Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Síða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019 Á rið er 1983. Ólánlegur unglingur liggur í fleti og nennir fáu. Í kassettu- tækinu snýst snælda með upp- tökum úr Lögum unga fólksins. Það eina sem letipúkinn í rúminu nennir að gera er að teygja höndina að kassettutækinu til að ýta á takkann til að spóla til baka þegar laginu lýkur. Að hlusta á sama lagið aftur og aftur er best í heimi. Já, og fletta nýjasta Bravo-blaðinu þar sem hljómsveit, skipuð fimm Bretum frá Birmingham, prýðir allflestar síðurnar. Hljómsveitin heitir Duran Duran og lagið er Hungry Like the Wolf. Veggina prýða plaköt og myndir sem hafa verið klipptar út úr Bravo- blöðum, á einu plakatinu stendur Simon Le Bon söngvari sveitarinnar hvítklæddur, í blárönd- óttum bol. Gleiður með krosslagða arma, blásið hár, sítt að aftan og rautt ennisband horfir hann tregafullum augum beint inn í unglinga- herbergið í Norðurbænum í Hafnarfirði. 36 árum síðar......... Árið er 2019. „Viltu taka símaviðtal við Simon Le Bon?,“ spyr Orri Páll Ormarsson vinnufélagi minn á Morgunblaðinu. „Ehhhh.. voru fyrstu við- brögð.“ Síðan: „Ertu að djóka í mér?“ Eftir að hafa fengið fullvissu frá Orra um að ekki væri um spott og spé að ræða, heldur væri þetta tilboð borið fram í fullri alvöru, Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins hefði verið boðið að taka einkaviðtal við Le Bon og hann vissi að ég hefði talsvert dálæti á Duran Duran, þáði ég boðið með þökkum. En ekki hvað. Því að þegar tækifæri gefast til að láta draumana rætast þá grípur maður þau. Og und- irbýr sig eins og maður mögulega getur þegar manni býðst viðtal við átrúnaðargoð unglings- áranna (og aðeins lengra fram eftir aldri) með tveggja klukkustunda fyrirvara. Mér var uppálagt að hringja í fjölmiðlafull- trúa Le Bons klukkan 14:20. Sem ég gerði og eftir að við höfðum kynnt okkur og hún fengið að vita nánari deili á mér gaf hún mér samband. Ég byrjaði á því að kynna mig og spyrja hvort ég væri að tala við herra Le Bon. „Já, svo sannarlega ertu að því,“ svaraði fjörleg rödd á hinum enda línunnar. Þetta var býsna kunn- ugleg rödd, enda sú hin sama og sem söng Girls on Films, The Reflex, Hungry Like the Wolf, View to a Kill og fjölmörg önnur klassísk popp- lög. „Og hvernig hefurðu það svo í dag?“ var næsta spurning blaðamanns sem reyndi af alefli að muna helstu kurteisisreglur um leið og hjart- að barðist ótt og títt. Er ég í alvörunni að tala við hann? Getur þetta verið? „Ég hef það alveg frábært,“ svarar Simon. „Mikið er gaman að tala við þig á svona fal- legum degi, Anna.“ Simon Le Bon sagði nafnið mitt! Samræðurnar hófust á sígildan hátt; við töl- uðum um veðrið. Kannski hefur einhver sagt honum að Íslendingar gjörsamlega elska að tala um veðrið. „Sólin skín hérna í London, þetta er fyrsti sólardagurinn sem ég upplifi í ár í London og vá, hvað það er hlýtt,“ segir söngvarinn kát- ur. Blaðamaður leit út um gluggann á ritstjórn- arskrifstofunni og sá bara rigningu og gráma. „Hér á Íslandi rignir, en vonandi færðu betra veður þegar þú kemur til okkar í sumar.“ „Það þykir mér leitt að heyra, en það er ynd- islegt hér í London. Algjörlega dásamlegt.“ Margir glöddust þegar spurnir bárust af því að Duran Duran ætlaði að halda tónleika á Ís- landi í sumar. „Mikið er gaman að heyra það. Ég hlakka gríðarlega mikið til.“ Hvers vegna? „Það er frábært að halda tónleika á Íslandi. Ég kom til ykkar fyrir 14 árum og veit allt um það,“ segir Simon. Ég var gestur á þeim tónleikum og tek undir það að tónleikarnir í Egilshöll sumarið 2005 hafi verið sérlega vel heppnaðir. Ég segi síðan Sim- on að Duran Duran eigi fjölmennan og dyggan aðdáendahóp hér á landi og að í honum sé fólk á öllum aldri. Það gleður hann mjög. „Vá, það er frábært! Ég vissi það ekki, stundum heldur maður að flestir okkar aðdáendur hafi fylgt okkur síðan á 9. áratugnum. Það er gaman að heyra að það hafi bæst í aðdáendahópinn.“ Nýt þess að vera rokkstjarna Tónleikarnir, sem verða hér á landi í sumar, eru ekki hluti af eiginlegri og skipulagðri tónleika- ferð, heldur ákváðu meðlimir sveitarinnar að fara þangað sem þá langaði til að fara og bjóða heimamönnum upp á tónleika. Simon segir að sveitin verji talsverðum tíma í upptökustúdíói þessa dagana, en félagarnir hafi verið orðnir óþreyjufullir eftir að komast út á meðal fólks, eins og hann orðaði það og því hafi verið brugðið á þetta ráð. „Já, við erum bara að velja vandlega þá staði sem við viljum fara á. Við fengum gott tilboð frá Íslandi, okkur var sagt að við ættum fjölda aðdáenda þar. Það var kominn tími til að við færum þangað aftur. Svo við sögðum: Já! Förum þangað!“ Á 9. áratugnum voruð þið vinsælasta hljóm- sveit heims.... „Ó, já, heldur betur,“ skýtur við- mælandinn inn í. Er það þung byrði að bera, að vera tengdur svona sterkt við tímabil sem var fyrir meira en 30 árum? Kemur þetta í veg fyrir framþróun sveitarinnar? „Nei, ég myndi ekki segja það. Auðvitað nutum við þessarar gríðarlegu velgengni á þessum tíma. En við erum listamenn, við erum tónlistarmenn og þetta er langtímaverkefni hjá okkur. Að fá nýjar hugmyndir, að semja nýja tónlist – það er okkar starf.“ Ætlum ekki að spila Wham-lög! Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Duran Duran sveitin var stofnuð árið 1978. Myndin er tekin á tónleikum Duran Duran í Las Vegas í Nevada í febrúar síðastliðnum. Ferill Le Bon spannar hátt í fjóra áratugi. Hann segir það vera forréttindi að skemmta fólki. Á 9. áratugnum prýddu plaköt með myndum af Duran Duran veggi margra unglingaherbergja. Tónlist er svo stór hlut iaf lífi mínu og hefur alltaf verið, segir Simon Le Bon í viðtalinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.