Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Side 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
95% munur á sama flugi
Þegar blaðamaður ákvað aðbyrja að skipuleggja jólafríiðmeð góðum fyrirvara brá
honum nokkuð í brún þegar kom að
því að panta flugið. Ákveðið var að
bjóða fjölskyldunni til Miami í frí frá
26. desember, heim þann 5. janúar.
Besta leiðin virtist vera að fljúga
beint til Orlando og taka bíl þaðan og
keyra til Miami. Þannig þyrftum við
einungis að taka eina flugvél og ekki
gista eina nótt á bakaleiðinni, eins og
við hefðum þurft ef við hefðum keypt
miða til New York eða Boston og
þaðan til Miami.
Helmingi ódýrara í boði
Á dohop.com var boðið upp á að
kaupa miða með Icelandair en marg-
ar bókunarsíður bjóða mismunandi
verð fyrir sama flug, eins og gengur.
Algengt er að munurinn sé nokkur
þúsund krónur en í þessu tilviki
reyndist hann vera mun meiri. Hægt
var að fá flug með Icelandair á
85.800 krónur hjá bókunarsíðunni
Mytrip, sem er ein af bókunarsíð-
unum sem dohop.com vísar á. Dohop
vísar einnig beint inn á bókunarvef
Icelandair en þar kostaði miði í sama
Icelandair-miðar til Orlando eru
til sölu dohop.com fyrir helming
af því verði sem Icelandair býður.
Morgunblaðið/Eggert
Það getur margborgað sig að nota leitarsíður á borð við dohop.com þegar velja á flugmiða. Oft er munurinn á sama
flugi umtalsverður. Munurinn á flugi til Orlando með sama flugi reyndist 95%.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ég kom heim frá útlöndum um daginn.Gekk inn í fríhöfnina og greip með mérkassa af bjór. Svona eins og maður ger-
ir. Mér fannst það nokkuð skynsamlega gert í
ljósi þess að ég á töluvert af uppkomnum
börnum sem virðast líta á bjórbirgðir heimilis-
ins sem sinn prívatlager. Sem gerir það að
verkum að það er nánast aldrei til bjór þegar
ég þarf nauðsynlega að nota svoleiðis.
Svo, nokkrum dögum seinna, settist ég fyrir
framan sjónvarpið til að horfa á þessa ótrú-
legu leiki í undanúrslitum Meistaradeild-
arinnar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með
þá en það var annað mál með bjórinn.
Það kom nefnilega í ljós að bjórinn sem ég
keypti virðist hafa verið bruggaður úr blómum
eða einhverju álíka. Hann var með einhverju
furðulegu berjabragði og svo að segja algjör-
lega ódrekkandi. Og þegar ég athugaði dósina
betur kom í ljós að ég hafði fyrir mistök ekki
keypt uppáhalds íslenska bjórinn minn, heldur
einhverja nýja tegund sem er sennilega gerð
fyrir fólk sem ætti ekki að drekka og af fólki
sem ætti ekki að koma nálægt ölgerð. Jafnvel
við þessar kjöraðstæður tókst mér ekki að
klára hálfan bjór, þannig að kassinn fór inn í
geymslu og var þar þangað til ég ákvað nú í
vikunni að gera eitthvað í þessu.
Mér fannst að þetta gæti nú ekki verið mik-
ið mál. En vitandi að ríkið getur verið und-
arlegt, ákvað ég að hringja í ÁTVR og athuga
hvort ég gæti ekki örugglega skipt þessum
kassa í eitthvað sem ég gæti mögulega komið
niður.
Ég var spurður að því hvar ég hefði keypt
bjórinn. Ég er náttúrlega heiðarlegur maður
og sagðist hafa keypt hann í fríhöfninni. „Nei.
Þá getum við ekki skipt honum. Hann er ekki
keyptur hjá okkur.“
Niðurstaðan er sem sagt að sá eini sem get-
ur selt bjór á Íslandi getur ekki skipt honum.
