Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.5. 2019
É
g er fædd 27. september 1921. Þú
mátt alveg reikna út fyrir mig
hvað ég verð gömul, ég veit ekki
alveg hvort ég er að verða 79 eða
89 ára,“ segir Minni Gunnarsson
kankvís og brosir. Minni sem er 97 ára, að
verða 98 ára hét Minni Kalsæg áður en hún
fluttist til Íslands árið 1951.
Ættarnafnið er norskt en þrátt fyrir að
Minni hafi í mörg ár reynt að fá að nota Kal-
sæg voru nafnalögin það ströng að það var
ekki einu sinni til að ræða það að hún fengi að
nota eitthvert útlenskt ættarnafn. Dóttir
hennar er búin að lofa henni að þegar kemur
að því að setja nafn hennar á legstein skuli
standa þar Minni Kalsæg Gunnarsson.
„Þú verður að smakka konfekt Hákons kon-
ungs, þú færð ekki fínna konfekt í heiminum.
Þú mátt borða eins og þú vilt,“ segir Minni og
ýtir stærðar konfektkassa í áttina að blaða-
manni. Konfektið heitir einfaldlega Kong Haa-
kon konfekt og í huga Norðmanna er það ná-
tengt sjálfstæði landsins og mikið þjóðarstolt.
Framleiðsla á því hófst 1905, árið sem Nor-
egur varð sjálfstæður eftir sambandsslit Nor-
egs og Svíþjóðar. Það var nefnt í höfuðið
fyrsta konungi Noregs eftir sambandsslitin;
Hákoni sjöunda. Konfektið er afar ljúffengt og
þótt það hafi vissulega breyst á rúmum hundr-
að árum hafa tveir molar haldið sér óbreyttir.
Minni ólst upp í bænum Eidsvoll í Suð-
austur-Noregi, í stóru húsi með foreldrum sín-
um, systur og ömmu og afa föðurmegin. Afi
hennar, Carl Martin Kalsæg, var virtur kaup-
sýslumaður, stundaði verðbréfaviðskipti og
rak meðal annars verslun og heildsölu hjá
heimili þeirra.
Átta ára þegar faðir deyr
„Faðir minn var einkabarn foreldra sinna og
við bjuggum í húsinu þeirra. Ég og við syst-
urnar tvær vorum dekraðar af ömmu og afa en
það var allt í lagi því við vorum það sem heitir
efnafólk. Þegar ég fermdist stofnaði afi banka-
reikning fyrir mig með sæmilegri upphæð og
það sama gerði hann fyrir systur mína. Afi
lagði ríka áherslu á að ég og systir mín þyrft-
um aldrei að vera karlmanni háðar. Hann
gerði þannig ráðstafanir og frá því að ég var
17 ára skyldi ég fá greitt því sem samsvaraði
forstjóralaunum þá í Noregi, mánaðarlega.
Þetta gerði það að verkum að ég hef aldrei
þurft að skulda krónu á ævi minni, gat keypt
mér húsnæði og aldrei þurft að vera neinum
karlmanni háð með neitt,“ segir Minni en
greiðslurnar voru óverðtryggðar svo þær
lækkuðu með árunum en engu að síður er
Minni enn að fá greitt úr því sem afi hennar
stofnaði fyrir hana.
Minni og systir hennar, Kari, voru fljótt
komnar alfarið undir verndarvæng afa síns og
ömmu, Minu Kalsæg, því faðir hennar, Ole
Martin, lést aðeins 36 ára gamall en þá var
Minni sjálf átta ára. Mamma hennar, Olga
Marie, giftist síðar að nýju og flutti til Óslóar.
„Faðir minn var á leið á landsleik í knatt-
spyrnu sem spila átti í Ósló; milli Svíþjóðar og
Noregs. Hann hafði sjálfur spilað knattspyrnu
en þurft að hætta vegna meiðsla. Þegar hann
gat ekki gagnast liðinu sem leikmaður ákvað
hann að gefa félaginu sínu heilan fótboltavöll
og lét byggja í kringum hann og svona, sem
var ekkert smáræði.
