Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Síða 15
19.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
„Frá og með þeim degi urðum við ævinlega
að bera þetta spjald á okkur. Númerið var
tengt nafni okkar og var þetta hugsað til þess
að ef við fyndumst látin að þá væri hægt að
senda númerið okkar til London og fá úr því
skorið hver við værum.“
Gerðuð þið ykkur grein fyrir afleiðingunum
ef þið næðust? Vissuð þið hvað fangabúðir
Þjóðverja þýddu?
„Já, við vissum það. Við vissum allt um
fangabúðir Þjóðverja og hvað þær voru hræði-
legar. Einn daginn var ráðist inn á fund
strákahópsins í andspyrnuhreyfingunni í
Eidsvoll, sem við unnum með, einn þeirra var
mjög góður vinur minn. Þeir voru allir hand-
teknir, 19 manns. Þeir voru sendir í fangabúð-
irnar hræðilegu Sachsenhausen, og upplifðu
þar skelfilega hluti. Þeir sem komu til baka
voru breyttir menn og urðu aldrei samir. Ég
er afskaplega þakklát fyrir að við stelpurnar
skyldum ekki líka vera teknar en sú hætta var
alltaf fyrir hendi.“
Heiðursmerki frá konungi
Minni og vinkonur hennar reyndu ýmislegt
meðan á stríðinu stóð til að reyna að hjálpa en
því varð ekki alltaf auðveldlega við komið. Í
nokkurra kílómetra fjarlægð frá Eidsvoll
geymdu Þjóðverjar rússneska fanga.
„Brauð var af afar skornum skammti en
okkur langaði að reyna að koma brauði til
fanganna rússnesku á deginum þeirra, 1. maí.
Við útbjuggum böggla handa föngunum, með
brauði í og fórum að fangelsinu og notuðum
auðmjúkar okkar fínustu þýsku við vörðinn.
Hann mundaði byssuna og horfði á okkur; „Es
kostet ein Kopf“ (það kostar höfuðið). Ég mun
aldrei gleyma þessu augnatilliti og því sem
hann sagði, ekki þótt ég verði hundrað ára,
þótt það sé nú stutt þangað til.“
En stríð er aldrei svart og hvítt. Þegar því
lauk voru víða þjáningar. Einnig í fangabúð-
unum þar sem Rússum hafði verið haldið.
„Við sem höfðum verið þjálfaðar í and-
spyrnuhreyfingunni fórum þangað til að
hjúkra þeim og gefa þeim að borða því margir
þeirra voru dauðvona menn, svo illa voru þeir
farnir eftir vistina. Þeir voru flestir miklir
sjúklingar og það var ekki hægt að senda þá
bara út á guð og gaddinn. Þeir sem sinnt höfðu
fangavarðastörfum voru oft sjálfir fangar. Í
búðum nálægt Eidsvoll hafði rússneskur mað-
ur í slíkri stöðu farið illa með fangana og voru
þeir honum afar reiðir sem og nokkrum Pól-
verjum sem höfðu aðstoðað hann. Einn daginn
höfðu fangarnir náð sér niðri á þeim; drepið
Rússann og Pólverjana að því er virtist. Minni
kom á staðinn og var sú sem bjargaði lífi
tveggja Pólverjanna. Þeir sem komu að þeim
höfðu gengið að því gefnu að þeir væru látnir
og létu þá óafskipta. Minni hins vegar greindi
lífsmark og kallaði til lækna og var þeim
bjargað. Minni segir þetta þá hræðilegustu
stund sem hún hafi upplifað í stríðinu, aðkom-
una að Rússanum og Pólverjunum.
„Fræknasta hetja andspyrnuhreyfingar-
innar var Max Manus en frægt er þegar hann
sökkti þýska herskipinu Donau. Vinkona syst-
ur minnar var hans nánasti aðstoðarmaður en
þeir voru teljandi á fingrum annarrar handar
sem vissu um dvalarstað hans. Svoleiðis varð
það að vera
Ég minnist þess með mikilli gleði þegar
Noregskonungur og krónprinsinn sneru heim
úr útlegð frá Bandaríkjunum og Bretlandi og
norska þjóðin tók á móti þeim í Ósló. Þeim var
ekið upp að höllinni og þar fór Max Manus
fremstur í flokki. Þetta var ógleymanleg
stund.“ Sjálf tók Minni á móti heiðursmerki
frá norska kónginum eftir stríðið en þeir sem
störfuðu í andspyrnuhreyfingunni fengu slík
heiðursmerki.“
Þórbergur Þórðar kenndi íslensku
Eftir stríð tók nýr kafli við í lífi Minni og mikl-
ar annir tóku við. Hún sinnti verslun og fyrir-
tæki fjölskyldunnar en afi hennar hafði kennt
henni margt er sneri að því að reka fyrirtækið.