Eina leiðin fyrir mig til að skipta er sennilega
að kaupa mér farmiða til útlanda með bjórinn
(og að sjálfsögðu stóra tösku því það má ekki
taka svona mikinn vökva í handfarangri) og
skipta bjórnum á bakaleiðinni. Sem er reynd-
ar óvíst að gangi og er þar að auki fullmikið
vesen. Jafnvel fyrir góðan bjór.
Sama dag gerðist það að ruslafata heimilis-
ins hætti að virka. Ég er nefnilega með rusla-
fötu með hreyfiskynjara og hann virkaði ekki
lengur. Eftir að hafa gengið úr skugga um að
þetta væri hvorki vandamál með mína eigin
útgeislun né rafhlöðurnar, fór ég með hana á
staðinn þar sem ég keypti hana: Costco.
Nú brá svo við að ég var ekki spurður hvar
ég hefði keypt fötuna. Ég þurfti ekki að sýna
kvittun, heldur fékk ég hana bara endur-
greidda. Og það meira að segja í peningum en
ekki inneignarnótu. Og auðvitað keypti ég
nýja á sama stað, enda fráleit hugmynd að
nota snertiskynjaralausa ruslafötu.
En sem ég var að rogast með hana út í bíl
fór ég aðeins að hugsa um þessi mál. Hvernig
getur staðið á því að einkasöluaðili bjórs getur
ekki skipt bjór? Jafnvel þó að það sé útilokað
að ég hafi fengið hann einhvern veginn öðru-
vísi en eftir þessum ríkisleiðum, enda hefur
ríkið sjálft bannað öðrum að selja bjór. Og
hvernig stendur á því að einkafyrirtækinu
finnst þetta ekkert mál?
Kannski er þetta í hnotskurn eitt vandamál
ríkisrekstrar. Það er engin samkeppni og þar
með enginn hvati til að aðstoða viðskiptavin-
inn. Hvað ætti ég svo sem annað að gera? Það
er ekki eins og ég geti bara gengið út í næstu
búð og keypt mér bjór. Guð forði okkur frá
því.
’Og þegar ég athugaði dósinabetur kom í ljós að ég hafðifyrir mistök ekki keypt uppáhaldsíslenska bjórinn minn, heldur
einhverja nýja tegund sem er
sennilega gerð fyrir fólk sem ætti
ekki að drekka og af fólki sem ætti
ekki að koma nálægt ölgerð.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Viðskiptavinurinn hefur stundum rétt fyrir sér
Skoðað var flug þann 26. des-
ember 2019 til Orlando,
heim 5. janúar 2020. Allt verð
er með sætum og tösku.
Ferðir eru allar með sömu
Icelandair-vélinni.
Mytrip: 85.800 kr.
FlightNetwork: 111.000 kr.
Budget Air: 100.974 kr.
Icelandair: 167.625 kr.
Miðað er við verð sem kom
upp við leit á leitarvél Dohop-
.com þann 15. og 16. maí
2019.
Verð á flugi
til Orlando
Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi
Icelandair.
Aðspurð um þá staðreynd að bók-
unarsíða úti í heimi geti boðið far-
gjaldið nánast á hálfvirði, svarar Ás-
dís: „Í þessu tilviki er um að ræða
tæknilegt atriði varðandi tengingar
ferðaskrifstofunnar við okkar kerfi
sem við erum að vinna í að leiðrétta.
Rétta verðið er það verð sem við er-
um að bjóða í bókunarvélinni okkar.“
Ásdís segir Icelandair ekki hafa
hækkað fargjöldin í kjölfar gjald-
þrots WOW.
Icelandair en ef leitað er að ódýrasta
flugi hjá Dohop.
Rétta verðið er okkar verð
„Auðvitað eiga ekki að birtast ólík
fargjöld hjá okkur og hjá bók-
unarvélum þriðja aðila,“ segir Ásdís
flug 167.625 krónur. Í báðum til-
vikum var flugið með tösku og flug-
sæti.
Munurinn nemur 81.825 krónum
sem jafngildir því að viðskiptavinur
greiðir 95% hærra verð fyrir sama
flugið til Orlando panti hann beint af