfirgaf FH síðasta sumar og byrjar því ferilinn í atvinnumennsku með glæsibrag. kris@mbl.is Ágúst Elí sænskur meistari Ágúst Elí Björgvinsson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafði leikið 2⁄3 af fyrsta hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Mótið fer fram í S- Karólínuríki og tímamunurinn því talsverður. Ólafía hafði leikið tólf holur á tveimur yfir pari og var í 65. sæti af 150 keppendum. Hún hóf leik á 10. teig og var á höggi undir pari eftir sex holur. Góð byrjun en hún fékk þrjá skolla eftir það. Skor Ólafíu er að finna á mbl.is/sport/golf. Ólafía var á tveimur yfir Morgunblaðið/Árni Sæberg 65. sæti Ólafía Þórunn var fyrir of- an miðjan hóp keppenda. Svíþjóð Alingsås – Sävehof ...............................20:27  Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Sävehof.  Sävehof vann úrslitarimmuna samtals 3:2 og er sænskur meistari. Danmörk Undanúrslit: GOG – Skjern ....................................... 28:25  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk fyrir GOG.  Björgvin Páll Gústavsson varði 1 skot í marki Skjern. Tandri Már Konráðsson skoraði ekki fyrir liðið.  GOG sigraði 2:1 samtals og leikur til úr- slita um danska meistaratitilinn.  Smáþjóðaleikar Konur: Lúxemborg – Ísland............................. 48:76 Karlar: Svartfjallaland – Ísland ....................... 92:86 Argentína 8-liða úrslit: Córdoba – Regatas............................... 96:85  Ægir Þór Steinarsson gaf 3 stoðsend- ingar fyrir Regatas.  Staðan er 2:0.  Það er óhætt að segja að drama- tíkin hafi verið í fyrirrúmi þegar Magni og Hauk- ar gerðu 1:1 jafn- tefli í 1. deild karla í knatt- spyrnu, Inkasso- deildinni, á Grenivíkurvelli í gær. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Kristinn Þór Rósbergsson heima- mönnum í Magna yfir fljótlega eftir hlé og allt virtist stefna í fyrsta sig- ur Magna í sumar. Í uppbótartíma var Bjarni Aðal- steinsson í liði Magna sendur í sturtu með rautt spjald og fljótlega á eftir jafnaði Daði Snær Ingason fyrir Hauka og tryggði 1:1 jafntefli. Magni er enn á botninum eftir fimm leiki, nú með tvö stig, en Haukar eru með þrjú stig í 10. sæti. Dramatík á Grenivík Daði Snær Ingason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.