Hún var útskrifuð úr máladeild í menntaskóla
og auðheyrilegt að hún er mikil málamann-
eskja. Hún hafði alla tíð spilað á píanó, verið í
námi og spilað á tónleikum fram að stríði, þeg-
ar fólk hafði um allt annað að hugsa en fara á
tónleika en hún spilaði þó heima á flygil sem
amma hennar hafði gefið henni pening fyrir.
Það var mikill léttir að geta loks dregið
gluggatjöldin frá og notið þess að fara út eftir
myrkur en meðan Noregur hafði verið her-
numinn, í fimm ár, hafði öllum verið bannað að
fara út eftir myrkur, sem var oft klukkan fjög-
ur á veturna. Þá mátti ekki sjást ljóstíra frá
húsinu af hræðslu við loftárásir. Bak við þykk
myrkvunartjöld var oft það eina sem hægt var
að gera að spila. Og Minni tók aldrei í spil eftir
að stríðinu lauk, fegin að vera laus við það.
Minni sinnti ýmsu því er sneri að fjölskyld-
unni og passaði mikið fyrir systur sína sem var
enn í sérnámi í læknisfræðinni en eiginmaður
hennar var sömuleiðis í sérnámi í læknisfræði.
Minni fór svo til Ósló til að mennta mig meira í
viðskiptum svo hún gæti tekið við fyrirtækinu
af fullum krafti þegar lífið breyttist.
Það var þá sem Minni kynntist íslenskum
manni í gegnum sameiginlega kunningja
þeirra. Með honum, Ólafi Gunnarssyni sál-
fræðingi, fluttist hún til Íslands og eignaðist
tvö börn, Kari sérkennara og Snorra lækni.
Minni og Ólafur skildu eftir nokkurra ára
hjónaband. Minni hóf þá fljótlega störf á dag-
blaðinu Vísi og starfaði þar alla ævi. Fyrst sem
gjaldkeri og varð síðar skrifstofustjóri þar
sem hún hélt utan um alls konar verkefni, svo
sem öll samskipti við prentsmiðjuna. Í starfi
sínu á Vísi fór af henni orð sem hörkuduglegs
og útsjónarsams starfskrafts, með mikið vit á
útreikningum. „Hún kunni sko að telja pen-
inga“ sagði einn starfsmaður Morgunblaðsins
um hana og eflaust muna þeir eldri í fjölmiðla-
stétt eftir henni.
Voru ekki mikil viðbrigði að koma til Ís-
lands?
„Jú, vissulega var þetta stundum erfitt.
Nýtt umhverfi, fólk og tungumál en ég fór
gjarnan á sumrin til Noregs.“ Blaðamaður
bendir henni á að hún tali sérlega góða ís-
lensku. Hún segir Þórberg Þórðarson rithöf-
und hafa tekið að sér að kenna henni sem og
Gunnar Dal en þeim kynntist hún í gegnum
eiginmann sinn.
„Þórbergur kom til mín að kenna mér og
fékk hjá mér norska súpu í skiptum. Honum
fannst þetta svo ægilega góð súpa og ég signdi
mig, sagði honum ekki að þetta væri pakka-
súpa frá Noregi.
Hann fór með mér á sunnudögum með
börnin í göngutúr í kringum Tjörnina og það
var mikil hjálp í því. Hann var mjög trúfastur í
vináttu okkar og hjálpaði mér með börnin en
þau voru ekki gömul þegar ég skildi.“
Þegar þú horfir yfir lífið, Minni, 97 ár, hvað
er þér efst í huga?
„Ég er sú í ættinni sem hefur lifað lengst,
amma mín varð 92 ára og systir mín 96 ára og
þóttu hafa lifað lengi. Mér finnst þetta ægilega
mörg ár. En þegar ég horfi til baka þá eru það
börnin mín tvö, sem eru vel gerð og myndar-
leg, sem mér finnst mest um vert.“
Minna tók við heiðursmerki frá kon-
ungi fyrir störf sín í andspyrnuhreyf-
ingunni. Í bakgrunni hanga málverk af
ömmu hennar og afa og faðir hennar
er á myndinni lengst til vinstri.
Morgunblaðið/Hari
Minni með börnunum sínum og nýstúdentunum Snorra og Kari en
sjálf var hún þá 30 ára stúdent frá máladeild.
’ Ef við hefðum stöðugt veriðað hugsa um að við værum íhættu þá hefði enginn gert neitt,maður leyfði sér ekki að hugsa
of mikið um það og við vorum
hörð af okkur. Við urðum bara
að harka af okkur
Systurnar Kari og Minni ásamt föðurömmu sinni, Mina Kalslæg, sem
var þeim skjól og hald í lífinu ásamt föðurafa þeirra Carl Martin.