Á þessum tíma voru fyrstu einkabílarnir
farnir að sjást og fáir áttu bifreiðar en þar sem
það stóð ekki á peningunum heima hafði pabbi
keypt bíl. Vegina var ekki búið að aðlaga
einkabílnum og þeir voru afar þröngir. Hann
mætti mótorhjóli með hliðarvagn svo hann
neyddist til að keyra alveg út í kant til að far-
artækin gætu mæst. Kanturinn var lélegur og
gaf sig og bíllinn valt niður 20 metra og endaði
á stóru tré. Miltað skaddaðist mikið og það var
langt í alvörusjúkrahús, sem hefði sennilega
getað bjargað lífi hans. Sveitaspítalinn sem
tók á móti honum hafði ekki ráð á því að
bjarga honum. Þá var hann rændur öllu á spít-
alanum, stóru gullúri og fleiru, en giftingar-
hringurinn skilinn eftir.“
Minni var mikil „pabbadama“ eins og hún
segir sjálf og syrgði föður sinn mikið. En lífið
hélt þó áfram. Amma hennar klæddi þær syst-
ur í silkikjóla á sunnudögum og stóra systir
hennar Kari, sem síðar varð læknir, svaraði
því þegar hún var spurð hvort þær væru tví-
burar að nei, hún væri tveimur árum, þremur
mánuðum og 20 dögum eldri en Minni.
Þjóðverjar taka húsið
Afi Minni dó 1935, þá var hún 14 ára en amma
hennar lifði þar til Minni var 23 ára. Með kon-
fekti Hákons konungs gæðum við okkur á
norskri jólaköku í stofunni í Breiðholti, kakan
er gerð eftir uppskrift frá ömmu hennar. Á
veggjum hanga málverk af föður hennar og
föðurforeldrum. Og allt um kring eru sérlega
falleg húsgögn sem voru á æskuheimili henn-
ar. Minni fræðir blaðamann um stofuborðið;
það er úr írönskum marmara. Vegur aðeins
200 kíló. Minni segir að það sé enginn að slást
um að fá að erfa borðið og flytja það einn dag-
inn. Það má með sanni segja að andi æsku-
heimilisins svífi í kring.
En við ætlum að snúa okkur að seinni
heimsstyrjöld, þegar Minni gekk óbangin til
liðs við andspyrnuhreyfinguna í Noregi þá 19
ára gömul.
„Við vorum strax hræddar um að þegar
Þjóðverjarnir kæmu myndu þeir leggja undir
sig húsið. Þeir gerðu það, tóku stóru og fínu
húsin undir hermenn sína en fyrst og fremst
vorum við hræddar um það systurnar út af
ömmu. Hún hefði bara ekki lifað tilhugsunina
einu sinni af. Húsið var nú enn stærra því að
þegar afi dó létum við byggja við húsið. Afi
hafði ekki haft áhuga á því meðan hann lifði,
fannst húsið okkar fínt, en amma vildi gera
húsið nýtískulegra og fá nútímaþægindi.
Það varð sem betur fer ekki strax að þeir
tækju húsið. Það var Norðmaður að aðstoða
þá við að finna húsnæði, hann var eins konar
lénsmaður á svæðinu og við systur höfðum dá-
lítið á hann og notuðum það. Við fórum til hans
og sögðum að við skyldum ekkert gera í bili
vegna stórrar skuldar hans við verslunina
okkar en hann skuldaði alveg geysimikið
vegna vöruúttekta. Það er að segja ef hann
sæi til þess að Þjóðverjar kæmu ekki nálægt
húsinu meðan amma lifði. Þegar amma dó hins
vegar mættu Þjóðverjarnir bara og sögðu að
okkar samkomulag við lénsmanninn skipti
engu.“
Þjóðverji fékk því herbergi í húsinu en
Minni gaf sig ekkert með það að hleypa hon-
um á klósettið og á baðherbergið í fyrstu. Það
hafði nefnilega enginn minnst á slíkt við hana,
bara að hann ætti að fá herbergi. Það var ekki
fyrr en nágrannarnir voru farnir að kvarta
undan því að hann væri bak við bílskúrinn að
gera þarfir sínar sem Minni ákvað að gefa
honum aðgang að baðherbergi.
