Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Qupperneq 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Að starfa á fjölmiðli er ábyrgðarhlutverk. Því fylgir mikil ábyrgð að varpa ljósiá samtímann, taka viðtöl við fólk svo sómi sé að, skrifa fréttaskýringar og al-mennt að draga upp mynd af daglegu lífi fólks, sorgum og sigrum.
Það eru að verða nærri sjö ár frá því mér var falið að hafa umsjón með Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins, Sunnudagsmogganum. Nú eru þáttaskil því blað dagsins
er það síðasta sem ég sé um. Mig langar að nota þennan vettvang til að þakka les-
endum blaðsins samfylgdina þennan tíma. Samskipti við lesendur eru einn af
ánægjulegri hlutum starfsins. Símtöl og tölvupóstar með ábendingum um áhugavert
efni eða viðmælendur verða oft að góðu blaðaefni. Ég hef einnig verið svo lánsöm að
hafa í kringum mig gott og vandað fólk.
Blaðamenn, ljósmyndarar, umbrotsfólk,
prófarkalesarar og annað samverkafólk
er ákaflega fært hvert á sínu sviði. Hér
hjá Morgunblaðinu og mbl.is í Hádeg-
ismóum er fullt hús sérfræðinga sem
dýrmætt er að geta leitað til við vinnslu
blaðsins.
Einna vænst þykir mér um það þegar
við sem stöndum að Sunnudagsblaðinu
höfum náð að hreyfa við umræðunni.
Þegar við fjölluðum um dekkjakurl á
fótboltavöllum fór umræða um þau mál
á fullt í þjóðfélaginu og breytingar urðu í kjölfarið. Umfjöllun blaðsins um smálána-
fyrirtæki varpaði ljósi á mikilvægi þess að koma böndum á þá starfsemi. Viðtal sem
birt var í þessu blaði við fjölskyldu sem sótt hafði um hæli á Íslandi en ekki fengið
dró fram þær aðstæður sem biðu þeirra þegar þau höfðu verið send úr landi. Við höf-
um birt viðtöl við fólk sem hefur misst einhvern nákominn og lýsir sorginni af ein-
lægni. Við höfum birt viðtöl við fólk sem er ekki endilega landsþekkt en hefur átt æv-
intýralegt lífslaup og deilir sögum sínum af örlæti með lesendum. Við höfum kafað
ofan í heilbrigðismál, menntamál, menningarlíf, skoðað líðan landans, fengið spek-
inga til að spá um þingkosningar jafnt sem Eurovision-kosningar.
Ég er stolt af blaði dagsins því það endurspeglar ákveðna fjölbreytni sem við
stefnum alltaf að því að hafa í Sunnudeginum, þannig sinnum við hlutverki okkar
best. Í blaði dagsins má finna viðtal við konu á tíræðisaldri sem lýsir lífinu í Noregi á
stríðsárunum og því þegar hún var heiðruð af konungi fyrir störf í þágu andspyrnu-
hreyfingarinnar. Einnig einkaviðtal við sjálfan Simon Le Bon, söngvara hinnar
ódauðlegu hljómsveitar Duran Duran. Við fjöllum líka um knattspyrnumenn sem
koma út úr skápnum, um æviskeið Doris Day og skoðum gríðarlegan verðmun á
flugmiðum. „Það er allt í þessu“ – eins og einn vinnufélagi segir gjarnan. Um leið og
ég hverf á vit nýrra ævintýra þakka ég fyrir mig og vona að þið njótið helgarinnar.
Takk fyrir
samfylgdina
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Ég er stolt af blaði dags-ins því það endurspeglarákveðna fjölbreytni sem viðstefnum alltaf að því að hafa
í Sunnudeginum.
Helena Sólbrá Kristinsdóttir
Ég ætla að ferðast um Ísland, m.a.
að fara á Borgarfjörð eystri í göngu.
SPURNING
DAGSINS
Hvað
ætlarðu að
gera í
sumar?
Þórhallur Vilhjálmsson
Vinna. Ég er fararstjóri þannig að
það er mjög skemmtilegt.
Rakel Eiríksdóttir
Ég ætla að fara út á land og tjalda
og svo er ég að vinna.
Jón Ingi Jónsson
Vinna og svo í sumarfrí innanlands.
Við ætlum í viku í sumarbústað í
Húsafelli.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BRYNJAR ÞÓR BJÖRNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Karfan
út á land
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, verður með körfuboltabúðir
fyrir unga og aldna á Egilsstöðum og í Neskaupstað 3.-5. júní og á Höfn 6.-7.
júní. Seinna í sumar fer hann svo í Búðardal og á Patreksfjörð.
Hvaðan kemur hugmyndin að þessum körfu-
boltabúðum þínum?
Þetta á sér langan aðdraganda en við konan mín fengum þessa
hugmynd fyrst árið 2012; að fara út á land og bera hróður körfu-
boltans sem víðast. Ekkert varð úr því þá en í sumar ákvað ég að
kýla á þetta. Búðirnar eru fyrir unga jafnt sem aldna, á daginn fyrir
krakkana og á kvöldin fyrir fullorðna. Fólk úti á landi á ekki alltaf gott
með að komast í svona búðir á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna upplagt
að koma bara með búðirnar heim að dyrum.
Þú byrjar fyrir austan og ferð vestur síðar í sumar. Er
stefnt að því að fara víðar?
Já, gangi vel í sumar gæti ég vel hugsað mér að fara allan hringinn um
landið sumarið 2020. Eigum við ekki að segja að þetta sé generalprufan.
Mér fannst við hæfi að byrja fyrir austan enda ber ég mikla virðingu fyrir
því öfluga starfi sem þar er unnið. Bæði Sindri og Höttur eru í 1. deild.
Er áhuginn mikill úti á landi?
Gríðarlegur, ekki síst á smærri stöðum enda er það einn helsti kostur
körfuboltans hvað það þarf fáa til að spila íþróttina. Núna eru til dæmis
þriggja manna lið mjög vinsæl víða um heim og sú útgáfa komin inn á Ól-
ympíuleikana. Metnaðurinn er víða mikill úti á landi og ekki lengra síðan
en 2010 að Snæfell úr Stykkishólmi varð Íslandsmeitari.
Hvar munt þú svo spila næsta vetur?
Það er allt í vinnslu. Núna er ég bara að slaka á í blíðunni á Sauðárkróki
en við hjónin eignuðumst okkar annað barn 4. maí síðastliðinn. Það hefur
verið mjög gott að vera hérna fyrir norðan og kynnast öðrum lífsstíl en í
höfuðborginni. Síðan er gaman að sjá hvað Skagafjörðurinn er að lifna við
með vorinu. En við sjáum til.