Í andspyrnuhreyfinguna
Hvað varð til þess að þú gekkst í and-
spyrnuhreyfinguna?
„Hitler var þekktur fyrir hrifningu sína á
Noregi. „Norwegen über alles,“ sagði hann
stundum. Hann hafði lýst því yfir að helst vildi
hann sjálfur setjast að í Noregi og virtist eitt-
hvað heltekinn af landinu og þegar þýski her-
inn kom til okkar vorum við strax viss um að
hann myndi eyðileggja landið og við vildum
gera eitthvað til að koma í veg fyrir það.“
Minni rifjar upp þessa tíma sem voru henni
ekki síst hættulegir þar sem Þjóðverji dvaldi í
húsinu, á háaloftinu geymdi hún mikið magn
af lyfjum, morfíni og sáraumbúðum en hún og
hennar hópur var þjálfaður, undir handleiðslu
norskra lækna og hjúkrunarfólks, til að geta
sinnt særðum Norðmönnum ef þeir væru kall-
aðir út til að berjast. Systir hennar, sem var
þá í læknisnámi, skoðaði birgðirnar og hjálp-
aði henni að raða þeim uppi á lofti og sagði
henni að fara sérlega varlega, hún væri með
morfín til að drepa 200 manns.
Varstu ekkert hrædd við að geyma þetta?
„Það var ekkert um annað að ræða, við höfð-
um ekki aðra aðstöðu. Í fyrstu voru fundirnir í
öðru húsi en það var ljóst að við vorum í hættu
þar þegar ákveðin kona fór að sniglast þar í
kring, ganga fram og til baka fram hjá húsinu
þegar við vorum með fundi. Við höfðum verið
vöruð við henni. Ég var í stóru húsi og formað-
urinn okkar bað mig um að taka fundina heim
til mín, þrátt fyrir Þjóðverjann, og það gerði
ég.
En við urðum ekki bara að passa okkur á
Þjóðverjunum heldur líka að það vissu ekki of
margir að við værum í andspyrnuhreyfing-
unni. En ég get sagt þér að ef við hefðum stöð-
ugt verið að hugsa um að við værum í hættu
þá hefði enginn gert neitt, maður leyfði sér
ekki að hugsa of mikið um það og við vorum
hörð af okkur. Við urðum bara að harka af
okkur og reyna að hugsa næstu skref.“
Minni var í stöðugum æfingum. Fór í gegn-
um það með fagfólki hvernig ætti að binda um
alvarleg höfuðmeiðsli, lærði á allan nauðsyn-
legan búnað og lyf og þá var hún á sérstökum
stað í stífum líkamsæfingum til að vera í góðu
formi. Hópurinn hennar varð að vera tilbúinn
að fara út með fjögurra klukkustunda fyrir-
vara. Formaður hópsins hennar var í sam-
bandi við annan hóp sem var „yfir“ þeirra hóp
og tók þaðan skipanir og kom áfram til síns
hóps.
Einn daginn kom óvenjuleg skipun, alla leið
frá London. Nú urðu allir í andspyrnuhreyf-
ingunni að vera með spjald um hálsinn með
númeri sem kallað var „dauðanúmerið“.
Ekkert svigrúm
fyrir hræðslu
Minni Gunnarsson Kalsæg átti annað og gjörólíkt líf áður en
hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku
andspyrnuhreyfinguna í hættulegri nálægð við Þjóðverja
sem höfðu meðal annars lagt undir sig heimili hennar.
Minni er 97 ára í dag og verður 98 á árinu.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is